Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.2006, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.2006, Síða 7
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 3. júní 2006 | 7 Í pistli sínum í Lesbókinni 27. maí 2006, Alltaf að skrifa Biblíuna, agnú- ast Sigtryggur Magnason út í bók bókanna. Ef til vill er hann bara að sletta úr klaufunum í einhvers konar vorgalsa og meinar ekki algjörlega það sem hann skrifar. Kannski tek ég textann of bókstaflega. Ég veit það ekki en skilja má af orðum hans að bókin sú sé mönnum fjötur um fót í viðleitninni til að skil- greina tilveruna. Hann segir þar meðal annarra orða: „Menn hafa safnað saman í stórar bækur útskýringum á tilurð heimsins og hvernig best sé að lifa. Ein slík bók er Bibl- ían, metsölubók til margra ára. Gallinn við slík rit og reglugerðir er hins vegar sá að frekar en að lýsa ákveðinni heimsskipan hafa ritgerð- arhöfundar búið til heimsskipan sem síðan hef- ur bundið hugsunina í ákveðna fjötra. Og þótt boðskapurinn sé oft ágætur þá er auðvitað svo- lítið fúlt að ein bók hafi í margar aldir bundið hugsun milljóna manna innan kerfis sem er lík- lega fyrir það mesta misskilningur. Það er til dæmis frekar ólíklegt að guð hafi skapað jörð- ina, Adam og Evu og svo framvegis. En það er samt svolítið krúttleg saga.“ Allir textar sem menn hafa ritað hafa ein- hverja merkingu eða boðskap og geta því fjötr- að hvern sem er ef menn leyfa þeim það. Nálg- un lesandans og hugarfar hverju sinni ráða líklega mestu þar um en ekki endilega textinn sjálfur. Textar eru opnir sem slíkir en mönnum hættir til að loka þeim, læsa merkinguna niður, líta á þá bókstaflega og þar með er hætt við að hugarfarið fjötrist. Texti er varla nema ávarp, liður í samræðu og aldrei hið endanlega orð. Þess vegna er enn verið að skrifa. Biblían er innlegg í umræðu dagsins og hef- ur verið það um aldir. En hún er lítið annað en tjáning sem lesandinn getur speglað sig í, kall- ast á við hugmyndirnar sem þar birtast og bor- ið þær saman við sínar. „Krúttlega“ sagan í 1. Mósebók er slíkur spegill, frábær sýn á veru- leikann, skáldleg tjáning á hinu stóra sam- hengi hlutanna. Sköpunarsagan er ekkert ann- að en lofgjörð í ljóði um að tilveran eigi sér höfund. Albert Einstein, sem lesendur tímaritsins Time völdu vísindamann liðinnar aldar, gat að eigin sögn ekki hugsað sér tilveruna nema með því að gera ráð fyrir skapara sem hann kallaði á sinn gamansama hátt „gamla manninn“ (der Alte eða the Old Man). Nýlega var frá því greint í fjölmiðlum að vís- indamenn hefðu komist að þeirri niðurstöðu eða smíðað sér þá tilgátu að alheimurinn hafi orðið til við það að efnismassi á stærð við greipávöxt hafi sprungið á einum trilljónasta úr sekúndu og þanist út. Stærð alheimsins þekkjum við ekki en hann er í það minnsta ógnarstór. Hún er óneitanlega heillandi þessi kenning um miklahvell, krúttleg kenning. Því- líkur blossi! En mér finnst það hins vegar al- gjört kraftaverk og mikið fréttaefni í samtíð- inni að skáldið sem ritaði sköpunarsöguna í 1. Mósebók, ljóðið um tilurð heimsins, hafi kom- ist að sömu niðurstöðu og vísindamennirnir með Hubble-sjónaukann, geimferðirnar og all- ar græjurnar. Hann sagði bara: „Guð sagði: Verði ljós! Og það varð ljós.“ Hann sá fyrir sér miklahvell. Með hugviti einu, skáldlegu innsæi og hæfileikanum til að dreyma og hugsa hátt sá hann það sem máli skiptir: að veröldin á sér upphaf og tilgang. Sköpunarsagan er vissulega krúttleg og miklu meira en það, hún er meistaraverk, lík- lega magnaðasta ljóð veraldarsögunnar, sett í sjö daga skema skáldlegs myndmáls. En baga- legt er þegar menn lesa slíkt bókstaflega. Svo fer fyrir mörgum. Og mér virðist Sigtryggur einmitt falla sjálfur í þá gryfju að lesa sköp- unarsögu Biblíunnar bókstaflega. Ofur skilj- anlegt er að hann hafni sköpunarsögunni sem slíkri, það er samkvæmt orðanna hljóðan. Margir lesendur Biblíunnar eru sama sinnis og hann. En margir þó án þess að hafna því um leið að Guð sé skapari heimsins. Mikill munur er á bókstaflegri og allegórískri túlkun sög- unnar. Sigtryggur virðist einnig hafna reglunni sem Biblían og vísindin boða er hann segir: „Það er kannski kunnugra en frá þurfi að segja að það er engin sérstök regla á hlutunum í heiminum.“ En ég spyr: Blasir reglan ekki hvarvetna við í veröldinni? Kom ekki sólin upp í morgun? Ganga himintunglin ekki öll á sínum brautum? Áður er hann búinn að ræða hina hættulegu sögn „að vera“ í sinni annars skemmtilegu grein. Ekki vil ég láta hjá líða að hæla honum fyrir skemmtilegt sjónarhorn þar sem allt er „eins og“ eitthvað annað, eins og einhver stað- all. Og leikur lífsins þar með fólginn í litlu öðru en því að kallast á við það sem áður hefur verið sagt með snjallari hætti. Já, sögnin að vera er merkileg og minnir á það sem sá er veröldina skóp sagði aðspurður um skilgreiningu á sjálf- um sér í samtali við sjálfan Móse er hinn síð- arnefndi spurði hvernig hann mætti kynna hans hátign: „Móse sagði við Guð: „En þegar ég kem til Ísraelsmanna og segi við þá: „Guð feðra yðar sendi mig til yðar,“ og þeir segja við mig: „Hvert er nafn hans?“ hverju skal ég þá svara þeim?“ Þá sagði Guð við Móse: „Ég er sá, sem ég er.“ Og hann sagði: „Svo skalt þú segja Ísr- aelsmönnum: „Ég er“ sendi mig til yðar“.“ (2. Mós 3.13–14.) „Að vera eða ekki vera, þar liggur efinn,“ sagði skáldið Skjálfgeir. Og skáld segja sann- leikann með einum eða öðrum hætti, líka skáldið sem orti ljóðið um tilurð heimsins. Að ekki sé talað um skáldið stærsta, sem skapaði allt, líka Adam og Evu, það er manninn sem tegund og er stöðugt að skapa, skáldið mesta, sem leysir fjötraða og kallar okkur til að mæta öllu lífi, líka textum, með opnu hugarfari. Og svo kallar hann sig þessu óborganlega, skáld- lega og skemmtilega nafni: Ég er. Þvílíkur húmor. Þvílíkur Guð. Og alltaf að skapa og skrifa biblíu lífsins. Einstakur í öllum heiminum og þar með sá eini í allri tilverunni sem er ekki eins og. heldur líka fyrir íslensku þjóðina, þar sem efnahagslegum stoðum var kippt undan bisk- upsstólunum eftir siðbót og þeim var því fyr- irmunað að gegna því veigamikla hlutverki sem þeir gegndu í þjóðlífinu fyrir hana. Og nær ekkert kom í staðinn. Að því leyti var sið- bótin þungbær almenningi. Ég skrifa sjálfur um íslensku siðbótina. Orðið siðbót er inni- haldshlaðnara orð að mínu viti en siðaskipti eða siðabreyting. Í ritgerðinni er því lýst er siðbótarhreyfingin kom til Íslands með Giss- uri Einarssyni, Oddi Gottskálkssyni og fáein- um öðrum einstaklingum sem höfðu kynnst siðbótinni í Þýskalandi og komu hingað fullir af eldmóði og vildu kynna þennan nýja sið fyrir þjóðinni. Þessir menn voru ekki að hugsa um jarðir eða veraldlegan auð, þeir voru ’68-kynslóð þeirra tíma. Óneitanlega var hnignun stólanna eftir sið- bót mjög mikil, þótt þar kæmi til mótvægis að fyrstu lútersku biskuparnir voru mjög öflugir, sérstaklega sunnan heiða, Gissur Einarssonar var afburðamaður en hans naut skammt við. Og þegar kom fram á 17. öld komu í röð mjög öflugir biskupar og stórmenni í kirkjusög- unni, Brynjólfur Sveinsson, Þórður Þorláks- son og Jón Vídalín og síðar Jón Árnason. Fyrir norðan voru einnig atkvæðamiklir bisk- upar, Guðbrandur Þorláksson og fleiri, þann- ig að stólarnir nutu þess að vera undir stjórn afburða kirkjuleiðtoga þótt að þeim væri þrengt með ýmsum hætti. 18. öldin var erf- iður tími, ekki síst með tilliti til árferðis, og svo kom að hinni endanlegu hnignun þegar stólarnir voru lagðir niður um aldamótin 1800. Þegar það gerðist var verðmæti þeirra jarða sem eftir voru orðið lítið og ástandið heldur aumt. En þá var líka búið að reyta af þeim fjaðrirnar í 250 ár.“ Hvernig var trúarlegt ástand þjóðarinnar? Gunnar segir að það sem helst hafi komið sér á óvart við ritun bókarinnar hafi verið sú staðreynd að vísitasíur biskupa nutu mun minni vinsælda sóknarbarna á hverjum stað en hann hafi gert sér í hugarlund áður. „Mað- ur hefur alltaf séð þetta fyrir sér sem mikla glæsireið, að fólk hafi þyrpst á vettvang og flykkst í kirkju, en það virðist hafa verið þveröfugt,“ segir Gunnar. „Í kafla Guðrúnar Ásu Grímsdóttur um Skálholt og vísitas- íuferðir Brynjólfs biskups Sveinssonar kemur í ljós að fáir svöruðu kalli um að koma til kirkju þegar biskup vísiteraði, jafnvel aðeins fáeinar hræður. Maður veit náttúrulega ekki nákvæmlega hvernig heimsókn biskupanna var boðuð í sveitunum og hvort þessi dræma aðsókn hafi stafað af lélegri boðun og sam- göngum, en samt sem áður stendur eftir að þarna var sjálfur biskupinn á ferð, sem ætti að draga fjölmenni á vettvang. Þarna vaknar spurning um hvernig trúarlegu ástandi þjóð- arinnar var í raun og veru háttað og hvernig innviðir kirkjunnar sem trúarlegrar stofn- unar stóðu, hverjir voru styrkleikar hennar og veikleikar ef litið er til trúarlífsins. Kirkju- sagnfræði okkar Íslendinga hefur verið til- tölulega bágborin um mjög langt skeið þrátt fyrir góða spretti og að mínum dómi ekki sinnt sem skyldi. Bókin Kristni á Íslandi var gífurlega mikilvægt framlag til trúarsögu- rannsókna hérlendis og saga biskupsstólanna er framlag af sama tagi, hún mun áreiðanlega vekja margar spurningar og hvetja með þeim hætti til frekari rannsókna á þessum vett- vangi. Við sem stóðum að verkinu vorum sammála um að bókin ætti eingöngu að vera upphaf að miklu ítarlegri rannsóknum, og það er næsta skref, hvernig svo sem að því verður staðið. Á 19. öld gerðist afskaplega lítið á bisk- upsstólunum, það var aðallega búrekstur sem þar fór fram, en snemma á 20. öld komu fram hugmyndir um endurbyggingu þeirra, meðal annars með því að reisa þar bændaskóla. Sú hugmynd varð að veruleika á Hólum en ekki í Skálholti. Um miðja 20. öld komu fram hug- myndir um að reisa þar kirkjulega miðstöð og á endanum var reist þar kirkja og lýðháskóli sem breyttist síðan í núverandi ráð- stefnusetur, þar sem umsvifin eru mikil en uppbyggingunni þó alls ekki lokið. Bænda- skólinn á Hólum hefur haldið uppi nafni stað- arins og kirkjan þar hefur dregið að sér mik- inn straum ferðamanna, hið sama má segja um Skálholt.“ Stólarnir hafa því náð að endurheimta hluta af fornri frægð á seinustu áratugum, þótt í breyttri mynd sé, og kveðst Gunnar sjá fyrir sér að stólarnir gætu gegnt lykilhlut- verki innan kirkjunnar sem umræðuvett- vangur um trú og lífsgildi í sögu og samtíð og um þjóðlífið í heild. Hvaða merkingu heldurðu að biskupsstól- arnir hafi í huga nútíma Íslendingsins, lifa þeir eingöngu á fornri frægð? „Þetta er spennandi spurning en svörin að sama skapi fá. Ég held að flestir Íslendingar sjái þá sem helgistaði, staði sem eiga dýr- mæta sögu sem snerta þjóðina alla, líkt og við á t.d. um Þingvelli. Þannig eru þeir mik- ilvægir sögustaðir fyrir einingu þjóðarinnar, söguvitund hennar og trúarvitund Íslendinga. Þessir staðir eru ríkir af atburðum og and- rúmsloftið einstakt. En svo veit maður samt sem áður ekki hvernig viðhorf uppvaxandi kynslóðar er til þessara staða. Ég hef t.d. rekið mig á að fermingarbörn úr mínu presta- kalli hafa sum hver aldrei komið til Skálholts eða Hóla. Það gæti verið fróðlegt að gera á því könnun hvaða augum Íslendingar líta þessa staði núna á afmælisárinu, m.a. hversu margir hafa komið þangað. Ég veit ekki til þess að þetta hafi nokkurn tímann verið kannað, en það gæti verið gagnlegt innlegg í þá stöðugu endurskoðun sem þarf að eiga sér stað um hlutverk þeirra og starfsemi. Mín persónulega skoðun er sú að vígslubisk- uparnir eigi að beina kröftum sínum að upp- byggingu þessara staða og gera þá að sterk- um kirkjulegum menningarmiðstöðvum fyrir suður- og norðurhluta landsins, þeir hafa alla burði til að vera það,“ segir hann. „Okkur vantar meira samtal við samtímann í kirkjulífi okkar, um ótal margt sem snertir trú og trúarbrögð, trúarheimspeki, menntun og menningu, samfélag, siðferðisleg gildi og sið- fræði, um tíðarandann og þannig mætti lengi telja. Biskupsstólarnir gömlu eru vel í sveit settir til að þjóna eftirspurn eftir slíkri þjón- ustu.“ ar og auðs Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Hóladómkirkja Á fyrri hluta 16. aldar áttu Hólar rúmlega 350 jarðir, eða um fjórðung allra jarða í Norðlendingafjórðungi. ’Biskupsstólarnir vorurisafyrirtæki á þess tíma mælikvarða, þaul- skipulagt kerfi sem gekk ótrúlega vel upp. Og að vissu leyti voru þeir sambærilegir við nú- tíma ríkisvald hvað varðar velferðarmálin.‘ Eins og opin hugsun eða lokuð? Sigtryggur Magnason agnúaðist út í Biblíuna í fjölmiðlapistli í seinustu Lesbók. Grein- arhöfundi þykir hann hafa gengið of langt í bókstaflegum skilningi Bókarinnar. Höfundur er prestur í Neskirkju. Eftir Örn Bárð Jónsson orn@neskirkja.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.