Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.2006, Qupperneq 8
8 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 3. júní 2006
É
g man ekki hvenær ég heyrði
fyrst eða sá á prenti þetta hug-
tak, alþjóðasamfélag. Það var
áreiðanlega ekki á mínum
menntaskólaárum. Kannski
ekki fyrren eftirað kalda stríð-
inu lauk? Nú er þetta orð notað í tíma og ótíma af
háum sem lágum um allan heim. Stundum hefur
það augljósa og jákvæða merkingu einsog þegar
einhverjar af undirstofnunum Sameinuðu þjóð-
anna sýna í verki vilja heimsins til að takast á við
ákveðna vá, einsog fuglaflensu
t.a.m. En miklu oftar er það aðeins
ósk eða krafa um að þjóðir heims
taki höndum saman og hrindi ein-
hverju í framkvæmd. Alþjóða-
samfélagið verður … Þessi notkun orðsins hefur
sína jákvæðu hlið: hún minnir okkur á að al-
þjóðasamfélagið er vægast sagt sundurleit fylk-
ing sem þyrfti að leggjast öll á sömu ár en gerir
það mjög sjaldan. Gróðurhúsaáhrifin eru gott
dæmi. Þau eru augljós ógn við lífríkið og framtíð
alls mannkyns. Samt er það svo að hver þjóð tek-
ur eigin stundarhagsmuni framyfir velferð heild-
arinnar. Og þótt til séu hvítir hrafnar í mynd
stjórnmálamanna sem hugsa hnattrænt þá af-
reka þeir ekki miklu á meðan þeir þurfa að
sækja umboð sitt til kjósenda sem gera það ekki.
Þriðju merkinguna má svo finna sem eins-
konar vörumerki sem hægt er að selja ef tönnl-
ast er á því nógu oft. Þeir félagar Bush og Blair
taka stundum svo til orða að alþjóðasamfélagið
muni ekki líða þetta eða hitt.
Hvað eiga þeir við? Ekki annað en að núver-
andi stjórnvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi
(og þeim örfáu ríkjum sem fylgja þeim að öllum
málum) muni ekki þola það. Þessi merking er því
sambland af blekkingum og óskhyggju. Og þar-
með er komið svolítið óbragð af alþjóðasamfélag-
inu. Fyrir skömmu sagði utanríkisráðherra
Bandaríkjanna að alþjóðasamfélagið gæti ekki
horft uppá þjóðarmorð í Darfúr. Hvað er til í því?
Ekki aðeins hefur alþjóðasamfélagið til þessa
látið sig litlu skipta hryllinginn í Darfúr heldur
er afstaða bandarískra stórnvalda í málinu í
besta falli hálfvelgja. Þarna er alþjóðasamfélagið
orðið áróðursfrasi sem ætlað er að breiða yfir
staðreyndir.
En það hafa verið framin þjóðarmorð áður og
það nýlega og fróðlegt að athuga hvernig marg-
umtalað alþjóðasamfélag hefur staðið í stykkinu.
Eru allir sammála um að eitthvað í ætt við Gúl-
agið og Helförina eigi ekki að líða? Eru allir á því
að alla fjöldamorðingja eigi að draga fyrir dóm?
Á Drápsvöllum í Kambódíu
Ég hélt mig orðinn svo sjóaðan að ég gæti ekki
orðið fyrir kúltúrsjokki af þeirri gráðu sem ég
fann þegar ég kom fyrst til Indlands og löngu
síðar til Búrma. En brynja mín gegn eymd
heimsins reyndist ekki mjög sterk í Kambódíu.
Samt var ég aldrei þessu vant vel undirbúinn. Ég
hafði ekki aðeins lesið þó-nokkuð um sögu
Kambódíu síðustu áratugina heldur verið svo
heppinn að hitta Bandaríkjamann í Kuala Lump-
ur sem eytt hafði starfsævinni í utanríkisþjón-
ustunni og var hafsjór þekkingar og reynslu. Ég
ímyndaði mér því að fátt gæti komið mér á óvart.
En með því að gefa mér góðan tíma til að ræða
við allskyns fólk, ungt sem gamalt (og það er
ekki mikið af því síðarnefnda; 60% þjóðarinnar
eru fædd eftir 1979), þá varð mér smámsaman
ljóst að ég var staddur í ástandi sem ég þekkti
ekki nema af bókum. Og það rifjaðist upp fyrir
mér sem ég hafði einhverntíma lesið í tengslum
við blóðbaðið í Rúanda: Þjóðarmorði fylgir þjóð-
artrauma. (Trauma: sálrænt áfall af stærri gerð-
inni.)
Ég tel víst að það séu ekki margar þjóðir í
heiminum sem eru eins illa á sig komnar og sú
sem byggir Kambódíu. Og þá er að spyrja: Hvar
hefur alþjóðasamfélagið verið? Og hvar er það?
Hér verður að gera langa sögu stutta.
Kommúnismi í Kambódíu sá ekki dagsins ljós
fyrren á sjötta áratugnum og er því miklu yngri
en sá kínverski og víetnamski. Pol Pot, sem fór
fyrir Rauðu kmerunum þegar honum hæfi-
leikaríkari einstaklingar voru fallnir frá, hafði
aldrei náð að ljúka prófi í símvirkjun í París en
tileinkað sér smárit eftir Stalín og Maó og látið
heillast af frönsku byltingunni og kenningum
Rousseaus um „hinn göfuga villimann“. Þegar
hann komst til valda 1975 með beinum stuðningi
frá Kína og óbeinum frá Bandaríkjunum sem
trakteruðu Kambódíu með helmingi meira
sprengiefni en þeir vörpuðu á Japan í seinni
heimstyrjöldinni, með þeim afleiðingum að hálf
milljón manna lá í valnum og herforingjastjórnin
sem þeir studdu missti þann stuðning sem hún
hafði haft, þá er talið að íbúar Kambódíu hafi
verið um átta milljónir. Þegar mestu ósköpunum
lauk með innrás víetnamska hersins um áramót-
in 1978-9 höfðu 1700-1800 þúsund týnt lífinu.
Fræðimenn greinir á um hversu margir voru
drepnir og hversu margir sultu í hel eða létust af
völdum læknanlegra sjúkdóma í landi þar sem
búið var að leggja niður alla venjulega heilbrigð-
isþjónustu. En það eru fjöldagrafir útum allt í
Kambódóiu og hafa fæstar verið opnaðar. Jafn-
vel á Drápsvöllunum svokölluðu um 15 km fyrir
sunnan Phnom Penh, þar sem reist hefur verið
veglegt og eftirminnilegt minnismerki, fullt af
hauskúpum, þar hefur ekki verið hróflað við
helmingnum.
Það er varla til sú fjölskylda í Kambódíu sem
ekki á um sárt að binda. Þau sluppu helst sem
Pol Pot taldi til „hinna göfugu villimanna“, þ.e.
ómenntað sveitafólk sem var svo heppið að vera
ekki af víetnömskum uppruna. Menntun var
dauðasök og skipti þá ekki máli af hvaða tagi hún
var. Jafnvel kommar sem höfðu hlotið háskóla-
menntun í Hanoi voru stráfelldir. 1979 voru að-
eins sjö lögfræðingar eftir í landinu – u.þ.b. einn
á hverja milljón. Fjármálastarfsemi var engin
enda peningar afnumdir. Ekkert menntakerfi,
engin póstþjónusta, Phnom Penh draugaborg. –
og annað eftir þessu. Landið var í rúst. Og þótt
ýmislegt hafi áunnist er Kambódía enn í miklum
sárum á öllum sviðum.
Á þjóðminjasafninu í Phnom Penh hitti ég
hjón á áttræðisaldri, bændur úr austurhlut-
anum, sem minntust þessara ára með skelfingu
enda höfðu þau bæði misst börn og ættingja og
þrælað á ökrunum myrkranna á milli. En svo
kom á þau undarlegur svipur sem ég áttaði mig
ekki á fyrren túlkurinn hafði eftir þeim: „Þá var
samt alltaf nóg að éta.“ Og ég þurfti ekki að setja
upp gleraugun til að sjá að þessi útslitnu hjón
reiddu ekki aukakílóin í þverpokum.
Óvinur óvinarins
Víetnam og Kambódía hafa öldum saman eldað
saman grátt silfur. Það sem við köllum Suður-
Víetnam í dag var eitt sinn hluti af Kambódíu.
Og í seinni tíð, bæði á nýlendutímabilinu og eft-
irað því lauk, 1953-4, þá hafa íbúar Kambódíu oft
fengið að finna fyrir stórabróðurtilfinningu
grannans í austri. Þetta ágerðist í Víetnam-
stríðinu eftirað Kambódía lét af hlutleysi seint á
sjötta áratugnum. Forysta kommúnista átti að
vera í Hanoi. Og undan þessu ofríki braust Pol
Pot með því að gera bandalag við Kínverja sem
voru þá uppá kant við Sovétríkin sem studdu Ví-
etnam sem tortryggði Kína sem náði því sam-
komulagi við Bandaríkin (1978) sem enn varir.
Kalda stríðið var í algleymingi. Og eftirleikurinn
verður ekki skilinn nema með hliðsjón af því og
þeirri skammsýni Bandaríkjanna sem felst í
kenningunni: Óvinur óvinar míns er vinur minn.
Í krafti hennar studdu þeir bæði Saddam Huss-
ein og Osama bin Laden af því þeir voru svo
elskulegir að vera í stríði við óvinina. Og í krafti
hennar studdu þau Pol Pot jafn dyggilega á al-
þjóðavettvangi og Kínverjar studdu hann fjár-
hagslega og hernaðarlega, auk þess sem CIA, í
samvinnu við tælensku leyniþjónustuna, gerði
ýmislegt til auðvelda Rauðu kmerunum lífið og
hernaðinn löngu eftirað þeir höfðu verið hraktir
frá völdum. Fimmtán árum eftirað afkastamesta
fjöldamorðinga seinni tíma á eftir Stalín og Hitl-
er hafði verið steypt af stóli var samþykkt á
Bandaríkjaþingi að banna þarlendum stjórn-
völdum að hafa nokkurt samstarf við Pol Pot.
Þetta er gert þrem árum eftir hrun Sovétríkj-
anna. Og svo var ekki einusinni farið eftir því!
Hér er því ekki aðeins um að ræða hryllingsbúð
heldur einnig pólitískan reyfara í lengri kant-
inum.
Ég hitti fólk í Kambódíu sem sá í hillingum
stjórnarár herforingjaklíkunnar sem fór með
völd 1970-75 og kennd er við Lon Nol. Líka fólk
sem fékk tár í augum þegar talið barst að Sih-
anouk sem Frakkar gerðu kornungan að kon-
ungi en afsalaði sér krúnunni og gerðist nokk-
urskonar einvaldur í því gæsalappalýðræði sem
ríkti 1953-70; oftast kallaður prins en varð þó
konungur að nýju áðuren hann lét einn soninn
Hefur alþjóðasamféla
Eru allir sammála um að eitthvað í ætt við
Gúlagið og Helförina eigi ekki að líða? Eru all-
ir á því að alla fjöldamorðingja eigi að draga
fyrir dóm? Hér er þessum spurningum svarað
með neitun. Og spurningunni sem felst í fyr-
irsögninni er einnig svarað með neitun en
greinarhöfundur hefur dvalið í Kambódíu og
kynnt sér arfleifð Lon Nols og Pol Pots.
Eftir Véstein
Lúðvíksson
vesteinnl@
hotmail.com