Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.2006, Page 9

Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.2006, Page 9
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 3. júní 2006 | 9 taka við 2004 og eyðir nú elliárunum hjá vinum sínum í Kína; fremstur í flokki pólitískra kam- eljóna tuttugustu aldar. Líka einlæga lýðræð- issinna sem eiga ekki alltaf sjö dagana sæla und- ir Hun Sen sem varð forsætisráðherra 1985 og hefur sölsað undir sig meiri og meiri völd og fer illa með þau. En ég hitti engan sem harmaði inn- rás víetnamska hersins 1979. Blóðbaðinu var lokið. Frelsun er hugtakið sem allir nota. Og á meðan víetnamski herinn var til staðar þurfti fólk ekki að óttast að Pol Pot snéri aftur. Ekki verður heldur annað séð en víetnamski herinn hafi hagað sér öllu betur í Kambódíu en hann gerði heima hjá sér á þessum árum. Áratugurinn eftir sameiningu Norður- og Suður-Víetnams er niðurlægingarskeið sem mér gekk erfiðlega að fá fólk til að ræða þá mánuði sem ég dvaldi þar í fyrra. Aftur og aftur fékk ég að heyra það sem stóð uppúr: innrásin í Kambódíu og sigurinn á Kínverjum sem réðust inní Norður-Víetnam 1979 til að styrkja stöðu sinna manna, Pol Pots og félaga. En því kom það í hlut Víetnama að hrekja Rauðu kmerana að landamærum Kambódíu og Tælands þar sem þeir höfðust við allar götur þartil Pol Pot dó 1998? Því ekki Tæland? Því ekki alþjóðasamfélagið? Til eru þeir meðal ráðamanna á Vesturlöndum á þessum tíma sem þvegið hafa hendur sínar og sagt að þeir hafi ekki haft hugmynd um hvað gekk á í Kambódíu undir Pol Pot. Þetta jafn- gildir því að segja að CIA hafi ekki verið til, því allan tímann flúði fólk Kambódíu, til Víetnam, Laos og ekki síst Tælands. Látum vera að frá- sögnum Víetnama af ástandinu hafi ekki verið trúað. Þær gátu verið sovétáróður. En hvað með það fólk sem andaði léttar í Tælandi og sagði sín- ar farir ekki sléttar? Var því ekki trúað? Eða var hið nána samstarf Bandaríkjanna og Tælands (sem þá var undir herforingjastjórn sem Banda- ríkin studdu af rausnarskap) allt í einu fyrir bí? Eða stakk CIA öllum upplýsingunum undir stól? Þetta er einsog að reyna að segja draugasögu í hábjörtu. Sameinuðu þjóðirnar og Pol Pot Ef SÞ voru í senn samviska og andlit alþjóða- samfélagsins útávið árið 1979 verður að segjast einsog er: sagan hefur ekki gefið þeim háa ein- kunn. Þegar Pol Pot var augljóslega ekki lengur við völd vaknaði spurningin hver ætti að taka sæti Kambódíu á Allsherjarþinginu. Indverjar lögðu til að sætið væri ekki skipað á meðan mál væru að skýrast. Sovét-blokkin vildi að ný stjórnvöld í Kambódíu, undir verndarvæng víet- namska hersins, fengju það. En Bandaríkin og Kína tóku höndum saman um að styðja sinn mann, Pol Pot, sem allir vissu nú að var for- hertur fjöldamorðingi og ekkert annað. Tillaga þeirra varð ofaná. M.a.s. Ísland studdi hana en sat hjá næstu þrjú árin þegar greidd voru um þetta atkvæði. Í síðasta skiptið var meirihlutinn svo naumur að Bandaríkjunum og Kína þótti ekki hættandi á að endurtaka atkvæðagreiðsl- una í fimmta sinn. Þá hugkvæmdist Kínverjum að fá Sihanouk og hans stuðningsmenn og eina fylkingu í viðbót til að mynda „samsteypustjórn“ með Rauðu kmerunum sem réðu því í þessu sam- krulli sem þeir vildu. Þannig var Pol Pot tryggð áframhaldandi seta á Allsherjarþingi SÞ. Jimmy Carter, sem var Bandaríkjaforseti 1977-81 og talaði þá jafn fjálglega um mannrétt- indi og hann gerir í dag, hefur aldrei fengist til að svara því hvað honum gekk til, aðeins að hann hafi látið undirmenn sína um málið. En afstaða Bandaríkjanna hefur stundum verið afsökuð með kalda stríðinu: öllum meðulum var rétt að beita til að vinna gegn Sovétríkjunum. Þetta dugir samt ekki því stuðningurinn hélt áfram í ýmsum myndum eftirað þau hrundu. Ástæðuna er því ekki síður að finna í því ásthaturs- sambandi sem ríkt hefur á milli Bandaríkjanna og Kína frá 1978 og orðið, í efnahagslegu tilliti, æ nánara og þarmeð viðkvæmara. Hugsanlega hef- ur meginkjarninn í þessu bandalagi aldrei verið festur á blað. En í reynd er hann eitthvað á þessa leið: Bæði ríkin skuldbinda sig til að styggja ekki hvort annað nema brýna nauðsyn beri til. Þetta er realpolitik tveggja stórvelda sem bæði eru þekkt fyrir að taka sérhagsmuni sína framyfir velferð annarra. Og hvaða máli skiptir þá stuðningur eða ekki stuðningur við einn lítt virkan fjöldamorðingja í örsnauðu smáríki sem ekkert vægi hefur í heiminum? Mikilvægum við- skiptavini gerir maður smágreiða ef það kostar ekki of mikið, hvort sem maður hatar hann eða elskar. Og þá kann einhver að spyrja: Ef helstu stór- veldi heimsins eru eitthvað í þessa veruna, hvort hefur þá alþjóðasamfélagið siðgæðisvitund sem mannkynið getur treyst? Dómstóll Það hefur lengi staðið til að rétta yfir helstu for- sprökkum Rauðu kmeranna, þ.e.a.s. þeim sem ekki hafa þegar safnast til feðra sinna og mæðra einsog Pol Pot. Hann endaði ævina í stofufang- elsi sinna eigin manna eftir að hafa látið drepa náinn samverkamann og alla hans fjölskyldu. Eftir þetta gáfust flestir hinna upp (í ársbyrjun 1999) gegn því að þeir fengju að fara sinna ferða. Sumir þeirra lifa nú í vellystingum praktuglega, bæði í Kambódíu og Tælandi, öllu venjulegu fólki sem á um sárt að binda til mikillar gremju. Þeir tveir sem ekki gáfust upp sitja inni. Allir eru þeir komnir til ára sinna og ekki seinna vænna að draga þá til saka ef efna á til réttarhalda á annað borð.. Eftir mikið japl og jaml og fuður stendur til að það verði gert í Kambódíu á næsta ári. En „á næsta ári“ hefur heyrst áður. Deilur hafa staðið um hvernig skipa ætti dóminn, hvar réttarhöldin ættu að fara fram og hver ætti að borga brúsann. Kambódíustjórn hefur sótt það fast að dómstóll- inn væri blandaður (þ.e. skipaður bæði alþjóð- legum og kambódískum dómurum) og færi fram í Kambódíu þar sem meintir glæpir áttu sér stað en ekki utan landamæranna (einsog raunin er með Rúanda-réttarhöldin sem fara fram í Tanz- aníu og eru fyrir löngu orðin enn meiri skrípa- leikur en réttarhöldin yfir Slobodan Milosovic). Mannréttindasamtök einsog AI og HRW hafa krafist þess að réttarhöldin færu fram ann- arsstaðar en í Kambódíu og fært fyrir því þau rök, að þar í landi væri réttarríki á brauðfótum. Sem ég held að sé rétt. Það verða vandfundnir þrír kambódískir dómarar sem njóta virðingar og trausts á alþjóðavettvangi. Á móti kemur að þau áhrif, sem réttarhöld af þessu tagi gætu haft á þjóðarsálina, yrðu öllu minni en ef þau færu fram í öðru landi, svo ekki sé minnst á óheyri- legan kostnað þareð mikill fjöldi Kambódíubúa gæti þurft að bera vitni dögum og jafnvel vikum saman. Þótt SÞ hafi lengi ekki litist vel á að rétt- að yrði í Kambódíu hafa þær aldrei lýst sig vilj- ugar til að bera kostnað af réttarhöldum ann- arsstaðar. Og heldur ekki aðrir. Niðurstaðan er dómstóll í Kambódíu á næsta ári, skipaður þrem kambódískum dómurum og tveim alþjóðlegum sem SÞ velja og hafa rétt til að slíta réttarhöld- unum þyki þeim að ekki sé farið að settum reglum. Þetta fyrirkomulag gafst vel í Sierra Leone. En hverjir verða ákærðir? Aðeins þeir sem eftir eru úr forystusveit Rauðu kmeranna. Venjulegir böðlar og pyntingarstjórar sleppa. Þessu var fljótt lýst yfir til að sefa ótta alls þess fjölda sem kom við sögu í blóðbaðinu mikla. Og fyrir hvað verður ákært? Aðeins glæpi sem framdir voru í valdatíð Rauðu kmeranna. Þetta var upphaflega ekki ætlun Kambódíustjórnar. Rauðu kmerarnir fóru sínu fram allt til loka þótt í minna mæli væri en áður. Föður leigubílstjór- ans sem keyrði mig útá flugvöll höfðu þeir t.a.m. drepið 1982 og bróður hans fjórum árum seinna. En Colin Powell lét það verða eitt af sínum seinni verkum að semja við Hun Sen um að dóm- stóllinn, ef af honum yrði, takmarkaði sig við meinta glæpi framda á árunum 1975-9. Sem þýð- ir að sprengjuregnið mikla verður ekki á dag- skrá. Ekki heldur á stuðningur Bandaríkjanna við Pol Pot stjórnina eftir 1979 að koma til tals. Hvort þetta sé gerlegt er svo annað mál. Annar þeirra sem sitja inni hefur lýst því yfir að hann hafi ýmis tromp á hendi því frá 1979 til 1998 hafi samskiptin við tælensku og bandarísku leyni- þjónusturnar verið á hans könnu. Verður það hlutverk saksóknara og dómara að þagga niður í karli? Hun Sen setti verulega ofan með þessu sam- komulagi. Sumir tala um svik. Aðrir að hann hafi ekki átt um neitt annað að velja. Helmingur af þjóðartekjum Kambódíu er þróunaraðstoð. Af henni kemur helftin frá Kína og fjórðungur frá Bandaríkjunum auk þess sem yfir helmingur af útflutningi Kombódíu fer þangað. Og ef Hun Sen gat ekki staðið keikur gagnvart Colin Powell, hversu beysinn er hann þá frammifyrir Kínverj- um sem hafa enn minni áhuga á réttarhöldum en nokkurntíma Bandaríkjastjórn og hafa heitið því að fjárfesta mikið í Kambódíu á næstu árum, meðal annars í olíu- og gasvinnslu sem heima- menn ráða ekki við, fyrir utan þá miklu og marg- víslegu aðstoð sem þeir veita landinu nú þegar? „Þessi réttarhöld fara aldrei fram,“ sagði mér kona úr stjórnarandstöðunni í Phnom Penh. „Kínverjar hafa okkur í vasanum.“ En ef Hun Sen skyldi grípa til þess ráðs að draga málið á langinn, þá reynir á SÞ. Þá reynir á siðgæðisvitund aljóðasamfélagsins. Ef hún er þá einhver. Darfúr Það hefur sýnt sig að réttarhöld yfir fjöldamorð- ingjum skipta miklu sé rétt að málum staðið. Þótt Nürnberg-réttarhöldin hafi verið „rétt- arhöld sigurvegaranna“ lögðu þau grunninn að vel heppnuðu uppgjöri Þjóðverja við nasismann. Eitthvað í ætt við Hitler verður óhugsandi í Þýskalandi um langa framtíð. Aftur á móti hefur enginn verið dreginn til saka fyrir Gúlagið; og ekki verður betur séð en Rússar séu enn eina ferðina að þoka sér í átt til einhverskonar alræð- is. En vönduð réttarhöld yfir Rauðum kmerum í Kambódíu gætu ekki aðeins haft óhemju þýð- ingu fyrir þessa hrjáðu þjóð, heldur einnig verið góð lexía fyrir alþjóðasamfélagið. Eða hvað get- ur komið í veg fyrir að sagan endurtaki sig? Sem hún er að mörgu leyti að gera þessi miss- erin í Darfúr. Hvort sem við köllum það sem þar á sér stað glæpi gegn mannkyni eða þjóðarmorð, þá höfum við þar dæmi um fjöldamorð á sak- lausu fólki, rán, hópnauðganir og aðrar mis- þyrmingar af verstu tegund; semsé skefjalausa villimennsku sem gefur Rauðu kmerunum ekk- ert eftir. Þegar svipað var í uppsiglingu í Kósovó greip alþjóðasamfélagið í taumana með góðum árangri. Því hefur það ekki verið gert í Darfúr? Er siðgæðisvitund alþjóðasamfélagsins sofandi? Eða er einhver grundvallarmunur á Kósovó og Darfúr? Séð hef ég því haldið fram að í Darfúr birtist rasismi hinna hvítu og kristnu í verki; þeim sé skítsama um svarta múslíma. Þetta held ég að sé vitleysa. Skýringar er miklu frekar að leita í mis- munandi afstöðu til kúgarans. Í Kósóvó átti hann sér enga nógu volduga vini sem voru reiðbúnir að styðja hann til verksins. Það var óhætt að ráð- ast gegn honum. En Súdan er olíuríki sem selur 60% framleiðslu sinnar til Kína gegn stuðningi á mörgum sviðum, ekki síst hernaðarlegum. Þeir sem eru að murka lífið úr konum og börnum í Darfúr gera það með kínverskum vopnum og geta treyst því að Kína snúist ekki gegn þeim agið siðgæðisvitund? Reuters 8.000 hauskúpur 31 ár er liðið síðan Rauðu kmerarnir tóku völdin í höfuðborg Kambódíu, Phnom Penh. Þjóðarmorð var framið þar sem 1,7 milljónir Kambódíumanna voru myrtar. Hauskúpurnar á myndinni eru minnisvarði um þessa atburði en hann er í Choeung Ek 15 kíló- metrum suður af Phnom Penh. Jarðsprengjur Þrjátíu árum eftir að Víetnamstríð- inu lauk fjölgar fórnarlömbum jarðsprengna enn. Fólk reynir að hafa í sig og á með því að grafa upp ósprungnar jarðsprengjur og selja þær í brotajárn en sú iðja er ekki hættulaus. Reuters 

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.