Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.2006, Page 12
12 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 3. júní 2006
Breska dagblaðið The Guardiansegir frá því að liðþjálfi í
bandaríska hernum hafi kært kvik-
myndaleikstjór-
ann Michael
Moore fyrir að
draga upp af
honum ranga og
meiðandi mynd í
heimildarmynd-
inni Fahrenheit
9/11.
Samkvæmt
kærunni notaði
Moore í mynd
sinni bút úr sjónvarpsviðtali við lið-
þjálfann í leyfisleysi og á þann hátt
að snúið er út úr afstöðu hans til
Íraksstríðsins. Í myndinni er látið í
veðri vaka að liðþjálfinn, sem
missti báðar hendur í þyrluslysi í
Írak, sé andstæðingur stríðsins.
Þessu mótmælir hann hins vegar
og segir að slíkar
dylgjur gangi í
berhögg við hans
eigin sannfæringu.
Þvert á móti seg-
ist liðþjálfinn vera sannur föð-
urlandssinni sem styðji ríkisstjórn
sína í hvívetna og því séu aðdrótt-
anir Moores afar meiðandi.
Farið er fram á skaðabætur upp
á 85 milljón dala en engar yfirlýs-
ingar hafa komið frá Moore vegna
málsins.
The Guardian segir einnig fráþví að George W. Bush
Bandaríkjaforseti og kona hans
Laura Bush hafi
boðið til sér-
stakrar sýningar
á kvikmyndinni
United 93 í
Hvíta húsinu síð-
astliðið þriðju-
dagskvöld. Gest-
ir
forsetahjónanna
voru nokkrir af
aðstandendum
þeirra 40 farþega og áhafn-
armeðlima sem létu lífið þegar
„fjórða“ flugvélin hrapaði 11. sept-
ember 2001.
Myndin er í leikstjórn Bretans
Paul Greengrass og tekur til um-
fjöllunar atburðina í kringum ránið
á flugvélinni sem kenningar hafa
verið um að Bandaríkjaher hafi
skotið niður. Talsmaður Hvíta
hússins sagði að sýningin hefði ver-
ið mjög tilfinningaþrungin og að
áhorfendur hefðu verið afar snortn-
ir af lokasenu myndarinnar.
United 93 hefur tekist að forðast
allt pólítískt fjaðrafok með því að
setja fram sögu flugránsins í heim-
ildarmyndastíl. Bakgrunni flugræn-
ingjanna eða farþeganna er til að
mynda gefið lítið sem ekkert vægi.
„Snilld myndarinnar liggur í því að
hvort sem þú ert á vinstri væng
stjórnmálanna eða þeim hægri þá
getur þú lesið í myndina eins og
þér þóknast,“ er haft eftir með-
framleiðandanum, Tim Bevan.
Engu að síður gerir myndin sér
mat úr fjarveru forsetans á meðan
á áföllunum stóð og hafa ýmsir
gagnrýnendur Bush-stjórnarinnar
gert sér mat úr því.
Frumsýningu Superman Re-turns, eða Ofurmennið snýr
aftur, hefur verið flýtt. Til stóð að
frumsýna mynd-
ina föstudaginn
30. júní en nú
hefur verið til-
kynnt að frum-
sýnt verði alla
vega tveimur
dögum fyrr,
jafnvel þremur.
Ástæðan er sögð
vera sú að gefa
Ofurmenninu, í
leikstjórn
Bryans Singer, nokkurra daga
aukaforskot á framhaldsmynd Pir-
ates of the Caribbean, Dead Man’s
Chest, sem stendur til að frumsýna
7. júlí, en henni er spáð mikilli vel-
gengni í sumar.
Í aðalhlutverkum Ofurmennisins
eru Kevin Spacey, Kate Bosworth,
Parker Posey og nýliðinn Brandon
Routh sem leikur sjálfan stálmann-
inn.
Erlendar
kvik-
myndir
Paul Greengrass
Ofurmennið má
vara sig á
sjóræningjunum.
Michael Moore
Hvunndagshetjan gafst ekki upp ogloksins getur hún varpað öndinni,lagt skikkjuna á hilluna og keypt sérsína vondu ávexti í Bónus eins og allir
aðrir. Henni tókst að forðast skammdeg-
isþunglyndið og aðrar hættur sem ógnuðu lífi
hennar – en ofurhetjan, sem í þessu tilviki er ís-
lenski bíóáhugamaðurinn, lifði
sem sagt veturinn af og því ber að
fagna. Einstöku útlensk mynd
(lesist: ekki bandarísk) ógnaði
hugarró hetjunnar, því verður
ekki neitað, en Hollywoodspeninn er sígjöfull og
nú er söguhetjan komin í örugga höfn, við blasir
ekkert nema sumarhlýjan frá Hollywood. Sól-
argeislar og Súperman. Hetjan sest niður, leggur
hönd undir kinn og þó hún sé að vísu ekki hinn
eini sanni hugsuður þá ákveður hún að nóg sé
komið af áhyggjum. Héðan í frá taki afþreyingin
við.
Sem hún gerir. Sumarið er jú tíminn. Holly-
wood reiðir fram sínar stærstu fallbyssur og allur
heimurinn er í skotsigtinu. Frá kvikmyndavera-
bólinu streymir góðgætið. Lóan og sumarmyndin
koma til að kveða burt snjóinn. Að kveða burt
leiðindin, já, það er sjálfur tilvistargrundvöllur
Hollywood og á sumrin leggja sig allir fram.
Bandaríska sumarmyndin er sérstök kvik-
myndategund, því verður ekki neitað. Sum-
armyndir eru sérhannaðar til að falla öllum í geð
og ef maður er ekki partur af hópnum, þeim út-
valda menningarhópi sem stillir sér þolinmóður
upp í biðröð fyrstu helgina, ja, hvað getur maður
sagt andspænis slíkri sérvisku. Eitthvað hlýtur
að vera að fólki sem fúlsar við X-mennunum
þriðja hluta eða Sjóræningjum Karíbahafsins
öðrum hluta eða nýjustu ævintýrum Súpermans.
Svoleiðis viðundur eiga sér kannski athvarf á víd-
eóleigum, þar eru þau í öllu falli best geymd.
En hver er galdurinn við gerð sumarmynda?
Þetta er jú vinsælasta myndefni veraldar og mað-
ur spyr hvers vegna. Hvernig tekst Hollywood
hvert einasta sumar að búa til smelli sem ganga í
gjörvalla heimsbyggðina? Hver er formúlan?
Þetta er kannski aðeins flóknari spurning en hún
virðist í fyrstu. Í ljósi þess að ekki tekst alltaf að
spá fyrir um hvað verði vinsælt í kvikmynda-
húsum má kannski ætla að engin sérstök formúla
fyrir vinsældum sé til. En í ljósi þess að alltaf er
einhver mynd vinsælust má ætla að formúlan sé
til og einhver sé að beita henni. En kannski er
rangt að kalla viðfangið formúlu. Kannski erum
við að tala um rökvísi, þá einkum efnahagslega
rökvísi. Sumarmyndirnar frá Hollywood eru vin-
sælasta bíóefni heims vegna þess að þær verða að
vera það. Þetta eru myndir sem eru svo fokdýrar
í framleiðslu að þær verða að þéna helling af pen-
ingum og þess vegna er enn meiri peningum var-
ið í að kynna þær og auglýsa í von um að hægt sé
að ganga úr skugga um að þær verði vinsælar, en
fjárausturinn í auglýsingar þýðir að myndirnar
verða að þéna enn meiri peninga til að hala inn
fyrir kostnaði sem hefur allt í einu stóraukist. Og
þá dugir bara eitt en það er að auglýsa meira.
Þetta er fallegt kerfi ef maður hugsar um það.
Þetta er líka skemmtilegt kerfi, einkum vegna
þess að það tekur ekki enda. Þetta er eins og
skopparakringla sem snýst og hringsnýst í kring-
um sjálfa sig, hvött endalaust áfram af skellihlæj-
andi áhorfendum en getur ekki stoppað, þorir
ekki að stoppa, því hún veit að ef hún stoppar eða
hægir á sér hrynur öll spilaborgin. Það er bara
eitt sem hægt er að gera og það er að spila leik-
inn til enda. Snúa kringlunni svo hratt að hún
hverfur inn í sjálfa sig. Hollywood gerir alltaf
dýrari og dýrari myndir, en kvikmyndaborgin
framleiðir líka alltaf færri og færri myndir.
Myndir verða dýrari en þeim fer fækkandi. En
þótt þeim fækki eru þær sýndar á sífellt fleiri
kvikmyndatjöldum, og tjöldunum fer sífellt fjölg-
andi. Sífellt færri myndir á sífellt fleiri tjöldum. Í
dag skiptir ekki öllu máli í hverja af höfuðátt-
unum fjórum maður ekur, líklegt er að sama
myndin bíði manns sama í hvaða úthverfisbíói
maður lendir. En þetta er bara byrjunin. Skopp-
arakringlan er að ná upp hraðanum. Allt endar
þetta á einn veg. Framleiðslukerfið í Hollywood
mun halda áfram að þróast í átt að fullkomnun.
Og henni verður náð þegar aðeins ein mynd á ári
er framleidd. Þessi mynd verður brjálæðislega
dýr og sýnd út um allt. Engin mynd mun hafa
verið sýnd á fleiri tjöldum eða heimsfrumsýnd
með meiri glæsibrag. Hún verður líka feikilega
vinsæl því samkeppnin verður engin. Og enginn
vafi leikur á því að þetta mun gerast að sumarlagi
því sumarið er tíminn.
Sumarið er tíminn
’Framleiðslukerfið í Hollywood mun halda áfram að þróastí átt að fullkomnun. Og henni verður náð þegar aðeins ein
mynd á ári er framleidd.‘
Eftir Björn Þór
Vilhjálmsson
vilhjalmsson
@wisc.edu
F
rumraun bandaríska leikstjórans
Jasons Reitmans, gamanmyndin
Vinsamlegast reykið (Thank You
for Smoking) hefur vakið nokkra
athygli þar sem hún hefur verið
sýnd, en þar eru átök tóbaksvarn-
arsinna og tóbaksfyrirtækja gerð að baksviði gam-
anleiks. Myndin, sem byggð er á samnefndri skáld-
sögu eftir Christopher Buckley frá árinu 1994,
fjallar um mann sem gegnir versta
starfi í heimi, (og hér er lýsing-
arorðið vondur notað í skilningnum
að vera illur). Þetta er Nick Naylor,
einn mælskasti upplýsingafulltrúi sem tóbaksiðn-
aðurinn hefur átt, og ekki veitir af. Á þeim tíma
sem myndin á sér stað, þ.e. um miðjan tíunda ára-
tuginn, eiga tóbaksfyrirtækin undir högg að sækja
vegna lögsókna og neikvæðs almenningsálits.
Naylor þessi gegnir stöðu varaformanns og tals-
manns hinnar hávísindalegu Tóbaksrannsókn-
arakademíu, stofnunar sem er alfarið fjármögnuð
og rekin af stóru tóbaksfyrirtækjunum. Naylor er
sem sagt siðlaus skúrkur sem hagnast á því að
greiða veg tóbaksfyrirtækja að lungum almenn-
ings. En hann er að sama skapi aðalsöguhetjan í
kvikmyndinni, og það sem meira er bæði heillandi
og viðkunnanlegur náungi.
Mælskubragðarefurinn
Leikstjóri þessarar kyndugu gamanmyndar, Jason
Reitman, er sonur Ivans Reitsmans, eins helsta
gamanmyndaleikstjóra í Hollywood. Með þessari
frumraun sinni tekur sonurinn þó aðra stefnu en
faðirinn, en myndir úr smiðju Ivans Reitmans eru
iðulega Hollywood-afurðir með stóru H-i, myndir á
borð við Twins, Ghostbusters og Kindergarten
Cop. Jason Reitman nálgast hins vegar umfjöll-
unarefni sitt á ögrandi máta og tekst fyrir vikið að
búa til gamanmynd sem er beitt og fyndin, og
kannski örlítið of pólitískt ranghugsuð fyrir meg-
instrauminn.
Hér ber ekki að svo að skilja að Vinsamlegast
reykið taki afstöðu með tóbaksiðnaðinum. Með því
að staðsetja aðalsöguhetjuna á siðferðislega vafa-
sömum mörkum, er skapað kaldhæðið og beryrt
sjónarhorn á tóbaksiðnaðinn. Nick Naylor er nefni-
lega bæði skörp og hugsandi vera, og dregur hann
því ekkert undan í lýsingu sinni á aðferða- og hug-
myndafræði tóbaksfyrirtækjanna í áróðurssköpun
sinni. Starf Naylors felst í því að hrekja málstað
þeirra sem berjast gegn tóbaksvánni með öllum til-
tækum mælskubrögðum, sem og að verja hags-
muni tóbaksfyrirtækja í opinberri stefnumótun. Í
upphafsatriði myndarinnar kynnumst við hinum
krefjandi hliðum starfs Naylors. Hann er gestkom-
andi í sjónvarpsþætti, þar sem skaðleg áhrif reyk-
inga eru til umræðu. Þangað eru mættir hinir ýmsu
fulltrúar tóbaksvarnarsamtaka og heilbrigðisstofn-
ana, auk krabbameinssjúks pilts sem byrjaði ungur
að reykja. Þegar Naylor er kynntur fyrir áhorf-
endum í sjónvarpssal er hann púaður ákaflega nið-
ur. En áður en þátturinn er á enda hefur Naylor
spilað út öllum trompunum, véfengt margsannaðar
rannsóknir um skaðsemi reykinga með því að vísa
til sérpantaðra rannsóknarniðurstaðna Tóbaks-
rannsóknarakademíunnar; snúið vörn í sókn með
því að saka tóbaksvarnarsamtök um að vinna gegn
hagsmunum neytenda; og síðast en ekki síst hamr-
að á mikilvægi þess að standa vörð um frelsi ein-
staklingsins andspænis forræðishyggju stjórn-
valda. Í lok sjónvarpsþáttarins uppsker Naylor
klapp úr salnum.
Naylor er fyllilega meðvitaður um eðli málstað-
arins sem hann beitir einstökum rökræðuhæfi-
leikum sínum fyrir, og leiðir áhorfendur mynd-
arinnar í allan sannleika um hversu rotið kerfi hann
starfar fyrir. Með þessum hætti varpar gam-
anmyndin gagnrýnu ljósi á tóbaksiðnaðinn, og af-
hjúpar helstu rök þeirra, einkum þá gegnumgang-
andi málsvörn sem byggist á því að leggja
umræðuna um hversu langt eigi að ganga í að
banna reykingar að jöfnu við umræðuna um frjálst
val einstaklingsins í samfélaginu. Að þessu leyti
reynist Vinsamlegast reykið ekki vera alger and-
stæða hinnar dramatísku kvikmyndar um afhjúpun
tóbaksiðnaðarins The Insider, eins og kynni að
virðast í fyrstu. Vinsamlegast reykið nálgast efnið á
gagnrýninn máta og þá með kaldhæðnina að vopni.
Véfenging er besta vopnið
Gagnrýni myndarinnar á áróður tóbaksfyrirtækja
má jafnframt sjá sem samfélagslega gagnrýni í víð-
ari skilningi. Naylor starfar samkvæmt for-
merkjum hagsmunavörslukerfis sem kennt
er við lobbýisma og gárungar hafa líkt við
lögleitt mútukerfi. Þá er hugmyndafram-
leiðslustofnunin sem Naylor starfar fyrir,
þ.e. tóbaksrannsóknarakademían, nokkurs
konar paródía á sambærilegar stofnanir
sem gegna veigamiklu hlutverki í banda-
rísku þjóðlífi. Eins og Naylor bendir sjálfur
á, settu tóbaksfyrirtækin stofnunina á fót
vegna þess að þau þurftu að geta vís-
indavætt áróður sinn og stutt lygar sínar
með „staðreyndum“ andspænis vaxandi vís-
indalegum sönnunum þess efnis að tóbaks-
reykingar væru heilsuspillandi. Hér er vísað
í fræga skýrslu sem fannst í fórum Brown &
Williamson-tóbaksfyrirtækisins, og lýsti
viðbragðsáætlun fyrirtækisins við lögmætri
gagnrýni: Véfenging er eina haldbæra leiðin
til þess að keppa við þá þekkingu sem þegar
hefur hreiðrað um sig í hugum almennings.
Stofnanir á borð við hina virðulegu „tóbaksrann-
sóknarakademíu“ eru hins vegar ekki bundnar við
sígarettuframleiðendur. Hvers kyns hags-
munatengdar rannsóknarstofnanir framleiða stór-
an hluta af þeirri „þekkingu“ sem pólitískar hreyf-
ingar og þrýstihópar vísa til í orðræðu sinni. Mörk
góðs og ills, þess sem er rétt og þess sem er rangt,
eru heldur ekki skýrt dregin í þeirri heimsmynd
sem einkennir Vinsamlegast reykið. William H.
Macy leikur þar t.d. öldungadeildarþingmann sem
gæti ekki staðið meira á sama um almannahag, en
nýtir sér hins vegar málstað tóbaksvarnarsinna til
þess að afla sér aukins kjörfylgis. Þingmaðurinn er
jafn sekur og Naylor um að nýta sér fjölmiðlaat-
hygli í eigin þágu – raunar er vart að finna persónu
í myndinni sem ekki virðist tilbúin til að selja hluta
af sálu sinni til þess að koma ár sinn vel fyrir borð
og „geta borgað af lánunum“ eins og það er orðað í
myndinni.
Aaron Eckhart fer með hlutverk söguhetjunnar
fyrirlitlegu, en margir tengja andlit leikarans við
óþokkaskap vegna eftirminnilegs hlutverks hans í
kvikmyndinni In the Company of Men. Hér er
hann e.t.v. í áþekku hlutverki hvað starf persón-
unnar varðar, en tekst að sama skapi að gæða Nick
Naylor sjarma, skynsemi og e.t.v. smávægilegum
votti af efasemdum. Akkilesarhæll Naylors í þeim
efnum er sonur hans, skilnaðarbarn sem þráir að
líta upp til pabba síns. Þó svo að Naylor geti vel
réttlætt starf sitt fyrir sjálfum sér og öðrum, á
hann erfitt með að selja syni sínum lygina sem
hann leitast við að fóðra fjölmiðla og almenning á.
Hann fer því þá leið að kenna syni sínum gangrýna
hugsun, og leiða hann í allan sannleika um mátt og
virkni mælskulistarinnar. Þessi þáttur sögunnar
varpar einnig ljósi á þá siðferðisvitund sem liggur
djúpt grafin í aðalpersónunni, og er rétt nægilega
ljós til þess að greina hann frá algerum óþokka – og
gerir áhorfendum kleift að „halda með“ þessari
ólíklegu hetju.
Vísindi tóbaksakademíunnar
Vinsamlegast reykið (Thank You for Smoking)
heitir ný gamanmynd eftir Jason Reitman en þar
er fjallað um átök tóbaksvarnarsinna og tóbaks-
fyrirtækja.
Eftir Heiðu
Jóhannsdóttur
heida@mbl.is
Vinsamlegast reykið „Naylor er sem sagt siðlaus
skúrkur sem hagnast á því að greiða veg tóbaksfyr-
irtækja að lungum almennings.“