Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.2006, Page 15

Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.2006, Page 15
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 3. júní 2006 | 15 Leiklist Lesbókin mælir með því að lesendurfari að sjá Ritskoðarann eftir Anthony Neilson í Sjóminjasafninu við Grandagarð. Verkið fjallar um tvískinn- ung samfélagsins gagnvart klámi. Leik- stjóri er Jón Páll Eyjólfsson og leikendur eru Arndís Hrönn Egilsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir og Stefán Hallur Stef- ánsson. Myndlist Ekkert lát er á góðum myndlistarsýn-ingum þetta vorið og margt for- vitnilegt að bætast í flóruna um þessa helgi sem vert er að skoða. Það er þó ástæða til að minna fólk á að heimsækja Viðey, nú þegar loks er farið að viðra til þess. Þar er Myndhöggvarafélagið með áhugaverða sýningu í samstarfi við Listahátíð er býður upp á einkar skemmtilegan göngutúr – fyrir alla fjöl- skylduna auðvitað því ekki þarf að hafa áhyggjur af því að minnstu börnin hafi hátt eða kámi veggina í þessu tilfelli. Ef komið er út í Viðey á annað borð ætti enginn að láta Áfanga, verk Richards Serra, framhjá sér fara, né heldur Blinda skálann hans Ólafs Elíassonar. Sann- kölluð sjónveisla er á boðstólum í Viðey fyrir þá sem eru tilbúnir til að bregða undir sig betri fætinum. Morgunblaðið/Þorkell Áfangar Verk Richards Serra í Viðey ætti enginn að láta fram hjá sér fara. Tónlist Tónlistarhátíðin Reykjavík Trópíkfer nú fram um hvítasunnuhelgina í stóru tónleikatjaldi gegnt Aðalbygg- ingu Háskóla Íslands. Í gær léku átta hljómsveitir, þar á meðal hin belgíska Girls in Hawaii og hin breska Lady- tron og aðrar tíu hljómsveitir troða upp í kvöld en þá kemur það í hlut bresku rokksveitarinnar Supergrass að reka endahnútinn á kvöldið. Á morgun koma aðrar tíu hljómsveitir fram á hátíðinni og ber þar að nefna hljómsveitir á borð við Flís & Bogomil Font, Kid Carpet (UK), Dr. Spock, Ghostigital, ESG (US) og Trabant. Enn er hægt aað kaupa dagspassa á 2.900 kr á midi.is en einnig á tónleika- staðnum sjálfum. 20 ára aldurs- takmark er inn á alla tónleikana og veitingatjald verður staðsett sunnan við tónleikatjaldið sjálft þar sem hátíð- argestum gefst kostur á að kaupa sér vott og þurrt en bjór verður seldur inni í tónleikatjaldinu. Lesarinn Draumalandið: Sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð eftir Andra Snæ Magnason. Mál og menning, 2006. Draumaland Andra Snæs Magnasonar er ekki bara bók. Húner afhjúpun, ákall, krafa. Draumalandið beinir miskunn- arlausu kastljósinu á fortíðarheimskuna sem felst í gagnrýnis- lausri stóriðjustefnu. Draumalandið er pólitísk bók. Hún er stórpólitísk því hún snýst um sýn, felur beinlínis í sér sýn. Ég las bókina í einum rykk á dögunum en núna aftur og aftur í molum og brot- um. Hún er ekkert síðri afturábak en áfram. Hún hefur verið mér hugljómun og áminning um það hversu brýnt er að listamenn láti sig samtímann varða. Listamenn setja hversdaglífið í óvænt samhengi, fela það augljósa og nefna það hulda. Snúa veruleikanum á haus og rétta ævintýrið við. Listamenn eru hreyfiafl í þróun samfélags og þeirra sýn verður að fá að takast á við staðn- aðri, hræddari og íhaldssamari öfl. Ég fagna kjarkmiklum lista- mönnum eins og Andra Snæ. Hann skipar sér í sveit með lista- mönnum sem hafa markað spor í söguna og breytt því hvernig fólk hugsar. Nú eru að verða straumhvörf í íslensku samfélagi, ný víglína skapast milli þeirra sem aðhyllast stóriðjustefnuna og þeirra sem vilja standa vörð um umhverfi og náttúru, þessi straumhvörf eru enn skýrari í ljósi Draumalandsins. Pólitík 21. aldarinnar, pólitík framtíðarinnar er kölluð til að taka afstöðu, skýra frá skoðun sinni. Pólitík framtíðarinnar er krafin um af- stöðu. Framtíðin veltur á náttúrunni en fortíðin hvílir í stóriðj- unni. Um þetta er kosið í öllum kosningum. Svandís Svavarsdóttir Svandís Svavarsdóttir Lesbók mælir með… Dagbókarbrot Orð af eldi. Bréfasamband Ólafar Sigurðardóttur á Hlöðum og Þorsteins Erlingssonar á árunum 1883–1914. Erna Sverris- dóttir tók saman. Úr bréfi dagsettu í Reykjavík 4. júní 1915. Hjartans vina mín!Skelfing ertu góð við mig elsku Ólöf mín að skrifa mjer svona oft – jeg kyssi þig nú fyrir blessað brjefið sýðasta eins og alt annað frá þjer var það yndislegt, hlýtt og bjart – það er altaf eins og jeg finni einhvern ilm frá eylífðar löndunum þegar jeg les brjefin þín – mér finst jeg heira og finna nálægð vinanna okkar hinu megjin landamæranna –. Í LISTASAFNI Íslands má nú sjá yfirlits- sýningar á verkum tveggja samtímalista- manna; þeirra Birgis Andréssonar (f. 1955) og Steingríms Eyfjörðs (f. 1954). Hér er um úrvalstækifæri að ræða fyrir áhugasama að kynna sér feril þeirra og öðlast jafnframt innsýn í hræringar í íslensku listalífi hin síðari ár. Metnaðarfullar yfirlitssýningar á verkum núlifandi listamanna varpa ljósi á heildarsamhengið í innlendri listasögu auk þess að stuðla að hugmyndafræðilegri um- ræðu um myndlist. Verk Birgis eru til sýnis í sal 1 og 2 en verk Steingríms eru í sölunum tveimur á efri hæð. Verkin eru nokkuð aðþrengd en á móti kemur að sýningargestum gefst kostur á ákveðnum samanburði á þessum ólíku listamönnum og geta glöggvað sig á sameig- inlegum þráðum í verkum þeirra. Það sem helst greinir þá að við fyrstu sýn er ná- kvæmni í vinnubrögðum hins fyrrnefnda með áherslu á vandað handverk, sem rekja má til starfa í prenthönnun, andstætt kæru- leysislegu og óreiðukenndu yfirbragði verka hins síðarnefnda þar sem vinnuferlið sjálft er í fyrirrúmi. Í nýlegu listamannaspjalli í safninu sagði Birgir sem svo að hann væri „duglegri með strokleðrið“ og vísaði þannig jafnframt til notkunar þeirra beggja á texta og tungumáli. Birgir Andrésson skipar nú þegar sess sem einn af virtustu listamönnum landsins og hefur m.a. tekið þátt í Feneyjatvíær- ingnum fyrir hönd Íslands. Hann vinnur í anda hugmyndalistarinnar og einkennast verk hans af næmum, frumlegum og húm- orískum vinnubrögðum. Viðfangsefni hans tengjast íslenskum menningararfi. Í verkum hans verður gjarnan ákveðin umbreyting: íslensk frímerki breytast í málverk og form þeirra taka á sig mynd skápa, húsagrunnar torfbæja verða að óhlutbundnum táknum sem mynda ljóð og ferskeytlur, myndir birt- ast þannig sem textar og öfugt í rituðum mannslýsingum sem jafnframt eru portrett- myndir. Hljóð bjargfugla eru túlkuð í lit/ mynd og hugtök tengd tímamælingum hlut- gervast í landslagsljósmynd. Birgir kannar hvernig við „lesum“ hluti og íhugar tengsl merkingar og framsetningar. Hann ólst upp sem „augu“ blindra foreldra og lærði ungur að sýn er ekki bundin við sjón, heldur skyn- færin öll og þá ekki síst heyrnina. Verk hans endurspegla áhuga á hvers konar frásögnum – munnlegri geymd, fram- burði, fróðleik og sögum, heitum húsa, upp- nefnum – og því hvernig tungumálið mótar vitund okkar. Hann skoðar frásögnina sem fólgin er í formum og táknum, og tákn- myndum sem tengjast þjóðarvitundinni. Hvernig segjum við söguna af okkur sem þjóð? Í því felst ákveðið val sem er Birgi hugleikið. Með hárfínum húmor veltir hann upp spurningum um innlenda menningu andspænis alþjóðlegri með því að velja „ís- lenska“ liti, t.d. á titla klassískra, svart- hvítra kvikmynda, eða með því að stækka frímerki, sem útlendingur hannaði fyrir Al- þingishátíðina 1930 sem tjáningu „þjóð- areðlis“. Uppsetning verkanna, sem njóta sín eink- um í stærri salnum, sýnir tvo póla í fram- setningu og samspil þeirra: raunsæi í formi ljósmynda og teikninga, og geómetrískar eða táknrænar áherslur í mynstrum og textaverkum. Þá er í glerborðum á stiga- palli hægt að glöggva sig á bókverkum og ritum og ýmsu efni sem veitt hefur Birgi innblástur. Steingrímur Eyfjörð vinnur einnig á for- sendum hugmyndalistar. Greina má sterk Flúxus-áhrif í verkum hans í áherslu á sí- fellda verðandi: merkingarsköpunin er opin í alla enda og það er sköpunarferlið sjálft sem verður Steingrími að listrænum efnivið. Hann fær gjarnan aðra til þátttöku: eitt verk byggist á frásögn 7 karlmanna um lík- amshluta hinnar fullkomnu konu eftir að þeim er sýnd teikning af kvenlíkama. Þá eru miðlar fengnir til að þreifa á rifnum kvennærfatnaði og spá í eigandann og verða slíkar getgátur hluti af verkinu í formi textabrota sem eru handskrifuð inn í tal- blöðrur, líkt og tíðkast í myndasögum. Slíkt má sjá í verki sem byggist á hugrenningum annarra myndlistarmanna þegar þeim voru sýndir 16 óræðir skúlptúrar eða „peð“. Verk sem þessi draga fram ólíka túlkunarmögu- leika. Sýningargestir eru einnig þátttak- endur í þessum leik sem þannig heldur endalaust áfram. Annað einkenni á verkum Steingríms er ákveðin „formleysa“ í tengslum við hið ósjálfráða: teikning og texti leika lausum hala í myndasögum og talblöðrum, skissur og hugmyndaflæði sjást á tvist og bast á myndflötum en úrvinnsla listamannsins birt- ist síðan í skúlptúrum úr ýmsum efnum; málmi, tuskubrúðum eða styttum úr flæð- andi efni sem minnir á bráðinn ís. „Sjáðu, þetta er kúkur“ heyrði ég lítinn snáða segja mömmu sinni um skúlptúr í verkinu Fýkur yfir hæðir en þessi ummæli eru til marks um áhrif frá listamönnum á borð við Dieter Roth og fleiri sem sóttust eftir ákveðinni af- helgun á listrænum efniviði og á list- hugtökum en slíkt var liður í róttækum hræringum í myndlistarheiminum á 7. og 8. áratug síðustu aldar. Í því samhengi má geta verks Birgis Andréssonar, Útihús, þar sem sýningargestum býðst – á huglægan hátt – að setjast á kamarinn á þjóðlega vísu. Annarleikinn er öflugt stef í samtíma- myndlistinni sem Steingrímur sækir til og tengir dulvitund, skynjun og atferli. Þjóð- sögur, bókmenntatextar og frásagnir af ýmsu tagi koma þar við sögu og verða kveikjur að verkum ekki síður en dularfullir fundnir hlutir á borð við rifin nærföt. Verk- in hræra upp í sýningargestinum, sem verð- ur ef til vill um og ó, en þá býður Stein- grímur upp á syndaaflausn í „sturtuklefa“ sem vert er að prófa. Myndfrásagnir Morgunblaðið/Jim Smart Myndlist Listasafn Íslands – Yfirlitssýningar Til 25. júní 2006. Birgir Andrésson og Steingrímur Eyfjörð Anna Jóa Birgir og Steingrímur „Það sem helst greinir þá að við fyrstu sýn er nákvæmni í vinnubrögðum hins fyrrnefnda með áherslu á vandað handverk, sem rekja má til starfa í prenthönnun, andstætt kæru- leysislegu og óreiðukenndu yfirbragði verka hins síðarnefnda þar sem vinnuferlið sjálft er í fyrirrúmi.“ Kvikmyndir Goethe-institut stendur fyrir sýninguá myndinni Kraftaverkið Bern (Das Wunder von Bern). Sýningin fer fram næstkomandi þriðjudag kl. 20 í húsnæði leiklistardeildar LHÍ við Sölv- hólsgötu 5. Myndin er frá árinu 2003 og er eftir leikstjórann Sönke Wortmann. Á kvik- myndahátíðinni í Locarno hlaut Wort- mann áhorfendaverðlaunin fyrir mynd- ina. Í myndinni segir frá úrslitaleik Heims- meistarakeppninnar í knattspyrnu sem fram fór 4. júlí 1954. Landslið Þýska- lands sigraði vinsælt lið Ungverja með þremur mörkum gegn tveimur. Leikmenn þjálfarans Sepps Herbergers og öðrum framar markaskorari sig- urmarksins, Helmut Rahn, urðu að hetjum. Í fyrsta sinn frá lokum stríðs- ins árið 1945 „myndaðist aftur sameig- inlegt hamingjuástand,“ að sögn leik- stjórans. „Í Kraftaverkinu Bern segir Wortmann ekki aðeins frá hinum frábæra spark- sigri þýsku utangarðsmannanna heldur einnig örlögum hermanns eftir heim- komuna í stríðslok og fjölskyldu hans, sem er orðin ókunnug eftir skelfingu styrjaldarinnar,“ segir í tilkynningu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.