Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.2006, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.2006, Side 4
4 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 10. júní 2006 Þannig er gjörningurinn heimspekilegur á marga lund, þótt hann virki sem strákslegur brandari. Sumir hafa auk þess bent á að með framtaki sínu rannsaki Furlan mátt og hlut- verk einstaklingsins í liðsheildinni, þar eð hann brjóti 90 pólýfónískar mínútur niður í ellefu einleiki. Lyfta í stéttskiptu húsi Serbneski listamaðurinn Uros Djuric hefur einnig unnið með knattspyrnuhetjuna, en á annan hátt. Til er ljósmyndasería hans af liðs- myndum þekktra knattspyrnuliða, þar sem á hverri mynd eru tólf leikmenn í stað ellefu. Fæstir taka eftir fjölguninni í fljótu bragði, en þegar grannt er skoðað kemur í ljós að Djuric sjálfur er alls staðar tólfti maður. Klæddur í viðkomandi búning, alvarlegur, yfirvegaður, jafnvel sveittur eins og hinir. Myndirnar eru hluti af verkefninu God Loves the Dreams of Serbian Artists, sem aftur er liður í margra ára verkefni listamannsins, The Populist Proj- ect. Skrifaðar hafa verið lærðar greinar um tilgang þess verkefnis, hér skal látið nægja að segja að Djuric er pólitískur listamaður á þann hátt að hann tekur valdakerfi, ríkjandi samfélagsskipan og hugmyndakerfi til skoð- unar. Liðsmyndirnar árétta t.d. (skerta) möguleika einstaklingsins, í heimi fjölda- menningar, á að bregða sér úr hlutverki neyt- andans í hlutverk gerandans. Sem tólfti mað- ur er Djuric „með“, en samt er það blekking því um leið og leikurinn hefst má hann ekki lengur vera inná. Í annarri myndaseríu stillir hann sér upp við hlið helstu „poppstjarna“ á hverjum tíma (Ruud Gullit, Alan Shearer, Lothar Matthäus o.fl.). Frami í íþróttum, tónlist og fegurð er í dag að hans dómi helsta leið hinna undirokuðu stétta til áhrifa – poppmenningin er valdatæki – og með því að stilla sér upp með hinum út- völdu dregur Djuric fram átakalínur komm- únisma og konsúmerisma, fjöldamenningar og forskots, íkona og innihaldsleysis. Hann vekur spurningar um sjálfsmynd, samfélagsleg áhrif hinna frægu og fallegu, rétt þeirra, drauma annarra, nýtt verðmætamat, getuleysi stjórn- mála og það sem hann kallar misheppnaða til- raun kommúnisma, sósíalisma og anarkisma til að leiða lægstu stéttirnar. Þess ber að geta að Uros Djuric vinnur jöfnum höndum með fleiri svið fjöldamenn- ingar, í öðrum hlutum popúlistaprójektsins koma við sögu vinsælir listamenn, leikarar, pólitíkusar, rokkstjörnur o.fl. Þá hefur Djuric búið til konseptið Hometown Boys, fyrsta serbneska tímaritið um klám, list og samfélag. Ekkert er til nema forsíðan, því tímaritið er uppspuni, en þar er á ferðinni sama frumlega rannsóknin á meintri stéttbundinni, kyn- tengdri og hugmyndalegri frelsun almennings eystra eftir fall Járntjaldsins. Þegar Brasilía tapar, græt ég Í ítölskum bókaverslunum er fáanleg all- sérstök bók, e.k. sambland leiktexta og end- urminninga, en um er að ræða samtal stórleik- arans og leikstjórans Carmelo heitins Bene og sjónvarps- og kvikmyndamannsins Enrico Ghezzi. Samtalið fór fram í mars 1998 og þeir bjuggu það síðar sjálfir til prentunar undir titlinum Discorso su due piedi (il calcio), eða Samræður án atrennu (fótboltinn). Tvímenn- ingarnir eru í senn menningarvitar og ástríðu- fullir knattspyrnuáhugamenn, og í samtalinu fara þeir um víðan völl, tala um og túlka kvik- myndir, myndlist og íþróttir, og hvort sem tal- ið berst að Andy Warhol eða Marco Van Bas- ten, nú eða landsliði Brasilíu (Ghezzi: „þegar Brasilía tapar, græt ég“) eru félagarnir frum- legir og innlifaðir. Allt að því heimspekilegir (Bene, um lífið sjálft: „Jafnvel í úrvalsdeild sér maður fjórðu deildar takta …“) Í upphafi samtalsins velta þeir fyrir sér hvers vegna fótboltaleikur og kvikmyndasýn- ing taka yfirleitt jafnlangan tíma, 90 mínútur, og sjá í því mikil lífeðlisfræðileg sannindi um byggingu mannskepnunnar – í stuttu máli á þá leið að athyglisþanþol (áhorfanda í bíó) og líkamlegt úthald (knattspyrnumanns á velli) hafi sama hámark á tímaásnum. Tilviljun eða fullkomin fagurfræði? Níu mikilvægustu fögnin Svissneska dagblaðinu Neue Züricher Zeit- ung fylgir mánaðarlegt tímarit, NZZ Folio, og er eitt þema i hverju riti; eiturlyf, eyðing regnskóga o.s.frv. NZZ Folio var í maímánuði að sjálfsögðu helgað knattspyrnu, vegna yf- irvofandi HM ’06 í Þýskalandi. Meðal efnis eru esseyjur sérfræðinga um það hvers vegna þeirra lönd (Argentína, England, Ítalía, Þýskaland, Brasilía, Holland, Sviss, Frakk- land og Spánn) muni hampa heimsmeist- aratitlinum, sumar hverjar stílaðar eins og smásögur. Ein m.a.s. í formi sonnettu. Í ritinu eru ennfremur greinar um félagsfræði knatt- spyrnu, um hetjur og skúrka, um gangverk knattspyrnuheimsins fyrr og nú með óviðjafn- anlegum ljósmyndum. Ein skemmtilegasta hliðargreinin nefnist „9 mikilvægustu fögnin“ þar sem saga fagnaðarláta er rakin í stuttu máli: Alveg fram undir 1970 voru venjurnar næsta einfaldar, leikmenn tókust í hendur þegar skorað var mark, í besta falli klapp á öxl, svo var leiknum haldið áfram. 1974–81 komst í móð að kyssast að auki. Heljarstökk var innleitt sem fagn af mexíkóska leikmann- inum Hugo Sanchez á HM ’86 og 1994 fagnaði Daninn Brian Laudrup landsliðsmörkum með undarlegri útgáfu af lautarferð – sem náði engri útbreiðslu. Sögin svonefnda, að færa stífan framhandlegginn fram og aftur við síð- una eins og verið sé að saga, varð hins vegar vinsælt fagn upp úr 1980, innblásið af tenn- isleikaranum Boris Becker. Brasilíumaðurinn Bebeto bjó til Vögguna, en hann fagnaði öllum mörkum sínum upp úr 1994 með því að rugga ímynduðu ungbarni, til heiðurs syni sínum Mateus. Þá eru ónefnd fögn á borð við Dans við hornfánann (höf.: Roger Milla, Kamerún, 1990), Treyja yfir höfuð (til sögunnar 1994, bannað tímabundið, leyft aftur 2002) og hóp- fögn eins og Magafleyting, Lestin og Þús- undfætlan. Já, svona geta fræðin verið ótrú- lega fróðleg. Í þessari þróun speglast svo auðvitað saga hversdagslegra og félagslegra hafta, og mætti í samhenginu gera athyglisverðar rannsóknir á sjálfsmynd, athyglisþörf, þróun einkarýmis, tilfinningaflæði, sögulegum breytileika karl- mennskunnar og viðhorfi til líkamlegrar nánd- ar. Svo eitthvað sé nefnt. Fjórir fjórir tveir Japanska hækan er ljóðform sem víða hefur átt upp á pallborð, þótt ekki fari mikið fyrir henni á ruslahaugi póstmódernismans. Skotar tóku þó hækuna upp á sína arma í tilefni HM 2002 í Japan og Kóreu, sér í lagi félagarnir hjá Morning Star-útgáfunni í Edinborg. Þeir héldu þá hækusmiðjur fyrir börn og fullorðna og afraksturinn kom út í bókinni Football Haiku, sem öðrum þræði var ljósmyndabók. Bestu hækurnar höfðu verið þrykktar á stutt- ermaboli og ljósmyndarinn Guy Moreton myndaði fólk á ýmsum aldri á knattspyrnu- Fótboltaverk Full af lýrík, frá Skotlandi, Þýskalandi, Serbíu og Íran. Ópið Örmjó lína milli knattleiks og fagurra lista: Hér fagnar Barcelonamaðurinn Javier Saviola marki og ummyndast í Ópið eftir Edward Munch. Reuters

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.