Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.2006, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.2006, Side 7
an í Jerúsalem – eða var það fyrir 2000 árum?“ segir Gordon og Parreno tekur við: „Við fórum að spila saman fótbolta og hugmyndin fæddist upp frá því.“ Það kemur í framhjáhlaupi upp úr kafinu að íslenski myndlistamaðurinn Ólafur Elíasson hafi verið einn fótboltamannanna í Jerúsalem um árið. Tvíeykið lyftist úr sætum sínum með stríðnisglampa í augum í frásögnum af slakri frammistöðu Ólafs á fótboltavellinum. „Ólafur er frekar vonlaus í boltanum en hann er sér- lega góður breikdansari enda vann hann á sín- um tíma einhverjar breikdanskeppnir, annað hvort í Danmörku eða á Íslandi. Og vitanlega er hann frábær listamaður.“ Tvennt höfðu Gordon og Parreno í huga þeg- ar lagt var af stað í gerð myndarinnar um Zidane. Spurningarnar „Hvers vegna ekki?“ og „Hvað ef?“. „Við spiluðum jú saman fótbolta en margar góðar hugmyndir verða til þegar ekkert er í gangi. Maður er afslappaður og seg- ir kannski eitthvað heimskulegt. Einhver ann- ar grípur það, leggur eitthvað til og hendir til- baka aftur. Þannig þróaðist hugmyndin um þessa mynd. Við veltum fyrir okkur hvers vegna enginn hefði gert þetta og hvað gæti gerst ef við létum þetta verða að veruleika,“ segir Gordon. Neisti frá samræðum Þeir eru ekki tilbúnir til að viðurkenna að hug- rekki þurfi til að hrinda slíkri hugmynd í fram- kvæmd og Parreno svarar í fyrstu glottandi að sennilega þurfi fremur heimsku eða einfeldni til. Með alvarlegri undirtóni segir hann að það sem heilli hann sé að út frá samræðum manna geti orðið til neisti eins og þarna varð til. „Þarna eignuðumst við eitthvað óskilgreint og ómótað. Nokkuð sem ég held þó að við höfum báðir séð mjög skýrt,“ segir Parreno sem hefur nánast gert það að reglu á ferli sínum að vinna verk sín með öðrum listamönnum. „Fyrst var ætlunin að gera mynd þar sem einni persónu eingöngu væri fylgt í gegnum sögu. Svo fæddist hugmyndin um að mynda einn fótboltamann heilan leik. Fótboltaleikur stendur í einn og hálfan klukkutíma eins og bíómynd og við erum báðir fótboltaáhuga- menn. En myndin er ekki ætluð fótbolta- áhugamönnum eingöngu. Hún er portrett af manni, sem starfar sem fótboltamaður. Port- rett af honum í starfi sínu,“ segir Parreno og Gordon hnykkir á: „Þetta er ekki eingöngu mynd fyrir fólk sem er áhugasamt um fótbolta. Þetta er mynd fyrir fólk sem hefur mætur á kvikmyndum, fólk sem hefur mætur á listum og fólk sem hefur áhuga á fólki yfir höfuð.“ Tákngervingur fótboltans Zidane segja þeir hafa verið fyrsta og eina fót- boltamanninn sem hafi komið til greina í mynd- ina. Án hans hefði myndin aldrei orðið til. Fyrir þeim sé hann fótboltamaður sem hafi þokka, glæsibrag, fagmennsku og metnað til að bera. „Boltinn kemur til Zidane. Það er nánast eins og hann sé miðpunkturinn og boltinn fari í kringum hann. Allt sem hann þarf að gera er að setja fram fótinn og boltinn steinliggur,“ segir Gordon með augljósri aðdáun. Parreno segir að auk þess sé Zidane hreinn og beinn í afstöðu sinni til fótboltans þrátt fyrir gríðar- miklar vinsældir, sérstaklega í Frakklandi. Hann vilji einungis spila fótbolta og sé tákn- gervingur þeirrar íþróttar eingöngu. Öfugt við aðra íþróttamenn sem endi gjarnan sem tals- menn eða tákngervingar einhvers annars. Í þessu finnst Parreno Zidane svipa til tónlist- arkonunnar Bjarkar Guðmundsdóttur. Þau séu bæði trú sínu. Hugarástand Í ljósi vinsælda Zidane hafa miklar væntingar verið gerðar til þessarar „heimildarmyndar“ um hann en aðdáendur hans hafa eflaust búist við mynd gjörólíkri þessari, mynd sem segði frá ferli hans enda hefur hann tilkynnt að hann hætti að spila eftir heimsmeistarakeppnina sem stendur nú yfir. „Þetta átti aldrei að vera heimildarmynd, við vorum mjög harðir á því. Um tíma kölluðum við þetta öfgaheimildarmynd en það nær held- ur ekki utan um þetta. Þess vegna var farin sú leið að kalla þetta portrett. Portrett er pottþétt ekki heimildarmynd. Þetta snýst alls ekki um staðreyndir og útreikninga. Þetta snýst meira um hugarástand og tilfinningar,“ segir Gordon. „Einhvers staðar á milli ljósmyndar og mál- verks er staður sem við þekkjum sem lista- menn. Á sama hátt er til staður á milli heimild- armynda og mynda sem byggjast á skáldsögum. Þar teljum við okkur vera,“ bætir Parreno við. Þeir segjast síður en svo vera að fara ótroðn- ar slóðir í kvikmyndalist. Þeir nefna Luis Buñuel og Marcel Duchamp til dæmis um að hér sé ekki um að ræða helbera nýjung. Auk tengslanna á milli listar og bíós sem eigi sér langa sögu í Cannes. „Það er gott að vinna samkvæmt þessari hefð og fá tækifæri til að móta hana um leið,“ segir Gordon en aftekur með öllu að myndinni sé ætlað að sýna fótbolta sem eins konar trúarbrögð í nútímanum, eins og honum hefur á stundum verið lýst. Sokkar og sviti Í myndinni má sjá ýmsa kæki Zidane á fót- boltavellinum, líkt og að tylla alltaf tánni á hægri skónum öðru hvoru í grasið, brjóta upp á sokkana eða þurrka af sér svitann. Sérkenni einstaklings sem yfirsjást auðveldlega þegar hann er sýndur í stærra samhengi en verða mjög augljós þegar fylgst er eingöngu með þessum einstaklingi í nærmynd í 90 mínútur. Parreno er stoltur af því að Zidane hafi strax þekkt sjálfan sig í myndinni. Hann hafi haft á orði að þrátt fyrir að hafa verið myndaður í bak og fyrir hafi hann aldrei séð sjálfan sig eins og í þessari mynd. Og hann hafi jafnframt séð bróður sinn í sjálfum sér, eilítið harðskeyttan útlits og lokaðan. Gordon segir að þeir Parreno hafi verið farn- ir að sjá endurtekningar og kæki Zidane á vell- inum, enda búnir að fara tíu sinnum á völlinn til að fylgjast með honum áður en þeir mynduðu hann. „Það var eitt og annað í fari hans sem við báðum myndatökumennina okkar um að leita sérstaklega eftir. Þetta var á engan hátt und- irbúið eða æft en það var fylgst mjög náið með honum á vellinum.“ Sautján á Zidane Sautján myndavélar fylgdu Zidane eftir hvert fótmál í leiknum við Villareal og tvær þeirra voru búnar sérstökum aðdráttarlinsum sem einungis höfðu verið notaðar af ameríska hern- um og voru þróaðar í samstarfi Panavision við geimferðastofnun NASA. Heimild fékkst til að nota frumgerð búnaðarins við tökur myndar- innar en linsurnar stækka myndina 300-falt og var þetta í fyrsta og eina sinn, að sögn Parreno, sem aðdráttarlinsan hefur verið notuð í al- mennum tilgangi. Öll myndatakan fór fram í þessum eina fótboltaleik í apríl í fyrra og komu 150 manns að tökunum. Eftirvinnsla mynd- arinnar tók 9 mánuði og var að sögn leikstjór- anna unnin í mörgum lögum. Nærvera mannfjöldans Hljóðvinnsla myndarinnar er eitt sem vekur eftirtekt, hátt skrjáf þegar leikmaðurinn geng- ur í grasinu, þungt sparkhljóð við snertingu við boltann og andardrátturinn einn á milli þess sem öskur mannfjöldans dynja yfir. Gordon segir alla hljóðvinnslu hafa farið fram eftir á. „Við erum ekki reyndir leikstjórar og Darius Khondji, sá sem hafði umsjón með tökunum, var með nóg á sinni könnu við að taka upp sjón- arhorn á 17 mismunandi myndavélar. Þess vegna ákváðum við að einbeita okkur að lýs- ingu og hinum sjónræna þætti á meðan á leikn- um stóð en fórna hljóðinu því það má alltaf búa til hljóðið síðar. Það var ekki hægt að hafa þetta á hinn veginn. Það var afar hæft fólk sem vann hljóðið fyrir okkur. Það var unnið í stóru hljóðveri, þar sem fótbolta var til að mynda sparkað um.“ „Köllin á milli manna fengum við á æfingum liðsins og áhorfendur í Madrid voru nokkrum sinnum hljóðritaðir sérstaklega. Þær upptökur þurftu að vera nákvæmar til að ná því hvernig Zidane skynjar mannfjöldann. Nærveruna. Hvernig hann finnur fyrir fólkinu og heyrir frá þeim en gleymir þeim samt sem áður,“ bætir Parreno við. Þriggja mynda sería Leikstjórarnir verða hálfvandræðalegir, fara að fíflast og flissa, þegar farið er að ræða frægð þeirra sjálfra í listaheiminum og hvaða áhrif þetta verkefni gæti haft á feril þeirra. „Í hreinskilni sagt þá höfum við grínast mik- ið með að þetta gæti eyðilagt feril okkar beggja,“ segir Gordon. „Við erum ekki kvik- myndaleikstjórar, við erum listamenn. Það er ótrúlegt að enginn hafi komist að því! Núna ætti einhver að fara að banka upp á og segja: Ókei strákar, þetta er búið. Þið eruð búnir að leika ykkur með þessa hugmynd um að verða kvikmyndaleikstjórar í tvö ár. En við vitum að þið eruð svikahrappar og vissuð ekkert hvað þið voruð að gera.“ Parreno mótmælir: „Nei, nei, við getum al- veg verið leikstjórar og búið til frábærar bíó- myndir og það munum við gera.“ Þeir eru raunar þegar farnir að vinna aðra mynd og stefna leynt og ljóst að því að kynna hana á kvikmyndahátíðinni í Cannes eftir tvö til þrjú ár. „Myndin um Zidane er ein mynd í þriggja mynda seríu sem við lögðum upp með. Hún var annar hluti seríunnar. Við vitum ekk- ert um hvað þriðji hlutinn mun fjalla en sá fyrsti verður rómantísk, gotnesk hryllings- mynd sem gerist í Skotlandi á 19. öld,“ upplýsa þeir og nafnið ku verða eitthvað í ætt við 19. aldar portrett. Lesbók Morgunblaðsins ˜ 10. júní 2006 | 7 þeirra Frakka og aðrar fyrirmyndir. Hvítir karlar ráða svo frönskum stjórnmálum í rík- ari mæli en í nokkru sambærilegu ríki – þótt breytingar gætu verið í sjónmáli vegna mik- illa vinsælda hinnar sósíalísku Segolene Royal. Samt eru dæmi um stjórnmálamenn úr hópi innflytjenda – en þeir eru þá „blanc“. Besta dæmið er Nicolas Sarkozy, innanrík- isráðherra og líklegt forsetaefni hægrimanna, en hann er af ungverskum uppruna. Herferð hans í því skyni að uppræta „racaille“ eða skrílinn í innflytjenda-Breiðholtunum sem umkringja París fór mjög fyrir brjóstið á íbú- unum. Margir af þekktustu knattspyrnu- mönnum Frakka, eins og Thierry Henry, lærðu að leika listir sínar á malbikinu innan um steinkumbaldana og hafa átökin í úthverf- unum farið mjög fyrir brjóstið á þeim. Varn- armaðurinn Lilian Thuram (fæddur í nýlend- unni Gvadelúp) hefur raunar verið skipaður í opinbera nefnd um „aðlögun“ innflytjenda, sem hingað til hefur verið annað orð yfir að allir læri frönsku og franska menningu og gleymi eigin siðum og tungu. Nokkrir frönsku landsliðsmannanna sögðu það kaldhæðnislegt að leika á Stade de France, sem var reistur í miðju innflytjendaúthverfi, enda litlar líkur á að íbúarnir þar hafi efni á miðum á landsleiki. Zinedine Zidane þegir hins vegar þunnu hljóði, segist lesa blöðin og fylgjast með, hafa sínar skoðanir sem hann ætli ekki að láta uppi. Kannski er þetta skýringin á því hversu óumdeildur Zidane er í Frakklandi. Af fyrr- nefndu viðtali við Sálfræðiblaðið að dæma fer hér nánast fullkominn maður sem vill engan mann styggja. Hann kvæntist ungur og á fjögur börn með hinni glæsilegu Veronique og segir það bestu eftirmæli sem hann geti hugsað sér ef börnin hans segi hann hafa ver- ið góðan föður. Zidane er lítillátur maður með afbrigðum og segir velgengni sína fyrst og fremst góðu uppeldi, striti foreldra sinna og ást og umhyggju systkina að þakka. Nú, átta árum eftir að innflytjendur og börn þeirra þóttust fá uppreisn æru og and- litsmynd af Zidane var varpað á Sigurbogann í París til að fagna HM-titlinum, er ljóst að miklu minna hefur áunnist en bjartsýnismenn þá töldu. Áframhaldandi uppgangur Front National og Le Pen sem komust í úrslit frönsku forsetakosninganna 1991 í krafti and- úðar á innflytjendum, herskár tónn forystu- sauðar hægri manna, Sarkozys, og síðast en ekki síst óeirðirnar í úthverfunum í ár eru því miður til marks um að jafnrétti kynþátta hef- ur ekki náð út fyrir hið græna gras knatt- spynuvallanna. Zidane og hinir svörtu félagar hans eru kóngar innan vallar en ekki utan. Þótt Zidane sé fámáll um pólitík er alveg ljóst af nýlegum viðtölum við hann að þjóðar- stoltið er ekki það sama og það var áður, þeg- ar hann söng manna hæst með Marseillasin- um – franska þjóðsöngnum þar sem börn föðurlandsins eru eggjuð til að úthella blóði útlendinga. Aðspurður um fyrsta verk hans þegar knattspyrnuferlinum lýkur, að lokinni heimsmeistarakeppninni, segir hann að það verði að leita upprunans með því að fylgja föður sínum á æskuslóðirnar þar sem hann gætti sauða í þorpinu Bedjai í Alsír. Hann segist sérstaklega ánægður með að hafa á ferli sínum kynnst ólíkri menningu og vera stoltur af því að heyra börn sín tala spænsku. Þegar hann er spurður hvort hann telji sig fyrst og fremst franskan eða alsírskan svarar hann: „Ég er alls staðar að … en sennilega fyrst og fremst frá Marseille.“ Frá úthverfinu þar sem börn innflytjenda brenndu bíla á dögunum og kröfðust framtíðar í frönsku samfélagi. Sönn fyrirmynd „Zidane er ekki aðeins knattspyrnuhetja í Frakklandi, heldur sönn fyrirmynd – ekki aðeins allra ungmenna heldur einkum og sér í lagi innflytjenda og barna þeirra.“ Höfundur er sagnfræðingur og áhugamaður um franska knattspyrnu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.