Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.2006, Qupperneq 8

Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.2006, Qupperneq 8
8 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 10. júní 2006 Í grein sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins 27. maí síðastlið- inn og ber heitið Einkavæðing minningargreina spyrja höfundar af hverju minningargreinar séu orðnar svo persónulegar. Í fyr- irlestrum og fjölmiðlaumfjöllun um doktorsritgerð mína Mótun hins íslenska kvenleika (1997b), þar sem ég skoðaði breytingar á kynjuðum myndum sjálfsins, var sömu spurningu varpað fram.1 Rannsóknin byggðist á úrtaki sem náði frá 1922 til 1992 og taldi alls 209 minningar- greinar (123 um karla, 86 um konur). Þó svo að úrtakið næði ekki yfir minningargreinar eftir 1992 fór ekki framhjá mér að þær voru orðnar mun tilfinningaþrungnari og taldi ég það m.a. stafa af því að hugmyndir um það hvernig ein- staklingur með „heilbrigt sjálf“ agar sjálf sitt og bregst við áföllum höfðu breyst. Auk minn- ingargreinanna tók ég viðtöl við 18 konur á aldrinum 16 til 88 ára og þau bentu sterklega til þess að áherslubreyt- ingar hefðu orðið í af- stöðunni til sjálfsins (Annadís G. Rúdólfs- dóttir, 1997a, 1997b, 1997c). Áður en ég vík að einstaklingshyggju nú- tímans vil ég rekja hvernig „sjálfið“ eins og því var lýst í minningargreinaúrtakinu frá 1922 til 1992 tekur á sig kynjaðar myndir. Við grein- ingu á efni minningargreinanna byggði ég m.a. á hugmyndum Foucaults um tengsl þekkingar og valds (1980; 1981). Þekkingin mótast í orð- ræðum samfélagsins. Þar er veruleikinn skil- greindur, fyrirbæri staðsett og ákvarðað hvað hægt er að tala um og hvernig. Skilningur ein- staklingsins á eigin sjálfi, löngunum og þrám tekur mið af hugmyndum samfélagsins um það hvert heilbrigð manneska eigi að stefna og með hvaða leiðum. Hann hefur þær til hlið- sjónar þegar hann agar sjálfið eða líkamann og skilgreinir drauma sína og þrár. Foucault sá valdið sem hluta af öllum félagslegum sam- skiptum og þar af leiðandi þeim textum sem eru skapaðir og þeim sniðum sem þeir þurfa að falla að. Því fer fjarri að minningargreinar gefi heilstæða mynd af þeim flókna raunveru- leika sem viðföng og höfundar minningar- greina eru hluti af. Samfellan í lýsingum á fólki sem lifði gerólíku lífi var oft grunsamlega mikil. Það má gera ráð fyrir að þau viðmið og gildi sem minningargreinarnar lýsa hafi snert líf flestra hvort sem fólk kaus að fara eftir þeim eða fara í kringum þau. Sterk sjálf og þrekmiklar sálir „Ætlarðu að hafa þetta svona?“ spurði ég. „Nei,“ sagði Bríet hlæjandi. „En ég vil að presturinn segi: Hún bjó manni sínum ljótt heimili – því það er alveg satt – ég hef aldrei getað búið honum Steina það heimili sem hann átti skilið.“ (Minningargrein um Bríeti Héðinsdóttur eftir Guðrúnu Ásmundsdóttur, Mbl. 6. nóv. 1996.) Guðrún Ásmundsdóttir gefur tuggunum langt nef í minningargrein um vinkonu sína Bríeti Héðinsdóttur 1996. En af hverju var svona mikilvægt að búa manni sínum gott heimili? Hvað kemur upp í hugann þegar minnst er á hetjur hversdagslífsins? Elstu minningargreinarnar sem rötuðu í úr- takið hjá mér eru skrifaðar á þeim tíma þegar þjóðernisbarátta Íslendinga var í algleymingi og þær eru markaðar af einstaklingshyggju þess tíma. Miklar breytingar höfðu átt sér stað á samfélaginu þar sem Ísland var óðum að breytast úr bændasamfélagi í þéttbýlissam- félag. Víða má greina ótta við þessi miklu um- skipti í skrifum höfunda. Lesendur eru minntir á að skera ekki á taugina við fortíðina og að halda trúnaði við gömul og rótgróin ramm- íslensk gildi (sjá nánar Annadís G. Rúdólfs- dóttir, 1997a, 1997b). Höfundar óttast að nýjar aðstæður geti af sér heimtufreka og sjálfs- elska einstaklinga, sem jafnvel finnst „sælla að þiggja en að gefa“ eins og einn þeirra orðar það. Sterk manngerð er með of gott upplag til að falla í forarpott tilfinningasemi, heimtu- frekju og sjálfselsku. Hún er „af góðu bergi brotin“ og með „sterk bein“. Einstaklingar með góða stjórn á eigin sjálfi, líkt og Íslend- ingasögurnar leggja áherslu á, sanna að þeir séu færir um að hafa stjórn á öðrum (Guð- mundur Finnbogason, 1933; Sigurður Nordal, 1942). Þeir eiga sig og sinn vilja sjálfir. Sagt er að hann haldi ró sinni þegar á móti blæs, sé rökrænn, yfirvegaður, kjarkaður og ráðagóð- ur. Bæði konum og körlum er lýst sem sterkum manngerðum. Yfirráðasvæði kvenna og stjórn- semi takmarkast þó yfirleitt við heimilið, „fjöl- skyldan var hennar líf, heimilið hennar heim- ur“, á meðan karlarnir eru hetjurnar sem ríða um héruð að vinna að framgangi og framrás Íslands, „ræktun lands og lýðs“. Þó að konur í minningargreinum séu mærðar fyrir góðar gáfur líkt og karlmenn er þeim aldrei lýst sem foringjum eða brautryðjendum og aðeins ein fékk lof fyrir framsýni. Í minningargreinum um eldri kynslóðir kvenna var meiri áhersla lögð á það hvernig þær sýndu sjálfsstyrk sinn með fórnfýsi og með því að setja sjálfar sig í annað sætið. Þessar lýsingar birtust aðeins í litlum mæli um karlmenn og þá einkum þegar verið er að minnast karlmanna sem þjónuðu öðrum allt sitt líf. Minningargreinarnar mæra sérstak- lega þá einstaklinga sem miðla af sálar- styrknum, hlusta, gefa, þjóna, eru auðmjúkir og leyfa öðrum að njóta sín. Ég hef lýst þeim sem hinum skuggasæknu sjálfum (1997a). Guð leggur ekki meira á einstaklinginn en hann getur þolað. Sterkur einstaklingur sýnir sitt sálarþrek með því að axla þær byrðar sem á hann hafa verið lagðar, hann vill ekki vera byrði á öðrum og sinnir sínum skyldum þegj- andi og hljóðalaust. Hin þrekmikla sál hefur styrk sinn frá guði og svo sannarlega verður umbunin fyrir gott líferni ríkuleg, þegar „tára- dalurinn“ er kvaddur. Lýsingar á tilfinningasemi eru áberandi í minningargreinum um konur og einkum mæð- ur. Tilfinningasemin snýst hins vegar um að vera næmur fyrir og kunna að sinna þörfum annarra, að geta hlustað og huggað en ekki draga athygli að eigin þörfum. Karlkyns vina og afa er einnig oft minnst fyrir hlýju og góða návist og þótti mér það athyglisvert að aðeins karlar fengu þau eftirmæli að þeir væru barn- góðir. Því virðist hafa verið tekið sem gefnu að konur væru góðar börnum og sinntu þeim á meðan það var sérstakur einstaklingseiginleiki hjá körlum. Ég benti á það í fyrirlestri 1997 að karl- mennskan virðist ná hámarki sínu í hinum sjálfráða, sjálfstæða einstaklingi sem gjarna er kjörinn til leiðtoga; kvenleikinn birtist hins vegar einkum í einstaklingnum sem hugsar um þarfir allra annarra áður en hann hugar að sínum eigin, fórnar sér fyrir aðra og dregur sig í hlé svo að aðrir geti notið sín (1997b). Einstaklingshyggja nútímans Í umfjöllun um einstaklingshyggju nútímans leitaði ég eins og höfundar Einkavæðingar minningargreina í smiðju Nikolas Rose (sem byggir á hugmyndum Foucault) en fór aðeins aðrar leiðir í túlkun minni en þeir (1997a, 1997b). Rose (1989;1998) bendir á að tækninni sem beitt er á tilfinningar í nútímasamfélagi hefur verið umbreytt og að við höfum aldrei verið jafn upptekin af sjálfinu og einmitt nú. Hann bendir á mikilvægi þess að greina tæknina sem beitt er á sjálfið og hvernig hún er sprottin úr og tengist mismunandi stýris- vélum samfélagsins. Einstaklingur í góðu jafn- vægi bælir ekki tilfinningar sínar heldur leit- ast við að fá þær upp á yfirborðið. Heil sér- fræðingaflóra (stundum kallað „The psy complex“ eða eins og Rose (1998) gerir „The psy disciplines“) hefur sprottið upp til að leggja til tæknina og hjálpa einstaklingum að greina tilfinningar sínar og vinna úr þeim. Margar af nýrri minningargreinum virðast einmitt vera vettvangur fyrir höfunda til að greiða úr tilfinningum sínum til hins látna og þær einkennir hispursleysi sem ekki var leyfi- legt í eldri minningargreinum. Sjúkdómar eru nafngreindir, sjálfsvíg eru rædd og eiturlyfja- og áfengisfíkn viðurkennd. Með því að lýsa yfir reiði sinni á dauða maka, systkina eða barns- ins síns er einstaklingurinn að reyna að ná tökum á erfiðum tilfinningum en einnig að sýna öðrum að þeir eru að glíma við þær með „heilbrigðum“ hætti. Í áhugaverðri innihaldsgreiningu á efni Morgunblaðsins frá 1997 bendir Þorbjörn Broddason á að 41% minningargreina (úrtak alls 232 greinar) fjölluðu um höfundinn sjálfan og þá þýðingu sem dauðsfallið hafði fyrir hann. Það kæmi ekki á óvart þótt þetta hlutfall væri orðið ennþá hærra núna. Á hinum fjölmörgu fyrirlestrum sem ég hélt um doktorsritgerðina mína sköpuðust oft fjörugar umræður um það af hverju við skrifum minningargreinar. Ein skýring sem ég fékk frá áheyrendum var að þeim liði betur eftir að skrifa minningargrein, um væri að ræða „ákveðinn létti“. Þetta sting- ur í stúf við eldri hugmyndir á borð við þær að einstaklingur með góða sjálfsstjórn beri harm sinn í hljóði eða beri sig „karlmannlega“, sann- arlega hefði það þótt óviðeigandi að gráta opinberlega á síðum Morgunblaðsins. Túlkun Foucault (1981) um að við séum orðin ofurseld játningunum virðist eiga hér við. Það felst ákveðin þverstæða í svokallaðri einkavæðingu að um leið og lögð er svo mikil áhersla á innra rými einstaklingsins eru æ meiri kröfur gerðar til þess að hann leggi sjálfið, langanir þess, forsögu, drauma og þrár á greiningarbekk sérfræðinga (Sjá Rose, 1989, 1998). Ýmist er það gert bókstaflega eða með því að notfæra sér þær hugmyndir sem lífs- stíls- og sjálfshjálpariðnaðurinn hefur fram- leitt um það hvernig beri að rækta og kynna öðrum sinn innri mann. Ég er því ekki sam- mála að sjálfhverfa í minningargreinum sé merki um að sameiginleg barátta þjóðarinnar sé gleymd og grafin. Þvert á móti staðfestum við og sönnum ábyrgð okkar með því að fela ekkert og þannig stuðlum við að velgengni samfélagsins. Kynjaðar myndir sjálfsins í min Í grein fyrir tveimur vikum var því haldið fram að breytingar á minningargreinum í Morgun- blaðinu væru hluti af þróun til aukinnar einka- væðingar í þjóðfélaginu. Hér er skoðað hversu ólík þessi skrif eru um karla og konur og hvernig þróun til aukinnar einstaklingshyggju birtist í þeim, nútímaeinstaklingar eru tilbúnir til að setja sjálfið á ljósaborðið og gegnumlýsa það til að sýna að þeir séu í takt við tilfinninga- líf sitt. Eftir Önnudís Grétu Rúdólfsdóttur annadisr@hotmail.com Sjálfhverfa Sjálfhverfa í minningargreinum er ekki merki um að sameiginleg barátta þjóðarinnar sé gleymd og grafin eins og haldið var fram í grein um minni

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.