Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.2006, Page 11

Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.2006, Page 11
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 10. júní 2006 | 11 Þ essa dagana er hægt að hlusta á Þórberg Þórðarson lesa Íslenskan aðal í Víðsjá Ríkisútvarpsins. Upp- takan mun vera frá fyrri hluta sjö- unda áratugarins en þá var Þór- bergur kominn yfir sjötugt og tæplega þrjátíu ár frá því að verkið kom út í fyrsta sinn 1938. Lesturinn er bráðskemmti- legur. Stundum má heyra svolítið hik sem erfitt er að segja hvað veldur, kannski var Þórbergur hugsi yfir texta sínum, kannski hefði hann viljað segja suma hluti öðruvísi. Til þess að skerpa hlustunina er hollt að lesa ritgerð Sigfúsar Daðasonar um Þórberg frá 1981 en hún var endurbirt í merkilegu ritgerða- safni Sigfúsar sem kom út árið 2000. Sigfús segir að Íslenskur aðall hafi alltaf þótt njóta sérstöðu meðal rita Þórbergs, „sé skemmtilegust, að- gengilegust og laus við þá útúrdúra sem Þór- bergur varð tíðum að þola ákúrur fyrir“. Hann segir að auðvitað séu margar bækur Þórbergs skemmtilegar en það sé samt rétt að ritháttur hans hafi sjaldan verið eins fjörugur og í Íslensk- um aðli, „eins frábær að margbreytni og uppfinn- ingasemi, það er líkt og textinn komi upp í fangið á lesandanum“. Sigfús segir að rithátturinn sé „svo sem eins og miðja vegu milli klassísks strengjaleiks ritanna um og eftir 1920 og marg- greinum orðið óþarfur. Og auðvitað getur bók verið þörf á einu sviði þótt hún sé fullkomlega óþörf á öllum öðrum sviðum mannlegra athafna. En í almennum skilningi, segir Sigfús, „má segja að hvorki höfundar né bókaútgefendur geti með öllu verið tryggir fyrir þeirri hættu að gefa út einhverjar óþarfar bækur“. Bókaútgefandi má ekki forðast að taka áhættu og hann verður að halda jafnaðargeði sínu þótt hann kunni að gefa út bók sem enginn vill lesa. „Á hinn bóginn – með því að bókaútgefandi þarf að velja – verður hann að vera því viðbúinn að hann kunni að hafna röngum bókum,“ bætir Sigfús við og rifjar upp að Mál og menning hafnaði á sínum tíma að gefa út Tómas Jónsson eftir Guðberg Bergsson. Auðvitað eru ekki bara gefnar út þarfar bækur eða nauðsynlegar eða gagnlegar. Það eru gefnar út alls konar bækur, góðar og vitlausar, skemmtilegar og leiðinlegar. Einmitt núna eru gefnar út fleiri bækur en nokkru sinni í heims- sögunni. Það er líklega ekki vegna þess að fólk hafi frá svo miklu meira að segja en áður. raddaðrar hljómsveitar síðasta skeiðsins“. Þór- bergur sveigi líka hjá alþjóðlegum freistingum í bókinni, sem honum hafði ekki tekist jafn vel í eldri verkum sínum. Annars staðar í verkum hans verði þó ekki fundið betra dæmi um ex- pressíónískan stíl. Þeir sem kunna að meta góða ritgerðasmíð ættu að næla sér í þessa bók Sigfúsar Daðasonar sem fór ekki hátt þegar hún kom út ef rétt er munað frekar en margar slíkar bækur. Í bókinni er til dæmis að finna bráðskemmtilega grein sem ber titilinn Um óþarfar bækur. Þar veltir Sigfús fyrir sér íslenskri bókaútgáfu á miðjum áttunda áratugnum og spyr sig hvort mikið sé gefið út af óþörfum bókum. Helst telur hann að fábreytnin í íslenskri bókaútgáfu sé galli. Hann segir að kannski sé minna gefið út af raunverulegum bók- menntum en halda mætti, þau rit séu varla fleiri en 50 til 100 á ári, frumsamin sem þýdd, frum- útgefin sem endurútgefin. Líklega hefur sú tala lítið breyst til þessa dags. Hvort bækur séu óþarfar velti hins vegar á því hvernig við skil- Þórbergur og þarfar bækur Erindi Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is ’Auðvitað eru ekki bara gefnar út þarfar bækur eðanauðsynlegar eða gagnlegar. ‘ Þegar Edson Arantes do Nasci-mento fæddist árið 1940 potaði faðir hans stoltur í smágerða fætur ungbarnsins og sagði: „Þessi á eftir að verða frábær fótboltamaður.“ Það er sjaldan sem spádómar stoltra foreldra rætast jafn vel því brasilíska barnið, betur þekkt sem Pelé átti svo sann- arlega eftir að vaxa úr grasi til að verða einn af eftirminnlegri leikmönnum sögunnar. Bókin Pelé: The Autobiography sem Pelé ritar sjálfur er í flestu hrífandi saga að sögn gagnrýnanda Daily Telegraph og skín hógværð og dyggð leik- mannsins í gegnum skrifin, auk þess sem hann er opinskár í lýs- ingum á þeim vandamálum í einka- lífinu sem álagið af frægðinni hefur haft í för með sér. Þrátt fyrir hrein- skilnina hættir bók- inni engu að síður á köflum til að verða nokkuð einsleit og kvartar gagnrýnandinn m.a. undan skorti á lýsingum á hinni sérstæðu leik- tækni Pelés sem og þeim mikla fjölda þekktra leikmanna sem hann hefur leikið með og á móti í gegnum tíðina.    Í byrjun nýjustu bókar AlanFursts er ritstjóri andfasísks ítalsks dagblaðs ráðinn af dögunum. Glæpurinn er ljótur – en það hefði getað verið verra. Morðið er upp- hafið að atburðarás The Foreign Correspondent, þar sem af hlið- arlínunni fylgist silfurhærður ítalsk- ur greifi með tengsl við fasistaflokk- inn með gangi mála. Það vantar ekki fagurfræðina í skrif Fursts að mati gagnrýnanda New York Tim- es, sem segir bókina þó ekki vera þá frumlegustu eða framandlegustu sem henn hefur sent frá sér.    Það fer lítið fyrir leiðindunum ínýjustu bók Guardian- blaðamannsins Richard Williams The Perfect 10, að sögn gagnrýn- anda Daily Tele- graph. En í bók sinni stúderar Williams þá ell- efu bestu leik- menn sem að hans mati hafa leikið stöðu nr. 10 – stöðu innherj- ans – en það er sú leikmannsstaða sem flest lið byggja sóknarsköpun sína á. Skrif Williams eru bæði ljóðræn og lýs- andi og nær höfundurinn að kalla fram lifandi mynd af stíl og karakt- er leikmannanna. Meðal þeirra sem Williams dregur upp mynd af er ungverski leikmaðurinn Ferenc Puskas, Péle og Maradona.    Gyðingahatur er tekið til vand-legrar athugunar í bók Peter Longerich, Antisemitisme, sem Berlingske Tidende lýsir sem „ítar- legri þýskri stúdíu á opinberu leyndarmáli“. Longerich notar margs konar gögn við skrif sín, m.a. skýrslur nasistastjórnarinnar, dag- blöð, dagbækur og bréf, og reynir þar að draga fram í dagsljósið ná- kvæmlega hver vitneskja Þjóðverja um útrýmingarbúðirnar var. „Við vissum ekkert um þetta“ er undir- titill bókarinnar og vísar höfund- urinn þar ekki aðeins til vitneskju um útrýmingarbúðirnar heldur líka til annarra aðgerða gegn gyðingum á árunum 1933–45, frá þeim tíma er nasisminn var enn í vexti – og marg- ar þeirra aðgerða þýsku þjóðinni vel kunnar. Spurningunni hvort al- menningur hafi tekið þátt í þeim er svo líka varpað fram og þar er Lon- gerich á öndverðum meiði við marg- ar fyrri rannsóknir. Segir hann að á fyrstu árum nasismans hafi lítið borið á róttækum aðgerðum al- mennings gegn gyðingum og þess vegna hafi stjórnvöld aukið til muna gyðingaáróður sinn til að virkja bet- ur hinn almenna borgara. Erlendar bækur Pelé Richard Williams „Hve lengi hefur þú vitað þetta um Declan?“ spurði móðir hennar. „Síðan í gær. Ég sagði þér það.“ „Ég á við hve lengi þú hafir vitað að hann eigi vini eins og Paul.“ „Hvers konar vini?“ spurði Helen. „Þú veist hvað ég er að tala um.“ Móðir hennar virtist gröm. „Ég hef alltaf vitað það.“ „Láttu ekki svona kjánalega, Helen.“ „Ég hef vitað það í tíu ár, kannski lengur.“ „Og sagðir mér aldrei frá því?“ „Ég hef aldrei sagt þér neitt,“ sagði Helen fastmælt. „Ég vona að ekkert þessu líkt eigi fyrir þér að liggja.“ „Það hljómar eins og þú vonir hið gagnstæða.“ „Ef svo væri mundi ég segja það.“ „Já, það mundirðu víst áreiðanlega gera.“ V itaskipið við Blackwater eftir hinn írska Colm Toibin (1955) gerir hvorutveggja í senn að endur- spegla hversdagsleika hins dag- lega lífs og draga fram hinar dramatísku andstæður í lífi hvers einstaklings, fjölskyldna og jafnvel þjóðar. Sam- talið hér að ofan er á milli dótturinnar Helen og Lilyar móður hennar. Þær hafa ekki talast við svo árum skiptir þegar Paul vinur Declans, bróður Helenar, birtist óvænt á heimili hennar í Dublin með þau skilaboð að Declan sé alvarlega veikur og vilji hitta hana. Í ljós kemur að Declan er með alnæmi og á skammt eftir ólifað, hann vill að Helen hafi milligöngu um að þau nái sáttum við móður þeirra og fyrst og fremst vill hann að móðir hans fái vitneskju um að hann sé samkyn- hneigður en þeirri staðreynd hefur hann haldið leyndri fyrir henni. Í samtalinu hér að ofan kemur þetta allt fram, á einfaldan, skýran og dramatískan hátt en þó án allrar tilfinningasemi og þannig er skáldsag- an öll; einföld og blátt áfram, jafnvel svo að hvarflar að manni að einfaldleiki frásagnarinnar sé ekki helsti styrkur hennar heldur líka veik- leiki; á einhverjum punkti gerir ákveðið óþol vart við sig og spurningin kviknar hvort ekki eigi að verða eitthvað meira úr þessu. Toibin lætur sig það engu skipta heldur þræðir sig til enda sögunnar af stakri yfirvegun og án allrar tilfinningasemi þrátt fyrir að sagan fjalli um sinni og segja henni hvers vegna hún hafi hafn- að henni. Ekki til þess að dvelja í fortíðinni heldur til þess að losa sig við hlekki fortíðar- innar og geta lifað í nútíð og framtíð. Dauði föð- ur hennar og tilfinningalegur kuldi móðurinnar gagnvart Helen í kjölfar dauða föður hennar er uppspretta þeirrar fæðar sem Helen hefur lagt á Lily. Atriðið þar sem Helen endurskapar föð- ur sinn með því að raða saman fötum hans á rúmi foreldra sinna er gríðarlega sterkt og þar nýtur hlutlæg frásagnaraðferð Toibins sín til fullnustu: „Hún lokaði skápnum og skúffunum, fór að því búnu fram, nam staðar á stigapallinum og lokaði augunum. Svo gekk hún hægt aftur inn í svefnherbergið. Það voru skórnir sem gerðu gæfumuninn, svo það virtist sem hann lægi þarna sofandi og hún gæti komið inn og lagst hjá honum. Hún kom sér fyrir þeim megin í rúminu þar sem móðir hennar var vön að sofa, fór með gát til trufla hann ekki. Hún seildist yfir til hans og tók í höndina sem þarna átti að vera við hægri ermina á jakkanum. Hú reis upp við dogg og lyfti húfunni og kyssti hann þar sem munnurinn átti að vera. Hún hjúfraði sig upp að honum. Lily á sér þó sannarlega málsbætur þó erfitt sé að fallast á sjálfhverfa hugsun hennar gagn- vart því sem á henni dynur. Henni finnst að veikindi Declans dynji yfir á óheppilegum tíma, einmitt þegar hún er að ná sér svo vel á strik og hún kveðst vilja óska að geta hitt föður Helenar eitt augnablik; „að hann bara vissi eða sæi, eða sýndi með einu augnatilliti að hann vissi hvað á okkur dynur“. Alvörugefin, seiðandi Hús kvennanna þriggja má þó skoða sem skondin tákn þar sem Helen er ánægð með hús- ið sitt af því að það er nýtt og helsti kostur þess í hennar huga er að enginn hefur búið í því á undan henni. Hús móður hennar er tæknivætt hönnunarundur og hús ömmunnar er gamalt og að hruni komið og stendur svo nærri sjávar- kambinum að tímaspursmál er hvenær hafið gleypir það. Írsk saga í hnotskurn? Getur verið. Gamla konan er þó allt annað en stereótýpa af gamla skólanum, henni verður minna um tíð- indin af veikindum Declans og samkynhneigð en móðurinni og hún hefur tekið bílpróf á gamals- aldri og hefur stórt sjónvarp í eldhúsinu. Toibin lætur það ekki eftir sér að skemmta lesand- anum með kómískum senum milli hommanna og gömlu konunnar þar sem fordómar og skilnings- leysi gætu skapað skellihlátur; Vitaskipið við Blackwater er ófyndin saga, alvörugefin, seið- andi, sögð af kunnáttu og yfirvegun, tök höfund- arins örugg og það sem mest er um vert, alger- lega laus við alla tilfinningasemi eða málskrúð- ugt daður við lesandann. Þýðing Helga Gríms- sonar er fullkomlega trú þessum stíl Tóibins. Eftir Colm Toibin kom út fyrir tveimur árum The Master, skáldsaga sem fjallar um ævi bandaríska rithöfundarins Henry James. Þeirri bók hefur verið hrósað mjög og hlaut á síðasta ári verðlaun í Frakklandi sem besta þýdda skáldsagan á frönsku árið 2005. Fyrir Vitaskipið við Blackwater hlaut Toibin IMPAC Dublin verðlaunin en um feril hans og önnur verk má fræðast á http://www.colmtoibin.com/ sorg, dauða, aðskilnað, höfnun, vonbrigði, sam- kynhneigð, alnæmi, og ást og væntumþykju en ekkert kynlíf og engar heitar, óslökkvandi ást- ríður; ekkert melódrama eða tragík; einfaldlega dauðsfall í nafnlausri írskri fjölskyldu þar sem tengslalausir einstaklingar reyna að sættast og ná saman um leið og sá sem haldið hefur þeim litlu tengslum sem til staðar hafa verið er að deyja. Þetta er þó ekki saga um fyrirgefningu eða sátt og í lokin er fátt sem bendir til þess að samskipti mæðgnanna verði betri eða innilegri en áður þó Lily láti tilleiðast að koma inn á heimili dóttur sinnar. Það er þó gefið í skyn. Spegilmyndir írskrar sögu Þrjár kynslóðir írskra kvenna, Helen, Lily móð- ir hennar og amman Dora, eru þungamiðja sög- unnar og þegar við bætist að sagan er írsk og í henni er dauðvona hommi sem konurnar stumra yfir ásamt tveimur samkynhneigðum vinum hans í niðurníddu húsi gömlu konunnar er varla annað hægt en fara að leggja saman líkingarnar og reyna að finna út úr þeim spegilmyndir írskrar sögu. Helen er þar að auki gift Hugh sem er sérstakur áhugamaður um gelísku og sagan hefst á veislu á heimili þeirra þar sem tónlistarmenn og gelískuunnendur koma saman. Vitaskipið við Blackwater er samt engin lykil- saga í þeim skilningi þó vissulega megi lesa út úr henni afstöðu höfundarins til sögunnar almennt og eflaust írskrar sögu sérstaklega. Helen þarf að horfast í augu við sína persónu- legu sögu með því að standa frammi fyrir móður Ófyndin saga og seiðandi Skáldsagan Vitaskipið við Blackwater eftir írska rithöfundinn Colm Toibin kom út í Neon- klúbbi Bjarts fyrir skömmu. Þetta er ófyndin saga, alvörugefin og seiðandi um mann með al- næmi sem bíður dauðans og vill leita sátta í fjöl- skyldu sinni sem hefur verið tvístruð um árabil. Eftir Hávar Sigurjónsson Havars@simnet.is Colm Toibin Bók hans fjallar kannski öðrum þræði um sögu Írlands.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.