Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.2006, Page 13
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 10. júní 2006 | 13
Tom Waits hefur gefið út þrjár plötur meðtónlist við leiksýningar eftir bandarískaleikstjórann Robert Wilson, The BlackRider (1993) við Galdraskyttuna sem
William Burroughs skrifaði leikgerðina að, Blood
Money (2002) við Woyzeck eftir Georg Büchner og
Alice (2002) við samnefnda útgáfu Wilsons af sögu
Lewis Carrolls um Lísu í Undralandi. Tónlistin á
þessum þremur plötum
spannar tíunda áratuginn
hjá Waits, The Black Rider
var frumsýnd 1990, Alice
1992 og Woyzeck 2000.
Þrátt fyrir að vera að semja fyrir aðra er Waits
sjálfum sér trúr. The Black Rider myndi kannski
einna síst geta talist hefðbundin Waits-plata, til
þess er hún ekki nægilega heildstæð og ber þess of
skýr merki að Waits var að myndast við að skapa
einhvers konar Kurt Weill-stemningu. Rétt eins og
Night on Earth losnar aldrei við kvikmyndateng-
inguna losnar The Black Rider aldrei við leik-
húshljóminn. Þetta á síður við um Blood Money og
alls ekki Alice sem er heilsteyptasta platan af þess-
um þremur, áheyrilegust og tvímælalaust waits-
ískust. Sjálfur sagði Waits í viðtali að samanborið
við karnivalíska stemninguna á The Black Rider
væri Alice eins og pilla sem maður gleypti: „Hún er
svolítið draumkenndari. Hún er svolítið meira …
ég veit ekki … dópuð, myndi ég segja, meira eins
og ópíum. Og draumkennd. Meiri söngvaflokkur.“
Blood Money stendur á milli þessara platna,
stendur líka nær Swordfishtrombones en elstu
verkunum. Á henni eru lög sem telja má með þeim
bestu sem Waits hefur gert eins og Misery is the
River of the World, All the World is Green og
God’s Away on Business.
Alice byrjar með titillaginu sem er djössuð saxó-
fónballaða með frábærum texta Waits þar sem
þráhyggja Carrolls fyrir sköpunarverki sínu,
Alice, er kynnt til sögunnar en leikrit Wilsons
fjallaði einmitt um sérstakt samband höfundarins
við stúlkuna sem hann bjó til. Það sem lyftir plöt-
unni upp á annað og æðra plan en til dæmis The
Black Rider er að bæði tónlist hennar og textar
vísa langt út fyrir leiksýninguna. Lagið Alice er
þannig líka mögnuð lýsing á þráhyggjukenndri ást.
Annars eru ballöðurnar á þessari plötu miklu
fleiri og margar hverjar meðal fallegustu laga Wa-
its, sumar eins og blæðandi undir, ekki síst þar
sem fiðlan grætur undir hrjúfri og tregafullri rödd
Waits (No One Knows I’m Gone) en píanóið leikur
líka stórt hlutverk eins og tuttugu árum fyrr (I’m
Still Here).
En platan er ekki bara ballöður, á henni eru líka
ágengari lög eins og Everything You Can Think og
Kommienezuspadt, sem er sungið á tilbúnu tungu-
máli Waits en hljómar á köflum eins og einhvers
konar þýska, og Reeperbahn, sem minnir nokkuð á
Weill-andann sem einkenndi svo The Black Rider.
Og svo má ekki gleyma tveimur af skemmtilegustu
lögum plötunnar, Poor Edward, sem fjallar um
mann með tvö andlit, annað af konu sem vaxið hef-
ur út úr hnakka hans, og Table Top Joe, sem fjallar
um mann sem hefur bara höfuð en engan búk. Í
þessum lögum nýtur sérstæð frásagnargáfa Waits
sín en þegar hér var komið sögu voru textar hans
farnir að slá flestu við sem þekkist í heimi rokks-
ins.
Waits og Wilson
Poppklassík
Eftir Þröst Helgason
throstur@mbl.is
N
ýverið gaf Scott Walker út
plötuna The Drift undir
merkjum hins virta merkis
4AD. Sú útgáfa hefur reynd-
ar mátt muna sinn fífil feg-
urri en undanfarið hefur þó
örlað á lífsmarki, t.a.m. gerði Jóhann Jó-
hannsson samning við hana á dögunum og
vefsíða fyrirtækisins er nú spriklandi fjörug
(www.4ad.com).
Scott Walker hefur fyrir löngu öðlast þann
vafasama heiður að vera álitinn sturlaður
snillingur, sem þýðir að
tiltölulega fámennur
hópur aðdáenda fylgist
grannt með hverju
skrefi meistarans. Walker hefur ábyggilega
sett óopinbert met í nafntogi í gegnum tíðina,
þeir sem vilja gefa þá mynd af sér að vera
með á nótunum og búa yfir fáguðum dæg-
urtónlistarsmekk henda gjarnan inn einni eða
tveimur Scott Walker-plötum þegar þeir eru
spurðir út í slíkt. Walker á fyllilega innstæðu
fyrir öllu þessu hampi, en tímabilið eftir gull-
öldina, undanfarin þrjátíu og sjö ár eða svo,
hefur ekki síður verið athyglisvert þótt jafnan
hafi langur tími liðið á milli útgáfna. Tvær
síðustu plötur, The Drift og Tilt sem út kom
árið 1995 (tónlistin við kvikmyndina Pola X,
sem út kom 1999, er undanskilin), sigla á sinn
hátt fast upp að því besta sem Walker gerði á
hinum margumræddu sólóplötum sínum, þ.e.
Scott, Scott 2, Scott 3 og Scott 4, sem út
komu á tímabilinu 1967 til 1969.
Myrkur
Walker hóf að brjótast frá hinu tiltölulega
hefðbundna poppformi á þriðju plötu hinnar
endurreistu sveitar Walker-bræðra, Nite Flites,
sem út kom árið 1977. Ferill Scotts (sem var
gefið nafnið Noel Scott Engel við fæðingu)
hófst fyrir alvöru er hann stofnaði tríóið The
Walker Brothers, og líkt og með The Ramones
voru þeir hvorki bræður né báru eftirnafnið
Walker (John Walker heitir réttu nafni John
Maus og Gary Walker heitir réttu nafni Gary
Leeds). Þeir spiluðu þá sjaldnast sjálfir inn á
plöturnar sínar en náðu þónokkrum vinsældum,
sérstaklega í Bretlandi. Scott klauf sig úr
tríóinu með sinni fyrstu sólóplötu árið 1967 sem
var einfaldlega titluð Scott (að vísu kom út
plata árið á undan, I only came to dance with
you, en bæði er deilt um lögmæti hennar og
hvort Scott sé hreinlega á þeirri plötu yfirhöf-
uð). Á þessari fyrstu plötu mátti heyra djúp-
spaka texta um angist og örlög, sveipaða
dramatísku, strengjalegnu kammerpoppi (allt
undir sterkum áhrifum frá Jacques Brel, en
mörg laga hans prýddu þrjár fyrstu sólóplöt-
urnar).
Eftir fyrstu fjórar plöturnar dró Walker
nokkuð úr dramatíkinni og næstu plötur voru
meinlausar poppplötur sem lítið er rætt um og
ritað. Hlutirnir fóru hins vegar að verða áhuga-
verðir á nýjan leik árið 1978, er áðurnefnd Nite
Flites kom út. Platan þykir ein undarlegasta
útgáfa dægurtónlistarsögunnar en meðlimirnir
þrír skiptu með sér lagasmíðunum. Þeir John
og Gary eiga tiltölulega þunnar smíðar en Scott
var kominn langleiðina út í geim. Lög hans
þykja byltingarkenndar smíðar, á undan sinni
samtíð og settu tóninn fyrir komandi nýróm-
antík og tölvupopp ásamt Low Davids Bowies.
Þessi útspil Scotts komu hlustendum algerlega
í opna skjöldu, sérstaklega eftir miður
skemmtilegt dafl hans í kjölfar „fernunnar“
frægu.
Næsta plata Scotts var svo Climate of Hun-
ter (1984) sem enginn botnaði í á þeim tíma en
í ljósi Tilt og The Drift eru poppfræðingar
farnir að rannsaka hana nánar og þar má
greinilega heyra að Scott er að sá þeim fræjum
sem áttu eftir að blómstra
síðar meir. Tilt kom svo ellefu
árum síðar (eftir jafnlangan
tíma og það tók að koma The
Drift út) og lýtur nokkurn
veginn sömu lögmálum og
The Drift.
Lærðar, djúpþenkjandi
greinar um Walker og The
Drift hafa birst í talsverðu
magni undanfarið hjá þeim
miðlum sem fjalla alvarlega
um dægurtónlist. Sumar til-
gerðarlegar vissulega, aðrar
klóra sér í hausnum og enn
aðrar ausa lofsorðum til
hægri og vinstri.
The Drift er mögnuð plata
svo ekki sé nú meira sagt,
hrollvekjandi og martrað-
arkennd tónlistin er bundin í
kolniðamyrkur en svo brestur
skyndilega á með birtu, yl og
fegurð. Walker syngur í þess-
um „krúnustíl“ sínum (e.
„crooner“) þannig að platan
hljómar eins og I am a Bird
Now með Antony and the
Johnsons hafi verið snúið á
rönguna. Myrk kabar-
etttónlist The Associates, með
Billy McKenzie í fararbroddi,
hljómar eins og Milli Vanilli í
samanburði við The Drift.
Holdsveikisjúklingur
Scott Walker varð sextíu og
þriggja ára hinn 9. janúar síð-
astliðinn og er nú að gera
tónlist sem er „lengst þarna
úti“, nokkuð sem enginn hefði
fyrir sitt litla líf getað ímynd-
að sér sem sá Walker hoppa
og hlæja með „bræðrunum“ á
sínum tíma. Ráðgátan og mít-
an í kringum manninn er orð-
in það fyrirferðarmikil í dag að fólk trúir því
ekki að hugsanlega sé Walker kannski bara
maður sem gerir tónlist. Hökustroks-biblían
The Wire átti viðtal við hann vegna The Drift,
og birtist það í síðasta mánuði. Höfundurinn,
Rob Young, byrjar á því að hrósa Walker fyrir
nýju plötuna og svarið er furðu einlægt:
„Ja … þakka þér fyrir. Það er svo óvenjulegt
að heyra svona lagað frá fólki. Mér líður stund-
um eins og ég sé holdsveikisjúklingur. Ef fólk
kæmi upp að mér og segði þetta svona hreint
út myndi mér líða miklu betur (hlær).“
Ellefu árum fyrr, í viðtali við The Independ-
ent vegna Tilt, sagði hann hins vegar þessi
þungu orð:
„Ég er orðinn Orson Welles dægurtónlist-
arinnar … fólk vill snæða með mér hádegisverð
en enginn vill fjármagna myndina. Ég er að
vonast eftir því, að þegar ég kem frá mér plötu
þá verði ég beðinn að gera aðra. Það er nefni-
lega fjandi erfitt að rífa sig svona upp á tíu ára
fresti.“
Bak við veggi martraðar
Eftir Arnar Eggert
Thoroddsen
arnart@mbl.is
Scott Walker „Ég er orðinn Orson Welles dægurtónlistarinnar ... fólk vill
snæða með mér hádegisverð en enginn vill fjármagna myndina.“
Scott Walker hóf ferilinn með hálfgerðu
tyggjókúlupoppi, færði sig svo yfir í fágað,
ofurrómantískt barokkpopp en stundar nú
gallsúra tilraunatónlist sem nær að skjóta
þeim allra vönustu í þeim efnum skelk í
bringu.
Endurkomu Guns N’ Roses tilBretlands hefur lengi verið
beðið af þarlendum aðdáendum
sveitarinnar.
Síðastliðinn mið-
vikudag var bið-
in loks á enda.
Hljómsveitin
steig þá á svið í
Hammersmith
Apollo í fyrsta
sinn í ríflega
tuttugu ár en
tónleikarnir
voru liður í upp-
hitun sveitarinnar fyrir Download-
tónlistarhátíðina.
Eins og alvöru rokk-
ara er von og vísa mætti
Axl Rose, eini upp-
runalegi meðlimur
bandsins, klukkutíma of seint á
svæðið. En áhorfendur voru fljótir
að fyrirgefa honum. Við tóku rúm-
lega tveggja tíma tónleikar þar sem
Axl og félagar fluttu fyrst og fremst
gamla slagara en einnig nokkur ný
lög af plötunni Chinese Democracy.
Meðal þeirra laga sem hljómsveitin
tók voru Welcome To The Jungle,
Sweet Child O’Mine og að sjálfsögðu
lag Bob Dylans, Knockin’ On Hea-
ven’s Door. Undir lokin tók fyrrum
aðalsprauta Skid Row, Sebastian
Bach, lagið My Michelle með Axl áð-
ur en tónleikunum var slitið með
laginu Paradise City.
Í gær var tilkynnt hverjir koma tilmeð að leika á T On The Fringe-
tónlistarhátíðinni í Edinborg sem
fram fer í ágúst. Hljómsveitirnar
Muse og Snow Patrol höfðu reyndar
þegar tilkynnt að þær myndu vera
meðal þeirra sem fram kæmu á há-
tíðinni. Nú hefur hins vegar allur
listinn verið gerður opinber.
Meðal frægustu sveitanna er hin
skoska sveit Belle & Sebastian, sem
heldur tónleika hérlendis á næst-
unni ásamt Emilíönu Torrini. Einnig
verða Snow Patrol og Elbow meðal
hljómsveita, auk Simple Minds, Ka-
sabian og Keane. Nálgast má lista
yfir hljómsveitir hátíðarinnar á
heimasíðu hennar, www.tonthefr-
inge.com, en engir íslenskir tónlist-
armenn virðast vera meðal flytjenda
í ár.
Tónlistarmennirnir David Bowieog Chris Martin, söngvari
Coldplay, eru meðal þeirra stjarna
sem koma til með að leika í nýrri
þáttaröð Extras. Meðal annarra
stjarna má nefna Orlando Bloom,
Sir Ian McKellen og Stephen Fry.
Þættirnir eru skrifaðir af Stephen
Merchant og leikaranum Ricky
Gervais sem sló fyrst í gegn í Office-
þáttunum. Eins og í þeim þáttum
leikur Gervais aðalhlutverkið.
Þættirnir fjalla um aukaleikarann
Andy Millman sem þráir ekkert
heitar en að slá í gegn og fléttast inn
í ævintýri hans margir af frægari
listamönnum samtímans. Kate
Winslet var til að mynda meðal
þeirra sem lögðu þáttunum lið
fyrsta tímabilið. Sú þáttaröð hirti
tvö verðlaun á hinni virtu Rose
d’Ore-sjónvarpsverðlaunaafhend-
ingu, fyrir bestu gamanþættina og
fyrir bestu gamanleikkonuna. Nú er
að sjá hvernig Bowie og Martin
standa sig.
Aðalleikari þáttaraðarinnar Extras, Ricky
Gervais. Í nýjustu þáttunum munu David
Bowie og Chris Martin leggja Gervais lið.
Hljómsveitin Elbow sem heimsótti Íslend-
inga nú fyrir stuttu verður meðal hljómsveita
í Edinborg.
Axl Rose er kominn á
fljúgandi ferð aftur.
Erlend
tónlist