Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.2006, Page 15
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 10. júní 2006 | 15
NÚ STENDUR yfir yfirlitssýning á ferli Guð-
mundar Einarssonar frá Miðdal (1895–1963) í
Listasafni Kópavogs, þ.e. Gerðarsafni og í
Náttúrufræðistofu Kópavogs og ber hún yfir-
skriftina Maðurinn í náttúrunni – Náttúran í
manninum. Guðmundur var mikill náttúru-
unnandi og víðförull; sjá má verk frá öræfum
Íslands, Finnlandi, Grænlandi, Grikklandi,
þýsku Ölpunum og evrópskum borgum. Hann
var fjölhæfur listamaður en er hvað þekkt-
astur fyrir leirmuni sína. Sjálfur leit hann
fyrst og fremst á sig sem myndhöggvara –
skúlptúrar, lágmyndir og innanhússskreyt-
ingar hans eru víða um landið – en á sýning-
unni getur að líta málverk, grafíkverk og leir-
muni og telst hann brautryðjandi hérlendis á
tveimur síðast töldu sviðunum.
Í austursalnum í Gerðarsafni má sjá úrval
stórra olíumálverka auk leirmuna á stöplum.
Guðmundur var áhugamaður um þjóðmenn-
ingu og hafa verk hans verið kennd við þjóð-
ernisrómantík. Í málverkunum birtist íslenskt
landslag okkur á upphafinn hátt í hetjulegum
karlmennskuanda: pensilstrokur eru ákveðn-
ar, snarpar og mynda gjarnan skáfleti. Stíllinn
er natúralískur. Honum tókst oft vel upp í
myndbyggingu; að draga fram hið stórbrotna í
náttúrunni svo sem eldgos og veðraham á
öræfum. Hann bjó yfir talsverðri leikni með
pensilinn en segja má að litameðferð hafi verið
hans veikasta hlið: litir eru stundum „óhrein-
ir“ líkt og yfir myndinni liggi þunglamaleg
slikja og af þeim sökum skortir myndirnar þá
útgeislun sem þær þarfnast. Stundum er ein-
faldlega of mikið að gerast á myndfletinum. Í
byggingu verka sem lýsa dýra- og sveitalífi og
sjómennsku upphefur Guðmundur einnig
myndefnið; góð dæmi eru Í vörinni og Hrafna-
þing.
Málverk og leirmunir mynda samspil en í
leirnum nýtur tilfinning Guðmundar fyrir lit-
um og áferð sín vel og í þeim endurspeglast
hrjúf náttúra landsins. Jarðarlitir, strýtur og
ávöl form kallast á, svo sem rauður litur í
könnu frá 1933 sem á samsvörun í hraun-
taumum í myndinni Heklugos frá 1947.
Gildi málverkanna felst á vissan hátt í
„konseptinu“ eða hugmyndinni; þau eru vitn-
isburður um ákveðna afstöðu til staðbund-
innar menningar og umhverfis, sem jafnframt
speglast í sýningunni allri. Guðmundur var á
yngri árum virkur í Ungmennafélagshreyfing-
unni og alla tíð talsmaður líkamshreysti, fjalla-
ferða og göfgandi áhrifa beinna tengsla við
náttúruöflin. Efling innlends listiðnaðar á
grunni þjóðlegrar hefðar var honum kapps-
mál. Val hans á viðfangsefnum og framsetning
mótast af slíkum hugmyndum; málverkin eru
nokkurs konar vísindalegar – en þó innblásnar
– skrásetningar á staðháttum, veðurfari og
jarðmyndunum. Þá ber að hafa í huga að Guð-
mundur ljósmyndaði, kvikmyndaði og skrifaði
jafnframt um ferðalög sín um ólík lönd.
Í vestursal safnsins og í kjallara eru grafík-
verk, vatnslitamyndir, leirmunir og olíumál-
verk. Árið 1925 sýndi Guðmundur fyrstur
manna grafík hérlendis en verkin á sýningunni
eru ætingar frá því snemma á ferlinum þar
sem hann hefur tileinkað sér tækni gömlu
meistaranna. Þar birtist skrásetningin einkum
í formi þéttbýlismynda, m.a. af torfbæjum í
Reykjavík. Þarna má sjá lipurð í teikningu og
aðferðir sem enduróma í olíumálverkunum.Í
vatnslitamyndum frá 6. og 7. áratugnum, býr
léttleiki og birta sem olíuverkin skortir – og
hin hetjulega sýn á landið víkur þar fyrir
draumkenndri mýkt og innileika. Sumar
myndanna leika jafnvel á mörkum hins óhlut-
bundna, sem er merkilegt í ljósi þess hversu
eindregna afstöðu Guðmundur tók gegn
afstraktmálverkinu.
Í skrautmunum og ýmsum nytjahlutum úr
leir birtist fáguð formkennd – gjarnan upphaf-
in – auk markvissrar einföldunar og stíliser-
ingar á myndefni sem vísar m.a. til víkinga-
aldar, atvinnulífs og náttúru á Íslandi og víðar.
Dýrastyttur Guðmundar frá Miðdal þekkja
margir – þær eru nú eftirsóttir safngripir.
Munirnir voru framleiddir í Listvinahúsinu á
Skólavörðuholti sem Guðmundur stofnaði
1930 og var þá mikil nýsköpun. Þar var fjöldi
manns í vinnu og notast var við íslenskan leir
til um 1960.
Sýning á dýrastyttum Guðmundar í Nátt-
úrufræðistofu Kópavogs, sem er til húsa við
hlið Gerðarsafns, er vel við hæfi. Þar sjást þær
í nýju samhengi sem jafnframt vísar til áhuga
hans á fjölbreytileika lífríkisins og jarðfræði.
Gengið er inn um nokkurs konar hlið þar sem
standa vörð ábúðarmiklir fálkar, sem skipa
orðið sérstakan sess í menningarminni þjóð-
arinnar. Sjá má mófugla- og sjófuglastyttur
auk annarra dýra innan um steina og í
námunda við uppstoppuð dýr safnsins. Athygli
vekur að fuglastytturnar eru merktar lat-
neskum heitum líkt og aðrir safngripir (sem
þær vissulega eru). Þannig er skírskotað til
sjónræns skyldleika við fugla en í eðli sínu eru
þær umbreyting á bergi. Ef til vill leynist hér
tenging milli fjalla og fugla.
Sýningin veitir greinargott yfirlit yfir
óvenjulegan og ævintýralegan feril. Vönduð
og oft hugvitsamleg uppsetning verka varpar
ljósi á ólíka þætti í listsköpun hans og inn-
byrðis samspil þeirra. Sýningarskráin er afar
eiguleg en hún geymir m.a. skrá yfir helstu
greinar um listamanninn. Hin ævisögulega
nálgun á vel við í greiningu á ferli þessa fjöl-
hæfa og atorkusama manns; allt sem eftir
hann liggur – myndverk, skrif hans og frá-
sagnir af honum, „mýtan“ sem umlykur per-
sónu hans – gefur vísbendingar um líf og starf
listamannsins í stærra samhengi.
Fuglalíf og fjallamenn
MYNDLIST
Listasafn Kópavogs – Gerðarsafn
Náttúrufræðistofa Kópavogs
Yfirlitssýning á verkum Guðmundar Einarsson frá
Miðdal. Til 2. júlí 2006.
Maðurinn í náttúrunni – Náttúran í manninum
Anna Jóa
Grímsvatnagos Málverk eftir Guðmund frá Miðdal frá árinu 1934.
Lesbók
mælir með…
Kvikmyndir
Að þessu sinni mælir Lesbókin með kvik-myndinni 16 Blocks eða Sextán húsa-
lengjur. Heiða Jóhannsdóttir, kvikmynda-
gagnrýnandi Morgunblaðsins, gefur
myndinni þrjár stjörnur og í dómi hennar
um myndina segir meðal annars: „Samvinna
leikstjórans reynda Richards Donners og
klipparans Stevens Mirkovich skilar sterkri
tilfinningu fyrir spennu og lífsháska, en leik-
stjórinn knýr framvinduna linnulaust áfram,
enda gerist myndin hér um bil í rauntíma.
Mikið mæðir á leikurunum í þessum aðstæð-
um, en þeim tekst að túlka ekki aðeins
spennuhlaðinn eltingaleik, heldur einnig þá
tilfinningu lífsháska og miskunnarleysis sem
svífur yfir vötnum.“
Myndlist
Verðlaunin sem kennd eru við Carnegie vekja alltaf töluverða athygli – vænt-anlega vegna þess hversu óvenjulega há verðlaunaupphæðin er fyrir fólk
er vinnur í listum. Því má þó ekki gleyma að Carnegie snýst ekki bara um verð-
laun og vinningshafa heldur einnig eina veglegustu myndlistarsýningu ársins.
Sýningin ferðast á milli Norðurlandanna og fer þar að auki til Englands og nú
Frakklands. Hún var opnuð í Hafnarhúsinu í gær, en þar gefur að líta úrval
þess sem er á seyði í málverki á Norðurlöndunum. Hugtakið málverk hefur að
vísu verið túlkað frjálslega og langt út fyrir hefðbundinn ramma, en sú stað-
reynd gefur sýningunni sem heild þann tilraunakennda blæ sem ef til vill stuðl-
ar að því að halda málverkinu fersku.
16 Blocks Kvikmyndagagnrýnandi Morgunblaðsins gefur myndinni þrjár stjörnur.
Tónlist
Um þessar mundir stendur yfir kórastefnavið Mývatn með þátttöku fjölda kóra
bæði íslenskra og erlendra og er óhætt að full-
yrða að verkefnið er afar jákvætt fyrir íslenskt
sönglíf. Að þessu sinni verður sjónum beint að
íslenskri kórtónlist og mun Þorgerður Ingólfs-
dóttir, stjórnandi Hamrahlíðarkóranna, leiða
þá vinnu, auk þess sem æft verður og flutt eitt
þekktasta verk tónbókmenntanna, Requiem
eftir W.A. Mozart.
Verkið verður flutt á morgun kl. 15 í íþrótta-
húsinu í Reykjahlíð, með þátttöku um 250
manna hátíðarkórs, einsöngvara og Sinfóníu-
hljómsveitar Norðurlands. Stjórnandi á tón-
leikunum er Guðmundur Óli Gunnarsson.
Lesarinn
Dauðinn og mörgæsin eftir Andrej Kúrkov í þýðingu Áslaugar
Agnarsdóttur. Bjartur. 2005.
Allt í einu uppgötvaði ég að þung-lynd mörgæs með hjartagalla sem
segir ekki neitt er orðin höfuðpersóna í
heimsbókmenntunum. Ég beið eftir því
að höfundur bókarinnar myndi gleyma
mörgæsinni við lýsingar sínar á fólki
og atburðum en svo varð ekki. Mör-
gæsin hefur hlutverk frá upphafi til
enda og er lykilorð sögunnar. Dauðinn
og mörgæsin er ein af þeim bókum sem
nautn er af að lesa. Slíkar bækur les ég
hægt og reyni að vera eins lengi og ég
get með þær. Eftir að þannig sögu er
lokið sakna ég hennar um skeið. Kúr-
kov skapar andrúmsloft sem er undarlegt fyrir mig þótt það sé
ef til ekki eins undarlegt fyrir hann. Í miðjum lestri sá ég sjón-
varpsþátt í Sjónvarpinu á skírdag þar sem Árni Bergmann tók
viðtal við höfund bókarinnar, Andrej Kúrkov. Þátturinn heitir
Fimm rithöfundar og hann gerði Jón Egil Bergþórsson, og náði
hámarki í viðtali Melkorku Teklu Ólafsdóttur við Erik-
Emmanuel Schmitt. Mörgæsir hafa enn ekki yfirgefið mig, því
nýlega sá ég frönsku kvikmyndina Ferðalag keisaramörgæs-
anna sem hefur unnið hug og hjarta fólks um heim. Loks má
geta þess að fyrir stuttu kom í ljós að einn vinnufélagi minn er
doktor í mörgæsum – ég lánaði honum umsvifalaust þessa bók.
Gunnar Hersveinn
Gunnar Hersveinn
Dagbókarbrot
Brot úr dagbókum J.W. Goethe í Ítalíuferð hans 1786–1788
(Italian Journey, 1962). Brotið er frá 16. júní 1787.
Bara nokkur orð, kæru vinir, til þess að láta ykkur vita aðmér líður vel og kemst æ betur að því hver ég er, læri að
greina á milli þess hvað í raun er ég og hvað ekki. Ég vinn hörð-
um höndum og reyni að gleypa allt sem berst til mín úr ýmsum
áttum þannig að ég megi þroskast meira. Síðustu daga hef ég
farið til Tivoli. Flókið landslag hennar með öllum smáatrið-
unum, útsýni, fossa, er reynsla sem gerir mann ríkari.