Lesbók Morgunblaðsins - 29.07.2006, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 29.07.2006, Page 4
4 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 29. júlí 2006 aðrar framandi blöndur, hér hyggst Jason Rhoades einnig sýna aðra listamenn í fram- tíðinni. Síðan eftir stutta kynningu frá uppá- klæddum listamanninum er fólki boðið inn í aðalrýmið sem er undirlagt af innsetningunni sjálfri. Það fyrsta sem ég tek eftir eru öll neonljósaskiltin hangandi á víð og dreif sem öll eru letur í hinum ýmsu litum og stafa mismunandi orð yfir kvenkyns kynfæri; slangur og nöfn. Hlutum er raðað á gríð- arstórar glansandi stálhillur og ofin teppi eru á gólfum oft hulin lituðu plexígleri. Þarna er að finna hluti eins og slípaða forna kínverska steina, kúrekahatta, gamla indjánadrauma- fangara, tyrkneskar reykpípur, litla ker- amikasna og múldýr, gamaldags viðarvagn- hjól, ýmiskonar kertastjaka og fleira, allt saman í hundraðatali. Einnig eru ljósmyndir frá þessum kvöldum liggjandi á víð og dreif. Búið er að búa til nokkurskonar stóla klædda teppum fyrir framan sviðið og einnig er rúm með dökkri konu í þar sem gestum býðst að snerta forn gervikvenkynfæri. Að vísu afþakka ég vinsamlega þegar Jason býð- ur mér það með þeirri útskýringu að enginn viti hverju hafi verið stungið þarna inn áður. Með þessum ýktu samsetningum af ólíkum hlutum, og hvernig verkið er sett fram, skap- ast ákveðin dulúð yfir öllu. Að sögn er inn- setningin í raun endurgerð goðanna þrjú hundruð og sextíu sem Múhameð spámaður eyðilagði til að skapa einn Guð fyrir íslam. Á sama tíma er innsetningin eins og amerískur flóamarkaður, þar af leiðandi einskonar und- arleg ádeila mitt á milli austrænnar dulspeki og vestrænnar neysluhyggju. Hér stíga mismunandi tónlistarmenn á svið eins og til dæmis Gyðinga-Elvis sem kallar sig Jelvis. Mér finnst einnig sérlega minnisvert þegar Jason Rhoades söng sjálfur gamla ameríska slagara í lokin við góðar undirtektir þeirra gesta sem enn héldu út samkomuna. Óhefðbundinn tónlistarflutn- ingur blandast innsetningunni ásamt áhorf- endum sem eru vel haldnir af alls kyns und- arlegum mat og drykkjum, eins og til dæmis jógúrt sem blandað er saman við viskí sem drukkið er úr holaðri gúrku eða frosnum sojabaunadrykk í leðurstígvélum og svo framvegis. Úr verður sérstakur bræðingur þar sem mörkin milli áhorfanda, listaverks og skemmtiatriða eru máð út. Sjálfur segir listamaðurinn þetta vera klassískan átjándu aldar skemmtistað, gerðan til að bæta sam- kvæmislífið hjá sjálfum sér, þegar ég hitti hann aftur nokkrum dögum síðar á vinnu- stofunni. Þessi sýning, eða kabarett, er að- eins fyrir boðsgesti. Er það til að útiloka hinn hlutlausa sýningargest? „Það er gert til að útiloka ákveðinn mynd- listaralmenning sem er forvitinn og gagnrýn- inn. Við höfum einnig haft það svoleiðis hérna af tveim grundvallarástæðum. Í fyrsta lagi vegna þess hversu viðkvæmt verkið er í sjálfu sér, og mér hefur alltaf fundist bestu skilyrðin vera ég og hugsanlega tveir áhorf- endur. Þannig verður verkið þetta fyrirbæri á milli okkar, tengt mér og áhorfandanum á hér um bil sama grundvelli í félagslegum að- stæðum. Í þessu verki er svo mikið af mis- munandi hlutum að það myndi aldrei virka í opinberum aðstæðum. Þetta eru vinnustofu- aðstæður, eins og hjá Basqiat árið 1985 eða eitthvað álíka, gestir koma sífellt inn þegar fólk er að vinna þannig að öll mörk eru vís- vitandi útmáð.“ Það er því miklu áhrifameira að sýna verk- ið á þennan hátt en innan safns eða stofn- unar? „Já. Ég myndi segja að þetta væri til að taka aftur völdin á sérkennilegan hátt. Eins og til dæmis þegar ég sýndi á Íslandi, sýn- ingin er tilbúin og þá þarf ég að fara og mér finnst það óþægilegt vinnuferli. Mér finnst í raun óþægilegt að klára eitthvað. Þetta þróast inn í hitt og hitt þróast inn í þetta, ég reyni að halda hlutunum í stöðugu flæði ein- hvern veginn. Nema hvað verkin geta verið stoppuð í ferlinu af stofnun eða safnara, þá breytast tengslin við verkið. Hugsanlega vil ég líka aðeins láta fólk skilja hvernig ég vinn. Áhorfendur koma hingað inn og margt sem gerist er prufur og tilraunir. Ég vel til dæmis engar ljósmyndir sem liggja á víð og dreif í þessu verki. Í raun ætti ég að gera það því ég lít illa út á sumum myndunum og öðrum ekki. En ég vil ekki taka þær ákvarð- anir. Ég vil reka hjörðina áfram í staðinn fyrir að slátra einstaka dýrum. Ég er frekar sauðaflutningamaður en uppstoppari.“ Þannig séð ert þú hirðir. „Einmitt. En stundum leikum við okkur að einstaka sauð, veljum lykileintak úr.“ Eiginlega hefur verkið sitt eigið líf. „Já einhvern veginn. Ég meina ég hef stjórnunarþörf, þannig að ég elska að stjórna. En ég læt verkið halda að það sé sinn eigin herra og lem það síðan aftur til hlýðni. Að einu leyti er þetta verk kabarett og mjög fljótandi en að öðru leyti vil ég gera það að klassískum bronsskúlptúr þó að ég viti að það tekst aldrei.“ Samt sem áður ætlar þú að sýna verkið þannig í New York í haust er það ekki, það er að segja uppsett sem einn stóran skúlp- túr? „Jú en það er í haust og langt fram í tím- ann þannig að hver veit.“ Ert þú með plön um að vinna næstu verk á svipaðan hátt, eða verður það eitthvað allt annað? „Allt sem ég geri upplýsir hvernig næsta verk verður. Verkin blandast inn í og menga hvert annað. Og auðvitað hef ég lært, þótt það sé í raun hálfglatað að læra. Það er betra að vera pínulítið vitlaus varðandi hlut- ina.“ Umdeilanlegt, en það finnst mér líka. Mað- ur reynir alltaf að vera aðeins á undan því sem maður veit, þannig að þú ert alltaf að gera eitthvað sem þú kannt í raun ekki al- veg. „Mér líkar þessi viðkvæmi mjúki blettur í jörðinni. Ég meina enginn vill stíga fæti í leðjuna en þegar það gerist ert þú alveg himinlifandi að þarna er mjúkur blettur sem undirstrikar aðra hluti. Sumt nýtt sem ég hef lært hér á eftir að upplýsa framtíð- arverk. Eins og til dæmis vissi ég ekkert um tónlist áður. Ég meina mér líkar ekki einu sinni tónlist. Ég hlusta bara á Sheryl Crow aftur og aftur og fólk er með sífellt skítkast út af því. Þannig að það að koma með allt þetta tónlistarfólk hingað er búið að opna fyrir mér mun framsæknari tónlist. Mér lík- ar hún hérna inni, en ég myndi ekki fara á klúbb eða bar með fullt af reiðu fólki, hvað þá fara í plötubúð og kaupa mér disk sem veldur mér síðan vonbrigðum.“ Ísland er frábært Árið 2004 var Jason Rhoades boðið í sam- vinnu við bandaríska myndlistarmanninn Paul McCarthy að sýna í Hallormsstað- arskógi. Áttu þeir stórt verk á alþjóða- samsýningunni „Fantasy Island“ undir sýn- ingarstjórn Björns Roth og Hannesar Lárussonar í samvinnu við Listahátíð í Reykjavík. Í framhaldi af því settu þeir upp einskonar verksmiðju í kjallara Klink og Bank í Reykjavík þar sem framleiddir voru skúlptúrar þeirra gerðir úr tólg og ull, svo- kallaðir „Sheep Plug“ sem sýndir voru í sam- nefndri sýningu í Kling og Bang galleríi. Sýningin var opnuð með tilheyrandi skrúð- „Suðar í takt við sinn eigin takt“ Ljósmynd/Heimir Björgúlfsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.