Lesbók Morgunblaðsins - 29.07.2006, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 29.07.2006, Blaðsíða 15
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 29. júlí 2006 | 15 Lesbók mælir með… LANDSMÖNNUM gefst nú kostur á að sjá í Hafnarhúsinu verk þeirra listamanna, 21 að tölu, sem tilnefndir voru til norrænu Carnegie- myndlistarverðlaunanna í ár. Viðburðurinn felur í sér víðtæka kynningu á listamönnunum í formi sýningarhalds, útgáfu bókar, mynd- bands og heimasíðu þar sem sjá má öll verkin, þ.e. einnig þau sem ekki eru sýnd hér á landi. Sýningin hefur ferðast um Norðurlöndin og verður í framhaldinu sett upp í Nice í Frakk- landi, í Lundúnum og að lokum í Kaupmanna- höfn. Carnegie-sýningarnar, sem hófust 1998, hafa jafnan það markmið að spegla norræna samtímamyndlist, með sérstakri áherslu á málaralistina. Málverkið hefur því birst sem nokkuð teygjanlegt hugtak á þessum sýn- ingum. Á sýningunni nú eru t.d. fjórir íslenskir þátttakendur og sýna tveir þeirra, Eggert Pétursson sem hlaut 2. verðlaun og Jón Óskar, hefðbundin olíumálverk unnin á striga (sá síð- arnefndi notar einnig býflugnavax). Finnbogi Pétursson sýnir innsetningu sem m.a. er unnin með hljóðbylgjum og ljósi og Steingrímur Ey- fjörð sýnir myndbandsverk og málverk sem unnið er með glerungi (enamel) á ál. Í heild má segja að verkin á sýningunni séu þó nær öll unnin á tvívíðan flöt, þó að tæknin sé mismun- andi. Viðleitni í samtímanum til að skilgreina mál- verkshugtakið mótast óhjákvæmilega af skil- greiningum á því hvað málverk er ekki og hef- ur þar verið rætt um „díalektík“, skapandi átök eða spennu, í sambandi málverksins við aðra sjónræna miðla og tækni. Á Carnegie- sýningunum hefur verið lögð áhersla á að sýna fram á slíka virkni í norrænu málverki sam- tímans og tekst það ágætlega á þessari sýn- ingu. Sé þannig litið til innsetningar Finnboga, þá felur verk hans Draumur að vissu leyti í sér umfjöllun um málverkið, einkum hið sjálfbæra móderníska málverk frá því fyrr á öldinni, og hið leiðslukennda áhorf sem talið var viðeig- andi við skoðun þess. Svonefndar þetabylgjur leika stórt hlutverk í verkinu, sem vissulega hefur dáleiðandi áhrif á áhorfandann, en á textaspjaldi á vegg kemur fram að þetabylgjur myndast einnig í heila fólks sem lætur sig dagdreyma. Verk Finnboga er þannig fyrst og fremst ákveðið ástand fremur en efnislegur hlutur og undirstrikar samband verks og áhorfanda sem lifir sig inn í það. Ætla mætti að áhrifin af olíumálverkum Eggerts Péturs- sonar framkalli þetaheilabylgjur þegar áhorf- andinn týnir sér ýmist í „blómlegum“ smáat- riðum eða í heildarfegurð verkanna. Hin fígúratífa frásögn er mjög áberandi á sýningunni og þar svífur skandinavískur „aka- demismi“ yfir vötnum í málaratækni og lita- meðferð, svo sem í verkum Karin Mamma Andersen, sem hlaut 1. verðlaun, Lise Blom- berg Andersen, Jans Håfströms og Eriks A. Frandsens. Dempaðir litir eru látnir þekja myndflötinn í þunnum lögum en hinn síðast- nefndi gerir einnig tilraunir með að innlima umhverfið og áhorfandann í verk sín með spegilfægðu stáli líkt og í verkinu sem er á þessari sýningu. Framsetningin er öllu laus- beislaðri í verkum Mariu Lindberg og Stein- gríms Eyfjörð; Maria málar beint á vegginn eða á pappír og í verkum beggja er það hug- myndin sem gildir fremur en áherslan á með- ferð litarins á myndfletinum. Verk Kathrine Ærteberg ber einnig með sér léttleika og kímni en betri heildarmynd hefði fengist við að sýna bæði Carnegie-verk hennar en hér er einungis sýnt annað. Verk Jóns Óskars og Kiru Wager fela í sér hressilegan tjáning- arkraft og spennu þar sem þau leika á mörk- um hins óhlutbundna í tengslum við stöðu áhorfandans í sýningarrýminu. Í óhlutbundnu verki beitir Josefine Lyche sérstakri áferð sem leiðir hugann að mörkum list- og húsa- málunar og að eiginleikum málningarinnar sjálfrar. Kvikmyndaáhrifa gætir í fantasíukenndum málverkum Astrid Nondal, þar sem m.a. róm- antískt par af hvíta tjaldinu virðist birtast okk- ur í dulúðugri blómaveröld, og í myndbands- verki Petru Lindholm sem hlaut 3. verðlaun. Hún fjallar um sjónræna skynjun í tengslum við grafíska myndmiðlun samtímans og brýtur jafnframt upp frásagnartækni kvikmyndamið- ilsins. Henrik Samuelsson fjallar einnig um slíka myndmiðlun í málverkum sínum. Magn- us Wallin sýnir tölvuunnið þrívíddarmynd- band sem skírskotar í niðurbrot akademískra gilda hvað varðar fjarvíddarblekkingu og „rétta“ módelteikningu í málverki en túlka mætti svart vænghafið sem hið póstmódern- íska ástand. Sérstakan styrk hlaut Sirous Na- mazi en ljósmyndaverk hans vísar m.a. til fjar- víddarhugmyndarinnar um málverkið sem glugga út í heiminn – en þar er það svart tómið sem blasir við í bland við spegilmynd áhorf- andans. Carnegie-sýningin í ár gefur þó síst tilefni til svartsýni: málverkið er sígilt viðfangsefni og samgróið menningarlegri vitund nútíma- mannsins líkt og verðlaunahafinn Karin Mamma minnir á í myndum sínum. Málverk í ýmsum myndum MYNDLIST Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús Stendur til 20. ágúst. Opið alla daga frá 10–17. Carnegie Art Award 2006 Anna Jóa Sígilt viðfangsefni Karin Mamma Andersen: About a girl. Lesarinn Eins og sannur biblíófíll er ég oftast meðnokkrar bækur í takinu í einu og les aft- ur og aftur þær sem ég ann mest. Á þessum árstíma les ég iðulega bækur um landið ást- kæra og gönguslóðir sem ég hef hug á að heimsækja, og hef ég því verið að endurlesa ýmsar bækur Ferða- félagsins um Suðurland og Suð-Austurland, einnig Við rætur Vatnajökuls eftir Hjör- leif Guttormsson, sem er mjög ítarleg og góð lesning fyrir alla sem vilja kynna sér þetta svæði. Ég hef um tíma grúskað í bókum sem fjalla um Gnostikerana, nú í vikunni lauk ég einni eftir Benjamin Walker. Jafnframt end- urlas ég Last interview – all we are saying, síðasta viðtalið sem tekið var við John Lennon með þátttöku Yoko Ono. Þar kemur sterkt fram hvað Yoko er djúpvitur, enda kallar John hana lærimeistara sinn. Eftirminnilegasta bókin sem ég hef lesið nýverið er þó Leynd- armál býflugnanna eftir Sue Monk Kidd í frá- bærri þýðingu Guðrúnar Evu Mínervudóttur. Þar heita sögupersónurnar Lily, Rosaleen, May, June og August, nöfn þeirra minna á blóm og sumar; og ekki nóg með það, heldur lekur hunang af hverri blaðsíðu. Tímaramm- inn er tregasætt þroskasumar ungrar stúlku sem saknar látinnar móður og flýr frá harð- lyndum föður. Í mínum huga fjallar bókin um þrá eftir umhyggjusamri og viturri móður og hvernig „hinir móðurlausu“ geta eignast nýja móður, eða jafnvel mæður, með því að komast í kynni við eða ættleiða í huga sér konur sem þeir geta lært af og notið huggunar hjá. Þessi bók gagntók mig alveg. Er búin að ættleiða Yoko Ono. Líka Guðrúnu Evu dóttur Mínervu. Harpa Björnsdóttir Harpa Björnsdóttir Tónlist Reykholtshátíð er hafin í Borgarfirðinum,en þessi árlega tónlistarhátíð fagnar nú tíu ára afmæli sínu. Dagskráin er óvenju glæsileg af því tilefni, en hingað eru komin pólska píanótríóið Trio Polskie og tékkneska hljómsveitin Virtuosi di Praga og leika með íslenskum listamönnum um helgina. Diddú syngur með Steinunni Birnu Ragnarsdóttur kl. 15 í dag, og Pólverj- arnir leika svo kammermúsík kl. 20 í kvöld. Hljómsveitin verður svo í aðalhlutverki á loka- tónleikum á morgun kl. 16. Eins og endranær er úrval sígildra kammerverka á dagskrá Reykholtshátíðarinnar. Emiliana Torrini og skoska hljómsveitin Belle and Sebastian verða með tónleika í Bræðsl- unni á Borgarfirði eystra í kvöld og mælir Lesbók með þeim. Það er löngu uppselt á tón- leikana. Í viðtali við Morgunblaðið í vikunni, sagði Stuart Murdoch, forsprakki B&S, að- spurður um hvort Íslendingar fengju að heyra einhverja af smellum hljómsveitarinnar: „Ó, já, en til að vera hreinskilinn, margir verða hissa á því þegar þeir sjá okkur spila, að við spilum enn svona mörg lög af Tigermilk, og If You’re Feeling Sinister [fyrstu tveimur plöt- unum] en málið er, við erum ekkert að pína okkur til að gera þetta, við höfum bara svo gaman af þessu. Okkur finnst frábært að geta leitað aftur í gömlu lögin.“ Þriðji tónlistarviðburðurinn sem Lesbók mæl- ir með eru tónleikar Sigur Rósar annað kvöld kl. 20.30, en þeir verða á Klambratúni. Morgunblaðið/Þorkell Borgarfjörður eystri í kvöld Emiliana Torrini syngur þar, og hljómsveitin Belle & Sebastian Myndlist Lesbók mælir með að myndlistarunnendurkynni sér glænýja innsetningu myndlist- armannsins Hreins Friðfinnssonar sem sýnd er í Galleríi Suðsuðvestur um þessar mundir. Hreinn er einn af okkar þekktari myndlist- armönnum og verk hans hafa jafnan þögla en sterka nærveru. Er innsetningin Sögubrot og myndir þar engin undantekning. Sýningin stendur til 20. ágústs næstkomandi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.