Lesbók Morgunblaðsins - 29.07.2006, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 29.07.2006, Blaðsíða 6
6 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 29. júlí 2006 Ungverska tónskáldið György Li-geti er nýlátinn, 83 ára að aldri.Hann var eitt áhrifamesta tón-skáld 20. aldar: snilldartónskáld, kennari og tónfræðingur í senn. Það var mikil upplifun að heyra fyrstu verk hans, Aparations og Atmosphères, í byrjun sjötta áratugarins. Þá var ég við nám í Köln við Rínarfljót. Þetta var tónlist ólík öllu sem áður hafði heyrst, framandi, fögur og stórbrotin í senn. Minnti á raf- tónlist, var samt allt öðru- vísi, og var leikin af sinfón- íuhljómsveit. Á næstu árum kom svo hvert snilldarverkið á fætur öðru: Volumina fyrir orgel (en það mun Hörður Áskelsson hafa flutt), hljómsveitarverkið Lontano, Sellókonsertinn, Sálumessan, Tíu þættir fyrir blásarakvintett (sem Blásarakvintett Reykjavíkur flutti snilldarlega), Ævintýri og Ný ævintýri og er þá fátt eitt upptalið. Hvað var það í þessari tónlist sem gerði hana svona heillandi? Í Atmosphères var ekki að finna neina heyranlega laglínu, engin frum eða mótív, enga sundurlausa punkta sem þá þóttu framúrstefnulegir, engin hendingaskil, eng- an vanalegan litblæ hljóðfæra eða hljóm- sveitar; heyra mátti tónaflaum, sem breytt- ist nær ekkert eða mjög hægt. Þetta var tónlist án upphafs og endis, í stað atburða var ástand sett á svið. Raddskráin var flókin, 60–70 línur, þann- ig að allir hljómsveitarmeðlimir léku mis- munandi raddir. Þetta var þykkari fjölröddun en nokkru sinni hafði áður heyrst, tónklasar eða clus- ters á ensku. Einstaka raddir heyrðust ekki í tónaflóðinu, en útkoman var titrandi tóna- þoka sem vart virtist af þessum heimi. Þeg- ar vindurinn hrærir laufblöð skógarins sjáum við ekki einstakt laufblað, en allur skógurinn hreyfist en er þó samt kyrr. Kveikjan að þessum verkum voru draumar, bernskuminningar og hugsýnir. Þetta var flókin og fíngerð pólífónía, eða fleygröddun. Ligeti talaði um míkrópólíf- óníu. Í upphafsþætti Sálumessunnar, sem er Kyrie eða miskunnarbæn, notar Ligeti fimmradda blandaðan kór, sem syngur keðjusöng. Lagið Meistari Jakob, sem allir þekkja, er keðjusöngur: fjórar raddir syngja lagið saman, en byrja á mismunandi tíma; fjórir þræðir fléttast saman í eina taug. Nú syngja fimm hópar lagið og byrja á mismunandi tíma; þannig myndast tutt- ugufaldur keðjusöngur: fimm taugar flétt- ast saman. Ligeti gerði tilraunir með tónstigann. Áttundinni, viðmiðunartónbili eyrans, skipt- um við í 12 hálftónsbil. Hann gekk lengra í Ramifications (sem nefna mætti Kvíslar á íslensku) fyrir 12 spilara. Helmingur þeirra stemmir fjórðungstóni lægra en hinir og þarmeð er áttundinni skipt í 24 fjórð- ungstónabil. Í Hornkonsertinum, sem er eitt af síð- ustu verkum hans, notar hann fjögur horn, en þau geta spilað náttúrutónana (líka kall- aðir yfirtónar) frá 2. til 16. tóns. Ligeti læt- ur breyta grunntóni hornanna með fram- lengingarmunnstykki; því lengra sem rörið er þeim mun dýpri verður tónninn þegar blásið er í það. Þannig fær hann fjórar mis- munandi náttúrutónaraðir, og það gefur nýja möguleika á hljómamyndun. Þessi tvö dæmi eru einfölduð útlistun á vinnuaðferðum Ligetis. Ég kynntist Ligeti á námskeiðunum í Darmstadt, þar sem framúrstefnumenn í tónlist hittust á sumrin, – ætli það hafi ekki verið 1961. Hann greindi verk Antons We- bern, sem þá var aðalátrúnaðargoð og inn- blásturslind yngri manna. Ligeti rakti tólftónaraðir Weberns af mikilli skarpskyggni, og margt annað gott fékk að fljóta með. Ligeti hafði frjórra hug- myndaflug og sveigjanlegra sálarlíf en flest- ir aðrir starfsnautar hans. Almenn menntun hans var víðtæk, enda sjálfur síleitandi, for- vitinn og gagnrýninn um leið. Greining hans á raðfléttunum í Struct- ures I eftir Pierre Boulez hitti beint í mark. Þar gagnrýndi Ligeti hina ströngu rað- hugsun af innsæi og rökvísi; fræðileg rétt- trúnaðarhugsun orsakaði gráma og tilbreyt- ingarleysi tónverkanna. Þetta var líkt og í skáldskapnum: eftir því sem bragarhætt- irnir urðu dýrari, þeim mun innihaldslaus- ari varð skáldskapurinn. Ýmsir góðir menn fóru flatt á þessu. Eftir að hafa slegið rækilega í gegn, með fyrstu verkum sínum, er líkt og Ligeti hafi fengið einhvers konar samviskubit vegna þess hve hann var „vinsæll“ og „við- urkenndur“: hann fór að daðra við róttækl- inga sem stunduðu uppákomur og gjörn- inga, svo sem Wolf Vostell, og Nam Jun Paik, sem ég fékk hingað til lands, sællar minningar. Þetta má sjá í Poème symphonique, fyrir 100 upptrekkta taktmæla, sem stilltir eru á mismunandi hraða, settir af stað og látnir ganga til enda. Önnur uppákoma er „Fram- tíð tónlistar“ sem ég þýddi á sínum tíma og birt er ásamt þessum skrifum. Ligeti var ungverskur gyðingur, fæddur og uppalinn í Rúmeníu. Hann nam tón- smíðar við tónlistarháskólann í Búdapest. Í heimsstyrjöldinni síðari var hann í þræla- búðum, átti fótum fjör að launa, en stór hluti fjölskyldu hans lést í útrýmingarverk- smiðju nasista. Að stríðinu loknu bjó hann í Búdapest, og undi illa harðstjórninni, og þeirri skerðingu á frelsi andans sem allsstaðar fylgdi komm- unum. Hann flúði í vesturveg árið 1956, þegar sovétherinn réðst inn í Ungverjaland. Hann komst til Vínar, þar sem hann bjó næstu árin. Hann var mikið í Köln á vegum Stockhausens, kynntist einnig Boulez, Nono og Kagel. Þá kenndi hann við Tónlist- arháskólann í Stokkhólmi. Loks settist hann að í Hamborg og bjó þar til æviloka. Hann var alltaf mikill landshornaflakkari; kenndi víða um heim, hélt fyrirlestra, sóp- aði að sér verðlaunum og viðurkenningum, að verðleikum. Ligeti var einn fárra tónskálda úr fram- úrstefnuliðinu til að slá í gegn í kvikmynd- um. Stanley Kubrick notaði nokkur verka hans (Atmosphères, Aventures, Requiem og kórverkið Lux aeterna) án leyfis í kvik- mynd sinni 2001: A Space Odyssey. Þetta var mjög áhrifamikið og eitthvað mun Ku- brick hafa notað tónlist Ligetis í The Shin- ing (1980) en að þessu sinni með leyfi höf- undar. Ligeti samdi eina af bestu óperum 20. aldar, La grande macabre, eftir sögu belg- íska skáldsins Michael de Ghelderode. Þar má heyra (og sjá) öll stílbrigði og umbreyt- ingar sem Ligeti gekk í gegn um. Óperan er kaldrifjuð kímni og fjarstæðukennt æv- intýri, um heimsenda, breyskleika, grimmd, dauða, sadómasó kynlíf og -svall, allt sett fram á fáránlegan, sundurlausan hátt; ein- hvers konar afbrigði af sögunni um Bubba kóng – ekki Bubba Morthens (!) heldur Ubu roi – eftir Alfred Jarry. Seinustu árin samdi Ligeti etýður eða æf- ingar fyrir píanó, og fetaði þar með í fót- spor Chopins, Liszts, Debussys og Skrjab- íns. Þær hafa allar heiti: Ruglingur, Opnir strengir, Lokaðir snertlar, Regnbogi, Læri- sveinn galdrameistarans, Tröppur andskot- ans og svo framvegis. Í hverri etýðu fjallaði Ligeti um eitt tæknilegt eða fagurfræðilegt vandamál, líkt og fyrirrennarar hans. Þetta eru ekki að- György Ligeti: Síleitandi snil Eftir Atla Heimi Sveinsson ahs@centrum.is Tónskáldið György Ligeti Eitt sinn var ég beðinn að tala umframtíð tónlistar fyrir hóp há-skólamenntaðra áheyrenda. Þaðkom á mig hik. Hvað er unnt að segja um framtíðina? Það eitt er víst, að hún verður alltaf öðruvísi en maður gerir sér í hugarlund og segir til um. Til þess að fara ekki með rangt mál, með neitt fleipur, ákvað ég að þegja. Ég átti að koma fram á löngum fundi, þar sem sérfræðingar í bók- menntum, leik- og málaralist, auk fulltrúa annarra listgreina, áttu að skýra áheyr- endum stuttlega frá framtíð sérgreinar sinnar í tíu mínútna erindi. Ég var síðastur ræðumanna, og vildi ganga úr skugga um, að ég fengi örugglega tíu mínútur til um- ráða. Þess vegna bað ég forstöðumann þessa fundar að sjá til þess, að ég yrði ekki truflaður á þeim tíma, sem mér hefði verið úthlutað, hvað sem kynni að gerast. Því var mér að sjálfsögðu lofað. Bæði áheyrendur og ræðumenn voru frá ýmsum löndum. Hafði því hátalarakerfi verið lagt í salinn, heyrnartól við hvert sæti, og bak við glerrúðu í hliðarherbergi sátu nokkrir túlkar. Þeir voru vanir því að ræðumenn töluðu hraðar en unnt var að þýða, og báðu þess vegna sérfræðingana, að láta sér í té fyrirfram eintak af hverju erindi. Túlkarnir urðu mjög órólegir er ég neitaði að fá þeim neitt slíkt í hendur. Ég lagði mig í líma að fullvissa þá um, að þeir mundu ekki lenda í neinum erfiðleikum með að þýða það sem ég hefði til málanna að leggja, en tókst samt ekki að eyða kvíða þeirra. Um leið og ég sté í pontuna setti ég af stað skeiðúr mitt, til að vera viss um að fara ekki fram úr þeim tíma, sem mér hafði verið fenginn til umráða. Ég þagði. Hegðun áheyrenda breyttist svo sem nú skal skýrt frá. Það var hægt að greina milli margs konar atvika og ástands í saln- um, og skipti ég nú frásögn minni í tutt- ugu sekúndna tímabil til hægðarauka. Á fyrstu 20 sekúndunum var beðið með eftirvæntingu eftir því að ég hæfi mál mitt, og því sem ég mundi segja fyrst. 20’’–40’’: Undrunin vex yfir því að ég er ekki ennþá byrjaður að tala. 40’’–60’’: Undrunin breytist í auðsæjan ótta. Samt er ennþá þögn í salnum. (Kurt- eisir háskólamenntaðir áheyrendur.) 1’–1’20’’: Fussað og blístrað í fyrsta sinn. 1’20’’–1’40’’: Áheyrendur skiptast í hópa: 1. hópur: Hinir kurteisu eða hluttekning- arlausu. Þeir þegja enn, bíða og sjá hverju fram vindur. 2. hópur: Þeir sem virðast skemmta sér í laumi: Fussað, blístrað, hlegið lágt. Þessi hópur virðist ekki þora að vera háværari fyrst um sinn, kannske af virðingu fyrir 1. hóp. 3. hópur: Þeir sem halda að ég sé að öllum líkindum fífl. Þessi hópur er ennþá allhljóður, en á eftir að verða háværari og láta vanþóknun sína í ljós og missir algjörlega stjórn á sér á sjöttu mínútu. Þessi hópur stækkar stöð- ugt. 4. hópur: Þeir sem gera ráð fyrir því að ég sé að hafa þá að fífli. Þessi hópur er nú þegar orðinn gramur, en er samt til- tölulega stilltur. Missir stjórn á sér um leið og 3. hópur. 1’40’’–2’: Sama og áður. 2’–2’20’’: Töflu hafði áður verið stillt upp á sviðinu. Ég sný mér nú við og skrifa með hvítri krít á töfluna: Framtíð tónlist- ar.* Hlátrasköll, öskur og stappað með fót- unum. (Kurteisir háskólamenntaðir áheyr- endur.) 2’20’’–2’40’’: Ég skrifa á töfluna: Gjörið svo vel að hlæja hvorki né stappa. Stapp og hlátrar verða sterkari. 2’40’’–3’: Ég skrifa enn á töfluna: Cres- cendo. Þessari áskorun er samstundis fylgt. Um leið og þriðja mínútan byrjar skrifa ég með rauðri krít á töfluna: Stopp. Litbreytingin hefur mögnuð áhrif: sam- stundis verður dauðaþögn. 3’–3’20’’: Algjör þögn ríkir í salnum en síðan fer að bera á skvaldri á nýjan leik. Eftir u.þ.b. 10 sek- úndur hefur hávaðinn í salnum náð sama styrkleika og á undan þagnarmerkinu og verður sífellt sterkari. 3’20’’–3’40’’: Ég skrifa á töfluna með grænni krít: Látið ekki afvegaleiða ykkur. Augnabliksþögn, síðan fussað og sveiað af miklum móð. 3’40’’–4’: Ég skrifa að sinni ekkert fleira á töfluna. Áheyrendur öskra og baula. 4’–4’20’’: Þótt einkennilegt megi virðast minnkar spennan í salnum. (Upphaf Ada- gio-þáttarins.) 4’20’’–4’40’’: Hávaðinn í salnum minnkar greinilega. Svo virðist sem áheyrendur séu farnir að þreytast. 4’40’’–5’: Nú hljóðna flestir og bíða þess í ofvæni hvað næst muni gerast, og hve- nær ég muni „tala“ til þeirra með hjálp töflunnar. 5’–5’20’’: Veikt skvaldur og hvíslingar hefjast að nýju. Það virðist sem áheyr- endur geti ekki fellt sig við þetta ástand. Enginn veit hversu lengi ég hef í hyggju að þegja. Þótt ræðumennirnir á undan mér hafi talað í tíu mínútur er enga ályktun unnt að draga af því – auk þess sem marg- ir þeirra töluðu lengur en þeim hafði verið ætlað. 5’20’’–5’40’’: Öryggisleysið og óþol- inmæðin eykst. Áheyrendur gera bæði ráð fyrir því að ég muni hætta á hverju augna- bliki, og einnig að ég muni halda áfram tímunum eða jafnvel dögunum saman – já óendanlega. Ég geri ekkert, gef enga átyllu til neins. Áheyrendum gæti fundizt að þeir væru yfirgefnir úr því ég er alveg hættur að nota töfluna. 5’40’’–6’: Eins og áður, síðan stöðugt meiri órói. Forstöðumaður samkomunnar gefur mér merki með hendinni að hætta. Hann heldur að tími minn sé löngu út- runninn, þar eð hann hefur ekki mælt hann. Um það bil er sjötta mínúta hefst stend- ur óvenjulega æstur prófessor skyndilega upp, æðir út úr salnum og skellir á eftir sér hurðum. Þetta var eins og olíu væri hellt á eld og hefur þær afleiðingar að 3. og 4. hópur missa algjörlega stjórn á sér, svo ekki verður aftur tekið. Upp frá þessu breytist andrúmsloftið í salnum. Það hafði hingað til verið viðráðanlegt, órói aukizt og hjaðnað á víxl, en nú sýður fyrst upp úr. Leynd orka leysist úr læðingi. Nú myndast eins konar óperulokaþáttur með tíðum skiptingum einstakra radda, hópa og stórra kóra. Ég get aðeins skýrt frá nokkrum atvikum þessa lokaþáttar, svo fjölbreyttur og fíngerður var hann, sérlega hvað rytma og blæ snerti. Aragrúi smáat- riða myndaði svo flókin og margbrotin tengsl, andstæður og hliðstæður, sín í milli, að mér heppnaðist ekki að skrá þau öll. Ég gat gert mér grein fyrir heildarformi þessara atvika og var það nokkurs konar stretta. Samkvæmt skeiðúri mínu var lengd þessa þáttar rúmar tvær mínútur. Í fyrstu bar mest á einstökum röddum, tenór, barí- tón og bassa. Kvenraddir voru allan tím- ann miklu óframfærnari; heyrði ég mest- megnis frá þeim mjóradda fliss og skræki. Frá einleiksröddunum heyrði ég aðallega fremur hófleg skammaryrði á ýmsum tungumálum. Franskur maður ásakaði mig Framtíð tónlistar (samvinnutónsmíð) Eftir György Ligeti

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.