Lesbók Morgunblaðsins - 29.07.2006, Page 8
8 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 29. júlí 2006
É
g er ekki í vafa um að sérhver Ís-
lendingur sem spurður er um
hvort hann eða hún sé náttúru-
verndarsinni svarar þeirri spurn-
ingu játandi. Saga okkar, afkoma
og lífsgæði eru svo nátengd nátt-
úrunni að það væri annaðhvort
bjánaskapur eða einhvers konar
sjálfseyðingarhvöt að svara neitandi. En þrátt fyrir þetta
hafa staðið harðar deilur um náttúruvernd hér á landi
undanfarin misseri og þær deilur hafa yfir sér pólitískt
yfirbragð, allt að því flokkspólitískt. Vinstri grænir hafa
lengi vel verið áberandi í þessari umræðu og hafa nánast
skilgreint pólitískt hlutverk sitt út frá þessum mála-
flokki. Hinir stjórnmálaflokkarnir hafa jafnt og þétt auk-
ið framlag sitt til þessara mála og nú er svo komið að um-
hverfismál eru eitt þeirra málefna sem stjórnmála-
flokkarnir leggja hvað mesta áherslu á.
Flokkarnir, eins og fólkið í landinu, leggja áherslu á
verndun umhverfisins um leið og þeir reyna að móta að-
ferðir til þess að tryggja að saman fari nýting náttúrunn-
ar og verndun hennar. Og það er rifist um þessar aðferð-
ir, það er deilt um viðmið, um hvað sé ásættanlegt rask
og hvað ekki og það er rifist um hvernig eigi að meta um-
hverfið á móti efnahagslegum ávinningi. Eitthvað segir
mér að þessi mál eigi eftir að reynast
okkur Íslendingum drjúgur efniviður
deilna næstu árin enda er þrætubókin
jafnvel vinsælli en Séð og heyrt hér á
landi. Þótt sundurlyndisfjandinn hafi í ofsa sínum stund-
um reynt að smeygja sér inn sem fimmta landvætturin,
þá held ég að náttúra Íslands græði á þeim átökum sem
nú standa yfir. Með því að rökræða og deila um hvernig
við skipum þessum málum á næstu árum og áratugum
færumst við vonandi nærri góðri lausn.
Í því ljósi lít ég innlegg Guðna Elíssonar hér í Lesbók-
inni fyrir hálfum mánuði. Það ætti ekki að koma á óvart
að mér finnst málflutningur Guðna fremur losaralegur,
en jafnvel slíkur málflutningur þjónar tilgangi ef mein-
ingin er góð. Ég held að Guðni sé vel meinandi og því
sjálfsagt að ræða nokkrar þeirra fullyrðinga sem fram
komu í grein hans. Ég vona að lesendur virði það þó við
mig að ég eyði ekki öllu plássi mínu í rökræður við
Guðna, mér liggur meira á hjarta en svo. Ég vil vernda
náttúru Íslands. Ég vil að hún komist í hendur komandi
kynslóða eins óskert og mögulegt er. En ég vil svo margt
annað, eins og til dæmis að allir Íslendingar hafi vinnu og
í sig og á, að hér sé engin fátækt og öll börn fæðist til
jafnra tækifæra. Og til þess að auka líkur á því að sem
flestar þessara óska rætist þarf að leita að gullnum með-
alveg. Það má til dæmis ekki láta ósnortna íslenska nátt-
úru verða forréttindi fárra vegna þess að við vildum ekki
fórna svolitlu af henni til þess að tryggja að fjöldinn hefði
efni og aðstæður til þess að njóta hennar.
I Vegna greinar Guðna Elíssonar
i
Í grein sinni segir Guðni: „Í fyrsta lagi teljast það tölu-
verð tíðindi að Illugi Gunnarsson, sem er stjórnarmaður
í Landsvirkjun og greiddi atkvæði gegn því að leynd á
orkuverði til Alcoa yrði aflétt, skuli síðan skrifa tvo pistla
um málið þar sem hann segir slíka leyndardóma ekki
samræmast þeirri stefnu sem fyrirtæki í eigu hins opin-
bera eigi að fylgja.“ Og niðurstaða Guðna er því: „Í svari
sínu segist Illugi hafa sett sérhagsmuni fyrirtækis ofar
þeim grundvallarreglum sem hann telur að gilda eigi í
lýðræðisríki um opinber fyrirtæki.“
Guðni birtir í lok greinar sinnar langan heimildalista
og greinin hans fær nokkuð fræðilegt yfirbragð fyrir vik-
ið. Miðað við þá heimildavinnu hefði ekki verið úr vegi
fyrir hann að kanna nákvæmlega efni þeirrar tillögu sem
ég greiddi atkvæði gegn. Tillagan fjallaði nefnilega ekki
um að Landsvirkjun aflétti leyndinni af orkuverðinu. Til-
lagan sem ég greiddi atkvæði gegn gekk út á það að veita
Alcoa sjálfdæmi um hvort orkuverðið yrði gert opinbert,
en Landsvirkjun og Alcoa gerðu upphaflega með sér
samning um að birta ekki orkuverðið. Á þessu tvennu er
munur. Hitt er síðan alveg rétt að ég hef bent á að færa
megi fyrir því rök að viðskiptahagsmunir Landsvirkj-
unar og þar með eigenda hennar krefjist þess að orku-
verð til stóriðju sé ekki gefið upp. Orkan er seld á mis-
munandi verði til kaupenda og reynt að fá sem hæst verð
í hvert sinni. Þá skiptir máli að kaupendur geti ekki borið
sig saman og náð þannig niður orkuverðinu. Þessi stefna
var samþykkt í stjórn Landsvirkjunar árið 1995 og var
sú ákvörðun studd vilja þáverandi iðnaðarráðherra en
hann tilnefnir stjórnarmenn af hálfu ríkisins.
ii
Guðni heldur síðan áfram: „Í öðru lagi getur Illugi leyst
vanda Landsvirkjunar á einfaldari hátt án þess að til sölu
fyrirtækisins komi. Það gerir hann með því að leggja til í
stjórn Landsvirkjunar að ríkisábyrgð á lánum fyrirtæk-
isins vegna virkjanaframkvæmda verði aflétt. Þá yrði
fyrirtækið að sannfæra bankastofnanir um að arðsemi
virkjunarinnar væri viðunandi og þar með væri ljóst að
verðið fyrir orkuna fullnægði kröfum markaðarins um
arðsemi.“
Þessi misskilningur Guðna verður sennilega ekki lag-
færður með heimildavinnu, hann er annars eðlis. Bank-
arnir horfa til þess hvort þeir fái lán sín endurgreidd. Ef
ríkisábyrgð yrði aflétt þá má færa fyrir því rök að vaxta-
krafa bankana myndi hækka sem henni næmi. Þar með
hækkar sú ávöxtunarkrafa sem gerð er til framkvæmd-
arinnar. Sökum stærðar Landsvirkjunar er þetta ekki
sjálfgefið en ekki ástæða til að fara út í það nánar hér.
En aðalatriðið er að bankarnir meta fyrst og síðast hvort
þeir fái lán sín endurgreidd með vöxtum. Ef eignir
Landsvirkjunar eru settar að veði fyrir lánum vegna
framkvæmda þá skiptir það ekki bankann höfuðmáli
hvort ávöxtunarkrafa Landsvirkjunar er hálfu eða heilu
prósenti lægri eða hærri. Hærri ávöxtunarkrafa hefur
aftur á móti áhrif á það hvort Landsvirkjun sjálf vill ráð-
ast í ný verkefni eða ekki, en þar kemur upp vandamál
sem er flókið viðureignar.
Á meðan hið opinbera á Landsvirkjun þá getur verið
að eigandinn vilji að ráðist verði í virkjunarframkvæmdir
á þjóðhagslegum forsendum. Hið opinbera kann að hafa
þá skoðun að þó að núvirtur hagnaður af virkj-
unarframkvæmd sé lítill (eftir því sem ávöxtunarkrafan
er hærri, því lægri er núvirtur hagnaður) að þá sé samt
rétt að ráðast í framkvæmdir. Uppbygging atvinnulífs,
byggðasjónarmið, efling útflutnings o.s.frv. eru allt sjón-
armið sem hið opinbera getur og hefur borið fyrir sig
þegar taka á ákvarðanir um virkjanir. Þessi sjónarmið
hafa verið römmuð inn og kölluð stóriðjustefna. Sem
hægrimaður hef ég samúð með því sjónarmiði að hið
opinbera eigi ekki að reka slíka stóriðjustefnu. Ég tel
heppilegra að hið opinbera sjái um almennar leikreglur
og fyrirtækin sjái um og beri ábyrgð á rekstri.
iii
En áfram með fullyrðingar Guðna: „Í þriðja lagi gefur
Illugi sér að sættir muni nást um stóriðjustefnu stjórn-
valda taki fyrirtæki í einkaeign við rekstrinum. Með því
verði ákvarðanir um virkjanaframkvæmdir gagnsærri
og erfiðara að gagnrýna þær. Þetta er afskaplega skrýt-
in niðurstaða þegar ljóst er að grundvallarágreiningur-
inn snýst um það hvort nýta eigi landið til að framleiða
orku fyrir stóriðju eða í eitthvað annað. Ekki má gleyma
því að landvernd getur verið jafngóð landnýting sé rétt
að hlutunum staðið. Í iðnvæddum heimi er óspillt náttúra
gulls ígildi.“
Þessi misskilningur Guðna er kannski mér að kenna,
ég hef sennilega ekki talað nógu skýrt. Ég er einmitt á
móti því að stjórnvöld reki sérstaka stóriðjustefnu og
reyni því ekki að finna leið til að ná sátt um slíka stefnu.
Ég hef síðan hvergi sagt að með því að ákvarðanir um
virkjanaframkvæmdir verði gagnsærri verði erfiðara að
gagnrýna þær – þvert á móti þá hef ég sagt að það sé erf-
itt að koma við gagnrýni á ákvarðanir ef þær eru ekki
gagnsæjar. Gagnsæi er forsenda gagnrýni að mínu mati.
Ekki nema von að Guðna finnist niðurstaðan skrýtin, en
hann bjó hana til sjálfur. Hér kemur reyndar að mikil-
vægu máli. Ég tel augljóst að við Íslendingar munum
halda áfram að beisla orku okkur til hagsbóta. Eftir því
sem hagkerfið vex þarf meiri orku og þá er ég ekki að
gefa mér að verið sé að byggja risavirkjanir eins og þá
sem nú er í smíðum á Kárahnjúkum. Við verðum því að
hafa aðferðir til þess að ákveða hvernig og hvenær við
virkjum. Þær aðferðir þurfa að vera gagnsæjar og al-
menningi aðgengilegar og skiljanlegar. Síðar í þessari
grein mun ég víkja nánar að þessu máli.
iv
Guðni tekur saman skoðun sína á hægrimönnum og
umhverfismálum með eftirfarandi hætti: „Af orðum
Illuga Gunnarssonar má ráða að umhverfisvernd sé
einkamál vinstri manna og þar finnst mér alvarlegasta
gloppan í rökflutningi hans liggja.“ Og síðar segir Guðni:
„Hvers vegna snúast íslenskir hægri menn í vörn þegar
umhverfisverndarmál eru til umræðu? Sýnir það mikla
útsjónarsemi að láta vinstri mönnum algjörlega eftir
einn mikilvægasta málaflokk samtímans?“
Niðurstaða Guðna er makalaus og það er mér nokkur
ráðgáta hvernig hann kemst að henni. Eina sem ég læt
mér detta í hug að skýri fullyrðingu Guðna er að þar sem
ekki sé fullur samhljómur á milli skoðana hans sjálfs á
umhverfismálum og hægrimanna, þá telji hann einhvern
veginn að hægrimenn beri ekki náttúruvernd fyrir
brjósti. Við erum ekki sammála ég og Guðni og þar með
verður deiluefnið einkamál Guðna! En svo kann líka að
vera að Guðni hafi ekki kynnt sér stefnu og skoðanir
Sjálfstæðisflokksins í umhverfismálum. Vera kann einn-
ig að Kárahnjúkaverkefnið sé eina málið sem Guðni not-
ar til að meta afstöðu manna og flokka til umhverfismála.
Það kann að vera skýringin.
Það hefði verið gagnlegt fyrir Guðna að kynna sér til
dæmis verk Sjálfstæðisflokksins þau tvö ár sem um-
hverfisráðuneytið var á hans ábyrgð. Á þessum tiltölu-
lega skamma tíma sem Sigríður Anna Þórðardóttir var
umhverfisráðherra friðlýsti hún Einkunnir í Borgarfirði,
Guðlaugstungur, Svörtutungur og Álfgeirstungur norð-
vestan Hofsjökuls og Krossanesborgir í Eyjafirði. Hún
margfaldaði stærð friðlýsingar Surtseyjar og undirbjó í
samvinnu við menntamálaráðherra (einnig úr Sjálf-
stæðisflokknum) að eldstöðin yrði tekin inn á heims-
minjaskrá Sameinuðu þjóðanna. Þessi sami umhverfis-
ráðherra Sjálfstæðisflokksins þrefaldaði að stærð
Skaftafellsþjóðgarð og vann ötullega að því að stofnaður
yrði Vatnajökulsþjóðgarður sem næði yfir allt hálendi Ís-
náttúruvernd verði slitin úr s
ingu. En þar með skiptir mes
saman um aðferðir til þess að
kvæmdir við viljum leyfa. Við
hluta náttúrunnar við viljum
umstæðum fórna (stofnun þj
svæða). Síðan þurfum við að
ur til að meta hvaða skilyrðum
fullnægja til að við heimilum
unnar sem ekki nýtur sérstak
förnum árum hefur verið unn
og ég held að okkur muni auð
ramma utan um þetta mikilv
Að gefnu tilefni vil ég nefn
í grein sinni að þegar ég nota
við ríkisstjórnina og svona al
veit Guðni mætavel að ég sit
stjórn frekar en hann og aug
okkur, almenning, fólkið í lan
lokum tökum þessar ákvarða
léttu stíl- og áróðursbragði hj
Er hagvöxtur æskilegur?
Öldum saman var lífsbarátta
Hungur og mannfellir voru h
tíma. Fiskurinn í sjónum, ma
við útlönd, öflugt einkaframt
valdar sem færðu okkur í hóp
baráttu okkar fyrir bættum l
lokið.
Mér finnst stundum bera á
sem kennir sig gjarnan við um
allri umræðu um hagvöxt og
við erum að tala um hagvöxt
heilsugæslu, betri öldrunarþj
fátækt o.s.frv. Ég veit ekki b
vinstrimenn hafi gjarnan upp
verið nægjanlega að gert í þe
inga. Og hér er mergur málsi
koma upp spurningar um hve
af náttúrunni vegna efnahags
lands austanvert, allt frá Skaftafelli, yfir Vatnajökul og
norður í Jökulsárgljúfur. Áður en hún varð að hverfa frá
ókláruðu verki hafði hún margoft lýst því yfir að meðal
fyrstu verka sinna næsta haust yrði að leggja fram frum-
varp um stofnun þessa langstærsta þjóðgarðs Evrópu.
Samkvæmt fyrirliggjandi hugmyndum verður hann um
fimmtán þúsund ferkílómetrar að stærð, eða um 15% af
flatarmáli landsins. Verði stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs
að veruleika er þar tvímælalaust um að ræða eitthvert
allra stærsta, ef ekki stærsta, verkefni á sviði náttúru-
verndar sem Íslendingar hafa ráðist í. Þessar ákvarðanir
umhverfisráðherra Sjálfstæðisflokksins skipta miklu
máli fyrir náttúruvernd og náttúrunýtingu í landinu.
II Náttúruvernd og náttúrunýting
Við Íslendingar skiljum það betur en margir aðrir að
náttúruvernd og náttúrunýting verða ekki í sundur skil-
in. Þetta þekkjum við svo vel þegar rætt er um auðlindir
hafsins. Við viljum og verðum að nýta fiskistofnana en
við verðum að gera það á sjálfbæran hátt. Sama gildir
um náttúruna og auðlindir hennar ofar sjávar, þær verð-
um við að nýta á skynsamlegan hátt. Sumar þeirra eru
endurnýjanlegar og aðrar ekki. Þær sem eru endurnýj-
anlegar þurfum við að nýta með sjálfbærum hætti og síð-
an þurfum við að taka ákvarðanir um hversu langt við
viljum ganga á aðrar náttúruauðlindir. Það er sérstak-
lega í síðara tilfellinu sem hætt er við að deilur rísi.
Þeirri skoðun að ekki eigi að hreyfa við neinu í nátt-
úrunni hefur vaxið fiskur um hrygg. Hún birtist einkum
og sér í lagi í slagorðinu að náttúran eigi að njóta vafans.
Ef taka á þetta alvarlega þá er það svo að það leikur allt-
af einhver vafi á því hverjar afleiðingar mannanna verka
verða. Gildir þá einu hversu vel vandað er til verka. Við
höfum séð afleiðingar þessarar nálgunar á umhverfismál
á alþjóðavettvangi. Hér á landi er skilningur á því að
æskilegt væri að hefja hvalveiðar og að vísindaleg rök
mæli með því að óhætt sé að veiða nokkurt magn af hval.
En við er að etja á alþjóðavettvangi þá skoðun að hvali
beri ekki að veiða, punktur.
Samfélagið okkar getur ekki fest sig í þeirri skoðun að
Hægri grænt – náttúruv
Eftir Illuga
Gunnarsson
illugi@illugi.is
Ísland Úr Skaftafellsþjóðgarði, Skeiðarársandur í baksýn.