Lesbók Morgunblaðsins - 29.07.2006, Side 9
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 29. júlí 2006 | 9
þetta gengur stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins og ekkert
annað.
III Gróðurhúsaáhrif
Loftslagsmálin eru sífellt fyrirferðarmeiri í alþjóða-
stjórnmálum. Það er rík ástæða til þess og engum blöð-
um um það að fletta að hnötturinn er að hitna og út-
blástur gróðurhúsalofttegunda leikur þar hlutverk. Ef
jörðin hitnar of mikið mun mannkynið standa frammi
fyrir miklum vanda og ófyrirséð hverjar afleiðingarnar
fyrir vistkerfi jarðarinnar muni verða. En það er ekki
þannig að það sé einhvers konar endanlegt samkomulag
hjá vísindamönnum um hversu mikil áhrif CO2 hefur á
lofthjúpinn. Enn er deilt um hversu mikill hluti af þeirri
hitun sem nú á sér stað sé af völdum náttúrulegra hita-
sveiflna og hversu mikill hluti hennar er vegna athafna
okkar mannanna. Og það er líka deilt um áhrif hækkunar
hitans á náttúruna. Miklu skiptir til dæmis hver þau
verða á Golfstrauminn. Sumar rannsóknir sýna að hækk-
andi hitastig muni breyta Golfstraumnum en aðrar sýna
fram á að ekki séu breytingar að verða á honum þrátt
fyrir hækkandi hitastig. Aðalatriðið er að stjórnmála-
menn og aðrir sem þurfa að taka ákvarðanir um aðgerðir
vegna gróðurhúsaáhrifa þurfa að leggja sig eftir því að
hlusta vel á alla þá vísindamenn sem um þessi mál fjalla.
Förum varlega
En þessar umræður breyta engu um það að ekki er
ástæða til annars en að reyna að draga sem mest við get-
um úr útblæstri á CO2. Við tryggjum ekki eftirá og vís-
bendingarnar sem við höfum um skaðleg áhrif CO2 eru
það sterkar að við eigum að bregðast við þeim, annað
væri ábyrgðarleysi. Við Íslendingar skrifuðum undir
Kyoto-samkomulagið og það stefnir í að við munum
halda okkur innan þeirra marka sem samkomulagið set-
ur okkur. ESB á samkvæmt Kyoto að draga úr útblæstri
um 8% miðað við grunnár samningsins og það er langur
vegur frá að markmiðinu verði náð. Margar af stór-
þjóðum Evrópu eru nú farnar að horfa í sívaxandi mæli
til kjarnorku og ekki víst að allir fagni því. Evrópuþjóð-
unum hefur reyndar gengið misvel að ná sínum mark-
miðum. Danir, Lúxemborgarar og Austurríkismenn hafa
til dæmis aukið útblástur sinn þrátt fyrir að þeim sé ætl-
að að draga töluvert úr honum, en Bretar hafa náð ágæt-
um árangri hjá sér. Við Íslendingar fengum nýverið við-
urkenningu frá samtökunum The Climate Group fyrir
árangur okkar við að draga úr útstreymi gróðurhúsa-
lofttegunda.
Hvað með fátæku löndin?
En meginvandinn er sá að Kyoto-samkomulagið er mjög
ófullkomið samstarf meðal annars vegna þess að það er
erfitt að refsa þeim ríkjum sem munu fara fram úr sínum
kvótum. Bandaríkin og Ástralar eru utan Kyoto-sam-
komulagsins og rýrir það einnig mjög gagnsemina. Til
lengri tíma litið er enn meiri vandi fólginn í því að þróun-
arríkin eru flest utan samkomulagsins ásamt Kína og
Indlandi. Fátækt er vágesturinn sem á hverju ári veldur
dauða milljóna manna í heiminum. Ef Kína, Indland og
ríki Afríku eiga að geta komist upp úr fátæktinni með
sína milljarða manna, þá mun það óumflýjanlega þýða
gríðarlega aukningu á CO2-útblæstri. Það verður mjög
flókið að leysa þennan vanda og mér er til efs að Kyoto-
samstarfið muni reynast nægjanlega traustur vettvang-
ur til þess. Í þessu samhengi finnst mér áhugavert að líta
til hugmynda manna eins og Thomas C. Schelling, nób-
elsverðlaunahafa í hagfræði. Hann veltir því upp hvort
ekki sé heppilegra að ríki komi sér saman um aðferðir til
að draga úr mengun, frekar en að sett séu einföld mark-
mið sem löndin komist átölulítið upp með að virða ekki.
Fyrirmynd sína sækir Schelling í samstarf þeirra þjóða
sem hlutu Marshall-aðstoð og einnig til samstarfsins í
Nato.
Ísland stendur sig vel
Alþjóðlegt samstarf í umhverfismálum mun vonandi efl-
ast á næstu árum og áratugum, hvort heldur sem er inn-
an Kyoto eða annarra alþjóðlegra stofnana. Við Íslend-
ingar eigum gríðarlega mikið undir því að svo verði.
Hafsvæðin í kringum landið eru til dæmis viðkvæm og
háð því að alþjóðlegt samstarf sé gott. Við höfum víða
gengið fram með góðu fordæmi, í vetnisrannsóknum, í
trjárækt og öðrum aðgerðum sem við reynum að grípa til
í baráttunni við gróðurhúsalofttegundirnar. Við stefnum
í að halda okkur innan þess ramma sem Kyoto-sam-
komulagið setur og orkunotkun okkar er ein sú hreinasta
í heimi, en hlutfall endurnýjanlegrar orku af heildar-
orkunotkun er langt umfram það sem gengur og gerist
erlendis. Eftir að Vatnajökulsþjóðgarður hefur verið
stofnaður og náttúruverndaráætlun gengið fram munu
um 35% af Íslandi verða friðlýst svæði. Í Noregi er sama
hlutfall 8% og á Nýja-Sjálandi, sem er í fararbroddi í
þessum efnum, er hlutfallið 23%. Það er því ósönn mynd
sem stundum er reynt að draga upp af þjóðinni okkar að
við séum einhverjir umhverfissóðar vegna þess að hér
hafi byggst upp orkufrekur iðnaður. Það er fjarri öllum
sanni. Hið rétta er að við Íslendingar höfum víða náð
eftirtektarverðum árangri í umhverfismálunum og um
leið bíða okkar fjölmörg verkefni á næstu árum og ára-
tugum til að gera enn betur.
Til greina kemur að skipta fyrirtækinu upp í annars veg-
ar þann hluta sem selur orku til stóriðju og hins vegar
þann hluta sem selur orku til annarra notenda. Eins
kemur til greina að selja fyrirtækið í heilu lagi. En miklu
skiptir að grunnkerfið sem flytur orkuna sé áfram í eigu
hins opinbera. Það getur ekki orðið um að ræða sam-
keppni í orkudreifingu, samkeppnin verður fyrst og síð-
ast í orkuframleiðslu. Undirbúningur sölu ætti því að
mínu mati að fara að hefjast; hann gæti tekið nokkuð
langan tíma.
Ríkisvaldið mesti mengunarvaldurinn
Ég er ekki þeirrar skoðunar að ef ríkið dragi sig úr orku-
framleiðslu ljúki deilum um umverfismál á Íslandi, fjarri
því. Umhverfismál snúast í fyrsta lagi um svo margt ann-
að en virkjanir og stóriðju og síðan hitt að áfram verður
deilt um hvort einstakar framkvæmdir fullnægi þeim
skilyrðum sem við kjósum að setja. En ég held að með
því að ríkið hætti raforkuframleiðslu muni umræðan
færast frá einstökum verkefnum sem ríkið ræðst í, yfir í
umræðu um meginreglur og viðmið um hvernig þætta á
saman náttúrunýtingu og náttúruvernd.
Það er nefnilega svo að þegar vel er að gáð þá kemur í
ljós að versti umhverfisspillirinn um víða veröld er ríkis-
valdið. Það þarf ekki fara aftur í sögu Sovétríkjanna sál-
ugu til þess að finna dæmi um hroðaleg umhverfisspjöll í
nafni efnahagsframfara. Í Kína verðum við vitni að
hrikalegum virkjunarframkvæmdum og verða stjórnar-
herrarnir þar seint sakaðir um að vera hægrimenn eða
frjálshyggjumenn.
Eins og sjá má af stefnu Sjálfstæðisflokksins og verk-
um hans í umhverfisráðuneytinu stendur hann traustum
fótum í umræðu um náttúruvernd. Sú ályktun að sjálf-
stæðismenn séu ekki umhverfisverndarsinnar er fjar-
stæðukennd og stenst enga skoðun. Mér sýnist þvert á
móti allt benda til þess að Sjálfstæðisflokkurinn muni á
næstu misserum og árum taka afgerandi forystu í þess-
um málaflokki. Okkur sjálfstæðismönnum þykir vænt
um landið okkar, virðum það og við viljum sýna það í
verki. Og við viljum að þjóðinni líði vel í landinu, ekki
bara einhverjum fáum útvöldum heldur henni allri. Út á
ekki bara verið að tala um virkjanir. Fiskeldi í sjó er
vandmeðfarið vegna umhverfisáhrifa. Ferðamennska
getur, ef ferðamenn verða of margir, orðið jafngildi
mengunar á náttúrunni og vegagerð getur haft mikil
áhrif á lífríki svo einhver dæmi séu nefnd. Meira að segja
sívaxandi fjöldi sumarbústaða er umhverfisvandamál.
Ef nálgast á öll þessi verkefni með því að segja sem
svo að náttúran eigi að njóta alls vafa (og það er alltaf
hægt að komast að þeirri niðurstöðu að það sé vafi) þá
erum við strand. Ég hjó eftir því í grein Guðna Elíssonar
að hann segir: „En meinið er að framkvæmdunum (þ.e.
Kárahnjúkum, innskot mitt) er mótmælt, burtséð frá til-
högun þeirra.“ Ég vil nálgast þetta öðruvísi en Guðni og
félagar. Ég vil nálgast þessi mál með almennari hætti.
Það eiga að vera viðmið, umhverfismat, sem fyrirtæki
eiga að uppfylla til þess að fá að ráðast í framkvæmdir.
Ég geri síðan ekki upp á milli einstakra atvinnugreina,
svo lengi sem þær uppfylla þær kröfur sem þjóðin gerir
til umhverfisverndar. Það er því aðferðin og tilhögunin
sem skiptir öllu máli.
Hver gætir varðanna?
Í ljósi þessa tel ég að ekki sé heppilegt að ríkið eigi og
reki Landsvirkjun miklu lengur. Það fer ekki vel á því að
sami aðili setji reglur um umhverfisvernd, gæti þess að
allir fari eftir þeim og sé um leið einn helsti þátttakand-
inn í stóriðnaði hér á landi. Þegar ákveðið var að ráðast í
Kárahnjúkana þurfti að snúa við niðurstöðu Skipulags-
stofnunar. Hún hafði komist að þeirri niðurstöðu að
framkvæmdin stæðist ekki þær kröfur sem gera átti til
hennar. Þeirri ákvörðun hennar var hrundið. Ég ætla
ekki að gerast dómari í því hvort Skipulagsstofnun hafi
haft rétt eða rangt fyrir sér. En mér finnst málið sýna að
nokkru leyti þann vanda sem felst í því þegar ríkið þarf
að hafa eftirlit með sjálfu sér í jafn viðamiklum og við-
kvæmum framkvæmdum eins og hér er um að ræða.
Augljóslega finnst sumum sem ekki hafi verið farið rétt
að við þessa ákvörðun og það er alveg skiljanlegt. Það er
því betra að ríkið selji Landsvirkjun og einbeiti sér að
eftirlitshlutverkinu.
Hvernig best er að standa að slíkri sölu er flókið mál.
samhengi við náttúrunýt-
stu að við komum okkur
ð leggja mat á hvaða fram-
ð þurfum að ákveða hvaða
ekki undir nokkrum kring-
óðgarða og friðlýsing
eiga aðferð sem hjálpar okk-
m framkvæmdir þurfa að
nýtingu þess hluta náttúr-
krar verndar. Á undan-
nið mikið starf á þessu sviði
ðnast að smíða nothæfan
æga mál.
na þetta: Guðni Elísson telur
a orðin við og okkur eigi ég
lmennt valdið í landinu. Nú
hvorki á þingi né í ríkis-
gljóst að ég er að tala um
ndinu. Það erum við sem að
anir. En ég tek þessu sem
hjá Guðna.
?
an á Íslandi fádæma hörð.
hlutskipti okkar í svo langan
annvit, sjálfstæði, viðskipti
tak og næg orka voru örlaga-
p ríkustu þjóða heims. En
lífskjörum er hvergi nær
á því að hópur vinstrimanna
mhverfisvernd geri lítið úr
öflugt efnahagslíf. En þegar
þá erum við að tala um betri
jónustu, betri skóla, minni
etur en að þessir sömu
pi mörg orð um að ekki hafi
essum málum, það vanti pen-
ins. Aftur og aftur munu
ersu miklu við viljum fórna
slegra markmiða. Og það er
vernd og náttúrunýting
Höfundur er hagfræðingur.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson