Lesbók Morgunblaðsins - 29.07.2006, Síða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 29.07.2006, Síða 13
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 29. júlí 2006 | 13 Þúsundir aðdáenda bandarískuR&B-söngkonunnar Beyonce hafa skrifað undir bænarskjal þess efnis að nýj- asta myndband hennar verði tekið úr spilun. Myndbandið er við lagið „Dejá Vu“ sem er á fyrstu smá- skífu vænt- anlegrar breið- skífu, B’Day. Nýtur Beyonce lið- styrks kærasta síns, Jay-Z, í laginu. Nú þegar hafa yfir 2.000 manns skrifað undir bænarskjalið, sem er á netinu, og vilja aðdáendurnir að myndbandið verði endurgert. Beiðn- in er stíluð á útgáfu- fyrirtækið Colombia Records sem gefur nýju plötuna út. Þar kemur m.a. fram sú skoðun að sam- skipti Beyonce og Jay-Z í mynd- bandinu séu óviðunandi auk þess sem kvartað er yfir skorti á þema, slæmri klippingu og ósæmilegum klæðnaði.    Ellismellirnir í Rolling Stoneshafa tilkynnt að þeir hyggist halda nokkra tónleika í Bandaríkj- unum og Kanada í haust. Tónleik- arnir eru hluti af A Bigger Bang- heimstón- leika- ferðalagi þeirra en hljóm- sveitin varð að binda enda á Evrópu- hluta ferð- arinnar eft- ir að hinn 62 ára gítarleikari Keith Richards féll úr pálmatré við kók- oshnetutínslu á Fiji-eyjum. Þegar Richards hafði síðan náð sér eftir fallið urðu Stones-liðar að bíða eftir að hinn gítarleikarinn, Ron Wood, kæmi úr áfengismeðferð. Í yfirlýsingu frá Mick Jagger kemur fram að hljómsveitin sé mjög spennt fyrir fyrirhugaðri spila- mennsku. „Við ætlum að spila í mörgum borgum sem við höfum ekki getað sinnt áður en einnig munum við heimsækja nokkra af uppáhalds- stöðunum okkar,“ sagði söngvarinn. „Mér líður stórvel og get ekki beð- ið eftir að byrja,“ er hins vegar haft eftir hinum óheppna Richards, en nýlega bárust þær fregnir að hann myndi fara með lítið hlutverk í þriðju myndinni um sjóræningja Kar- íbahafsins. Fyrirhugað er að tónleikaröðin hefjist 20. september í Gillette Stadi- um í Boston. Þaðan liggur leiðin svo til norður-amerískra borga eins og Chicago, Seattle, Los Angeles, Hali- fax og Montana.    Hermt er að írska hljómsveitinU2 hyggist standa fyrir bygg- ingu 35 hæða skýjakljúfs í heima- borg sinni Dublin. Meðlimir U2 eru sagðir hafa gengið til fund- ar við borg- arstjórn Du- blinar og kynnt fyrir henni hug- myndir um turn sem myndi m.a. hýsa hljóðver sveitarinnar á efstu hæðinni. Samkvæmt heimildum er fyrirhugað að skýjakljúfurinn rísi í Britain Quay-borgarhluta Dublinar. Á fréttavef Yahoo! er haft eftir írskum kaupsýslumanni að eftir að hafa talað við framkvæmdastjóra U2, Paul McGuiness, sé hann þess fullviss að af turnbyggingunni verði. Á sama tíma og þessar fréttir ber- ast eins og eldur í sinu heyrist einnig sá orðrómur að U2 sé með nokkra tónleika í deiglunni. Erlend tónlist Beyonce Keith Richards Bono Þegar ég spila gömlu Throwing muses-lögin í dag þá verð ég 18 ára aftur; bý íbílnum mínum, ófrísk, greind geðklofa,lyfjuð, skorin, sef á gólfum, einhver káfar á mér á barnum þegar ég rukka inn þessa 50 dali fyrir bensíni sem bandið fékk fyrir tónleika, og hvert nýtt lag sem kemur til mín er saga sem Sjerasade segir og heldur í mér lífinu nógu lengi til að heyra hvernig það endar.“ Þannig segist Kristin Hersh, forsprakki Boston- sveitarinnar Throwing mu- ses, upplifa elstu lögin sín. Sveitina stofnaði hún 1983, aðeins 16 ára, og var alla tíð aðalsöngvari hennar og lagasmiður. Throwing mu- ses var ein af þessum neðanjarðarsveitum í rokk- inu, afar virt en seldi aldrei mikið af plötum. „Tón- listin mín á aldrei eftir að vera „inni“. En það hefur alltaf þótt vera svolítið kúl að vera alltaf „úti““, sagði Kristín eitt sinn og víst er að hún hefur verið einn af staðföstustu boðberum óháðrar tónlistar í gegnum árin. Sveitin gaf út sex stórar plötur en síðan leysti Kristín upp bandið vegna fjárhags- vandræða. Hún fór að sinna sólóferli og stofnaði tríóið 50 foot wave fyrir nokkrum árum. Fyrsta plata Throwing muses, samnefnd sveit- inni, kom út 1986 og á því 20 ára afmæli í ár. Ekk- ert hefur þó dofnað yfir kraftinum og frumleik- anum sem hún býr yfir. Þegar indírokkið einkenndist orðið af moðvolgum breskum graut um miðjan níunda áratuginn kom þessi sveit eins og löðrungur framan í mann. Frumöskur, reiði og frústrasjón, flóknir gítarhljómar og taktskiptingar – þessi lög tóku beygjur og sveigjur og sneru út úr öllum lögmálum um dæmigert rokklag. Það var því erfitt að skipa sveitinni niður á ákveðinn bás og gagnrýnendur einblíndu oft á eitthvað allt annað en tónlistina í vandræðum sínum, sérstaklega það at- riði að samsetning sveitarinnar var óvenjuleg, þrír kvenmenn innanborðs og „the token man“ á trommum. Rödd Kristínar gerir þessi lög einstök, hún er ómótuð á þessum árum en gríðarlega sterk, stundum skerandi, sjaldnar blíð – sjálf segist hún hafa hljómað eins og „kramin bjalla“ en hún ruddi brautina fyrir margar reiðar ungar konur sem komu á eftir henni í rokkinu. Textarnir koma manni enn á óvart – óræðar brotakenndar myndir af hversdagslegum hlutum sem verða ógnandi og aðþrengjandi. Það hvílir innilokunarkennd yfir þessari plötu, það eru vegg- ir, dyr, box, bílar sem sitja fastir, heimili sem loka mann inni en um leið kraftur sem ýtir á móti og vill út, kraftur og reiði sem líkamnast í angistarveinum Kristínar og virkar eins og kaþarsis. „Delicate cut- ters“ er magnað, aðeins gítar og napurleg rödd og textinn gefur innsýn í martraðarkenndan heim truflaðs hugar. I hate my way er síðan Throwing muses-lagið, klofið í angurværa kafla og argandi óhamingju. Það er kannski ekki mikið rokk í því að syngja um eldhús en maður fær enn gæsahúð þeg- ar Kristín æpir í laginu Vicky’s Box: „a kitchen is a place where you prepare and clean up“. Kannski er þetta plata hinnar úttauguðu húsmóður sem tekur upp rafmagnsgítarinn og brýtur sér leið út. Þó var stúlkan aðeins á táningsaldri þegar þessi lög urðu til eða „komu til hennar“ eins og hún orðar það, og í raun ótrúlegt hversu mikinn styrk og þroska hún hefur haft til að koma tilfinningum sínum í form og fara sínar eigin krókóttu leiðir. Throwing muses koma saman endrum og eins í dag (nú sem tríó) og fyrir einhverja guðs mildi eru þau á leiðinni til landsins og troða upp á Innipúk- anum um verslunarmannahelgina. Fáheyrt tæki- færi til að berja þessa merku sveit augum. Throwing Muses – Sögur Sjerasade Poppklassík Eftir Steinunni Haraldsdóttur steina@mbl.is L isa Germano er komin fast að fimmtugu en samt er eins og hún standi utan við þá hefðbundnu hrörnun sem við hin þurfum að gangast við, líkt og einhver gald- ur sé í gangi. Kate Bush kemur upp í hugann þegar maður skoðar myndir af henni, en hana mætti kalla aðgengilegu útgáf- una af Germano, ef maður reynir aðeins á lík- ingaþolið. Manni verður líka óneitanlega hugsað til Davids Bowies, sem virðist að eilífu sloppinn við heimsókn frá elli kellingu. Bowie er reyndar einn þeirra sem notið hafa krafta Germano í gegnum tíðina, en hún lék á fiðlu á Heathen (2002). Tónlist Germano er blessuð þessum sama galdri; handanheimshljómar sem virðast líða um án rúms og tíma. Röddin hvíslandi og það er sem skurki í hljóðfærunum, einhvers staðar í fjarska. Slæm lög Germano samdi nýverið við Young God Re- cords, merki Michaels Gira, útgáfu sem er eins og klæðskerasaumuð fyrir hana. Gira leiddi eitt sinn ógurlegustu rokksveit sem nokkurn tíma hefur verið uppi, The Swans, sé mælt í hreinum hávaða og brjálæði en á vissum tímapunkti er sem Gira hafi umpólast, eins og heyra má best á stórgóðri skífu hans I Am Singing To You From My Room (2004) þar sem hann syngur einlægar og fallegar smíðar með kassagítar að vopni. Nafnið segir allt, Gira tók plötuna upp á skrifstofunni sinni, spilaði beint inn á tölvuna sína og notaðist við einn hljóðnema. Aðrir lista- menn sem eru á skrá hjá Young God eru á svip- uðum slóðum, Devandra Banhart þeirra þekkt- astur en einnig Mi and L’au, Akron Family og Angels of Light, sveit Gira með breytilegri lið- skipan (Akron/Family og Angels of Light gáfu út frábæra plötu saman síðasta haust og brugðu Akron/Family sér þá í hlutverk Angels of Light). Koma Germano til Young God bindur enda á átta ára langt óvissutímabil en lengst af var hún á mála hjá 4AD, merki sem hentaði ekki síður vel þessum yfirjarðneska stíl hennar, en síðasta plata hennar þar var Slide (1998). Þögnin var reyndar rofin í skamma stund árið 2002 er Ger- mano bjó tvo diska til útgáfu sem aðeins var hægt að nálgast á heimasíðu hennar (lisagerm- ano.com). Rare, unusual or just bad songs inni- heldur afgangslög eins og nafnið ber með sér og Concentrated er einslags safnplata frá 4AD- árunum. Ári síðar kom svo út plata, Lullaby for Liquid Pig, á hinu skammlífa merki Ineffable sem var stofnað í tengslum við veffyrirtækið ARTISTdirect. Frábær plata, sumir segja hana vera hennar besta verk síðan hin lofaða Geek the Girl kom út 1994. Eðli málsins samkvæmt hvarf platan almenningssjónum og -eyrum jafn- skjótt og hún poppaði upp í þeim fáu verslunum sem höfðu rænu á að stilla henni upp í hillur. Útgáfuferill Germano í hnotskurn og spurning hvort Young God breytti einhverju þar um, merkið er orðið sæmilega þekkt neðanjarð- arútgáfa og munar þar ekki síst um nafn Ban- hart. Bundin Af þessu að dæma er sem Germano sé bundin jaðrinum; tónlistin er sannarlega myrk og mjög svo persónuleg. Oft vottar fyrir rætinni sjálfs- áníðslu á milli þess sem sárindum og reiði er skyndilega slengt fram. „Go to hell, fuck you“ segir í laginu „Red Thread“ á nýjustu plötunni og það er ekki hægt annað en að dást að titli stuttskífunnar Inconsiderate Bitch sem kom út á 4AD árið 1994. Tónlistin dettur samt aldrei niður í algeran drunga eða deyfð. Í henni togast á ljós og myrkur og það er eins og maður sitji á gægjum í hugarfylgsnum höfundarins. Á pappír virðist Germano því vera táknmynd utangarðsmanns- ins, innblástur fyrir listamenn á borð við Chan Marshall (Cat Power), Hope Sandoval og Juana Molina. Svo einfalt er þetta þó ekki. Germano hefur alla tíð verið eftirsóttur leiguspilari og hefur leikið inn á plötur markaðsvænna lista- manna á borð við Billy Joel, U2, Bob Dylan, Sheryl Crow, Iggy Pop, Simple Minds og Jewel auk þess sem hún túraði með sveit Neils Finns fyrir nokkrum árum (var í Crowded House). Ferill hennar hófst þá hjá Ameríkurokkaranum og verkamannahetjunni (í upphafi a.m.k.) John Cougar Mellencamp en bæði eru þau frá In- diana. Hún lék á fiðlu á plötu hans The Lone- some Jubilee (1987) og var í sveit hans allt til ársins 1994. Árið 1991, þegar Germano var þrjátíu og þriggja ára, ákvað hún að gefa út sólóplötu. Út- koman úr því var On the Way Down From the Moon Palace, plata sem Germano gaf út á eigin merki, Major Bill. Hún gefur lítið fyrir plötuna í dag, finnst söngröddin hlægileg og segist hafa verið að farast úr stressi þegar hún var tekin upp. Platan var þó ekki verr heppnuð en það að risinn Capitol Records stökk til og kippti Ger- mano um borð. Á merkjum Capitol kom svo platan Happiness út árið 1993. Germano var þó ekki ánægð með lokaútkomu plötunnar og rifti samningum. Gaf síðan plötuna út aftur, nokkuð breytta, undir merkjum 4AD ári síðar. Næstu ár einkenndust af býsna mikilli fram- takssemi. Geek the Girl kom út sama ár og Happiness og tveimur árum síðar Excerpts From a Love Circus. Slide kom út 1998 eins og áður er getið og á þessu tímabili komu einnig út tvær stuttskífur. Eftir Slide má segja að hlut- irnir hafi byrjað að „renna“ undan Germano. Hún var orðin fráhverf bransanum og firrt og hét því að hætta öllu sólóstússi. Flutti til Holly- wood og fór að vinna í bókabúð, en lék sem leiguspilari við og við. Sólóbindindið entist þó ekki nema í fimm ár, eða allt þar til Lullaby for a Liquid Pig kom út. In the maybe World var tekin upp á tveggja ára tímabili og á meðal gesta er sjálfur Johnny Marr. Meginþema plötunnar er dauðinn, þannig að það er lítil von til þess að Germano sé farin að taka bjartari pól í hæðina. Sem betur fer fyr- ir okkur hin. Tónlistin í hinum heiminum Titill nýjustu plötu Lisu Germano, In the maybe world, segir margt um óræðan og draum- kenndan stíl þessa fjölhæfa tónlistarmanns. Plat- an er sjöunda sólóplata hennar en hún hefur auk þess komið fram á yfir sextíu plötum annarra listamanna. Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Lisa Germano Í henni togast á ljós og myrkur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.