Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.2006, Qupperneq 7

Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.2006, Qupperneq 7
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 5. ágúst 2006 | 7 inn 10. janúar 2004, þar sem sagt var, að Hannes Hólmsteinn hefði komið sem „boð- flenna“ á blaðamannafund þriggja ævisagna- höfunda í Reykjavíkurakademíunni þann sama dag. Guðni leggur þannig út af þessum orðum mínum um Hannes Hólmstein, að ég telji þau „dæmi um sósíalisma í verki“. Hvar í ósköp- unum segi ég það? Enn segir Guðni að ég telji, að „vinstri sinnaðir menntamenn í sam- tímanum líti á Hannes sem „boðflennu“ í „menningarlegu samfélagi““. Ég spyr Guðna enn: Hvar í ósköpunum hef ég sagt þetta? Hvar hef ég sagt, að 270 blaðsíðna skýrsla Helgu Kress „sanni pólitískan ofsa andmæl- enda“ Hannesar Hólmsteins? Eða hún sé til marks um „pólitískt áróðursstríð svokallaðra vinstri manna“? Ég hef ekki lesið þessa skýrslu Helgu og hef ekki minnstu hugmynd um efnistök hennar. Ég segi enn og aftur: Málsvörn Guðna El- íssonar fyrir vinstrisinna í Lesbók Morg- unblaðsins 29. júlí 2006 staðfestir, að um- ræðuhefðin hefur ekki breyst frá því á tímum kalda stríðsins, hvað sem líður pólitískum skoðunum. Upp á mig snýr Guðni með út- úrsnúningi, að ég vilji „ofurselja mannlega hugsun hinu pólitíska“. Í Lesbókargrein minni tók ég dæmi um það, hvernig Magnús Kjartansson, ritstjóri Þjóðviljans, sneri með útúrsnúningi innrás Sovétríkjanna í Prag upp á Matthías Johann- essen, ritstjóra Morgunblaðsins. Mörgum ár- um síðar sagði Matthías: „Ég hef ekki and- legt þrek til að ræða þennan fíflaskap.“ Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Kalda stríðið Umræðan um veru bandaríska hersins á Íslandi var meðal þess sem skipti þjóðinni í hægri og vinstri á kaldastríðs- árunum. Á myndinni sést bandarískt herskip í Reykjavíkurhöfn í mars 1960. að skoðanir þeirra eigi ekki að lesa í kalda stríðs samhengi greinarinnar. Slík túlkun kemur aðeins frá Guðna Elíssyni. Björn þrí- tekur þessa fjandafælu sína. Ég gef honum orðið: „Nafngreindi ég nokkra einstaklinga til sögunnar í þessum fimm dæmum en dró engan þeirra í pólitískan dilk og kenndi þá hvorki við vinstrimennsku né annað heldur lét orð þeirra sjálfra tala“; og síðar: „Ég hafði ekki hugmyndaflug til að telja þá þrjá einstaklinga, sem ég nefndi til sögunnar í þessum kafla greinar minnar til vinstri sinn- aðra menntamanna, þótt Guðni telji þá til þess hóps manna“; og enn síðar segir hann: „þegar ég vitnaði í þrjá nafngreinda ein- staklinga í grein minni og ég gat mér ekki einu sinni til um stjórnmálaskoðanir þeirra. Það er Guðni Elísson, sem kýs að gera þá að fulltrúum vinstrisinnaðra menntamanna.“ Segir Björn satt? Hefur hann ekki hug- myndaflug til að telja einstaklingana þrjá til vinstrisinnaðra menntamanna? Í pistlinum „Kastljós– Hamlet– virkara lýðræði?“ (28.9.2002) segir Björn um Guðmund Stein- grímsson: „Sjónarhorn Guðmundar er frá vinstri, svo að opinberlega hef ég aðeins hlustað á vinstrisinna tala um þennan þátt.“ Í grein um fréttaskýringaþáttinn Spegilinn segir hann um Þráin: „Þráinn Bertelsson, sem á sínum tíma var ritstjóri Þjóðviljans, er nú meðal dálkahöfunda Fréttablaðsins. Hann skrifar meðal annars um fjölmiðla í það blað og sagði þar hinn 3. október: „Spegillinn er vinstrisinnað fréttaskýring- arprógramm sem yfirleitt er gaman að hlusta á““ (5.10.2003). Einu ályktanirnar sem ég dreg af þessum orðum ráðherrans eru að Björn gerir sér grein fyrir að Þráinn Bertelsson var ritstjóri Þjóðviljans. Í dag- bók dómsmálaráðherra frá 3. mars 2006 seg- ir hann um Eirík Bergmann: „Eiríkur Berg- mann Einarsson, stjórnmálafræðingur og einn ötulasti málsvari Evrópusambandsins hér á landi, ritar grein í Blaðið í dag undir fyrirsögninni: Leyniþjónusta Björns Bjarna- sonar. Hún er skrifuð af vinstrisinnaðri meinfýsi í minn garð.“ Segir Björn Bjarnason satt þegar hann segist ekki hafa hugmyndaflug til að telja einstaklingana þrjá til vinstrisinnaðra menntamanna? Man dómsmálaráðherra ekki einu sinni eftir Eiríki Bergmann sem aðeins fimm mánuðum fyrr skrifaði um hann „af vinstrisinnaðri meinfýsi“ svo notuð séu orð ráðherrans sjálfs. Baugur og bolsévismi Þriðji og fjórði liðurinn snúa að Baugi og fréttamiðlum í eigu fyrirtækisins, en Björn telur Samfylkinguna og fréttamenn á Fréttablaðinu hafa grafið undan trausti í garð stjórnvalda. Ég vara við því í pistli mínum að þessi umræða sé sett í kalda stríðs samhengi og segi nærtækara að greina Baug sem valdablokk í kapítalísku hagkerfi samtímans. Björn segir í fjórða lið: „Í stað þess að verja hagsmuni stórveldis [Sovétríkjanna] gætir þess helst, að menn [fulltrúar Samfylkingarinnar] telji sig þurfa að halda fram málstað stórfyrirtækja [Baugs] til að bæta mannlífið á Íslandi.“ Björn hafnar því með öllu að samhengi sé á milli fyrri og síðari hluta setningarinnar í svari sínu: „Ég segi hvergi, að hinir sömu verji hagsmuni stórfyrirtækja og vörðu hagsmuni Sovétríkjanna á sínum tíma.“ En af hverju ber Björn stuðninginn við Sov- étríkin og stuðninginn við Baug saman? Björn myndi eflaust svara því svo til að hann beri þetta ekkert saman, hending ein valdi því að Sovétríkin og Baugur lentu sam- an í setningu. Þó gefa lokaorð Björns til kynna að Baugsveldið ógni ekki síður en Sovétríkin sálugu: „Ein harðasta orrahríðin á stjórnmálavettvangi hefur einmitt staðið um það, hvort setja eigi löggjöf til að tryggja skoðanafrelsi með dreifðu eign- arhaldi á fjölmiðlum. […] Kapítalismi getur snúist í andhverfu sína, ef ekki er staðinn öflugur vörður um réttarríkið og lýðræð- islega stjórnarhætti. Varðstaða frjálshuga manna er enn og ávallt nauðsynleg og bar- áttu þeirra er ekki lokið, þótt þeir hafi kom- ið sterkir undan kalda stríðinu.“ Björn harðneitar einnig að hafa gefið til kynna að pólitískar ástæður lægju að baki „ofsafengnum“ og „ósanngjörnum“ viðtökum á ævisögu Hannesar Hólmsteins um Halldór Laxness. Skiptir litlu þótt Björn segi stuttu áður vinstrisinnaða menntamenn hafa verið „í liði með nóbelsverðlaunahafanum Halldóri Laxness“ á árum kalda stríðsins og að um- mælin birtast í grein sem fjallar m.a. um eft- irköst kalda stríðsins á Íslandi. Í pistli sem Björn skrifar um ævisögu Hannesar („Hall- dór, Ferðalok, Kristmann – ráðherraskipti“ – 4.1.2004) segir: „Strax og fréttist, að Hannes Hólmsteinn væri að skrifa ævisögu Halldórs Laxness var engu líkara en sprengja hefði fallið í ákveðinn hóp manna og viðbrögð einstaklinga innan hans hafa síðan minnt á lýsingu Sigurjóns á hróp- unum, sem gerð eru að Kristmanni [Guð- mundssyni], þegar hann vogaði sér að styðja Keflavíkursamninginn.“ Og síðar í sama pistli: „Er þetta uppgjör sársaukafullt fyrir þá, sem mátu þróun heims- og þjóðfélags- mála rangt á tímum kalda stríðsins og töp- uðu því.“ Þetta eru gamalkunn rök sem flestir lesendur Lesbókarinnar ættu að þekkja og eru annaðhvort sammála eða ósammála. Rökin hljóma einhvern veginn svo: Viðbrögðin við ævisögu Hannesar um Halldór Laxness voru ósanngjörn og ofsa- fengin vegna þess að þau eru pólitísk. Vinstrimenn gátu ekki hugsað sér að Hann- es fjallaði um helgasta skurðgoð vinstri- mennsku á Íslandi. Það er makalaust að Björn skuli neita því að þetta hafi búið að baki dæmi hans. Pennarnir á Vef-Þjóðviljanum ganga hreint til verks. Þeir segja að Hannes hafi verið álitinn „boðflenna“ vegna þess að hann tók „að sér veislustjórn í bókmenntalífi vinstri manna“ (30.1.2004). Í pistli sem birt- ist í Viðskiptablaðinu í janúar 2004 segir Jakob F. Ásgeirsson ennfremur gáfumanna- félag vinstrisinna veitast að Hannesi og leggur út af þeirri hugmynd: „Virðist sem fjandmenn Hannesar hafi hvorki fundið ástæðu til árása á bókina vegna stað- reyndavillna eða skorts á nærgætni við skáldið. Í örvæntingu sinni hengja þeir hatt sinn á heimildanotkun Hannesar. Úr skúma- skotum Háskóla Íslands spretta fram í dags- ljósið fótnótufræðingar tveir, Helga Kress og Gauti Kristmannsson, og herja á Hannes í nafni fræða sinna. Þeim finnst ekki vera nógu margar fótnótur í bók hans!“ Björn vitnar sjálfur í þessi orð Jakobs á heimasíðu sinni, en þegar ég spyr í pistli mínum hvers vegna Björn neiti nú árið 2006 að ræða þau rök sem koma fram í 70 síðna grein prófess- ors Helgu Kress í tímaritinu Sögu frá 2004 og enn fremur 270 síðna skýrslu hennar, „Eftir hvern? Skýrsla um meðferð texta og tilvitnana í bók Hannesar Hólmsteins Giss- urarsonar, Halldór. Ævisaga Halldórs Kilj- ans Laxness 1902–1932“ (http://www.hi.is/ ~helga/skyrsla.htm) segir Björn: „Hvar hef ég sagt, að 270 blaðsíðna skýrsla Helgu Kress „sanni pólitískan ofsa andmælenda“ Hannesar Hólmsteins? Eða hún sé til marks um „pólitískt áróðursstríð svokallaðra vinstri manna“? Ég hef ekki lesið þessa skýrslu Helgu og hef ekki minnstu hugmynd um efnistök hennar.“ Í pistli sínum „Talað í stað þess að lesa um Halldór“ (10.1.2004) gagnrýnir Björn þá sem ræða fyrsta bindi ævisögu Hannesar án þess að hafa lesið það. Nú ætti Björn að minnast þessara orða sinna og lesa skýrslu Helgu áður en hann tjáir sig frekar um þetta tiltekna mál. Hægri, vinstri, hægri, vinstri Tuttugasta febrúar síðast liðinn flutti Eirík- ur Guðmundsson ágætan pistil í útvarps- þættinum Víðsjá þar sem hann kvartar yfir þeirri tilhneigingu dómsmálaráðherra og ýmissa meðreiðarsveina hans að hugsa allt út frá gamaldags kalda stríðs forsendum á tímum þegar slíkt eigi ekki lengur við. Ei- ríkur segir: „Sumir svokallaðir hægrimenn hafa ekki áttað sig á því að tímarnir líða. Í Reykjavík er t.d. komin fram á sjónarsviðið kynslóð rithöfunda og menntafólks sem gef- ur ekkert fyrir hinar grútfúlu víglínur kalda stríðsins og vita sem er að línan er ekki lengur ein heldur eru þær fjölmargar og skerast þvers og kruss. Víglínan liggur ekki lengur milli hægri og vinstri þegar kemur að umræðu um menningarástand, hún hlykkj- ast á milli hins háa og lága, þess gamla og nýja án þess að skera nokkurn hlut í tvennt. Hún tekur u-beygjur og snýst í hringi.“ Í kalda stríðinu voru merkimiðarnir eflaust skýrari en nú og þeir héldust betur á fólki. Hægri, vinstri, hægri, vinstri, hægri, vinstri. En kalda stríðinu er lokið. Má því ekki vera lokið? Hugsanlega flækir það aðeins þjóð- málaumræðuna að geta ekki lengur stutt sig við stríðið, en ég sé að minnsta kosti enga ástæðu til að standa kyrr á meðan merki- miðinn er nældur í barminn. Höfundur er bókmenntafræðingur Höfundur er dóms- og kirkjumálaráðherra

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.