Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.2006, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.2006, Side 8
8 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 5. ágúst 2006 Þ essar spurningar eru enn áhugaverðar, enda væri læknisfræðileg þekking samtíma okkar óhugsandi án þeirra framfara sem hafa orðið í þekkingu frá fyrri öldum. Í rannsókninni verður stuðst við Íslend- ingasögur og Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar sem tilheyrir Sturlungu, því ekkert mælir gegn því að þau læknisfræðilegu atriði sem þar koma fyrir endurspegli raunverulega lækn- isfræðiþekkingu þessa tíma. Hverjir töldust hæfir til að annast lækningar? Samkvæmt rituðum heimildum voru ekki til neinir læknar á Íslandi frá upphafi landnáms árið 874 til siðaskipta, sem stóðust þær kröfur um læknisfræðilega menntun sem gerðar voru á meginlandi Evrópu – í raun má segja að það ástand hafi varað allt til ársins 1760, því það er ekki fyrr en þá sem dönsk yfirvöld setja Bjarna Pálsson í embætti sem fyrsta landlækni á Íslandi, er hlotið hafði akademíska lækn- ismenntun. Engu að síður voru til einstaklingar með þekkingu á lækningum, sem íbúar landsins gátu leitað til í veikindum. Frá sjónarhorni okkar tíma þjónuðu þeir sem staðgenglar hefð- bundinna lækna og mynduðu hóp sem sam- anstóð af einstaklingum af ólíkum stéttum, uppruna og kyni, um var að ræða guði, kon- unga, klerka og höfðingja, en einnig karla og konur úr röðum kotbænda. Í eftirfarandi um- fjöllun verður leitað svara við þeirri spurningu, til hverra sjúklingar leituðu í von um aðstoð og lækningu. Til hliðsjónar verða tekin dæmi úr miðaldabókmenntum, sem veita okkur innsýn í fyrstu 500 árin eftir upphaf landnáms. Kristur sem græðari og kristnir menn sem handbendi hins guðlega mátt- arvalds við lækningar og björgun lífs Hvað viðvíkur hæfileikum guða til lækninga vekur athygli að heiðnum guðum bregður ekki fyrir í hlutverki græðara í rituðum heimildum og ber það vott um áhrif kristinnar trúar á rit- unartíma sagnanna frá 13. öld til 15. aldar. Kristur lætur aftur á móti til sín taka í hlut- verki græðara, ýmist einn eða í samvinnu við menn kristinnar trúar, s.s. konunga, klerka og höfðingja, en einnig bændur sem virðast hlut- lausir í trúarlegu tilliti. Þetta má sjá af eftirfar- andi dæmum úr sögnunum: Dæmi um Krist sem hinn eina græðara og bjargvætt lífs. Hallfreðar saga, ÍF VIII, bls. 170: Hallfreðr … hét á guð ok mælti: „Dugi þú mér, Hvíta-Kristr, ef þú ert svá máttugr sem Óláfr konungr segir; lát eigi þenna mann stíga yfir mik.“ Síðan réttisk Hallfreðr upp undir honum [Önundi] með fulltingi guðs ok giptu Óláfs konungs … Dæmi um kristna menn er þjóna sem hand- bendi Guðs: – Ólafur konungur helgi, Bárðar saga, ÍF XIII, bls. 168: Þá hét Gestr á þann, er skapat hafði himin ok jörð, at taka við trú þeiri, er Óláfr konungr boðaði, ef hann kæmist í burtu lífs ór haug- inum. Fast herti Gestr á Óláf konung, ef hann mætti meira en sjálfum sér, þá skyldi hann duga honum. Eptir þat sá Gestr Óláf konung koma í hauginn með ljósi miklu. Við þá sýn brá Raknari svá, at ór honum dró afl allt. – Pétur postuli, Orms þáttr Stórólfssonar, ÍF XIII, bls. 417: Hon [kettan] ætlar á at bíta í andlit Ormi; finnr hann á, at honum mun eigi veita, heitir þá á sjálfan guð ok inn heilagra Petrum postula at ganga til Róms, ef hann ynni kettuna ok Brúsa, son hennar. Síðan fann Ormr, at minnkaðist afl kettunnar. – Brjánn konungur af Írlandi, Brennu-Njáls saga, ÍF XII, bls. 453: Sveinninn Taðkr brá upp við hendinni, ok tók af höndina ok höfuðit af konunginum [Brjáni], en bloð konungsins kom á handarstúf sveininum, ok greri þegar fyrir stúfinn. – Jón prestur Ögmundarson, Gísls þáttr Illugasonar, ÍF III, bls. 341: Ok einn dag, er Jón prestr gekk at stræti, mælti maðr til hans: „Gakk inn í herbergit; Sig- urðr ullstrengr vill finna þik.“ Hann gerði svá. Sigurðr mælti: „Eigi veit ek, prestr, nema orð- in þín hafi bitit mik, því at ek em sjúkr, ok vilda ek, at þú syngir yfir mér.“ Hann gerði svá ok signdi hann. Þá mælti Sigurðr: „Mikit megu orð þín, bæði hörð ok góð, því at nú er mér gott.“ – Snorri goði og prestur, Eyrbyggja saga, ÍF IV, bls. 150-152: Þá var kominn prestr sá til Helgafells, er Gizurr hvíti hafði sent Snorra goða; sendi Snorri prestinn út til Fróðár með Kjartani ok Þórð kausa, son sinn, ok sex menn aðra; hann gaf þau ráð til, at brenna skyldi ársal Þor- gunnu, en sækja þá menn alla duradómi, er aptr gengu; bað prest veita þar tíðir, vígja vatn ok skripta mönnum. … Eptir um daginn syngr prestr tíðir allar ok messu hátíðliga, ok eptir þat tókusk af allar aptrgöngur at Fróðá ok reimleikar, en Þuríði batnaði sóttarinnar, svá at hon varð heil. – Grímr, bóndi er virðist hlutlaus um trúar- leg efni, Fóstbræðra saga, ÍF, VI, bls. 255-256: Á þessi nótt dreymdi Grím bónda í Vík, at maðr kom at honum, vænn ok merkiligr, með- almaðr vexti, riðvaxinn ok herðimikill. Sá maðr spurði Grím, hvárt hann vekði eða svæfi. Hann svarar: „Ek vaki, en hverr ert þú?“ Draumm- aðr segir: „Ek em Óláfr konungr Haraldsson, ok er þat ørendi mitt hingat, at ek vil, at þú far- ir eptir Þormóði, hirðmanni mínum ok skáldi, ok veitir honum björg, svá at hann megi þaðan komask, sem hann liggr í einu skeri skammt frá landi. Nú segi ek þér þetta til merkja, at þat er satt, er fyrir þik berr, at sá maðr útlendr, er verit herfir á vist með þér í vetr ok Gestr nefndisk, hann heitir Steinarr ok er kallaðr Helgu-Steinarr; hann er íslenzkr maðr ok fór því hingat til Grænlands, at hann ætlaði [at] hefna Þorgeirs Hávarssonar.“ … Nú fara þeir Steinarr at leita Þormóðar ok finna hann þar í laun ok græða hann. Ok er hann heill maðr orð- inn þeira áverka, er Ljótr hafði á honum unnit, þá flytr Steinarr Þormóð til skips þeira. Þessi dæmi, sem standa fyrir önnur sam- bærileg dæmi í miðaldabókmenntum, sýna að lækningarmáttur Guðs birtist í flestum til- vikum sem skilyrðislaus lækning, þ.e. krafta- verkalækning eða björgun lífs fyrir kraftaverk. Ekki er beitt læknisfræðilegum aðferðum eða meðulum, því hinn kristni Guð er í senn medi- cus og medicamentum. Lækning eða björgun lífs á sér stað fyrir tilstilli ósýnilegra afla, um er að ræða kraftaverk sem eru ósennileg frá læknisfræðilegu sjónarhorni. Í þessum til- vikum tengist lækningin sáluhjálp og felur í sér vegsömun Guðs á grundvelli kristinnar heims- myndar. Hér er á afdráttarlausan hátt leitast við að breiða út boðskap kirkjunnar á tíma kristnitökunnar í kringum árið 1000, að Krist- ur sé summus medicus er sé hafinn yfir alla veraldlega lækna, og að kristin trú sé æðri allri læknisfræðilegri meðferð. Þetta sjónarhorn verður einkar áberandi þegar farsóttir geysa eða ámóta lífshættulegar þjáningar herja á mennina, sem fannst þeir vera bjargarlausir á valdi veikindanna, þar sem þá skorti að mestu leyti þekkingu á tengslum sjúkdómsorsakar og sjúkdómseinkenna. Á slíkum ögurstundum er almætti Guðs eina bjargræðið sem þeir geta snúið sér til í bæn. Forsenda þessa er þó sú að menn trúi á samband veruleikans og hand- anveruleikans. Slíkar hugmyndir eru ekki á skjön við hugsun miðalda, því í skilningi manna voru sjúkdómar og dauði jafnan raktir til óraunverulegra afla og því var talið að aðeins væri hægt að vinna bug á þessum meinum með sambærilegum aðferðum. Menn og konur sem leggja stund á lækningar, en teljast ekki handbendi guðlegrar læknislistar Auk þessara einstaklinga, sem eru hæfir til að annast lækningar vegna íhlutunar hins kristna guðs, er að finna á víkingaöld og miðöldum, sem og í frásögnum Íslendingasagna, menn og konur sem leggja stund á lækningar en teljast ekki handbendi guðlegrar læknislistar. Þessir einstaklingar starfa með ólíkum aðferðum, eft- ir því hvort um er að ræða ytri áverka eða sál- rænar þjáningar. Í flestum tilvikum koma þeir úr röðum stórbænda. Sáralæknar Hvað viðvíkur „sáralæknum“, virðist mega rekja læknisfræðilega kunnáttu þeirra alfarið til reynslu þeirra af vinnu með særða og slas- aða. Ekki er hægt að sýna fram á það á óyggj- andi hátt að þeir hafi búið yfir lyfjafræðilegri þekkingu sem byggði á söfnun eða ræktun lækningajurta – þó voru til fjórar lyfjaskrár á Íslandi á ritunartíma Íslendingasagna, sem byggðu að mestu leyti á jurtalækningum. Laukagarðr sem nefndur er í Laxdæla sögu (ÍF V, bls. 179) vísar hugsanlega til lækninga- jurta sem sóttar eru í sérstaka reiti, en ekki er þó víst að svo sé. Á svipaðan hátt mætti túlka þann eplagarð sem nefndur er í Víglundar sögu (ÍF XIV, bls. 67), en í því textabroti virðist ætl- unin þó fremur vera að draga upp mynd ein- hverskonar aldingarðs. Sé mið tekið af læknisfræðilegum lýsingum miðaldabókmennta, en eins og áður er sagt má líta á þær sem vitnisburð um raunverulegar lækningar þessa tíma, var starfsumhverfi „sáralækna“ þannig að þeir voru kallaðir á víg- völlinn eða á slysstað. Þar veittu þeir hinum særðu neyðaraðstoð, en veittu þeim síðan frek- ari meðferð heima fyrir ef nauðsyn krafði. Í Ís- lendingasögum eru þessir græðarar sem gerðu að sárum manna kallaðir læknar. Ef marka má lýsingar sagnanna var jafnræði með körlum og konum á þessum vettvangi, því kona getur hlotið einkunnina góðr læknir engu síður en karl, sýni hún sömu hæfileika við lækningar. Hugsanlega er hér gerður greinarmunur á hæfni lækna í einkunnunum læknir, góðr lækn- ir og beztrlæknir eða inn beztilæknir. Í þessu samhengi er einnig mikilvægt að læknir er hér ekki starfsheiti heldur einkunn sem lýsir hæfni manna við að gera að sárum, en meginstarf við- komandi einstaklinga er búskapurinn. Það er athyglisvert að orðið læknir er notað í íslensku máli allt fram á þennan dag og hugtök yfir lækna á hinum Norðurlandamálunum, læge á dönsku, läkare á sænsku og lege á norsku, eru dregin af orðinu. Hugtakið er dregið af eng- ilsaxneska heitinu lachnære, sem merkir „sær- ingamaður“, og vísar það til uppruna lækn- isstarfsins í göldrum. Samkvæmt lýsingum miðaldabókmennta starfa jafnt konur og karl- ar sem læknar á Íslandi á víkingaöld og mið- öldum. Af körlum sem hljóta þessa einkunn má nefna Bersa í Fóstbræðra sögu (ÍF VI, bls. 165), Þorvarð á Svalbarða í Ljósvetninga sögu (ÍF X, bls. 81), Þorvarð á Síreksstöðum í Vápn- firðinga sögu (ÍF XI, bls. 53) og Þorvald í Þórð- ar sögu hreðu (ÍF XIV, bls. 190), en af konum má nefna Grímu í Fóstbræðra sögu (ÍF VI, bls. 242), Álfgerði í Droplaugarsona sögu (ÍF XI, bls. 166), Hildigunni í Brennu-Njáls sögu (ÍF XII, bls. 146), Helgu í Harðar sögu (ÍF XIII, bls. 66) og Ólöfu í Þórðar sögu hreðu (ÍF XIV, bls. 191 og bls. 197). Sáralæknirinn styðst fyrst og fremst við skilningarvitin fimm er hann reynir að átta sig á eðli sárs og samsvarar sú aðferð vafalaust raunveruleika miðalda, sem og (a.m.k. að nokkru leyti) læknisaðferðum sem enn tíðkast nú til dags við hefðbundna skoðun og sjúk- dómsgreiningu sem byggir á þreifingu. Fimm dæmi úr Íslendingasögum varpa ljósi á þetta atriði. Dæmi um sjón: sögnin at sjá og sagna- sambandið at líta á e-t: Hann gekk at Þorkeli ok mælti: „Sjá vil ek sár þitt … “ (Vápnfirðinga saga, ÍF XI, bls. 63). Konungr gekk um skipit ok leit á sár manna … (Egils saga, ÍF II, bls. 54). Dæmi um snertingu: sagnasambandið at þreifa um e-t: Þá þreifaði Snorri um kverkrnar á honum … (Eyrbyggja saga, ÍF IV, bls. 130). Dæmi um bragðskyn: sagnasambandið at stinga í munn sér: Síðán gekk Snorri goði þangat, sem Berg- þórr hafði legit, ok sá þar blóðflekk mikinn; hann tók upp allt saman, blóðit ok snæinn, í hendi sér ok kreisti ok stakk í munn sér ... (Eyrbyggja saga, ÍF IV, bls. 129). Dæmi um þefskyn: sagnasambandið at kenna af laukinum ór sárinu: Hon hefði þar gört í steinkatli af lauk ok önnur grös ok vellt þat saman ok gaf at eta þeim inum sárum mönnum ok reyndi svá, hvárt þeir höfðu holsár, því at þá kenndi af laukinum ór sárinu (Fóstbræðrasaga, ÍF VI, bls. 275). Dæmi um heyrn: sagnasambandið at þjóta í sárinu: Ok er sveinninn tók við honum, þá þaut í sárinu. Sá sveinninn þá, at spjótit stóð í gegn- um hann (Vatnsdæla saga, ÍF VIII, bls. 61). Meðferð sára virðist fyrst og fremst hafa verið fólgin í því að hreinsa þau, sbr. at fægja sár eða at þvá sár, og að binda um þau. Algeng- asta meðalið sem beitt var við hreinsun sára var án efa vatn. Svo virðist sem sótthreinsandi eiginleikar jarðhitavatns (lauga) hafi gjarnan verið nýttir til slíkra lækninga. Þessar sótt- hreinsunaraðferðir, sem rekja má til reynslu manna, sýna að á víkingaöld og íslenskum mið- öldum var þegar lögð stund á dauðhreinsun sára, en hún varð ekki viðtekin á meginlandinu fyrr en mörgum öldum síðar með aðferðum Ig- naz Semmelweis (1818–1865). Ástæða er til að leggja áherslu á að umrædd- ir „sáralæknar“ voru ekki læknar með hefð- bundna menntun, enda voru á víkingaöld og á miðöldum á Íslandi, sem og annars staðar á Norðurlöndum, hvorki háskólar né klaust- urskólar að evrópskri fyrirmynd, sem hefðu gefið mönnum færi á að öðlast réttindi með akademískri menntun. Fyrstu háskólarnir voru stofnaðir fremur seint á Norðurlöndum, háskólinn í Uppsölum árið 1477 og Kaup- mannahafnarháskóli árið 1478 – en, ólíkt því sem var við háskólana í Salerno, Montpellier og Bologna þar sem komið var á fót kenn- arastólum í læknisfræði þegar á 10. öld, árið 1181 og árið 1360, var í hvorugum áðurnefndra skóla kennaraembætti í læknisfræði. Í mið- aldabókmenntum er þó nefndur einn Íslend- ingur sem fer óvanalega leið og bætir akadem- ískri læknisfræðiþekkingu þessa tíma við þá læknisþekkingu sem hann hafði þegar öðlast á Íslandi. Hann leggur í tvö ferðalög með Mið- jarðarhafinu og heimsækir þar, að því er virð- ist, miðstöðvar læknisfræðinnar á þessum tíma: Salerno, Toledo og Montpellier. Þetta er Hrafn Sveinbjarnarson, inn mesti læknir Ís- lands á sínum tíma og hetja þeirrar sögu sem eftir honum er nefnd. Eftir að hann snýr aftur til ættjarðarinnar frá Suður-Evrópu árið 1210 græðir hann ekki aðeins sár af völdum sverða, eins og greint er frá í sögunni, heldur læknar hann einnig með hinni nýju þekkingu marga sjúkdóma sem ekki var vitað af hverju stöfuðu eða hvernig þeir unnu, þ.e.a.s. sjúkdóma sem nú til dags eru viðfangsefni lyflæknisfræði: Hrafns saga Sveinbjarnarsonar, bls. 5: Eigi at eins græddi Hrafn þá menn, er særð- ir váru eggbitnum sárum, heldr græddi hann mörg kynjamein þau, er menn vissu eigi, hvers háttar váru. Þeir sjúkdómar á sviði lyflæknisfræði sem hér um ræðir eru samkvæmt rannsókn Guð- rúnar P. Helgadóttur vatnssýki eða elef- antiasis, sturlun, sem Hrafn læknar með því at brenna díla, og loks þunglyndi, sem Hrafn vinnur á með blóðtöku (at taka æðablóð í hendi í æði þeiri, er hann kallaði þrotandi) – svo ekki sé minnst á framúrskarandi vel heppnaða skurðaðgerð þegar hann fjarlægir gallsteina með aðferð Paulusar frá Aigina. Í sögunni er lögð áhersla á þá nýjung sem felst í lækn- ingaaðferðum Hrafns: Hann er fyrstur til að vera í senn „sára-“ og „sálulæknir“ og sam- einar þannig þær læknisfræðilegu hugmyndir okkar tíma sem ná til tveggja meginsviða skurðlækninga og lyflækninga – starf hans fell- ur þannig í meginatriðum að þeirri mynd sem við gerum okkur af „lækni“ nú til dags. Til allr- ar óhamingju aflar Hrafn sér einnig voldugra fjandvina með lækningum sínum og þeir háls- höggva hann árið 1213. Boðskapur sögunnar fyrir samfélag íslenskra miðalda er engu að síður sá, að hin sanna læknislist sé frá Guði komin: … ok af guði er öll sönn lækning. Sálulæknar Hvað viðvíkur „sálulæknum“ í Íslend- ingasögum – og þar með tímabilinu frá 9. öld til 14. aldar á Íslandi – þá vekur athygli að oft er hér um að ræða konur, en sjúklingarnir eru oft karlar. Menn hafa oft velt því fyrir sér hvort þetta samsvari veruleikanum eða hvort þessi samsetning þjóni frásagnartækni sagnarit- aranna. Þeir kaflar sagnanna sem hér um ræð- ir eru tvímælalaust forvitnilegir fyrir umræðu okkar frá læknisfræðilegu sjónarmiði, því sjúk- lingarnir fá nær alfarið „málræna meðferð“, þ.e. „sálulæknarnir“ koma fram sem hreinir „orðalæknar“. Ólíkt „sáralæknunum“ stunda þeir lækningar sínar ekki á vígvellinum, heldur í heimilislegu umhverfi hins sálsjúka. Í text- unum er þeim hvorki lýst með orðinu læknir né öðru sambærilegu hugtaki sem vísar til hæfni þeirra við lækningar, en starf þeirra gefur tví- mælalaust tilefni til að á þá sé litið sem græð- ara. Í þessu samhengi vekur ennfremur athygli að allt frá fornöld og fram á miðaldir höfðu grískir, býsanskir og arabískir læknar fengist við lækningahugmyndir sem byggðu á sam- bandi „kvenlæknis og karlsjúklings“. Þessi samsetning var einkum talin henta við lækn- ingar á sjúkdómum eins og þunglyndi, ástsýki og varglyndi, sem talið var að svipaði nokkuð hverjum til annarra vegna sömu eða líkra ein- kenna. Allir þessir sjúkdómar voru flokkaðir til höfuðkvilla af jafnmerkum sérfræðingum og Galenosi (129–199), Oreibasiosi (325–403), Pau- lusi frá Aigina (625–690), Haly Abbas (látinn um 995), Abulkasim (936–1013) og Avicenna (980–1037), en vert er að taka fram að einkenni varglyndis eru að mörgu leyti sláandi lík þeim lýsingum á berserksgangi sem finna má í nor- rænum miðaldabókmenntum. Næsta grein sem birt verður í Lesbók Morgunblaðsins verður tileinkuð hinum forvitnilegu einkennum ástsýki. Læknar á víkingaöld og Hvaða einstaklingar töldust hæfir til að annast lækningar á víkingaöld og miðöldum á Íslandi? Að hve miklu leyti falla þeir að hefðbundinni mynd hins menntaða læknis? Hversu góðum árangri náðu þeir við lækningar? Eftir Charlotte Kaiser Benedikt Hjartarson þýddi (2. hluti)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.