Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.2006, Page 9

Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.2006, Page 9
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 5. ágúst 2006 | 9 Það er afar athyglisvert að kvenlæknum mistekst aldrei í lýsingum Íslendingasagna. Þetta kemur ekki á óvart, að því leyti að sam- kvæmt læknisfræði fornaldar höfðu þær heit- ari og vökvakenndari líkamsvessa en karlar, sem höfðu kaldari og þurrari vessa. Hjá þeim sem þjáðust af þunglyndi og ástsýki og var af þeim sökum hættara við niðurfallssýki og ber- serksgangi voru þeir taldir afar kaldir og þurr- ir vegna of mikils svartagalls. Nánir fjölskyldu- meðlimir eða kvenkyns viðmælendur sem hinn geðsjúki ber mikið traust til virðast vera best fallnir til lækninga af þessu tagi. Gott dæmi um slíka samsetningu „kvenlæknis og karl- sjúklings“ eru „orðalæknirinn“ Þorgerður, elsta dóttir Egils, og faðir hennar sem þjáist af þunglyndi. Þunglyndið má rekja til dauða Böðvars, eft- irlætissonar Egils, sem drukknar í fárviðri. Agli finnst hann bera ábyrgð á dauða hans og hann nær ekki að komast yfir missinn. Hann leggst í rekkju sína til að deyja. Enginn sjúk- lingur getur náð sér upp úr slíku þunglyndi af eigin rammleik. Móðirin sækir því Þorgerði sem á mjög gott samband við föður sinn. Með útsmoginni „samræðutækni“ tekst henni að sýna föður sínum nýjan tilgang í lífinu (Egils saga, ÍF II, bls. 243–257). Erindin 25 í „Sona- torreki“ sýna að læknismeðferðin hefur skilað árangri, eins og skýrast kemur fram í loka- erindinu: Skalk þó glaðr með góðan vilja ok óhryggr heljar bíða. Annað sannfærandi dæmi um samsetn- inguna „kvenlæknir og karlsjúklingur“ eru Bjargey og Hávarður, söguhetjan í Hávarðar sögu Ísfirðings (ÍF VI, bls. 306-336). Einnig í hans tilviki má rekja þunglyndið til dauða ást- kærs sonar, sem er einn daginn veginn af sam- viskulausum höfðingja. Í þessu tilviki nær fað- irinn heldur ekki að komast yfir dauða sonarins og leggst í rekkju. Eiginkona hans, Bjargey, veitir honum viðtalsmeðferð og leysir það verkefni af umhyggju, þrautseigju og hugviti. Hér kemur aftur á móti í ljós að málleg hæfni hennar dugir ekki ein og sér til að lækna eig- inmanninn af þunglyndinu. Hér ráða sinna- skipti sjúklingsins úrslitum, en þau helgast af því að hann heitir hinum kristna guði tryggð í sálarkvöl sinni. Í kjölfarið fylgir skilyrðislaus lækning, þ.e. lækning fyrir kraftaverk. Lækn- ingin kemur fram í lýsingunni á heilsufari Háv- arðar(ÍF VI, bls. 336): Var hann ok svá kátr ok glaðr við hvert mannsbarn sem ungr væri. Árangur græðara við lækningar Hugtakið „sjúkdómur“ hefur mun víðari merk- ingu á víkingaöld og miðöldum á Íslandi en nú til dags. Af þeim sökum eru lækningaaðferðir afar fjölbreytilegar og felast í blöndu galdra- lækninga, húsráða, hefðbundinna lækninga og lækningaaðferða klaustra og munka. Til sjúk- dóma teljast einnig bardagasár og hversdags- legir áverkar, bit og stungur eftir hunda eða skordýr, ásókn sníkjudýra, s.s. flóa og lúsa, og jafnvel þungun, því á meðgöngutímanum er kona sögð eigi heil. Algengust voru án efa bardagasár og hvers- dagslegir áverkar og því hefur læknislist „sáralækna“ verið eftirsóttari en annarra. Þeir gátu oft náð undraverðum árangri. Takist að stöðva blæðingu er jafnvel hægt að bjarga lífi manna sem missa útlimi í bardaga eða slysi, án þess að frekari meðferðar sé þörf. Viðurnefni á borð við tréfótr og viðleggr bera vott um þetta. Dæmi um þetta eru: Önundr varð græddr ok gekk við tréfót síðan alla ævi; var hann af því kallaðr Önundr tré- fótr, meðan hann lifði (Grettis saga, ÍF VII, bls. 6). Þórir af Arnahváli var ok græddr ok gekk við tréfót síðan; því var hann kallaðr Þórir við- leggr (Eyrbyggja saga, ÍF IV, bls. 40). Komist hinn særði ekki fljótt og örugglega undir læknishendur virðist jafnvel hæfasti sáralæknir ekki vera fær um að bjarga lífi hans, eins og greint er frá í Ljósvetninga sögu (ÍF X, bls. 81–82). Þar er fjallað um Koðrán Guðmundarson sem fær högg á höfuðið í bar- daga (Ok í því hjó Hallr í höfuð honum). Þessi áverki á höfuðkúpu flokkast til holundarsára samkvæmt hinni fornu þekkingu og þarfnast því ekki meðferðar, en vinir hans vilja engu að síður reyna að bjarga lífi hans. Þeir bera hann burt af vígvellinum, binda um höfuðsárið og leggja hann inn í tjald. Koðrán var þá borinn í brott á skildi ok bun- dit sár hans … Að boði Eyjólfs, vinar Koðráns, á hann að fá bestu læknisaðstoð sem völ er á og er því ákveðið að veita honum ekki aðstoð á staðnum, heldur flytja hann til sáralæknis á Svalbarða. Eyjólfr svarar: „Tjaldið um Koðrán. Eigi nenni ek at leita honum hér lækningar, ok skal færa hann til Svalbarðs til Þorvarðs læknis.“ Þegar fylgismenn Koðráns koma þangað með hinn særða og Eyjólfur spyr sáralækninn hvort Koðrán geti lifað af með læknisaðstoð, svarar hinn síðarnefndi: „Ef Koðrán hefði kyrr verit, þá væri ván í, en nú er engi. “ … En Koðrán andaðisk um nótt- ina, ok hörmuðu menn þat mjök. Að lokum er vert að fullyrða, með nokkrum fyrirvara þó, að sá undraverði fjöldi árangurs- ríkra lækninga sem finna má í miðaldabók- menntum endurspeglar varla raunveruleikann. Ekki má gleymast að sögurnar eru skáld- skapur, þ.e. frásagnir sem miðla ákveðnum boðskap sagnaritara, þar sem læknisfræðileg- ar lýsingar styðjast við raunveruleikann en lúta jafnframt lögmálum frásagnarinnar. Þetta leiðir okkur til þeirrar niðurstöðu að það hafa a.m.k. verið gerðar jafnmargar árangurslausar lækningatilraunir og þær árangarsríku sem lýst er í sögunum – þessari fullyrðingu er þó ekki ætlað að gera lítið úr þeim miklu afrekum sem „sáralæknar“ og „sálulæknar“ unnu á vík- ingaöld og á miðöldum á Íslandi. Loks skal tekið fram að í sögunum eru hvorki athugasemdir um sérstakan klæðnað né áhöld lækningamanna. „Sáralæknar“ og „sálu- læknar“ eru ekki frábrugðnir mynd annarra bænda og þeir setja sig ekki á stall vegna lækn- islistar sinnar. Þessir lækningamenn líta á það sem skyldu sína að aðstoða þá sem þess þarfn- ast, líkt og sagt er t.a.m. um Þorvald í Þórðar sögu hreðu (ÍF XIV, bls. 197) – en þetta viðhorf er, þegar vel er að gáð, í samræmi við Hippó- kratesareiðinn: Þorvaldr kvað þat skylt vera. Fáar vísbendingar er hægt að finna í text- unum um að „umbun“ sé greidd fyrir veitta læknisaðstoð. Þetta má e.t.v. rekja til þess að í íslenskum lögbókum frá miðöldum voru engar reglur um þóknun í sambandi læknis og sjúk- lings, allt frá hinum munnlegu Úlfljótslögum frá 930 til ritaðrar gerðar Hafliðaskrár frá 1117/1118 og þeirra viðbóta sem finna má í Konungsbók og Staðarhólsbók í Grágás, sem var í gildi allt til endaloka þjóðveldisins árið 1262. Þegar minnst er á umbun í slíku sam- hengi í Íslendingasögum ber því að líta á hana sem þóknun sem greidd er af fúsum og frjáls- um vilja. Þannig umbunar Egill t.a.m. dóttur sinni aðstoðina með gjöfum (En er Þorgerðr fór heim, þá leiddi Egill hana með gjöfum í brott; Egils saga, ÍF II, bls. 257), Þormóður réttir sáralækninum gullhring (Þá tók Þor- móðr gullhring af hendi sér ok gaf lækninum; Fóstbræðra saga, ÍF VI, bls. 275) og Þorkell sýnir þakklæti sitt með því að gefa sáralækn- inum Þorvarði hest og silfurhring (Nú ferr Þorvarðr í brott ór Krossavík, ok launaði Þor- kell honum vel lækning sína, gaf honum hest ok silfrhring; Vápnfirðinga saga, ÍF XI, bls. 63). Jón Steffensen er þeirrar skoðunar að ís- lensk þjóðfélagsgerð á miðöldum sé ástæða þess að ekki var greitt fyrir lækningar. Litið var á aðstoð þeirra sem þekktu til lækninga sem sjálfsagða og hún endurgoldin með vin- argreiða eða gjöfum. Hann telur að þessi skip- an mála hafi haldist við lýði eftir að nokkrir einstaklingar höfðu sýnt að þeir voru hæfari og betri en aðrir við lækningar, og færni þeirra í lækningum hafi þannig komið öðrum til góða sem lentu í neyð: „Þannig komu fram þeir einstaklingar sem kallaðir voru læknar, en á þessum tíma sagði það heiti ekkert til um hæfni þeirra … Þetta skeið í þróuninni, þar sem ekki er gert ráð fyrir læknaréttindum og þar með ekki heldur umb- un fyrir lækna, er það skeið sem lýst er í Grá- gás.“  Heimildir: Guðrún P. Helgadóttir, ritstj. Hrafns saga Sveinbjarnarsonar. Oxford, 1987. Charlotte Kaiser. Krankheit und Krankheitsbewältigung in den Isländersagas. Köln, 1998. Jón Steffensen. „Den præ-hippokratiska tiden i Norden“, í Sydsvenska medicinhistoriska sällskapets årsskrift, 8/1971. íslenskum miðöldum Sjá vil ek sár þitt ... Á víkingaöld og íslenskum miðöldum var þegar lögð stund á dauðhreinsun sára, en hún varð ekki viðtekin á meginlandinu fyrr en mörgum öldum síðar. Charlotte Kaiser hélt erindi um lækna á víkingaöld og miðöldum á norrænu þingi Félags áhugamanna um sögu læknisfræðinnar í ágúst í fyrra.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.