Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.2006, Qupperneq 12
12 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 5. ágúst 2006
Fjölmargar stjörnurnar taka þáttí myndunum um Harry Potter
og ein hefur bæst í hópinn fyrir
næstu mynd.
Það er engin önnur en Helena
Bonham Carter sem mun fara með
hlutverk Bellatrix Lestrange.
Lestrange er frænka Síríusar
Black, drápari (e. Death eater) og
því fylgismaður Lord Voldemort.
Auk Helenu
Bonham Car-
ter verður hin
þaulreynda
Imelda Staunton í hlutverki Dolores
Umbridge. Nokkrir nýir leikarar
bætast einnig í hópinn: George
Harris í hlutverki Kingsley
Shacklebolt, Natalia Ten verður
Nymphadora Tonks og Evanna
Lynch fer með hlutverk Luna Lo-
vegood.
Sem fyrr verður það Daniel
Radcliffe sem leikur Harry Potter,
og Rupert Grint og Emma Watson
leika vini hans, Ron Weasley og
Hermione Granger.
Michael Gambon, Robbie Coltr-
ane, Ralp Fiennes, Gary Oldman,
Alan Rickman, Maggie Smith,
Emma Thompson, Julie Walters,
Brendan Gleeson og David Thewlis
snúa ennfremur aftur í sínum hlut-
verkum.
Næsta mynd: Harry Potter og
Fönixreglan verður sú fimmta í röð-
inni og verður sýnd í júlí á næsta
ári.
Gömlu auglýsingaslagorðin semYoko Ono og John Lennon
notuðu á sínum
tíma til að berj-
ast gegn stríðinu
í Víetnam verða
sett upp á ný.
Auglýsinga-
spjaldi með slag-
orðinu: „War is
over. If you want
it“ var komið fyr-
ir í New York og
verður komið
fyrir síðar í Los Angeles.
Að þessu sinni er tilgangurinn þó
ekki eingöngu pólitískur, heldur líka
gerður í auglýsingaskyni. Spjöldin
eru liður í kynningu fyrir nýja heim-
ildamynd: „The U.S. vs. John Len-
non“, sem verður frumsýnd 15.
september í báðum borgunum.
Heimildamyndin fjallar um breyt-
ingaskeiðið í lífi Lennons þegar
hann snerist frá því að vera fyrst og
fremst tónlistarmaður og varð að-
gerðasinni gegn stríði. Á þessum
tíma lagði Bandaríkjastjórn mikið
upp úr því að þagga niður í honum,
eins og fram kemur í myndinni.
Myndasmiðirnir David Leaf og
John Scheinfeld unnu myndina mik-
ið til með ekkju Johns Lennons,
Yoko Ono. „Það er leiðinlegt að
heimurinn eigi enn og aftur í stríði,“
sagði Leaf. „Ég held að saga Len-
nons, sem var algjörlega óttalaus í
baráttu sinni fyrir friði, eigi sér-
staklega við nú þegar óttinn ræður
ríkjum.“
Auglýsingaskiltin sem sett verða
upp eru nánast nákvæmlega eins og
þau sem sett voru upp í 11 borgum
Bandaríkjanna árið 1969. Let-
urgerðin verður sú sama og línubil-
ið. Eina breytingin verður lítil vef-
slóð neðst á skiltinu:
www.joinnutopia.com. Slóðin er á
síðu sem Lionsgate, framleiðandi
myndarinnar, lét gera.
Nutopia er annars ímyndað land
sem Lennon og Ono sköpuðu eftir
að stjórnvöld í Bandaríkjunum
reyndu að senda hann úr landi. Um
landið sögðu Ono og Lennon á sín-
um tíma: „Nutopia hefur ekkert
land, engin mörk, engin vegabréf,
bara fólk.“ Þeir sem heimsækja vef-
síðuna geta sótt um ríkisborg-
ararétt og halað niður opinberum
fána ríkisins Nutopia.
Erlendar
kvikmyndir
Helena Bonham
Carter
John Lennon
Imelda
StauntonH
vernig stendur á því að íslensk
ungmenni sem fá gæsahúð af
hryllingi þegar þau sjá nýjustu
Wal-Mart tískuna, bragða á
Budweiser-öli (það er banda-
rísku og ekki tékknesku) eða
heyra tónlist Britney Spears sækja sambærilega
bandaríska fjöldaframleiðslu stíft í formi Holly-
wood-mynda. Vissulega væri hægt að benda á að í
kvikmyndahúsum landsins
væru einfaldlega ekki aðrar
myndir í boði. Ætli for-
ráðamenn kvikmyndahús-
anna myndu ekki svara á
móti að „úrvalið“ fylgdi einfaldlega lögmálum
markaðarins um framboð og eftirspurn – að
áhorfendur hefðu kosið þessar myndir í miðasöl-
unni. Þetta er þó flókið mál sem erfitt er að fá
nokkurn botn í nema það sé sett í víðara sam-
hengi. Rétt eins og stefna íslensku ríkisstjórn-
arinnar í utanríkismálum er kvikmyndaval ís-
lenskra bíóa nefnilega fyrst og fremst í höndum
Bandaríkjamanna.
Staða „erlendra“ mynda (þ.e. á öðru tungu-
máli en ensku) á Bandaríkjamarkaði varð fyrir
enn einu áfallinu í febrúar á þessu ári þegar
kvikmyndadreifing Wellspring-fyrirtækisins var
lögð niður eftir að Weinstein bræður yfirtóku
það (og skyldu þeir seint teljast framleiðendur
„sjálfstæðra“ kvikmynda). Í nýjasta tölublaði
kvikmyndatímaritsins Film Comment verður
þetta Donald Wilson tilefni til áhugaverðra
vangavelta um orsakir bágborinnar stöðu er-
lendra mynda í bandarískum kvikmyndahúsum.
Hann bendir á þrjá orsakavalda. Númer eitt eru
áhorfendur: Kynslóðin sem sótti listabíóin á
sjötta og sjöunda áratugnum – gullöld listrænu
myndarinnar – er í bókstaflegri merkingu að
deyja út og kvikmyndir með texta virðast reyna
of mikið á athyglisþol bandarískra ungmenna.
Hafandi kennt kvikmyndafræði vestra í fimm ár
get ég staðfest að textaðar (sem og svarthvítar)
myndir eru mörgum þeirra sérstök skapraun –
og það nemenda í kvikmyndafræði! Númer tvö
eru fjölmiðlar: Samþjöppun á fjölmiðlamarkaði
og aukin tengsl hans við sjálfan kvikmyndaiðn-
aðinn hafa dregið ennfrekar úr vandaðri kvik-
myndarýni, og erlendum kvikmyndum gefinn
enn minni gaumur en áður. Númer þrjú eru
„sjálfstæðu“ deildir kvikmyndarisanna: Myndir
á borð við Brokeback Mountain, Eternal Suns-
hine of the Spotless Mind, Lost in Translation og
Sideways eru markaðssettar undir merkjum
sjálfstæðrar kvikmyndagerðar þótt þær séu
framleiddar af Hollywood-samsteypunum. Þær
eru þó oft sýndar í listabíóum og taka áhorf-
endur frá kvikmyndum sem eru í raun óháðar
Hollywood – hvort sem þær eru bandarískar eða
erlendar.
Helsti kosturinn við grein Wilson er þó að hann
tínir ekki aðeins til orsakavaldana heldur bendir
einnig á leiðir til úrbóta. Staða mála nú er nefni-
lega ekki sjálfgefin líkt og sjá má af skapandi jað-
artónlist sem nýtur miklu meiri hylli en kvik-
myndir á jaðrinum (þótt Wilson kunni að vanmeta
nokkuð miðlægni enskunnar í tónlistarheim-
inum). Wilson leggur til að markaðssetningu er-
lendra mynda verði gjörbylt enda sé hún löngu
orðin lúin og miðist við hverfandi markaðshóp. Í
stað þess að auglýsa þær sem hámenningarleg
listaverk mætti leggja áherslu á einmitt þá þætti
sem eru í hávegum hafðir meðal ungs fólks í dag
og er ekki síður að finna í erlendum myndum en
bandarískum (t.a.m. slá bæði asískar hryllings-
og hasarmyndir út flesta bandaríska kollega sína
með stæl). Þá verður ennfremur að leita uppi
yngri áhorfendur í þeirra umhverfi, hverfa frá
menningarbæklingum sunnudagsblaðanna og
færa sig yfir á netið. Þýtt yfir á íslenskt menning-
arlandslag merkir það væntanlega að vonlítið sé
að taka málið til umfjöllunar í Lesbókinni …
Sótt að „erlendum“ myndum
’Kynslóðin sem sótti listabíóin á sjötta og sjöunda áratugnum – gullöld listrænu myndarinnar –
er í bókstaflegri merkingu að deyja út.‘
Sjónarhorn
Eftir Björn Norðfjörð
bn@hi.is
Í
vikunni var flutt athyglisvert viðtal í
Kastljósi, sem var tekið upp austur á
Sólheimum í Grímsnesi. Rætt var við
tvo fanga af Litla Hrauni, sem sakir
fyrirmyndarhegðunar í fangelsinu var
gefinn kostur á að afplána hluta refs-
ingarinnar í friðsælu og mannbætandi sam-
félaginu í Grímsnesinu. Fangarnir voru grein-
argóðir menn sem höfðu misstigið sig og var
einkar fróðlegt að fá að kynnast sjónarmiðum
þeirra og reynslu af refsivist-
inni. Það kom dálítið flatt upp á
mann er þeir lýstu viðbrigð-
unum að losna undan álögum
gæslunnar, innilokunarinnar og
andrúmsloftsins sem ríkir „á
Hrauninu“. Bak við rimlana er harður heimur
þar sem pakkað er saman afbrotamönnum af
öllum stærðargráðum. Fangarnir tveir sögðu
að margar vikur hefðu liðið áður en þeir náðu
áttum innan um ljúflingana á Sólheimum.
Þó er Litla Hraun ósvikin Paradís miðað við
slíkar stofnanir víðast hvar í heiminum. Að
ekki sé rætt um hið illrænda gúlag sem ríkti á
tímum kommúnista í Ráðstjórnarríkjunum og
nú um stundir beinast augu heimsins að svart-
holinu Guantanamo.
Þetta illræmda fangelsi stendur við fallegan
flóa á Kúbu, þar sem bandaríski sjóherinn hef-
ur rekið flotastöð frá því á tímum stríðsins á
milli Bandaríkjamanna og Spánverja, um alda-
mótin 1900. Því lauk með að Kúba hlaut sjálf-
stæði en Bandaríkjamenn héldu aðstöðunni við
flóann. Það breyttist ekki eftir byltinguna sem
lauk 1959, herstöðin er Castro þyrnir í augum
en Bandaríkjamenn hafa oftsinnis lýst því yfir
að sjóherinn sitji sem fastast uns eðlileg
stjórnmálasamskipti komist á milli nágranna-
ríkjanna. Castro lét rækta kaktusa á 13 kíló-
metra breiðri spildu, „kaktustjaldið“, á mörk-
um yfirráðasvæðisins, og í jörðu eru faldar
fleiri jarðsprengjur en annars staðar á jarðríki.
Stöðvarinnar er gætt af um 10.000 hermönnum
úr landgönguliði flotans.
Frá því um 2002 hafa Bandaríkjamenn notað
hluta herstöðvarinnar til að halda föngnum
grunuðum hryðjuverkamönnum, sem þeir álíta
að tengist al-Qaedasamtökunum og Talibönum.
Fangarnir búa við ómannúðlegar aðstæður og
hefur starfsemin orðið illræmdari um heim all-
an með degi hverjum. Skelfilegar sögur höfðu
borist af meðferðinni á föngunum og aðbúnaði
þeirra og voru staðfestar þegar „Þremenning-
arnir frá Tipton“, múslimarnir Shafiq Rasul,
Asif Iqbal og Ruhel Ahmed, voru látnir lausir
árið 2004. Lífsreynsla þessara æskuvina frá
Miðlöndunum bresku, sem segjast enn ekki
búnir að jafna sig eftir tveggja ára harðræði í
Guantanamo, er orðin yrkisefni kvikmyndaleik-
stjórunum og handritshöfundunum Michael
Winterbottom og Matt Whitecross. Myndin
þeirra, The Road to Guantanamo, er að mestu
leyti byggð á frásögn þremenninganna, svið-
sett heimildarmynd um svartnættið í þessum
umdeildu búðum.
Þremenningunum var meinað samband við
umheiminn á meðan á prísundinni stóð. Eftir
að þeir voru hreinsaðir af öllum grun um þátt-
töku í hryðjuverkastarfsemi af breskum og
bandarískum stjórnvöldum, opnuðu þeir sig í
dagblöðum heima fyrir og sviptu hulunni af því
hvernig þeir lentu í.Guantanamo og útreiðinni
sem þeir urðu fyrir í herstöðinni og einkennd-
ist af grimmd og vanþekkingu.
Þeir félagarnir greindu m.a. frá því að áður
en þeir lentu í höndum Bandaríkjamanna,
sluppu þeir naumlega frá fjöldamorði sem
stjórnað var af afgönskum stríðsherra Norð-
urfylkingarinnar, sem smalaði saman hundr-
uðum fanga og lokaði inni í flutningagámum.
Þar köfnuðu þeir tugum saman og fundust
ekki fyrr en löngu síðar þegar bandarískar
hersveitir voru að rannsaka fjöldagrafir. Þre-
menningarnir voru fyrstu, enskumælandi
fangarnir sem sleppt var úr haldi úr Guant-
anamo og sögðu ljótar sögur af hrottafengn-
um yfirheyrslum, tilgangslausum, upplognum
„játningum“, tíðum barsmíðum og hvers kon-
ar ofbeldi sem þeir voru beittir af vörðunum.
Eftir að ummælin birtust reyndu stjórnvöld
beggja vegna Atlantshafsins að dempa áhrifin.
Til að byrja með sögðu Bandaríkjamenn að
þremenningarnir frá Tipton færu með rangt
mál, en viðurkenndu síðar að lýsingar þeirra á
aðstæðum væru réttar í aðalatriðum. Í Bret-
landi var gula pressan notuð til að koma upp-
lognum sökum á félagana þrjá og gera þá
ótrúverðuga.
Mynd Winterbottoms og Whitecross, The
Road to Guantanamo, hefur vakið sterk við-
brögð og almennt góða dóma gagnrýnenda,
þær raddir hafa einnig heyrst að hún sé
óglögg hvað snertir aðkomu þremenninganna
að stríðinu í Afganistan. Um það geta menn
dæmt sjálfir í næsta mánuði. Hvað sem því
líður hefur myndin varpað félögunum frá Tip-
ton aftur fram í dagsljósið, en sem fyrr segir
er handrit The Road to Guantanamo aðeins
örlítið dramatíseruð frásögn þeirra af at-
burðarásinni. Þeir voru umsvifalaust yf-
irheyrðir af Scotland Yard þegar þeir komu
til landsins frá Guantanamo 2004, sama var
uppi á teningnum þegar tveir þeirra lentu í
London eftir Berlínarhátíðina í vetur, þar sem
Winterbottom og Whitecross fengu í samein-
ingu Silfurbjörninn fyrir besta leikstjórn.
Hópurinn var kyrrsettur í nokkrar klukku-
stundir á flugvellinum og haldið í gæslu sér-
sveita í hryðjuverkavörnum.
Winterbottom og Whitecross eru sagðir
nota sömu tækni og aðferðir og Kevin McDo-
nald beitti með eftirminnilegum hætti við gerð
Touching the Void, fyrir fáeinum árum. Í The
Road to Guantanamo er klippt á milli viðtala
við hina raunverulegu þremenninga frá Tipton
úr sjónvarpsfréttum og fréttaþáttum, þess á
milli er atburðarásin sviðsett og fylgt sem ná-
kvæmast lýsingum fórnarlambanna sem eru
túlkaðir af leikurum. Útkoman mun vera
skólabókardæmi hvernig kvikmynd getur
skýrt og magnað áhrif umfjöllunarefnisins.
Það verður fróðlegt að sjá með eigin augum
hvernig kvikmyndagerðarmönnunum hefur
tekist til, Guantanamo-fangabúðirnar eru
blettur á samvisku heimsins, um það eru flest-
ir sammála, stór hluti Bandaríkjamanna þar
með talinn. Áhrif og boðskapur myndarinnar
er því óvenju mikilvægur og mikill fengur að
henni fyrir alla þá sem láta sig mannréttinda-
mál varða.
Kvikmyndin um svart-
holið Guantanamo
Meðal verka á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í
Reykjavík í haust verður hin umtalaða The Road
to Guantanamo.
Eftir Sæbjörn
Valdimarsson
saebjorn@-
heimsnet.is
Vegurinn til Guantanamo Þremenningarnir frá Tip-
ton og félagar þeirra í myndinni.
Ógn Fangarnir búa við ómannúðlegar aðstæður.