Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.2006, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
lesbók
Eftir Árna Heimi Ingólfsson
arniheimir@lhi.is
J
ón Leifs var fyrsta þjóðlega íslenska
tónskáldið. Tónlist hans tekur mið
af íslenskum þjóðlagasöng og sækir
efnivið í stórgerða náttúru landsins
og fornan bókmenntaarf. Það var
þó hreinasta tilviljun að þannig fór,
því að Jón hafði upphaflega stefnt að því að
starfa sem píanóleikari og hljómsveitarstjóri.
Það var ekki fyrr en eftir fjögurra ára námsvist
í Leipzig að hann uppgötvaði „lögmál“ íslensku
þjóðlaganna, þegar hann var staddur á Íslandi
sumarið 1921 og tók að kynna sér þjóðlagasafn
sr. Bjarna Þorsteinssonar. Áratugum síðar lýsti
hann áhrifunum svo:
„Þá opnaðist fyrir mér heimur þjóðlaganna og ég
þóttist kominn í tæri við lögmálin: Safn Bjarna Þor-
steinssonar vísaði veginn, þó það væri gallað; hann
sópaði inn í það öllu, sem hönd á festi [...] svo úr varð
ein heljarmikil hrúga. Það varð okkar hlutskipti að
róta í þessari hrúgu. Það var erfitt verk og tímafrekt,
en eftirtekjan sýnir, að það hefur borgað sig. Þarna
voru lögmálin – þessi arfur, sem engin þjóð getur án
verið. Tilviljun sennilega að ég fann þau. En verður
ekki margt af því stórkostlegasta til fyrir tilviljun?“1
Jóni varð strax ljóst að enginn kveðskapur
félli betur að kaldhömruðum stíl þjóðlaganna en
Eddukvæðin og ekki leið á löngu þar til hann
bað föður sinn að senda sér Eddurnar til Þýska-
lands.2 Þremur árum eftir hin afdrifaríku kynni
af þjóðlagasafninu samdi Jón fyrsta söngverk
sitt, þrjú skorinort lög, ekki nema blaðsíða
hvert, við erindi úr Hávamálum. Þótt Jón helg-
aði öðrum málefnum krafta sína að mestu næstu
árin, m.a. hljómsveitarferð Hamborgarfílharm-
óníunnar til Íslands 1926 og fyrirhugaðri stofn-
un þýskrar „hljómsveitarakademíu“ í kjölfarið,
leið ekki á löngu þar til hugmyndir um stærra
verk sem byggðist á Eddutextum tóku að mót-
ast.
Það var ekki fyrr en síðla árs 1930 sem Jón
hrinti hugmynd sinni loks í framkvæmd. Á
fyrstu mánuðum ársins lauk hann við þrjú stór
tónverk: Orgelkonsert op. 7, Tilbrigði um stef
eftir Beethoven op. 8, og kantötuna Þjóðhvöt op.
13. Fyrri verkin tvö hafði hann haft í smíðum í
áratug með löngum hléum inn á milli, en Þjóð-
hvöt var upphaflega framlag hans í samkeppni
um Alþingishátíðarkantötu þótt ýmislegt yrði til
þess að hann legði verkið aldrei fram. Þjóðhvöt
var fyrsta stóra verk Jóns fyrir kór og hljóm-
sveit og líklega hefur sú reynsla talið í hann
kjarkinn sem þurfti til að leggja í enn umfangs-
meira verk. Í það minnsta tók Jón að huga aftur
að nokkurra ára gamalli fyrirætlun sinni að
semja stórt tónverk við Völuspá.3 Í september
1930 leitaði Jón ráða um textaval hjá Sigurði
Nordal prófessor, sem svaraði að sér væri „auð-
vitað ánægja að lesa yfir oratorium-texta yðar,
ef þér sendið mér hann“.4
Fjögurra kvölda risaverk
Það tók Jón tvö ár að fullgera textann enda varð
verkið mun stærra í sniðum en hann hafði upp-
haflega ætlað. Völuspá var ekki lengur eina
heimildin heldur leitaði Jón fanga víða í Eddu-
kvæðum og Snorra-Eddu. Þegar upp var staðið
taldi textinn 350 erindi og skiptist í fjóra hluta:
Sköpun heimsins, Líf guðanna, Ragnarökr og
Endurreisn. „Mér lízt satt að segja ekki á blik-
una,“ játaði Jón fyrir Þóreyju systur sinni, „lítið
þýðir fyrir mig að byrja á slíkri tónsmíð, nema
að eg geti verið við hana áhyggjulaus í 2–3 ár,
þ.e. hafi ekki brauðáhyggjur á meðan.“5 Á móti
kom að honum fannst hugmyndin stórfengleg:
„Eg hefi nú gengið frá öðru uppkasti að texta
við Eddusöngverkið; textinn svo stórkostlegur á
köflum, að eg „næ stundum bara ekki and-
anum“ þegar eg er að fara yfir hann!“6 En það
þýddi lítið fyrir Jón að byrja á slíku risaverki
meðan hann þurfti að sinna margs konar auka-
vinnu til að hafa í sig og á. Á árunum 1930–35
samdi Jón eingöngu smærri verk: rímnad-
anslög, orgelforspil, nokkur einsöngslög og út-
setti íslenska sálma fyrir kór. Í fimm ár hitaði
hann sig upp fyrir átökin sem biðu hans, og
gætti þess að eyða ekki kröftum sínum í eitt-
hvað sem gæti tafið óratóríuna meira en orðið
var.
Eitt tónskáld hafði áður byggt risavaxinn
fjórþáttung á frásögnum Eddukvæða af sköpun
heimsins og lífi hinna norrænu goða. Jón þekkti
vel til Niflungahringsins eftir Richard Wagner,
hafði keypt nóturnar á námsárum sínum og
heyrt hann nokkrum sinnum í þýskum óp-
eruhúsum. En nálgun Wagners var of róm-
antísk og útblásin til að falla að smekk Jóns, sem
kvaðst hafa samið mörg verka sinna, m.a. Eddu-
óratóríuna og Sögu-sinfóníuna „sem andmæli
gegn Wagner, er misskildi svo herfilega nor-
rænt eðli og norræna listarfleifð.“–“7
Textinn að Eddu I lá fullgerður í þrjú ár áður
en Jón hóf að semja tónlistina. Í febrúar 1935
var Jón ráðinn tónlistarstjóri Ríkisútvarpsins og
fluttist heim til Íslands en Annie kona hans varð
eftir í Rehbrücke nálægt Berlín með dætur
þeirra tvær. Jón hafði tekið að sér starfið á þeim
forsendum að honum yrði gert kleift að vinna að
tónsmíðum jafnframt venjulegri skrifstofu-
vinnu, og þótti ekki nema sjálfsagt að Rík-
isútvarpið yrði honum að liði í listsköpun sinni.
Jón undi sér vel í Viðey við tónsmíðavinnu en
Jónas Þorbergsson útvarpsstjóri brást hinn
versti við og tíðar fjarverur Jóns vegna Eddu I
kostuðu hann að lokum starfið. Það hefur heldur
varla auðveldað Jóni tónsmíðarnar að einkalíf
hans var í rúst. Það hafði gengið á ýmsu í hjóna-
bandi Jóns og Anniear, ekki síst eftir að ungur
hörpuleikari að nafni Ursula Lendtrodt heillaði
Jón upp úr skónum á tónlistarhátíð í Wiesbaden
1934. Hún virðist reyndar hafa viljað lítið af hon-
um vita, en Jón átti erfitt með að gleyma henni
og vissi vart í hvorn fótinn hann átti að stíga,
eins og bréf þeirra hjóna bera vitni um.8
Vonbrigði í Kaupmannahöfn
Í janúar 1939 gat Jón loks dregið síðasta takt-
strikið aftan við hið mikla sköpunarverk sitt og
þá hófst næsta vonlaus leit að flytjendum og út-
gefanda. Heimurinn stóð á barmi styrjaldar og
hverfandi líkur á að hægt væri að finna hljóm-
sveit og kór til að ráðast í slíkt stórvirki. Sá eini
sem virtist hafa áhuga var Rudolf Schulz-
Dornburg, tónlistarstjóri við útvarpið í Köln, en
einmitt þegar virtist ætla að draga til tíðinda var
hann kvaddur í flugherinn og þar með voru
áformin úr sögunni.9 Útgáfufélögin Peters og
Eulenburg vildu ekkert með verkið hafa. Loks-
ins þegar Kistner & Siegel fengust til þess að
taka verkið í útgáfuröð sína varð sögufrægt
hneyksli við flutninginn á orgelkonsert Jóns í
Berlín 1941 – þar sem langflestir áheyrendur
gengu út meðan á flutningnum stóð – til þess að
hætt var við allt saman.10
Það leið rúmur áratugur þangað til tónar úr
Eddu I hljómuðu í fyrsta sinn, á Norrænum tón-
listardögum í Kaupmannahöfn í maí 1952. Þar
voru tveir þættir af þrettán valdir til flutnings,
nr. 7 (Himinn, sól, dagr) og 8 (Nótt, morgunn).
Jón virðist hafa fyllst bjartsýni þegar hann frétti
að loksins ætti að taka Eddu I til flutnings. Að
minnsta kosti hóf hann loksins handa við að
semja Eddu II skömmu fyrir jól 1951, eftir
nærri 13 ára hlé. Hann var kominn vel á veg með
fyrsta þáttinn – lýsingu á sjálfum Óðni – þegar
ósköpin dundu yfir. Það skipti engu þótt tón-
skáldið Launy Grøndahl, sem hélt á tónsprot-
anum í Kaupmannahöfn, væri sjálfur hrifinn af
verki Jóns. Viðtökurnar á tónlistarhátíðinni
voru afleitar og auðmýkjandi; ungu tónskáldin
sem litu á Boulez og Stockhausen sem boðbera
nýrra tíma í tónlistinni gátu ekki annað en fliss-
að þegar kom að samstígum fimmundum, hefð-
bundnum þríhljómum og fornaldarslagverki
Jóns Leifs. Jón Nordal var með nafna sínum í
Kaupmannahöfn og hefur lýst því hvernig Jón
Leifs hljóp niðurbrotinn út á gang danska út-
varpshússins eftir flutninginn og neitaði að
ganga aftur í salinn.11 Það var svo til að bæta
gráu ofan á svart að hljóðritun frá tónleikunum
týndist hjá Ríkisútvarpinu skömmu síðar og hef-
ur ekki komið í leitirnar síðan.12 “ Viðbrögð Jóns
voru skiljanleg. Hann lagði Eddu II á hilluna og
snerti ekki aftur fyrr en tíu árum síðar. Hann
lauk við Eddu II í maí 1966 og hófst þá þegar
handa við þá þriðju. Jón Leifs lést frá Eddu III
ófullgerðri í júní 1968.
Þrjátíu árum eftir hina háðulegu útreið í
Kaupmannahöfn fengu Íslendingar fyrst smjör-
þefinn af Eddu I í flutningi Pólýfónkórsins undir
stjórn Ingólfs Guðbrandssonar. Upphaflega var
ætlunin að ráðast í verkið allt en að lokum voru
þrír þættir látnir nægja, nr. 1, 5 og 6 (Ár var
alda; Sær; Jörð). Kórinn flutti efnisskrána í Há-
skólabíói og hélt því næst í tónleikaferð til Spán-
ar þar sem þættirnir úr Eddu voru fluttir í
Málaga, Marbella, Nerja, Granada og Sevilla.
Spánverjum þótti mikið til tónlistarinnar koma
og höfðu stór orð um snilligáfu Jóns Leifs. Arn-
aldur Indriðason rithöfundur fylgdi kórnum eft-
ir í Spánarferðinni og hafði eftir einum tónleika-
gestinum: „Það er eins og saga Íslands komi
fram í [Eddu I] og það var eins og flutningur
verksins kæmi frá hjartanu, frá þjóðinni. Það
var stórkostlegur flutningur og ef þetta yrði gef-
ið út á plötu er ég viss um að þær myndu rjúka
út.“13
Kröfuhörð sköpunarsaga
Edda I er í þrettán þáttum, sem hver fyrir sig
lýsir ákveðnum þætti sköpunarsögunnar í nor-
rænni goðafræði. Ýmir kemur til sögunnar í öðr-
um þætti og í kjölfarið fylgja Óðinn og bræður
hans og Askur og Embla nokkru síðar. Jón leit-
ar víða fanga hvað textann varðar en helstu
heimildir hans eru Völuspá, Gylfaginning, Al-
víssmál og Vafþrúðnismál. Eins og yfirskriftir
kaflanna gefa til kynna einbeitir Jón sér að
sköpun náttúrunnar: Sær; Jörð; Himinn, sól,
dagr; Nótt, morgunn; Viðr, sumar, logn; Vetr og
vindr. Af þessu leiðir að tónlistin er fremur
myndræn en dramatísk, og engin bein fram-
vinda á sér stað. Athyglin beinist fyrst og fremst
að fyrirbærum náttúrunnar og sköpunarsögu
þeirra.
Tónlistinni svipar um margt til annarra verka
Jóns. Samstígar fimmundir og óreglulegir
rímnataktar eru áberandi, og þríhljómar í
grunnstöðu eru einnig sterkt höfundareinkenni.
Að mörgu leyti eru stílbrögð Jóns fjölbreyttari
hér en í síðari verkum hans. Sérstaklega verður
að nefna notkun Jóns á fjölröddun, en fúgató-
þættir, þar sem raddirnar elta hver aðra með
sams konar tónefni, koma fyrir í 2. kafla („Ór
Élivágum stukku eitrdropar“), 3. kafla („Útan
garða hann sá upp of koma þursa þjóðar sjöt“)
og 7. kafla („Dagr átti Þóru drengja móður“) þar
sem Jón bætir reyndar um betur og snýr stefinu
á haus. Jón hafði samið fúguskotna kafla áður,
m.a. í fiðluæfingunni op. 3 og Þjóðhvöt, en þetta
er eitt síðasta skiptið sem slík áhrif finnast í tón-
list hans.
Til að tengja saman þætti verksins notar Jón
einkum tvo hljóma sem mynda „mottó“ verks-
ins, Es-dúr og H-dúr. Oftast eru hljómarnir
leiknir af hornum, trompetum og básúnum og
heyrast aðallega í fyrstu sjö þáttum verksins.
Einnig notar Jón oft E sem tónmiðju, m.a. bæði í
upphafi og enda verksins, og gefur það sterkan
heildarsvip. Jón hafði aldrei fyrr notað jafnstóra
hljómsveit – hann notar hér m.a. forna lúðra og
steinaspil í fyrsta sinn – og nær oft fram mögn-
uðum litbrigðum. Sem dæmi má nefna volduga
orgelinnkomu í fimmta kafla, þegar synir Bors
fella jötuninn Ymi, drungalega mollhljóma sem
tákna næturmyrkrið í 8. kafla, unisono kórsöng í
þremur áttundum yfir liggjandi C-dúr hljómi (9.
kafli), og hrollvekjandi lýsingu á Vetri yfir gníst-
andi sextándupartsáherslum hljómsveitarinnar
(12. kafli).
Helsta ástæða þess að aldrei hefur áður verið
ráðist í heildarflutning á Eddu I er vafalaust sú
hve miklar kröfur Jón gerir til flytjendanna,
ekki síst kórsins. Hann syngur í öllum þáttum
verksins og Jón reynir stöðugt á þol söngv-
aranna í allar áttir. Sópranar þurfa margsinnis
að fara upp á háa C og bassar niður á djúpa C.
Jón lagði það aldrei í vana sinn að taka tillit til
flytjenda og taldi mikilvægt að tónskáldið gæti
komið hugsunum sínum á blað algjörlega án
málamiðlana, jafnvel þótt það þýddi að verkin
yrðu ekki metin að verðleikum fyrr en áratugum
síðar.
Hvað sem mönnum kann að finnast um tón-
sköpun Jóns Leifs verður því ekki neitað að
Edda I er ein merkasta tónsmíð íslenskrar tón-
listarsögu. Þegar Jón setti taktstrikið aftan við
254 síðna raddskrána í janúar 1939 var Edda I
lengsta, viðamesta og metnaðarfyllsta tónverk
sem nokkur Íslendingur hafði samið. Það ber
vott um ótrúlegan stórhug og dirfsku, og nú er
bara að vona að hið sjötuga skúffuverk beri ald-
urinn vel og verði enn eitt dæmið um þann
magnaða tónagaldur sem Jón Leifs gat framið
úr kaldhömruðum efniviði hinna íslensku þjóð-
laga.
Matthías Johannesen, „Lögmálin í hrúgunni,“ Morg-
unblaðið, 5. maí 1959, endurprentað í Samtöl II (Reykjavík,
1978), 120.
2 Bréf frá Þorleifi Jónssyni til Jóns Leifs, Reykjavík 16. júlí 1922
(Landsbókasafn-Háskólabókasafn).
3 Jón nefnir hið fyrirhugaða tónverk Völuspá fyrst í bréfi til Sig-
urðar Nordal, Baden-Baden, 1. febrúar 1928 (Lbs-Hbs).
4 Kort frá Sigurði Nordal til Jóns, Reykjavík 8. október 1930
(Lbs-Hbs).
5 Bréf frá Jóni til Þóreyjar Þorleifsdóttur, Rehbrücke 9. apríl
1932 (Lbs-Hbs).
6 Bréf frá Jóni til Þóreyjar Þorleifsdóttur, Rehbrücke 29. maí
1932 (Lbs-Hbs).
7 Jón Leifs, „Ég mótmæli – Ég ákæri,“ Orðsending frá tónskáldi
mánaðarins, febrúar 1968 (Lbs-Hbs).
8 Carl-Gunnar Åhlén, Jón Leifs – tónskáld í mótbyr (Reykjavík,
1999), 178–79.
9 Bréf frá Rudolf Schulz-Dornburg, til Jóns, Köln, 27. júní 1939;
bréf frá Reichssender Berlin til Jóns, Berlín 25. september 1939
(Lbs-Hbs).
10 Bréf frá Johannes Petschull (C.F. Peters) til Jóns, Leipzig 18.
apríl 1940; bréf frá Ernst Eulenburg til Jóns, Leipzig 24. maí
1940 (Lbs-Hbs).
1 Viðtal við Jón Nordal, 3. mars 2006, sjá einnig Jón Leifs – tón-
skáld í mótbyr, 241–42.
2 Jón Leifs, „Ég mótmæli – Ég ákæri.“
3 Arnaldur Indriðason, „Spánskt fyrir sjónum og eyrum,“ í Í
ljósi líðandi stundar, Pólýfónkórinn 1957–1987 (Reykjavík,
1987), 82.
70 ára skúffuverk
Laugardaginn 14. nóvember verður Edda I,
óratóría Jóns Leifs, flutt í fyrsta sinn í heild á
tónleikum í Háskólabíói. Flutningurinn verð-
ur merkisviðburður ekki síst vegna þess að
nærri 70 ár eru liðin frá því að tónskáldið
lauk við verkið, og vegna þess að hér er um
að ræða fyrsta hlutann af viðamesta tónverki
Jóns, sem hann vann að með hléum allt frá
árinu 1930 og til dauðadags 1968.
Jón Leifs Í janúar 1939 gat Jón loks dregið síðasta taktstrikið aftan við
sköpunarverk sitt. Þá hófst næsta vonlaus leit að flytjendum og útgefanda.
Úr handritinu Síða úr 10. þætti Eddu I: Scherzo. Allir menn urðut
jafnspakir. Edda I er í þrettán þáttum.
Höfundur er dósent í tónlistarfræðum við
Listaháskóla Íslands og vinnur að ritun ævisögu
Jóns Leifs.