Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.2006, Síða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.2006, Síða 15
Aldarfarslýsing Grafíksýningin felur í sér gott tækifæri til að rifja upp kynnin við listamanninn og fylgjast með framvindu verka hans – en hún gefur til- efni til vangaveltna um áform listamannsins og hugsanlega innbyggða gagnrýni í aldarfarslýsingum hans. KVENOFURHETJUR, Andrés Önd, stúlkan með perlueyrnulokk- inn, Maó og myndbrot úr verkum Picassos eru meðal þess sem nú má sjá í Hafnarhúsinu á sýningu nýlegra grafíkverka eftir hinn kunna listamann Guðmund Guð- mundsson – Erró. Sýningin er lið- ur í vel til fundinni og árlegri við- leitni safnsins að varpa ljósi á afmarkaða þætti í listsköpun Er- rós. Umrædd verk hafa bæst við safneign Listasafns Reykjavíkur sem listamaðurinn ánafnaði borg- inni 1989. Í aðliggjandi sýningarsal má einnig sjá málverk frá ýmsum tímum úr Errósafninu. Á grafíksýningunni eru mörg ný verk þar sem birtast kunnugleg stef úr eldri verkum, bæði hvað varðar myndefni og úrvinnslu. Erró leitar fanga í myndheimi nú- tímans: sækir í hasarmyndablöð og aðrar myndasögur, kínverskar áróðursmyndir, módernísk mál- verk og ímyndir kvikmynda- og poppheimsins. Í verkunum blandar hann saman ýmsum táknmyndum dægurmenningarinnar og ólíkum myndrænum stílbrögðum þannig að úr verður nýtt og óvænt sam- hengi – sem oft á tíðum er gagn- rýnið og jafnvel ádeilukennt. Myndheimur Errós einkennist af mikilli frásagnargleði en frásögnin endurómar nútímann; hún er brotakennd, hröð og einkennist af ofgnótt og sjónrænum sprengi- krafti. Verkin sem nú eru til sýnis eru gjarnan í formi myndraða, ýmist silkiþrykk eða steinþrykk. Segja mætti að hetjur af ýmsu tagi séu þar í aðalhlutverki: söguhetjur sem við þekkjum úr afþreyingarmenn- ingunni, sem sumar hverjar eru hvunndagshetjur á borð við Andr- és Önd, og hetjur hvíta tjaldsins eða dægurtónlistarinnar líkt og Marilyn Monroe og Elvis Presley. Í bland við þær sjást kínverskar alþýðuhetjur eða upphafnir póli- tískir leiðtogar og „ofurmenni“ listasögunnar – flestir karlkyns – í skírskotunum til verka Picassos, Matisse og Van Gogh. Í einni myndröðinni má sjá mikilmenni sem tengjast sögu frönsku borg- arinnar Lille þar sem Erró var fenginn til að gera veggskreytingu í ráðhúsinu. Erró fjallar þannig öðrum þræði um hetjudýrkun og nær hámarki í myndröðum þar sem blasa við aug- um kvenofurhetjur myndasagn- anna. Áherslan á vígalega has- arkroppa jaðrar við blæti og endurspeglar útlitsdýrkun samtím- ans. Hetjur Errós reynast, þegar betur er að gáð, einkum vera „nöfn“ og ímyndir sem „selja“ í markaðsvæddum heimi. Gott dæmi um það eru nýjar myndaseríur frá 2005 þar sem hann teflir annars vegar saman dúkkum og þekktum andlitum afþreyingariðnaðarins og hins vegar leikföngum og fígúrum úr málverkum Picassos og Fernd- inands Lègers. Eitt andlitið/leikfangið á mynd- unum er „stúlkan með perlueyrna- lokkinn“ en nýlega var gerð kvik- mynd eftir samnefndri skáldsögu sem byggð er á meistaraverki hol- lenska 17. aldar listmálarans Jans Vermeers. Andlit stúlkunnar gekk því í endurnýjun lífdaga utan á metsölubókarkápum og skömmu síðar í ásjónu ungrar kvikmynda- stjörnu. Dulúð þessarar hljóðlátu myndar hefur nú verið nýtt út í æsar með markaðsgildið að leið- arljósi. Andlit óþekktrar 17. aldar vinnustúlku er orðið að þekktri og þvældri táknmynd í afþreying- armenningu samtímans og er sem slík jafnframt hluti af þeim brunni sem Erró eys af í myndgerð sinni. Grafíksýningin felur í sér gott tækifæri til að rifja upp kynnin við listamanninn og fylgjast með fram- vindu verka hans – en hún gefur tilefni til vangaveltna um áform listamannsins og hugsanlega inn- byggða gagnrýni í aldarfarslýs- ingum hans. Söguhetjur nútímans Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir Anna Jóa Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús Til 7. janúar 2007 Opið alla daga kl. 10–17. Erró – Grafík MYNDLIST MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2006 15 Morgunblaðið/Kristinn Bragi Ólafsson Sú bók sem hins vegar var á borðinu á því augnabliki sem Lesbókin hafði samband við mig var Revelations, yfirlitsbók um bandaríska ljósmyndarann Diane Arbus. Lesarinn Smásögur hinnar bandarísku Shirley Jack-son eru góðar. Síðustu mánuði hef ég þó varla lesið eina heila bók, allra síst skáldsögur, því ég hef verið týndur í minni eigin sögu, og mest verið að ræna héðan og þaðan einhverju smálegu úr alls kyns bókum og blöðum, og bíómyndum, enda fjallar bókin sem ég var að skrifa að miklu leyti um þjófnað. En eftir nokkra daga, þegar ég hef ekki lengur leyfi til að skipta mér af próförkinni, ætla ég að lesa tvær glænýjar bækur sem mér voru að berast: Ógæfusama konan eftir Richard Brautigan í þýðingu Gyrðis Elíassonar, og Mírgorod, fimm sögur eftir Gogol frá Hávallaútgáfunni. Það verður gaman, ég veit það. Sú bók sem hins vegar var á borðinu á því augnabliki sem Lesbókin hafði samband við mig var Revela- tions, yfirlitsbók um bandaríska ljósmynd- arann Diane Arbus sem ég eignaðist á síðasta ári. Myndir Diane eru dásamlegur skáld- skapur sem nýtist manni á svipaðan hátt og fínasta ljóðlist, eins og margir titlarnir á myndunum eru dæmi um: Dominatrix em- bracing her client, Two ladies at the automat, Blind couple in their bedroom, A Jewish giant at home with his parents in the Bronx. Á sama hátt og Fellini safnaði ljósmyndum af andlit- um til að fletta í gegnum þegar hann vantaði hugmyndir er mjög gott að nota myndir Diane Arbus – líka þegar manni líður grunsamlega vel og þarf að kæla sig niður. Bragi Ólafsson rithöfundur. Grúskarinn Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is Það var einu sinni sögufróð kona, sem kunni lagið á litlum stelpum sem voru stöðugt að rellaum nýjar og nýjar sögur. En hvaðan hún hafði ósvífnu lausnarsöguna sem hér fer á eftir veit ég ekki, kannski vitið þið það?: Á ég að segja þér sögu, af kerlingunni rögu? Hún skvetti rennandi blautri hlandþvögu á alla krakka sem báðu hana að segja sér sögu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.