Morgunblaðið - 23.01.2006, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÍSLENSKA Á TÍMAMÓTUM
Íslensk tunga stendur á tímamót-
um og blikur á lofti um þróun hennar
og varðveislu, að því er fram kom á
fjölsóttri ráðstefnu um stöðu málsins
í Norræna húsinu í gær. Einn fyr-
irlesara gekk svo langt að spá enda-
lokum íslenskunnar innan einnar ald-
ar, að öllu óbreyttu. Aðrir töldu að
hægt væri að bjarga þjóðtungunni frá
tortímingu með samstilltu átaki.
Varðar vísindasamfélagið
Falsaðar rannsóknaniðurstöður
norska krabbameinssérfræðingsins
Jon Sudbø varða allt vísinda-
samfélagið, að mati Björns Guð-
björnssonar, formanns Vís-
indasiðanefndar. Hann telur að
misferli af því tagi hér á landi kæmi
fljótt upp á yfirborðið.
Umhverfisáhrif álvers
Drög að tillögu vegna mats á um-
hverfisáhrifum vegna fyrirhugaðs
250.000 tonna álvers Norðuráls í
Helguvík voru kynnt í gær. Drögin
verða til kynningar til 5. febrúar. Þá
taka næstu skref í ferlinu við. Reikn-
að er með að umhverfismatsferlinu
ljúki eftir um eitt ár.
Cavaco Silva vann
Anibal Cavaco Silva er nýr forseti
Portúgals ef marka má útgönguspár
en forsetakosningar voru haldnar í
landinu í gær. Cavaco Silva er 66 ára
og var forsætisráðherra Portúgals á
árunum 1985–1995 en í stjórnartíð
hans ríkti umtalsverður og stöðugur
hagvöxtur í landinu. Hann fór fram
sem óháður í forsetakosningunum í
gær en naut stuðnings Jafnaðar-
mannaflokksins, sem telst hægri
flokkur í portúgölskum stjórnmálum.
Morales tekinn við
Evo Morales, leiðtogi kóka-
ræktenda og indíána, sór í gær emb-
ættiseið sem forseti Bólivíu. Indíáni
hefur aldrei áður verið kjörinn forseti
Bólivíu í 180 ára sögu þess sem sjálf-
stæðs ríkis.
Sendir Rússum tóninn
Míkhaíl Shaakashvili, forseti
Georgíu, sakaði í gær ráðamenn í
Moskvu um að hafa staðið fyrir
„skemmdarverkum“ á gasleiðslum
frá Rússlandi til landsins, en óttast
var að gasskortur yrði í landinu þegar
í gærkvöldi. Rússneska utanríkis-
ráðuneytið sagði viðbrögð Shaak-
ashvilis hins vegar „móðursýkisleg“.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Skák 29
Fréttaskýring 8 Dagbók 30/33
Vesturland 12 Myndasögur 30
Erlent 14 Víkverji 30
Viðskipti 15 Staður og stund 32
Daglegt líf 16/17 Leikhús 33
Menning 18, 34/37 Bíó 34/37
Umræðan 19/22 Ljósvakar 38
Forystugrein 20 Veður 39
Minningar 23/27 Staksteinar 39
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is
Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is
Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson
Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Laugavegi 174 sími 590 5000 Kletthálsi 11 sími 590 5040
Númer eitt í notuðum bílum
Opið mánudaga til föstudaga 10–18 • Laugardaga 12–16
MMC Pajero GLS 3,5 árg. 2004
Ek. 10.500 km sjálfsk.
Verð: 4.690.000 kr.
LANDSVIRKJUN (LV) hefur veitt
fiskeldisfyrirtækjum með sjódælingu
afslátt af rafmagnsverði allt frá árinu
1987, að því er fram kemur í frétta-
tilkynningu LV vegna umræðu um
raforkuverð til fiskeldis.
„Í upphafi var það gert vegna þess
að um sprotafyrirtæki var að ræða og
þótti efnilegt að gera tilraun með
þessa grein sem síðar gæti orðið stór-
notandi á rafmagni. Á síðari árum
tóku fleiri raforkuframleiðendur
einnig þátt í því að gefa fiskeldisfyr-
irtækjum afslátt af rafmagnsverði.
Fyrir ári síðan þegar raforkulög
fyrir alvöru breyttu skipan orkufyr-
irtækja í samkeppnisrekstur og
einkaleyfisrekstur óskuðu forsvars-
menn fiskeldisfyrirtækja eindregið
eftir því að þeir fengju tækifæri til að
ljúka tilraunum með fiskeldi sem enn
stæðu yfir og til þess þyrftu þeir að fá
ódýrt rafmagn til næstu þriggja ára.“
Landsvirkjun kveðst hafa verið eini
raforkuframleiðandinn sem lýsti sig
reiðubúinn að taka þátt í slíkri tíma-
bundinni ráðstöfun en aðrir raforku-
framleiðendur ekki treyst sér til hins
sama. Síðan hefði LV veitt afslátt af
smásölurafmagni til nokkurra fisk-
eldisfyrirtækja. Nú sé liðið eitt ár af
þessu þriggja ára tímabili og fiskeld-
isfyrirtækin ekki kynnt neinar niður-
stöður úr tilraununum.
Hafa stutt við fiskeldið
Þá segir í fréttatilkynningu LV að
orð Jóns Kjartans Jónssonar, for-
svarsmanns Sæsilfurs, um að hátt
raforkuverð sé önnur meginástæða
þess að hann hyggist nú leggja niður
fiskeldisrekstur séu óskiljanleg í ljósi
þess sem hér hefur verið sagt.
„Landsvirkjun mótmælir þeirri
röngu fullyrðingu að hátt raforkuverð
sé ástæða þess að fiskeldi Sæsilfurs í
Mjóafirði sé lokað. Þar er ekki notað
rafmagn í þeim mæli sem gert er í
seiðaeldinu þar sem er sjódæling.“
LV kveðst hafa stutt við bakið á
fiskeldisfyrirtækjum með sjódælingu
og veitt þeim afslátt á raforkuverði
svo ganga mætti úr skugga um hvort
fiskeldið væri arðbær atvinnugrein
eða ekki. „Því miður virðast margir
utanaðkomandi þættir aðrir en hátt
raforkuverð hafa gert þennan rekstur
erfiðan og leitt til þessarar ákvörð-
unar forsvarsmanna Sæsilfurs,“ segir
í tilkynningunni.
STÆRSTA kaupstefna tónlist-
argeirans, Midem, hófst í Cannes í
Suður-Frakklandi í gær. Íslend-
ingar hafa sótt í sig veðrið á Midem
á síðustu árum en þetta er þriðja ár-
ið í röð sem Útflutningsráð er með
íslenskan bás á kaupstefnunni.
Fimmtán fyrirtæki og fjögur fé-
lagasamtök eru með aðstöðu á ís-
lenska básnum og hafa aldrei verið
fleiri.
Básinn er glæsilegur og hefur
vakið athygli sýningargesta. Þar eru
spiluð íslensk tónlistarmyndbönd á
stórum sjónvarpsskjám, gefin að-
gangsorð til að hlaða niður tónlist af
tonlist.is, boðið í Íslandspartí þar
sem kostur gefst á að vinna ferð til
landsins og, ásamt fróðleik um ís-
lenska tónlist og tónlistarfólk, boðið
upp á Icelandic Glacial-vatn á flösk-
um.
Óvíst um frekari þátttöku
Þetta er sem fyrr segir þriðja ár-
ið, og samkvæmt upphaflegri áætlun
síðasta árið, sem Útflutningsráð
skipuleggur sameiginlega þátttöku
Íslendinga á Midem undir slagorð-
inu Hear Iceland! Vilhjálmur Jens
Árnason, forstöðumaður hjá Út-
flutningsráði, segir að ekki hafi verið
tekin ákvörðun um hvort framhald
verði á þátttöku Útflutningsráðs.
Hann segir þó ljóst að þau fyrirtæki
sem hafi tekið þátt öll þrjú árin séu
nú fyrst farin að uppskera vel og ná
sínum besta árangri.
Fyrirtækin sem eru með aðstöðu
á íslenska básnum á Midem 2006
eru: 12 Tónar, 21 12 Culture Comp-
any, Believer, Concert, Plan B, Dag-
ur Group, Dimma, Geimsteinn, Ís-
lensk tónverkamiðstöð, Musik, My
Pocket Productions, Reykjavík Re-
cords, River of Light Records,
Smekkleysa SM og Sound Factory.
Félagasamtökin eru: Samtónn,
STEF, FÍH og TÍ.
Ísland í Music Week
Talsverðar væntingar eru gerðar
til dagsins í dag þegar nýtt tölublað
tímaritsins Music Week kemur út en
þar verður viðamikil umfjöllun um
Ísland. Telur Anna Hildur Hildi-
brandsdóttir hjá Útflutningsráði að
um verði að ræða stærstu umfjöllun
hingað til um íslenskan tónlistar-
markað á vegum fagtímarits í tón-
listargeiranum.
Daginn áður en Midem var hleypt
af stokkunum fyllti tónlistar-
tækniráðstefnan MidemNet sali ráð-
stefnuhallarinnar í Cannes og kom-
ust færri að en vildu, enda löngu
uppselt á tækniráðstefnuna.
Sækja í sig veðrið í Cannes
Eftir Soffíu Haraldsdóttur
soffia@mbl.is
Morgunblaðið/Soffía Haralds
Vilhjálmur Jens Árnason, fulltrúi Útflutningsráðs, og María Björk Sverris-
dóttir. María Björk var að kynna söngkonuna ungu, Jóhönnu Guðrúnu.
MIKILL meirihluti þjóðarinnar tel-
ur að hægt sé að sætta sjónarmið
umhverfisverndar og virkjunar
vatns- og gufuafls og að ál- og raf-
orkufyrirtæki á Íslandi standi vel að
umhverfismálum. Þetta kemur fram
í könnun sem IMG Gallup gerði að
beiðni Samtaka atvinnulífsins í nóv-
ember síðastliðnum. Könnunin var
gerð í tengslum við ráðstefnu sem
haldin verður á Hótel Nordica á
föstudaginn um gildi ál- og orku-
framleiðslu á Íslandi, sem ber heitið
Orkulindin Ísland.
Þátttakendur voru spurðir hvort
þeir teldu hægt að sætta sjónarmið
umhverfisverndar og virkjunar
vatns- og gufuafls. 88% svöruðu því
játandi að hægt væri að sætta sjón-
armið umhverfisverndar og virkjun-
ar gufuafls og 70% töldu sjónarmið
umhverfisverndar og virkjunar
vatnsafls geta verið samrýmanleg.
Þátttakendur voru einnig spurðir
hvort þeir teldu ál- og raforkufyr-
irtæki á Íslandi standa sig vel eða
illa í umhverfismálum og töldu 77%
að raforkufyrirtæki stæðu sig vel í
umhverfismálum en 13% illa. 72%
töldu álfyrirtæki standa sig vel í
umhverfismálum en 16% illa.
Tvær hliðar á
umhverfisumræðunni
Gústaf Adolf Skúlason, forstöðu-
maður stefnumótunar- og sam-
skiptasviðs Samtaka atvinnulífsins,
segir að niðurstöðurnar hafi í sjálfu
sér ekki komið á óvart.
„Það er búin að vera mikil um-
ræða upp á síðkastið um virkjunar-
mál og hún hefur verið mjög nei-
kvæð á köflum. Við töldum okkur
vita að það væri nokkuð breiður
stuðningur við þessa stefnu sem hér
hefur verið rekin, það er að segja,
að nýta þessar endurnýjanlegu
orkulindir að því gefnu að það sé
gert í ágætri sátt við umhverfið
hverju sinni,“ segir Gústaf. „Það
þarf að finna eitthvert jafnvægi á
því hversu mikið rask við viljum að
verði gert á íslenskri náttúru. Það
þarf alls ekki að vera mikið í öllum
tilfellum.“
Gústaf segir ánægjulegt að sjá
hve ímynd orku- og álfyrirtækjanna
sé jákvæð í umhverfismálum.
„Það gæti kannski komið á óvart
af umræðunni að dæma,“ segir
hann. „Það er mikil umræða í gangi
um umhverfismál og við viljum
gjarnan koma því á framfæri að við
notum öll og munum áfram nota raf-
magn og ýmis tæki og tól sem eru
búin til úr áli. Ál er framleitt víða í
heiminum en það er kannski gert
með fimmfaldri losun gróðurhúsa-
lofttegunda þar sem notuð eru til
þess kol, olía og gas. Á Íslandi er
þetta gert með mun umhverfis-
vænni hætti. Það eru tvær hliðar á
umhverfisumræðunni, það er spurn-
ing um ásættanlegt rask á íslenskri
náttúru en líka um okkar framlag til
þess að draga úr gróðurhúsaloftteg-
undaútblæstri í heiminum.“
Hægt að sætta sjónarmið um-
hverfisverndar og virkjunar
Eftir Hrund Þórsdóttur
hrund@mbl.is
Mótmælir því að hátt
raforkuverð sé ástæða
lokunar Sæsilfurs