Morgunblaðið - 23.01.2006, Page 31

Morgunblaðið - 23.01.2006, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 2006 31 DAGBÓK FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár KÓPAVOGUR HÚSNÆÐI OG BYGGINGARÉTTUR Höfum fengið í sölu atv. húsnæði á efri hæð alls um 400 fm, eigninni fylgir byggingaréttur. Húsið er vel staðsett með miklu útsýni sem gefur möguleika á breytingu í 12-18 íbúðir. Aðalskipulagi hefur verið breytt til að opna fyrir þennan möguleika. Allar nánari uppl. veita Hákon og Ellert á skrifstofu Gimli. Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Lærum allar tungur en gleymum ekkiokkar eigin,“ er yfirskrift málþingssem Stofnun Vigdísar Finnbogadótt-ur í erlendum tungumálum og Náms- leið í viðskiptatungumálum við Háskólann í Reykjavík standa fyrir í Hátíðasal Háskóla Ís- lands, miðvikudaginn 25. janúar, klukkan 15.30 til 17.30, og er það öllum opið. „Tilefni málþingsins eru námskrárdrög í er- lendum tungumálum fyrir grunn- og fram- haldsskóla sem menntamálaráðuneytið hefur óskað eftir viðbrögðum við,“ segir Auður Hauksdóttir, dósent í dönsku við Háskóla Ís- lands og forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur. „Við höfum kynnt okkur ít- arlega námskrárdrögin og höfum áhyggjur af ákveðnum þáttum, ekki síst skerðingu þriðja máls og tilfærslu á dönsku, eins og fram kemur í skýrslu sem kynnt verður á málþinginu.“ Auður verður frummælandi á málþinginu ásamt Oddnýju G. Sverrisdóttur, dósent í þýsku og deildarforseta hugvísindadeildar Há- skóla Íslands, og Margréti Jónsdóttur, dósent í spænsku og umsjónarmanni tungumálaáherslu Háskólans í Reykjavík. Þá mun Aðalsteinn Leifsson, aðjúnkt í viðskiptadeild HR, flytja er- indi undir yfirskriftinni: „Tungumálakunnátta: Samkeppnisforskot í viðskiptum“. Og Ragnar Sigurðsson, prófessor í stærðfræði við HÍ, talar um „Tungumál, stærðfræði og raunvísindi“. Að því loknu verða almennar umræður. „Við höfum unnið skýrslu þar sem við förum mjög ítarlega yfir námskrárdrögin og komum með tillögur að annarri útfærslu, sem við telj- um líklegri til að tryggja áframhaldandi góða kunnáttu í erlendum tungumálum. Við teljum brýnt að viðhalda þeirri sérstöðu Íslendinga að kunna tiltölulega mörg tungumál, þrjú til fjög- ur, nægilega vel til þess að geta t.d. stundað nám við erlenda háskóla. Tungumálakunnátta er nauðsynleg í atvinnulífinu og hún er óend- anleg uppspretta menningarlegs margbreyti- leika“. Auður segir að mjög hafi dregið úr þeim tíma sem varið sé til tungumálakennslu í skóla- kerfinu í öðrum málum en ensku og sé það að vissu leyti þvert á það sem aðrar þjóðir séu að gera og gangi á svig við forsendur nám- skránna. „Við höfum áhyggjur af því að færri nemendur á framhaldsskólastigi stunda nám í þriðja og fjórða tungumáli en undanfarna ára- tugi,“ segir hún. „Íslendingar hafa einnig mikla hagsmuni af því að kunna Norðurlandatungu- mál. Það sést meðal annars á þeim gífurlega fjölda íslenskra námsmanna, sem er við nám í Danmörku, en þeir telja um 1.800 samkvæmt upplýsingum frá Lánasjóði íslenskra náms- manna. Þá er danska lykill að öllum sam- skiptum við Norðurlandabúa. Við teljum það einnig mikið hagsmunamál að íslenskir náms- menn fái nægilegan undirbúning til þess að geta lagt stund á háskólanám annars staðar í Evrópu og í því sambandi hefur þriðja málið verið lykillinn.“ Auður segir áberandi í námskrárdrögunum mikla takmörkun þriðja máls á náttúrufræði- brautum. „Við teljum það tímaskekkju, því að þeir sem leggja fyrir sig tækni, vísindi og viðskipti þurfa einmitt á víðtækri tungumálakunnáttu að halda.“ Að lokum leggur hún áherslu á að með þess- um viðbrögðum við námskrárdrögunum sé ver- ið að bregðast við hvatningu menntamálaráð- herra. „Við erum fagaðilar sem látum okkur annt um að samkeppnisstaða og gæði einstaklinga og þjóðfélagsins í heild rýrni ekki. Við munum kynna sjónarmið okkar á málþinginu og koma þeim síðan til menntamálaráðuneytisins.“ Málþing | Skýrsla um námskrárdrög í erlendum málum fyrir grunn- og framhaldsskóla  Auður Hauksdóttir fæddist í Reykjavík 1950. Hún lauk BA- prófi í dönsku og heim- speki frá Háskóla Ís- lands vorið 1977, meistaraprófi í dönsku frá Hafnarháskóla og doktorsprófi frá sama skóla 1998. Auður er dósent í dönsku við Há- skóla Íslands og for- stöðumaður Stofnunar Vigdísar Finn- bogadóttur frá 2001. Auður hefur kennt dönsku á öllum skólastigum. Áhyggjur af tungumálamenntun „600 út.“ Norður ♠-- ♥DG62 N/Allir ♦ÁKD1084 ♣1076 Vestur Austur ♠K73 ♠Á108542 ♥Á83 ♥K104 ♦6532 ♦G ♣DG4 ♣853 Suður ♠DG96 ♥975 ♦97 ♣ÁK92 Spilið að ofan er frá 6. umferð Reykjavíkurmótsins og 600 var algeng tala í NS fyrir níu slagi í þremur gröndum. En á einu borði fengu AV 600 – fyrir að taka þrjú grönd sex nið- ur! Vestur Norður Austur Suður -- 1 tígull 2 spaðar Pass Pass 3 tíglar Pass 3 grönd Pass Pass Pass Vörnin á fjóra toppslagi og getur sótt sér einn til með laufdrottningu út, en spaði er eðlilegt útspil og þá ætti sagnhafi að hafa betur. Skoðum málið: Spaði út upp á ás og lauf um hæl (besta vörn). Suður drepur og spilar spaða- drottningu, sem vestur tekur og spilar laufi. Sagnhafi drepur, tekur slag á spaðagosa og hirðir síðan sex slagi á tígul. Einfalt, ekki satt? Sagnhafinn sem fór sex niður fékk engan slag á tígul – hann svínaði tíg- ulníunni eftir að hafa tekið svörtu slag- ina þrjá heima. Austur fékk á gosann blankan og svo átti vörnin afganginn. „Hvernig datt þér í hug að svína, maður!“ Sveitarfélagarnir voru gramir og hneykslaðir. En suður gaf sig hvergi: „Ég hefði skammast mín fyrir að vinna spilið – enginn segir tvo spaða á hættunni með Á10 smátt sjötta og jafna skiptingu. Það var bara óheppni að einspilið í tígli skyldi vera gosinn.“ BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. a3 Bb7 5. Rc3 g6 6. Dc2 Bxf3 7. exf3 Bg7 8. Bg5 h6 9. Be3 d5 10. 0–0–0 0–0 11. h4 Rc6 12. g4 dxc4 13. Bxc4 Ra5 14. Ba2 Rd5 15. Rxd5 exd5 16. f4 c5 17. dxc5 d4 Staðan kom upp á minningarmóti Keresar sem lauk fyrir skömmu í Tall- inn í Eistlandi. Hinn 18 ára Nikita Vitiugov (2.538) frá Rússlandi hafði hvítt gegn hinum heillum horfna of- urstórmeistara Alexey Shirov (2.710). 18. Bxd4! Bxd4 19. Dxg6+ Kh8 20. Dxh6+ Kg8 21. g5 Dc7 22. g6 Dxc5+ 23. Kd2 Be3+ 24. fxe3 hér hefði verið öflugra að leika 24. Ke1 Bxf2+ 25. Kf1 og svartur getur ekki forðast mát með góðu móti. 24. … Rc4+ 25. Bxc4 Hfd8+ 26. Kc2 26. Kc3 var öflugra þar sem eftir 26. … De3+ 27. Kc2 De4+ 28. Kb3 hefur hvítur gjörunnið tafl. 26. … Dxc4+ 27. Kb1 De4+ 28. Ka1 fxg6?! 28. … Hxd1+ hefði veitt meira viðnám. 29. Hdg1 Kf7 30. h5 og svart- ur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Enn um Fréttablaðið ÞAÐ væri gaman ef óháður aðili eins og Gallup gerði könnun á lestri og útburði Fréttablaðsins. Fréttablaðið hefur ekki sést í minni götu frá því í nóvember en ég bý í Fossvogi. Fréttablaðið er alltaf að gorta yfir því að það sé mest lesna blaðið, hvað er að marka það ef blaðið skilar sér ekki til lesenda? Eins stafar mikill sóðaskapur af pökkum af Fréttablaðinu sem eru rifnir upp út á götu og látnir rigna niður og svo fýkur þetta út um allt í hverfinu. Eins er Sjónvarpsvísirinn hætt- ur að koma og Birtu sér maður ekki lengur. Lesandi í Fossvogi. Ábending ÉG vil koma á framfæri áskorun til ráðamanna sem ráða launa- stefnunni í þjóðfélaginu. Þeir ættu að leggja niður þessa prósentu- hækkun á öll laun. Þó að láglauna- maðurinn fái 10% þá fer það upp allan stigann, þannig að há- tekjufólkið fær einnig 10%, sem er meiri hækkun í krónutölu en lág- launamaðurinn fær. Láglaunamaður. Að græða peninga ÉG hlustaði á útvarp sl. fimmtu- dagsmorgun. Í þættinum var mað- ur sem auglýsti að hann gæti af- ruglað fólk þannig að það gæti hætt að reykja – og kostaði við- talið sem var 50 mínútur 16.500 kr. Mér blöskraði þetta því þarna er verið að notfæra sér erfiðleika annarra og græða á því peninga. Elísabet. Myndavél í óskilum SONY-myndavél fannst í Þing- holtsstræti í Reykjavík á móts við gamla Borgarbókasafnið, laugar- daginn 14. jan. sl. Upplýsingar í síma 567 5967 eftir kl. 18. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Eldri borgarar spila brids (tvímenn- ing) alla mánu- og fimmtudaga í fé- lagsmiðstöðinni. Skráning kl. 12.45 á hádegi. Spil hefst kl. 13. Þátttökugjald kr. 200. Kaffi og meðlæti fáanlegt í spilahléi. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Postulínsmálun kl. 9, handavinnu- stofan opin kl. 13, brids kl. 13, fé- lagsvist kl. 20.30. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Op- ið í Garðabergi kl. 12.30–16.30. Kvennaleikfimi kl. 9, 9.50 og 10.45 og glerskurður kl. 13, í Kirkjuhvoli. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar. Kl. 10.30 sund og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug. Frá hádegi spilasalur opinn. Kl. 13.30 kór- æfing. Miðvikud. 25. jan. er farið á listsýningar í Gerðarsafni í Kópavogi, lagt af stað kl. 13.30. Föstud. 27. jan. kl. 16 opnuð listmunasýning Sigrúnar Björgvins., m.a.syngur Gerðubergs- kórinn. Hraunbær 105 | Kl. 9 Perlusaumur, almenn handavinna, kaffi, spjall, dag- blöðin. Kl. 10 bænastund. Kl. 12 há- degismatur. Kl. 15 kaffi. Hraunbær 105 | Föstud. 27. jan. verður þorrablót. Húsið opnar kl. 17.30 Þorrahlaðborð hefst kl. 18. Verð kr. 3000. Skráning í síma 587 2888 og á skrifstofu fyrir 25. janúar. Fjölmennið og takið með ykk- ur gesti. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9. Pútt kl. 10. Ganga kl. 9.30. Tréskurður kl. 13. Félagsvist kl. 13.30. Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa hjá Sigrúnu kl. 9–16, mósaik, ull- arþæfing og íkonagerð. Jóga kl. 9–11. Frjáls spilamennska kl. 13–16. Böðun Félagsstarf Aflagrandi 40 | Félagsvist kl. 14. við- talstími hjúkrunarfræðings kl. 9.30– 11. Leikfimi í dag kl. 9. Boccía kl. 10. Vinnustofur opnar frá kl. 9–16.30. Árskógar 4 | Bað kl. 8–16. Handa- vinna kl. 9–16.30. Smíði/útskurður kl.9–16.30. Söngstund kl. 10.30. Fé- lagsvist kl. 13.30. Myndlist kl. 16. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, bútasaumur, samverustund, fótaaðgerð. Dalbraut 18–20 | Fastir liðir eins og venjulega. Minnum á Tungubrjóta mánudaga kl. 13.30, félagsvist þriðju- daga kl. 14, söng fimmtudaga kl. 14. Skráning hafin á myndlistarnámskeið sem hefst 31. jan. kl. 9–12. Þorrablót 3. feb. Dagskrá send heim sé þess óskað. S. 588 9533. FEBÁ, Álftanesi | Opið hús kl. 13–16. Vilborg leiðbeinir við handverk og sér um kaffiveitingar. Akstur annast Auð- ur og Lindi, s.565 0952. Félag eldri borgara í Kópavogi | Fé- lagsvist í kvöld kl. 20.30 í Gullsmára. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13. Kaffitár með ívafi kl. 13.30. Línudanskennsla kl. 18. Sam- kvæmisdans, framh. kl. 19 og byrj- endur kl. 20. Skemmtun og kynning á FEB, haldin í félagsheimilinu á Sel- tjarnarnesi miðvikud. 25. jan. kl. 16. Fjölbreytt dagskrá. Veitingar. Nám- skeið í framsögn 7. febr. Uppl. og skáning í síma 588 2111. Félagsheimilið Gjábakki | Kl. 9–12 handavinna, kl. 9.30 boccía, kl. 9.30 gler- og postulínsmálun, kl. 13.15 lomber, kl. 17 kóræfing, kl. 20.30 skapandi skrif. Ath: Enn er laust pláss á námskeið í tréskurði. fyrir hádegi. Fótaaðgerðir s. 588 2320. Hæðargarður 31 | Fastir liðir þeir sömu. Námskeið í ljóðagerð hefst í dag kl. 16. Framsagnarhópur þriðjud., opinn tími og miðvikud., framhalds- hópur kl. 10–12. Tölvunámskeið kl. 13 laugard. Þorrablótið er 27. jan. Send- um dagskrá í pósti eða netbréfi sé þess óskað. Síminn er 568 3132. Korpúlfar Grafarvogi | Sundleikfimi í Grafarvogslaug kl. 9.30 á morgun. Laugardalshópurinn Blik, Laug- ardalshöll | Leikfimi fyrir eldri borg- ara í Laugardalshöll kl. 12. Norðurbrún 1, | Kl. 9 smíði, kl. 11.30 upplestur, kl. 13–16.30 opin vinnu- stofa. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9–12.30, bókband og bútasaumur kl. 9–13, hárgreiðsla og fótaaðgerð- arstofur kl. 9, morgunstund kl. 9.30, boccia kl. 10–11, handmennt almenn kl. 13–16.30, glerbræðsla og frjáls spilamennska kl. 13. Kirkjustarf Árbæjarkirkja | Bæna og helgistund kl. 10 í félagsmiðstöðinni Hraunbæ 105. Umsjón sr. Þór Hauksson og Kristina Kalló Szklenár. Hjallakirkja | Æskulýðsfélag fyrir 8. bekk í Hjallakirkju kl. 20–21. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Alfa 2 kl. 19. Nýtt námskeið að hefjast. Það er enn laust. Allir velkomnir. www.- gospel.is - www.alfa.is Kristniboðssalurinn | Samkoma í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58–60 miðvikud. 25. jan. kl. 20. „Hann bjargar hinum snauða.“ Bjarni Gíslason kristniboði talar. Nokkur orð: Jarle Reiesen. Kaffi. Allir velkomnir. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos OPNI listaháskólinn efnir til tveggja fyrirlestra í dag og á morgun í Listaháskóla Íslands. Kl. 12.30 í dag fjallar Sigurjón Haraldsson, markaðs- og þróun- arstjóri hjá Ambia ehf., um það hvernig hægt sé að gera hugverk að markaðsvöru með skipulögðu ferli og vinnubrögðum við ný- sköpun, hugmynda-, rannsóknar- og þróunarvinnu. Einnig hvernig megi greina markaðsþarfir. Fyr- irlesturinn verður í stofu 24 í Laugarnesi. Á morgun fjallar Ilmur Stef- ánsdóttir myndlistarmaður um verk sín síðustu fimm árin, í stofu 17 í Listaháskólanum, Skipholti 1, stofu 113. Ilmur sýnir vídeó- verk og ljósmyndir. Verkin fjalla um hluti í umhverfi okkar, hvern- ig við nálgumst þá, hvaða virkni þeir hafa og hvort skoða megi þá út frá nýju sjónarhorni. Áhugi Ilmar varðandi hluti beinist mest að hegðun fólks í kringum þá og þá kannski helst óvenjulegri hegðun. Fyrirlestrar í Opna listaháskólanum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.