Morgunblaðið - 23.01.2006, Page 9
Fatagjafir enda á mörkuðum í Afríku
NOTUÐ föt sem send eru frá vest-
urheimi til þróunarlanda enda yfir-
leitt í stórum hrúgum á mörkuðum
þar sem þau eru seld fyrir lítinn
pening. Afleiðingarnar fyrir fata-
iðnað landa í Afríku hafa verið
slæmar og hann hefur jafnvel lagst
alfarið af. Þetta segir Njoki Njorge
Njehu frá Kenýa en hún var meðal
framsögufólks á fundi um al-
þjóðlega samvinnu í þróunarmálum
á World Social Forum í Malí á
laugardag.
Njehu er talskona Solidarity
Africa Network og fer einnig fyrir
samtökum í Kenýa sem kallast
Daughters of Mumbi og vinna eink-
um að uppbyggingu félagssamtaka
í Afríku.
Njehu segir að fataiðnaður í
mörgum löndum Afríku, t.d. Úg-
anda, Kenýa og Zambíu, hafi hrein-
lega lagst af, m.a. vegna ódýrs fatn-
aðar sem ýmist kemur frá Kína eða
í fatagjöfum frá Vesturlöndum.
„Þar sem ég bjó í Washington [í
Bandaríkjunum] voru gámar á göt-
unum þar sem fólk gat gefið notuð
föt. Fólk í norðri gefur fatnað af
góðum hug en þótt þetta eigi að
heita gefins enda fötin alltaf á
mörkuðum. Ef ég á að vera hrein-
skilin þá er ég ekki viss hvort sé
verra, að fötin séu gefin eða þau
seld fyrir lítinn pening.“
Þarf að breyta hugmyndum
um þróunaraðstoð
Á fundinum á laugardag var sér-
staklega rætt hversu lítið mið sé
tekið af mannlegri reisn þegar
ákvarðanir eru teknar um þróun-
araðstoð. Njehu bendir á að lítil
reisn sé fólgin í því að ganga í nær-
fötum eða gömlum skóm af annarri
manneskju. Að hennar mati þarf að
breyta þeirri hugmynd að þriðja
heims lönd séu þiggjendur í al-
þjóðasamfélaginu og að ríkari lönd
gefi þeim „gjafir“ eins og foreldrar
gefa barni.
„Þetta þarf ekki að vera þannig
að annað landið hafi enga hagsmuni
af. Ef við tökum Ísland sem dæmi.
Það er kalt land og erfitt að rækta
ávexti eins og mangó. Íslendingar
vilja samt kannski borða mangó og
þá er spurning hvort Ísland og
Kenýa geti ekki gert með sér
samning um það,“ segir Njehu og
leggur áherslu á að þróunarhjálp
eigi ekki að fara fram með tómum
gjöfum heldur með viðskiptum.
Hins vegar sé annars konar þró-
unaraðstoð einnig mikilvæg, t.d. á
sviði menntunar og heilsugæslu, en
að þá þurfi að fara fram samræða
milli þeirra sem eiga að þiggja
hjálpina og þeirra sem veita hana.
„Því miður er aðstoðin oft með
þeim hætti að ríkara landið
ákveður hvað skuli gert og jafnvel
hvaða fyrirtæki annast verkið.
Þetta snýst kannski um að ef við
teljum okkur helst þurfa hjálp í
baráttunni gegn alnæmi að Ísland
stígi ekki inn og byggi skóla,“ tekur
Njehu sem dæmi. „Þess vegna er
slagorðið okkar: Ekkert um okkur,
án okkar.“
World Social Forum lýkur form-
lega í dag en talið er að um tíu þús-
und manns hafi tekið þátt. Dag-
skráin hefur verið fjölbreytt en
m.a. hefur verið fjallað um stríðið í
Írak, framtíð nýjustu samninga al-
þjóðastofnana á borð við Alþjóða-
gjaldeyrissjóðinn, samband Evr-
ópusambandsins og Afríku og
ofbeldi gegn konum í Marokkó svo
fátt eitt sé nefnt. Á morgun hefst
jafnframt World Social Forum í
Caracas í Venesúela en ætla má að
málefni Suður-Ameríku setji sterk-
an svip á dagskrána þar.
Morgunblaðið/Halla Gunnarsdóttir
Á markaði í Segou í Malí eru stórar hrúgur af notuðum fatnaði frá Vesturlöndum.
Njoki Njorge Njehu talaði á fundi um
þróunaraðstoð og mannlega reisn.
Eftir Höllu Gunnarsdóttur í Malí
hallag@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 2006 9
FRÉTTIR
Mánudagur 23.11
Ofnbakað eðalbuff m/sætri kartöflu
Þriðjudagur 24.11
Gadó Gadó-indónesískur pottur
Miðvikudagur 25.11
Spínat-lasagne
Fimmtudagur 26.11
Orkuhleifur m/rótargrænmetismús
& heit sósa
Föstudagur 27.11
Chillipottur m/pönnsum
Helgin 28.11-29.11
Hnetusteik m/waldorfsalati
Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigi 5
• Sími 581 2141
Meiri verðlækkun
Ásnum – Hraunbæ 119 – Sími 567 7776
ÚTSALAN
hefst í dag!
30-60% afsláttur
Flott klassísk föt fyrir
dömur á öllum aldri
Þýsk gæðavara
— gæði og glæsileiki
40 — 50 — 60%
afsláttur
Nýbýlavegi 12, Kópavogi
Sími 554 3533
Ú
tsala
20% aukaafsláttur
Gerið góð kaup
Opið virka daga 10-18 • laugardaga 10-16Nýbýlavegi 12, Kóp. • sími 554 4433