Morgunblaðið - 23.01.2006, Page 29

Morgunblaðið - 23.01.2006, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 2006 29 Atvinnuauglýsingar Oddur bakari Afgreiðslustarf Okkur vantar fólk í afgreiðslu í bakaríum okkar. Upplýsingar gefur Oddur í síma 699 3677 eða 588 8801. Raðauglýsingar 569 1100 Kennsla Kyrrðardagar í Skálholti Á kyrrðardögum gefst kostur á andlegri og líkamlegri hvíld og uppbyggingu í kyrrð, helgi og sögu Skálholtsstaðar. Næstu kyrrðardagar verða helgina 27.-29. janúar Leiðsögn: Dr. Einar Sigurbjörnsson og sr. Guðrún Edda Gunnarsdóttir. Slökun: Jóhanna Sigurðardóttir sjúkraþjálfari. Meginstef: Sálmar Lúters á okkar tíð. Upplýsingar og skráning í Skálholtsskóla, sími 486 8870, netfang: skoli@skalholt.is . Velkomin á kyrrðardaga. Styrkir Kirkjubyggingarsjóður Reykjavíkurborgar Auglýst er eftir umsóknum um styrk úr Kirkjubyggingarsjóði Reykjavíkurborgar Hlutverk sjóðsins er að styrkja byggingar kirkna og safnaðarheimila sókna í Reykjavík. Þá má veita styrki til endurbóta og meiriháttar við- halds kirkna í Reykjavík. Umsóknum, sem greini frá fyrirhuguðum verk- framkvæmdum, kostnaðaráætlun og öðrum upplýsingum sem skipta máli svo sem fjár- mögnun verksins og ársreikningunum, skal skilað til formanns sjóðstjórnar, Jónu Hrannar Bolladóttur, Ráðhúsi Reykjavíkur, fyrir 23. fe- brúar 2006 merktum „Kirkjubyggingarsjóður Reykjavíkurborgar“. Frekari upplýsingar um sjóðinn fást hjá formanni sjóðstjórnar, tölvu- póstfang jonahronn@gardasokn.is. Félagslíf  MÍMIR 6006012319 III Þorrafundur  HELGAFELL 6006012319 IV/V Heimsókn til Heklu  HEKLA 6006012319 IV/V  GIMLI 6006012319 II Þorrafundur I.O.O.F. 19  18601238  E.I. I.O.O.F.10  1861238  N.K. / M.T.W. Heimsókn til Heklu 6006012319 Á SKÁKÞINGI Reykjavíkur, sem að þessu sinni ber nafnið Skelj- ungsmótið, er teflt um nafnbótina Skákmeistari Reykjavíkur og sá Reykvíkingur sem fær flesta vinn- inga á mótinu mun fá hina eftirsóttu nafnbót. Alls taka 58 skákmenn þátt í mótinu og eru þeir á öllum aldri. Drjúgur hluti þátttakenda er ungir skákmenn og margir þeirra eru nokkuð efnilegir. Elsti keppandinn á mótinu er hins vegar hinn 84 ára Bjarni Magnússon. Bjarni hefur tekið þátt í ófáum skákmótum í gegnum tíðina og teflt við flesta ef ekki alla bestu skákmenn landsins. Ein fyrsta skákin í bók Friðrik Ólafssonar ,,Við skákborðið í ald- arfjórðung“ er sigurskák Friðriks gegn Bjarna sem tefld var þegar fyrsti stórmeistari Íslendinga var enn táningur að aldri. Það er lofs- vert að Bjarni sé enn að og sýni ungviðinu fram á sannleiksgildi hins fornkveðna að hvað ungur nemur, gamall temur. Nokkur óvænt úrslit hafa litið dagsins ljós á Skeljungsmótinu. Það kemur reyndar ekki lengur á óvart að hinn 12 ára Hjörvar Steinn Grét- arsson (2.040) geri sér eldri og reyndari skákmönnum skráveifu en hann hefur m.a. lagt Hrannar Bald- ursson (2.174) að velli á mótinu. Framganga Haukamannsins Þor- varðs F. Ólafssonar (2.132) hefur vakið mesta athygli en hann bar sigur úr býtum í þriðju umferð gegn Benedikt Jónassyni (2.293). Gaflarinn lét hér ekki staðar numið heldur mætti hann vígreifur til leiks gegn Sigurði Daða Sigfússyni (2.339) í næstu umferð. Hvítt: Þorvarður F. Ólafsson (2.132) Svart: Sigurður Daði Sigfússon (2.339) 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 Rf6 4. e5 Rfd7 5. Bd3 c5 6. c3 Rc6 7. Re2 Db6 8. Rf3 cxd4 9. cxd4 f6 10. exf6 Rxf6 11. 0-0 Bd6 12. Bf4 Bxf4 13. Rxf4 0-0 14. b3 Kh8? Það er algengt hjá skákmönnum að flagga ekki tapskákum sínum en Sigurður Daði vék sem betur fer frá því þegar hann rakti þessa skák á Skákhorni skákmanna á Netinu og hrósaði andstæðingi sínum í há- stert. Í máli hans kom fram að hann hafði aldrei fyrr teflt franska vörn og að í skákinni hefði komið í ljós að hann hefði haft litla tilfinningu fyrir stöðutýpunni þó að hann hefði fyrir skákina lært helstu afbrigðin utan- bókar. Í fræðunum hefur textaleik- urinn þótt varhugaverður vegna sóknar hvíts á kóngsvæng og hefur svartur því yfirleitt leikið 14. …Re4 í stöðunni. Sjá stöðumynd 1. 15. Rg5! Þorvarður er alveg með á nót- unum í stöðunni og sækir fram af afli. Hótunin er nú 16. Rxh7 og skynsamlegast er fyrir svartan að leika 15. … g6 þó að staða hans sé vissulega ekki öfundsverð. 15. … e5? 16. Rxh7! Rxh7 17. Dh5 e4 18. Rg6+ Kg8 19. Dxd5+ Hf7 20. Bc4 Rd8 21. Dxe4 Hvítur hefur þrjú peð fyrir manninn og sókn hans er ekki í rén- un þar eð nú hótar hann illþyrmi- lega De4-De8+. Reyni svartur að verjast því með að leika 21. … Rf6 kæmi 22. Dh4! og svartur væri óverjandi mát. 21. … Dc6 gengi ekki heldur upp vegna 22. Re7+ og drottning svarts myndi falla í valin. Sjá stöðumynd 2. 21. … Re6 Austurrískur skákmaður lék 21. … Be6 árið 1998 gegn Nikolettu Lakos, sterkri ungverskri skák- konu, en laut í lægra haldi eftir 22. d5 Bf5 23. Re7+ og hvítur fékk unnið tafl. 22. d5 Ref8 23. d6! Dxd6 24. Re7+ Kh8 25. Bxf7 og svartur gafst upp enda er hann skiptamuni undir og tveimur peðum. Í fimmtu umferð tefldi Þorvarður við alþjóðlega meistarann Stefán Kristjánsson (2.476) og brá Hauka- maðurinn á það ráð að leika 1. d4 í stað þess að leika kóngspeðinu fram um tvo reiti í fyrsta leik. Upp kom Nimzoindversk vörn þar sem Stefán náði hægt og bítandi undirtökunum. Þegar staða hvíts var komin í algjör óefni reyndi Þorvarður að veiða andstæðinginn í gildru:c Sjá stöðumynd 3. Þorvarður lék hér 43. Be4 í þeirri von að svartur tæki biskupinn eða riddarann en Stefán sá við honum með því að leika 43. … Hc2! og hvít- ur lagði niður vopnin eftir 44. Rb5+ Ke7 þar sem eftir 45. Hxc2 Bxe4+ verður hvítur manni undir. Eins og við mátti búast fyrirfram hefur Stefán Kristjánsson forystuna á mótinu með fullt hús vinninga að loknum fimm umferðum. Alþjóðlegu meistararnir Jón Viktor Gunnars- son (2.421) og Bragi Þorfinnsson (2.367) koma þar skammt á eftir með fjóra og hálfan vinning. Þegar þessar línur eru ritaðar var skák Stefáns og Jóns Viktors í sjöttu um- ferð ekki lokið. Anand er efstur á Corus-mótinu Taflmennskan í A-flokki Corus- mótsins hefur verið fjörug og hart barist í hverri skák. Veselin Topalov (2.801) lét það ekki á sig fá þó að hann biði í lægri hlut gegn Michael Adams (2.707) í annarri í umferð þar sem í næstu tveim skákum bar hann sigur úr býtum gegn Etienne Bacrot (2.717) og Loek Van Wely (2.647). Indverjinn Vishy Anand (2.792) lagði Vassily Ivansjúk (2.729) að velli í þriðju umferð og svo Peter Leko (2.740) í þeirri fimmtu. Hann er efstur á mótinu með fjóra vinninga af fimm mögu- legum en næstir koma Topalov og Ivansjúk með 3½ vinning. Gata Kamsky (2.686) hefur ekki náð sér á strik á mótinu en hann hefur 1 vinn- ing og er í neðsta sæti. Þessi mikli baráttujaxl hefur lítið teflt undan- farin tíu ár en er nú aftur kominn fram á sjónarsviðið. Í B-flokknum heldur hinn 15 ára norski stórmeistari Magnus Carlsen (2.625) áfram að skjóta sér eldri og reyndari meisturum ref fyrir rass. Alexander Beljavsky (2.626), einn fremsti stórmeistari í heimi sl. ald- arfjórðung, gafst upp gegn undra- barninu eftir tuttugu leiki í skák þeirra í fimmtu umferð. Þessi sigur Magnusar þýddi að hann komst í forystusætið í flokknum ásamt hin- um 19 ára Arkadij Naiditsch (2.657) með 4 vinninga en alls koma fjórir skákmenn þar á eftir með 3½ vinning. Hægt er að fylgjast með skákum A- og B flokksins í beinni útsendingu á skákþjóninum ICC sem og á heimasíðu mótshaldara, www.coruschess.com. Stefán efstur á Skeljungsmótinu SKÁK Taflfélag Reykjavíkur 8.–27. janúar 2006 SKELJUNGSMÓTIÐ 2006 HELGI ÁSS GRÉTARSSON daggi@internet.is Bjarni Magnússon (84 ára), t.h., lætur ekki deigan síga í skákiðkun sinni. Stefán Segatta lék fyrsta leiknum í Skeljungsmótinu í skák Daníels Péturs- sonar og Stefáns Kristjánssonar. Stöðumynd 3 Stöðumynd 1 Stöðumynd 2

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.