Morgunblaðið - 23.01.2006, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
FALSAÐAR rannsóknaniðurstöð-
ur norska krabbameinssérfræð-
ingsins Jon Sudbø, sem nefndar
hafa verið einhver mestu vísinda-
svik sem um getur, er mál sem
varðar allt vísindasamfélagið, að
mati Björns Guðbjörnssonar, for-
manns Vísindasiðanefndar. Björn
segist vera þeirrar skoðunar að
eftirlit með vísindarannsóknum
hér á landi sé í góðu standi. „Ef
[hér] yrði eitthvert misferli af
þessari gerð sem þarna um ræðir,
þá held ég að það kæmi mjög fljótt
upp á yfirborðið,“ segir Björn.
„Svindl á rannsóknaniðurstöðum
og misnotkun rannsóknaupplýs-
inga er ekki bara einkamál einnar
stofnunar. Þetta mál hefur áhrif á
vísindasamfélagið í Skandinavíu og
víðar. Norræna vísindasamfélagið
hefur notið mikils álits og þar hafa
íslenskir vísindamenn leikið stórt
hlutverk og verið mjög til fyrir-
myndar,“ segir Björn.
Vekur margar spurningar
Hann bendir einnig á að fram
hafi komið að niðurstöður úr
norsku rannsókninni hafi verið á
borði bandarísku Lyfjaeftirlits-
stofnunarinnar til ákvörðunar um
notkun ákveðinna lyfja. Þetta mál
hafi því mjög víða
áhrif og veki margar
spurningar, m.a. hvað
13 meðhöfundar
Sudbø, að greininni
sem birtist í lækna-
tímaritinu The Lanc-
et, viti. Og ekki síður
hver sé ábyrgð stjórn-
enda læknatímaritsins
og þeirra sem ritskoð-
uðu greinina áður en
hún var birt. Einnig
hafi komið fram að
Sudbø hafi fengið tugi
milljóna í styrkveit-
ingar frá rannsókna-
samfélaginu.
Að sögn Björns hefur ein stór
vísindasiðanefnd í Noregi það
hlutverk með höndum að vera
stefnumarkandi fyrir stjórnvöld og
fyrir aðrar siðanefndir. Undir-
nefndir fjalli svo um einstök svið,
m.a. erfðafræði og um notkun
gagnagrunna við vísindarannsókn-
ir. Að sögn Björns uppgötvuðust
falsanir norska sérfræðingsins
þegar í ljós kom að hann sagðist
hafa fengið gögn úr tilteknum
gagnagrunnum en stjórnendur
þeirra könnuðust ekki við að hafa
veitt honum aðgang að þessum
upplýsingum og gerðu viðvart.
„Þetta sýnir hversu mikilvægt það
er að innra eftirlitskerfið sé virkt,“
segir Björn.
Meginhlutverk Vísindasiða-
nefndar hér á landi er að fara yfir
rannsóknaáætlanir vísindamanna.
„Við eigum að fara yfir þær bæði
frá vísindalegu og siðferðilegu
sjónarmiði. Ef réttlætanlegt er frá
vísindalegu sjónarmiði að gera
rannsókn, þá förum við mjög ít-
arlega yfir siðferðilegan þátt henn-
ar og hagsmuni væntanlegra þátt-
takenda í rannsókninni. Því næst
gefum við rannsóknaleyfi,“ segir
Björn. Auk þessa getur þurft leyfi
Persónuverndar til rannsókna og
leyfi ábyrgðarmanna gagnagrunna
ef um notkun upplýsinga úr þeim
er að ræða.
„Vísindasiðanefnd hefur líka eft-
irlitshlutverk með höndum. Til-
kynna ber nefndinni um lok allra
rannsókna og senda okkur afrit af
öllum birtum greinum úr rann-
sóknum sem við höfum samþykkt.
Þá fáum við m.a. tækifæri til þess
að skoða rannsóknargögnin og
kanna hvort þau eru í samræmi
við þau leyfi sem við veitum.“
Vísindasiðanefnd
hefur vald til að taka
útgefin rannsókna-
leyfi til baka ef hún
telur rannsókn ekki
uppfylla skilyrði sem
sett eru eða talið er
að framin hafi verið
brot á lögum. Nefndin
hefur ekki önnur úr-
ræði en getur vakið
athygli t.d. landlækn-
is á málum ef grunur
leikur á að lög hafi
verið brotin við fram-
kvæmd rannsóknar.
Að sögn Björns geta
legið þung viðurlög
við brotum á lögum um lífsýnasöfn
og lögum um réttindi sjúklinga.
Fá oft ábendingar frá
þátttakendum í rannsóknum
Auk Vísindasiðanefndar starfar
sérstök siðanefnd innan Landspít-
ala háskólasjúkrahúss og önnur
siðanefnd er hjá Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri.
Umsóknum til Vísindasiðanefnd-
ar um vísindarannsóknir hefur
fjölgað verulega en þær voru 182 á
árinu 2004. Auk þess fær nefndin
fjölmargar fyrirspurnir frá fólki
sem beðið hefur verið um þátttöku
í vísindarannsókn. Að sögn Björns
tekur nefndin samtals um átta
hundruð erindi til afgreiðslu á ári.
„Við fáum oft ábendingar um
eitthvað sem þátttakendur [í vís-
indarannsóknum] telja óeðlilegt.
Sumir hringja til okkar og biðja
um upplýsingar um rannsóknir og
spyrja m.a. hvort veitt hafi verið
leyfi fyrir tilteknum rannsóknum.
Við fáum stundum athugasemdir
við hvernig haft hefur verið sam-
band við þátttakendur í rannsókn,
hvort það byggist á okkar verk-
lagsreglum og sé í samræmi við
rannsóknaleyfi. Við höfum líka
fengið fyrirspurnir um hvernig
lífsýni hafa verið notuð, hvar þau
eru varðveitt og hvort þeim hefur
verið fargað.“
Hafi nefndin ekki svör og út-
skýringar á reiðum höndum er
leitað eftir útskýringum og grein-
argerð frá ábyrgðarmanni viðkom-
andi vísindarannsóknar. „Oft er
aðeins um misskilning að ræða eða
minniháttar mistök og sem betur
fer höfum við ekki lent í neinu í
líkingu við þetta mál sem komið er
upp í Noregi,“ segir Björn.
Formaður Vísindasiðanefndar segir norskt svikamál varða allt vísindasamfélagið
Misferli af þessari gerð kæmi
fljótt upp á yfirborðið hér
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Björn Guðbjörnsson
KJÖRSTJÓRN í prófkjöri Samfylk-
ingarinnar og óháðra í Reykjavík,
sem haldið verður 11. og 12. febr-
úar næstkomandi, hefur borist
framboð sautján einstaklinga. Þau
Dagur B. Eggertsson, Stefán Jón
Hafstein og Steinunn Valdís Ósk-
arsdóttir gefa kost á sér í 1. sæti.
Þátttakendur í prófkjörinu eru:
Andrés Jónsson í 4. sæti.
Björk Vilhelmsdóttir í 3.–4. sæti.
Dagur B. Eggertsson í 1. sæti.
Dofri Hermannsson í 4.–6. sæti.
Guðrún Erla Geirsdóttir í 4.–6. sæti.
Gunnar Hjörtur Gunnarsson í 4.–5.
sæti.
Helga Rakel Guðrúnardóttir í 5.–6.
sæti.
Ingimundur Sveinn Péturssson í 5.
sæti.
Kjartan Valgarðsson í 3. sæti.
Oddný Sturludóttir í 4. sæti.
Ragnhildur Sigríður Eggertsdóttir
í 4.–6. sæti.
Sigrún Elsa Smáradóttir í 2.–4.
sæti.
Stefán Benediktsson í 2.–3. sæti.
Stefán Jón Hafstein í 1. sæti.
Stefán Jóhann Stefánsson í 3.sæti.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir í 1.
sæti.
Þórir Karl Jónasson í 2.–3. sæti.
Sautján taka þátt
í prófkjöri Sam-
fylkingarinnar
SÓLVEIG Pétursdóttir, forseti Al-
þingis, mun í dag sækja fund nor-
rænna þingforseta með forsætis-
nefnd Norðurlandaráðs í Osló. Á
fundinum verður rætt um starfsemi
Norðurlandaráðs og áherslur í
starfi ráðsins næsta árið.
Að fundinum loknum mun forseti
Alþingis eiga tvíhliða fund með for-
seta norska þingsins og kynna sér
ýmsa þætti í starfi Stórþingsins, að
því er fram kemur í fréttatilkynn-
ingu.
Sækir fund nor-
rænna þingforseta
FJÖLDI fólks lagði leið sína í Tjarnarsal
Ráðhúss Reykjavíkur þegar myndlistar-
sýning á myndverkum nemenda Safamýr-
arskóla var opnuð í gær. Á sýningunni eru
myndir sem nemendur skólans unnu á ár-
unum 1994-2005.
Safamýrarskóli er sérskóli á grunn-
skólastigi fyrir nemendur með alvarlega
fjölfötlun, en í ár stunda 20 nemendur nám
við skólann. Nemendur skólans búa við
mikla fötlun, en eru að sögn Erlu Gunn-
arsdóttur skólastjóra afar dugmiklir og
stunda nám sitt af kappi. Segir Erla
ástundun og frammistöðu nemenda í mynd-
mennt bera vitni um hvað í þeim búi.
Verkin á sýningunni eru að öllu leyti verk
nemenda, en myndmenntakennari sér til
þess að þau fái vandaðan og fjölbreyttan
efnivið að vinna með og góða hvatningu.
Einnig hjálpar myndmenntakennarinn við
að finna leiðir til að hreyfifærni nemenda
nýtist þeim sem best og leggur hann til sér-
útbúin áhöld til að auðvelda þeim sköp-
unina. Markmið myndmenntarkennslunnar
eru m.a. að skapa, tjá sig, upplifa, horfa,
snerta, hlusta, vera virk, auka úthald og
einbeitingu, samhæfa huga og hönd, efla
fín- og grófhreyfingar, vinna með áhöld og
njóta.
Sýningin stendur til 5. febrúar næstkom-
andi og er opin kl. 8–19 alla daga.
Fjölbreytt myndlist nemenda í Tjarnarsal
Morgunblaðið/Sverrir