Morgunblaðið - 23.01.2006, Page 22

Morgunblaðið - 23.01.2006, Page 22
22 MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MARGIR Reykvíkingar hafa látið að sér kveða í umhverfisverndar- málum og er það vel. Flest mál af því tagi, sem ber hátt í umræðunni, varða önnur landsvæði en þau sem eru innan borgarmark- anna. En er það endi- lega vegna þess að ekki þurfi að hafa áhyggjur af umhverfismálum í Reykjavík? Ég tel að svo sé alls ekki. Lágmörkum skaðann Öll byggð hefur í för með sér umhverfis- áhrif, bæði vegna þess að ósnortinni og oft blómlegri náttúru, mó- um, hrauni, valllendi, strandsvæðum eða heiðum er breytt í borgarbyggð, með malbiki, trjám, ábornu grasi og mannvirkjum og ekki síður vegna atferlis íbúanna, t.d. með bílum, vatnsnotkun, úrgangs- framleiðslu og með truflun á bú- svæðum dýra og plantna. Þessi áhrif hafa almennt verið talin viðunandi vegna þess að við teljum það vera mikilvægari hagsmuni að uppfylla þarfir okkar um íbúðir og pláss undir atvinnustarfsemi. En okkur ber einnig skylda til að gera það sem við getum til að lágmarka þann skaða sem við völdum umhverfinu með at- ferli okkar. Náttúran hefur gefið okkur svo mikið að við skuldum henni það. Reykjavíkurborg hefur mótað sér umhverfisstefnu og verður að fylgja þeirri stefnu eftir og endurskoða hana reglulega og taka tillit til fram- fara í tækniþróun, breyttra krafna, nýjustu rannsókna og viðhorfs borg- arbúa sjálfra til umhverfisins. Þetta hljómar kannski hástemmt, en raunin er sú, sem betur fer, að okkur hefur auðnast að ganga þann- ig um umhverfið að við eigum t.d. tvær gjöful- ar laxveiðiár, Elliðaárn- ar og Úlfarsá, innan borgarmarkanna. Mér er til efs að nokkur höf- uðborg sé svo auðug. Eins og með öll djásn, ber okkur að gæta þeirra vel og sífellt verður að leita leiða til að lágmarka neikvæð áhrif okkar á umhverfið. Ánægjulegt er að fylgjast með áætlunum R-listans um vernd- un ánna komast í framkvæmd, en hreinsun ofanvatns er málaflokkur sem er mikið til umræðu í Evrópu og Ameríku þessi misserin, enda er búið að ná að mestu utan um vandamálin í tengslum við skólphreinsunina. En það er samt ekki allt jafn gott og verður að horfa lengra til fram- tíðar í sumum málaflokkum. Brennsla í stað urðunar? Í sorpmálum hefur verið unnið eft- ir þeirri stefnu að urða þann úrgang sem ekki fer í endurvinnslu. Urðun er síðasta stig sorpmeðhöndlunar, á eftir endurnýtingu og endurvinnslu, og sú sem hvað mest umhverfisáhrif hefur. Til þess að auka hlutfall end- urnýtingar og endurvinnslu þarf að stórbæta aðgengi borgaranna að flokkunarstöðvum með því að staðsetja gáma þar sem fólk á helst erindi dags daglega, t.d. við versl- anir. Ég er þeirrar skoðunar að hefja eigi undirbúning að uppsetningu brennslustöðvar fyrir sorp hið fyrsta og tryggja að hægt sé að nýta þá orku sem frá brennslunni kemur í formi rafmagns eða hita nema hvort tveggja sé. Við brunann verður til koltvísýringur en ekki metan sem myndast við niðurbrot í venjulegum sorphaugum, sem hefur 3–4 sinnum meiri gróðurhúsaáhrif en koltvísýr- ingur, sem þó er reynt að stemma stigu við með metnaðarfullu söfn- unarkerfi í dag. En það sem skiptir þó ekki síður máli er að við bruna minnkar rúmmál sorpsins um 90%, þannig að landnotkun undir sorp- hauga snarminnkar, en áætlað er að núverandi land í Álfsnesi verði full- nýtt árið 2014, eða eftir 8 ár. Land er að verða sífellt verðmætari auðlind og hefur hingað til verið vanmetið. Ef sorp væri brennt myndi tífaldast nýting þess lands sem fer undir urð- unina og óáran eins og rottur og vargur heyrir sögunni til, svo auð- veldara ætti að vera að finna nýja urðunarstaði í sátt við nágranna. Með staðsetningu brennslustöðvar nær borginni minnka einnig flutn- ingarnir, sem er ótvíræður kostur. Öll eggin í sömu körfu Annað stórmál sem lítt hefur verið hugað að er framtíðarvatnstaka borgarinnar. Í dag er allt vatn borg- arinnar tekið undan Heiðmörk. Er það svæði frábært og vatnið til mik- illar fyrirmyndar. En hættulegt er að hafa öll eggin í sömu körfunni og þar sem svæðið er virkt, bæði gagn- vart jarðskjálftum og elds- umbrotum, og mengunaróhöpp geta jú alltaf gerst, vofir sú hætta ávallt yfir að svæðið spillist til lengri eða skemmri tíma. Þarf Reykjavík- urborg því að tryggja það að hugs- anleg vatnstökusvæði í nágrenni borgarinnar verði vernduð og hugað að nýtingu þeirra. Á ég þá við svæði í Henglinum en þó sérstaklega vatna- svæðið norðan Þingvallavatns. Þar streymir gnægð tandurhreins vatns sem hægt er að nýta án þess að það hafi nein teljanleg áhrif á umhverfið. Ætti borgin því að fara hið fyrsta í samningaviðræður við Blá- skógabyggð um þetta vatn og þrýsta á um verndun alls svæðisins. Umhverfisvernd innan borgarmarkanna Eftir Gest Guðjónsson ’Til þess að auka hlutfallendurnýtingar og endur- vinnslu þarf að stórbæta aðgengi borgaranna að flokkunarstöðvum með því að staðsetja gáma þar sem fólk á helst er- indi dags daglega, t.d. við verslanir.‘ Gestur Guðjónsson Höfundur er umhverfisverkfræð- ingur og býður sig fram í 3. sæti í prófkjöri framsóknarmanna í Reykjavík. Prófkjör í Reykjavík TENGLAR .............................................. www.gestur.is NÝVERIÐ tilkynnti mennta- málaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, að hún hygðist setja á lagg- irnar starfshóp sem hefði það að markmiði að auka vægi skákiðk- unar í grunnskólum. Þetta er fagnaðarefni og skref fram á við í ís- lensku menntakerfi ef vel er að verki staðið. Hvers vegna skák í skólum? Skákin er tungumál sem allir geta lært. Reglur skákarinnar eru sáraeinfaldar og engum of erf- iðar. Það fylgir því jafnan engin van- máttarkennd hjá börnum að læra skák – þar sitja allir jafnir við sama borð og lærdómurinn er leikur. Um leið þjálfar skákin huga barna og at- hygli með margvíslegum hætti. Djúp- ur skilningur, þekking og færni í tafl- mennsku krefst vissulega taum- lausrar og áralangrar vinnu – og sumir eiga auðveldara en aðrir með að máta andstæðinginn. En tungu- málið sjálft, mannganginn, geta allir tileinkað sér án nokkurrar áreynslu. Í skák geta allir fundið andstæðing við sitt hæfi sem gefur mátulega mikla áskorun og hvatningu, og það sem mest er um vert – það geta allir alltaf fundið einhvern leik. Með þessum hætti er komist hjá uppgjöf sem gerir t.a.m. vart við sig í torskilinni mál- fræði eða erfiðu stærðfræðidæmi sem er kastað út í horn. Í skák eiga allir möguleika á mótsvari – ef þeir aðeins kunna mannganginn. Leikur að læra Flestir sem hafa komið að skák- kennslu eru ekki í vafa um hversu já- kvæð áhrif skákiðkun getur haft á námsgetu barna og almennt skóla- starf. Rannsóknir erlendis renna sterkum stoðum undir þessa reynslu. Þær sýna fram á margþætt áhrif reglubundinnar skákiðkunar í skól- um á námsgetu, ástundun, tengsla- myndun og hegðun. Þetta á ekki síst við um börn með sérþarfir sem á ein- hvern hátt upplifa sig sem utangarðs innan skólasamfélagsins og er hætt við að dragast aftur úr. Það hefur þannig sýnt sig að skák- in er ekki einungis ákveðið kennslutæki sem eykur náms- árangur og ástundun, heldur einnig félagslegt tæki sem fær ólíka krakka og kynslóðir til að koma saman og mynda tengsl sem annars væru ekki til staðar. Uppeldislegt gildi Það er einlæg sann- færing mín að með réttri kennslu og sýn er hægt að flétta sam- an þann leik sem skákin er í huga barna og ýmsa þá eiginleika sem við viljum gjarnan að þau tileinki sér. Með réttum kennsluaðferðum er hægt að nýta skák til að þjálfa þol- inmæði og þrautseigju, traust á eigið innsæi, snarpa ákvarðanatöku, frum- kvæði og hugdirfsku. Það er auk þess hægt að nýta skák til að kenna grund- vallar uppeldisleg atriði sem mun erf- iðara að gera inni í skólastofunni með dæmum í eðlisfræði eða stíl í dönsku. Þetta eru atriði á borð við virðingu fyrir andstæðingum sínum, að kunna að taka ósigrum og temja sér stillingu sama hvað á gengur. Ég hef oft upp- lifað það þegar ég kenni börnum skák að þau eru innra með sér búin að gef- ast upp þegar þau telja mennina sína á borðinu og skilja að það er fokið í flest skjól. Þau halda áfram skákinni til að ljúka henni, eins og fyrir þau er lagt, en eru samt innra með sér búin að gefast upp og hætta að leggja sig fram. Það er fátt sem gefur jafnmikla ánægju við skákkennslu og að finna að þessu er hægt að snúa við. Með nógu mikilli hvatningu og réttum hugsanafræðum er hægt að þjálfa börnin í að leggja aldrei árar í bát, sama hversu erfiðar aðstæður virð- ast, og fá þau til að halda áfram og leggja sig fram sama hvernig mátnet- ið virðist þjarma að þeim. Ef allt fer á versta veg þá er alltaf hægt að taka í hönd andstæðingsins, raða taflmönn- unum upp aftur og byrja upp á nýtt. Þetta er lexía sem er dýrmæt og get- ur fylgt börnum til frambúðar – ekki síst þeim sem á einhvern hátt eiga erfitt uppdráttar. Til alls að vinna Á alþjóðlegum ferli mínum í skák hef ég átt því láni að fagna að kynnast skákmeisturum, þjálfurum og skák- kennurum hvaðanæva úr heiminum. Sumt af þessu fólki hefur markað djúp spor í minni lífssýn og gert þá iðju – góða skákkennslu – að ein- hverju sem ég ber djúpa virðingu fyr- ir. Við Íslendingar eigum það til að gleyma að út um allan heim er fólk að breiða út uppeldislegt og námslegt gildi skáklistarinnar. Þetta á t.d. við um fátækustu skóla í New York í Bandaríkjunum, Aberdeen í Skot- landi og Santiago í Chile. Þarna vinn- ur fólk aðdáunarverð og óeigingjörn störf á hverjum degi við að nýta skák sem kennslutæki. Þótt við Íslend- ingar séum skákþjóð þá höfum við margt að læra af öðrum á þessu sviði. Skólastjórar í Harlem, Santiago, Rimahverfi og Hallormsstað hafa á ýmsan hátt svipaða sögu að segja: skák eflir skólastarf með ótvíræðum hætti. Hugaraflið er það dýrmætasta sem við eigum. Ráðherra hefur sýnt fram- sýni með því að stíga skref í þá átt að auka vægi skákiðkunar í skólum landsins. Vonandi munu mismunandi bæjarfélög, skólastjórnendur og kennarar taka þessu frumkvæði vel og standa saman með skákhreyfing- unni um að nýta skákina til góðs inn- an veggja íslenskra grunnskóla. Það er til alls að vinna. Skák í skólana Guðfríður Lilja Grétarsdóttir fjallar um aukið vægi skákiðkunar í grunnskólum Guðfríður Lilja Grétarsdóttir ’Hugaraflið er það dýr-mætasta sem við eigum. Ráðherra hefur sýnt framsýni með því að stíga skref í þá átt að auka vægi skákiðkunar í skólum landsins.‘ Höfundur er forseti Skáksambands Íslands. MENNINGARARFURINN okk- ar Íslendinga er merkilegur pakki. Hann stendur fyrir allra augum, full- ur af sögum og sann- indum, vísdómi geng- inna kynslóða og visku forfeðranna. Fullrann- sakaður og skýrður til hlítar í minnstu smáat- riðum. Vafinn inn í sellófan. Ósnert- anlegur, og engum til umfjöllunar, og má ekki opnast. Varinn af vísindamönnum, sem allt vita, kunna og út- skýra. Einar heitinn Páls- son, sá mæti maður, fékk að kenna á þeim. Hið merka ritsafn hans, Rætur íslenskrar menningar, þurfti, og þarf ekki að lesast, til að „allir“ viti að þar er engan fróðeik að finna. Þögnin, þessi þrúgandi ömurleiki, fellur sem ryk á sellófanið sem umlykur menningar- arfinn. Hann sést ekki lengur sjálfur, aðeins skýringar fræðimann- anna um hversu merk bókmenntaverk sög- urnar séu, og út frá hvaða sjónarhorni skáldsögugerðar þær skuli metnar. En stelumst nú til að blása rykið af einu horninu, og kíkja í. Byrjum bara á byrjuninni, sjálfum Ara fróða: „Ís- lendingabók gjörði ég fyrst bysk- upunum Þorláki og Katli, og sýndi bæði þeim og Sæmundi presti“ (hinum fróða). Og við spyrjum; af hverju var hann að senda Sæmundi hana til aflestrar? Sæmundur var að öllum líkindum ekki sá fræðimaður í landnámssögunni, eða sögu lagasetn- ingar, að ekki fyndust aðrir fremri. En hann var skriftlærður frá Frakk- landi, þaðan sem hann hafði ungur farið til náms, og tekið nýtt nafn og innvígslu. Hann hafði ekki meiri áhuga á Íslandi en það, að hann ætl- aði ekki heim aftur. Var Ari að fá hann til að fara yfir leturgerðina, og beitingu latnesks let- urs í rituðu íslensku máli? Þar var Sæmundur heima, og öllum fremri. Ari var hér að feta hin sín, og raunar Íslendinga allra, fyrstu spor í ritun ís- lensku með latínuletri. Hver var besti prófarkalesarinn? Í formála að málfræðiritgerðum Ormsbókar (14. öld Codex Worm- anius) stendur: Skal sýna inn fyrsta leturs hátt svo ritinn eftir sextán stafa stafrófi danskrar tungu, eftir því sem Þóroddur rúnameistari og Ari prestur hinn fróði hafa sett í móti latínu manna stafrófi. Þarna segir beint út að unnið hafi verið að þýð- ingu á rúnum í latneskt letur. Getur það verið að gömlu sögurnar okkar hafi upphaflega verið ritaðar með rúnaletri? Í bók sinni Íslenskar bókmenntir í fornöld aftekur Einar Ólafur Sveins- son að Íslendingar hafi nokkurn tímann notað rúnaletur, og þar við sit- ur. Það er eins og að leggja nafn guðs við hé- góma, að halda öðru fram, og reyndar finnst mér á öllu, að hér sé um trúaratriði að ræða. Hann skýrir reyndar þessa setningu í Orms- bók með því að þeir Ari hafi unnið að fræðum sínum hvor í sínu lagi. Með sömu rökum mætti segja að Silli og Valdi hafi jú stundað versl- unarrekstur, en annar í Reykjavík og hinn í Færeyjum. Hann við- urkennir að allflestir Ís- lendingar hafi verið læs- ir og ritfærir á rúnir, en enginn notað þær. Ís- lendingar voru nefnilega svo minnugir þá, að þeir þurftu ekkert að skrifa hjá sér. Já, þau hafa breyst í okkur genin síð- an þá, þegar menn geta ekki borið símanúmer í kollinum milli símtala. Einar rekur í bók sinni tilvísanir í rúna- letur í íslenskum ritum. Segir þau þar öll upp talin, og ekki sanna neitt um almenna notkun þeirra. Við skulum því líta á eina frásögn sem hann nefn- ir, en gefur lítinn gaum, og athuga hvernig rúnir voru notaðar, en frá- sögnin er úr prestasögu Guðmundar góða: „Skip þetta kom í óbyggðir á Grænlandi og týndust menn allir. Svo það var svo víst, að fjórtán vetrum síðar fannst skip þeirra, og þá fund- ust sjö menn í hellisskúta. Þar var Ingimundur prestur. Hann var heill og ófúinn og svo klæði hans, en sex manna bein voru þar hjá honum. Vax var og þar hjá honum, og rúnar þær, er sögðu atburð um líflát þeirra.“ Það var sem sé í lok tólftu aldar, sem Ingi- mundur prestur skrifaði um ævilok sín og sinna manna með rúnum. Í Melabók hinni yngri stendur: „Fór hann (Úlfljótur) utan, og var þrjá vetur með Þorleifi frænda sín- um. Þeir samanskrifuðu lög þau, er hann hafði út og og þá voru kölluð Úlfljótslög.“ Hvaða leturgerð ætli þeir frændurnir hafi notað á árunum fyrir 930? Hér er fátt upp talið og sumt smá- skammtað, en fylltur er Moggans rammi, og því sjálfhætt, en þó vil ég geta þess að færa má rök til, að nafnið Ísland megi rekja til rúnaleturs. Nokkur orð um rúnaletur Kristjan Hall fjallar um menningararfinn Kristján Hall ’Í bók sinni Ís-lenskar bók- menntir í forn- öld aftekur Einar Ólafur Sveinsson að Ís- lendingar hafi nokkurn tímann notað rúnaletur, og þar við sit- ur.‘ Höfundur er kaupsýslumaður og áhugamaður um menningararfinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.