Morgunblaðið - 10.03.2006, Blaðsíða 6
6 B FÖSTUDAGUR 10. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
bílar
F
ord Explorer 2006 fellur
kannski ekki undir þá skil-
greiningu að vera af nýrri
kynslóð en engu að síður er
um að ræða stórlega breyttan og
bættan bíl og án þess að hann
hækki í verði þegar tillit er tekið
til aukins staðalbúnaðar. Útlit bíls-
ins er talsvert annað en þess bíls
sem síðast kom í nýrri kynslóð ár-
ið 2002. Einkum er framsvipurinn
orðinn voldugri með stóru grilli
sem í vissum gerðum er krómlagt.
Hann er lítið eitt stærri í málum
en það sem meira máli skiptir er
að hann fékk við breytinguna 2002
nýjan undirvagn með sjálfstæðri
fjöðrun á öllum hjólum sem skilar
sér í betri akstri. Hljóðeinangrun
og frágangur að utan sem innan er
sömuleiðis betri. Þá er komin ný
V8-vél og ný sjálfskipting sem
stuðlar að minni eyðslu. Allt hlutir
sem skipta máli og gera Explorer
að enn fýsilegri kosti en áður í
huga þeirra sem hallast að bens-
índrifnum og aflmiklum borgar-
jeppa af ameríska skólanum. Próf-
að var flaggskipið í Explor-
er-flotanum, Limited með V8vél-
inni.
292 hestafla V8-vél
Ísland er fyrsta landið í Evrópu
sem fær nýjan Explorer til sölu.
Viðtökurnar hafa verið góðar það
sem af er og hátt í 40 bílar seldir í
febrúarmánuði. Þar sem Explorer
er lítið eitt stærri og þyngri en áð-
ur þurfti hann á meira afli að
halda og þar skilar nýja V8-vélin
sínu. Vélin er 4,6 lítrar að slagrými
og hestaflafjöldinn 292. Þetta er
mikið afl og gerir bílinn talsvert
viðbragðsfljótan um leið og hið eft-
irsóknarverða V8-hljóð fylgir með.
Togið er uppgefið 406 Nm og
dráttargeta bílsins er hvorki meiri
né minni en 3,3 tonn og er þá mið-
að við aftanívagn með hemlum.
Miðað við þessar tölur og stærð á
vél hefði mátt búast við hárri
eyðslu en það kom á óvart eftir
reynsluaksturinn, sem fór að
mestu leyti fram innanbæjar, að
sjá töluna 17,2 lítrar á hundraðið í
aksturstölvunni. Eins og V8-vélin í
Mustang GT er þessi með þremur
ventlum á hvern strokk. Þetta er
því tæknileg og nútímaleg vél sem
er tengd við nýja sex þrepa sjálf-
skiptingu sem á sinn þátt í að
eyðslan er ekki meiri en raun ber
vitni. Hún er samt ekki með hand-
skiptivali eins og margar nýjar
sjálfskiptingar.
Stífari og „evrópskari“ fjöðrun
Explorer er með sjálfstæðri
fjöðrun á öllum hjólum en sú
breyting sem undirritaður finnur
hvað mest fyrir í nýja bílnum er
hve aksturseiginleikarnir í borg-
inni eru orðnir „evrópskari“. Mað-
ur finnur meira fyrir fjöðruninni
andstætt því sem oft á við í amer-
ískum bílum sem oftast eru á
mjúkri og mjög slaglangri fjöðrun.
Bíllinn leggur sig þar af leiðandi
minna í beygjum en áður og er
stöðugri í öllum akstri. Upptakið
er kröftugt og bílinn virðist aldrei
skorta afl. Sjálfskiptingin er eins
og fyrr segir sex þrepa og vinnur
Morgunblaðið/RAX
Talsvert breyttur og ögn stærri en forverinn – 2006 Explorer.
Mikið farangursrými er í bílnum og aukasætisbekkur er aukabúnaður. 4,6 lítra V8 vélin er 292 hestafla og eyðslan er nálægt 17 lítrum.
Gott pláss og vel búið að farþegum í aftursætum.
Króm, leður og viður er efniviðurinn í Limited.
17" krómfelgur er staðalbúnaður í
Limited-útfærslunni.
REYNSLUAKSTUR
Ford Explorer
eftir Guðjón Guðmundsson
Enn aflmeiri og betur búinn Explorer
Vél: V8, 4.601
rúmsentímetri.
Afl: 292 hestöfl við
5.750 snúninga á mínútu.
Tog: 406 Nm við 3.950
snúninga á mínútu.
Gírskipting: Sex þrepa
sjálfskipting.
Drif: Fjórhjóladrif,
lágt drif.
Hröðun: 7,7 sekúndur
úr kyrrstöðu í 60 mílna
hraða.
Lengd: 4.912 mm.
Breidd: 1.872 mm.
Hæð: 1.849 mm.
Veghæð: 20,8 cm.
Eigin þyngd: 2.215 kg.
Dráttargeta: 3.300 kg.
Hemlar: Diskar,
ABS, EBD.
Fjöðrun: Sjálfstæð
fjöðrun.
Hjólbarðar og felgur:
245/65 R, 17"
krómfelgur.
Verð: 4.620.000 kr.
Umboð: Brimborg.
Ford Explorer
Limited V8