Morgunblaðið - 19.03.2006, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.03.2006, Blaðsíða 3
19.3.2006 | 3 4 Flugan skoðaði brúðarkjóla, kynjaketti, skart og mynd- list áður en hún hélt á NASA til að hlýða á hinn argentínskættaða Svía, José Gonzáles. 6 Nornir í nútímanum Eigendur Nornabúðarinnar, Eyrún Skúladóttir og Eva Hauksdóttir, segjast stunda galdur með árangri og taka skýrt fram að galdur sé ekki hókus pókus til þess að redda. 10 Frá fantasíu til raunsæis Draumaland Andra Snæs Magnasonar rit- höfundar er sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð, sem lýsir eldheitum íslenskum raun- veruleika og gengur út á að skilja þann hugs- unarhátt sem einkennir samfélagið. 18 Úr munni í maga Þegar byrjað er að borða taka virk ensím í munnvatninu til við að brjóta niður kol- vetni, en niðurbrot á próteini og fitu hefst ekki fyrr en í maga. 19 Vín frá Ástralíu og Spáni vermir topp- sætin Áfengisneysla Íslendinga skiptist þannig að léttvín er 28% heild- armagnsins, sterkt áfengi 19% og bjór 52%. 20 Lofar góðu Fyrsta hlutverk Andra Snæs Helga- sonar í kvikmynd er einmana strákur sem á enga vini, nema einn fullorðinn mann. 20 Saga hlutanna Hjólið er ein elsta og mikilvægasta uppfinn- ing mannsins. 22 Krossgátan Hvaða ofboð hræðir fugla? Skilafrestur úr- lausna krossgátunnar rennur út næsta föstu- dag. 23 Pistill Páll Ásgeir Ásgeirsson skilgreinir kynslóð sem skilgreinir sig sem hóp með athöfnum frekar en neyslu. Forsíðumyndina tók RAX af Andra Snæ Magnasyni í Elliða- árdalnum 14. mars 2006. 7Nornabúðin við Vesturgötu hefur starfað í sex mánuði og er í þann mundað stækka vegna áhuga fólks á galdri. „Mér finnst þetta vera eitthvað sem stjórnmálamenn gátu ekki fjallað um, háskólafólkið virtist ekki ætla að taka á þessum málum og hagfræðingarnir mega bara nota orðið arðsemi en ekki nota orð eins og lýðræði, ást og fegurð,“ segir Andri Snær Magnason rithöfundur í viðtali við Höllu Gunnarsdóttur, sem að stórum hluta snýst um nýjustu bók hans, Draumalandið – sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð. Eflaust á Draumalandið eftir að vekja athygli og hrista upp í fólki, en Andri Snær hóf skrifin þegar honum fannst höggvið nærri grunngildum í samfélag- inu. Hann kveðst hafa lagst í mikla rannsóknarblaðamennsku og heimildavinnu til að skilja þann hugs- unarhátt sem einkennir samfélagið. Virkjanir og stóriðja eru honum ofarlega í huga sem og forsendurnar. Draumalandið afhjúpar að mörgu leyti þröngsýni stjórnmálamanna. Þeir reyndu að sannfæra þjóðina um ágæti framkvæmdanna, sem engan enda virðast ætla að taka og áttu að gera okkur svo rík. Ef ekki væri haldið áfram var þjóðinni enda talin trú um að ekkert nema atvinnuleysi og kreppa blasti við og aðrar lausnir væru ekki tiltækar. Andri Snær fjallar um málið af tilfinningu gagnvart landi og þjóð, ólíkt íslensk- um ofurlaunaforstjóra, sem sagði nýverið á fjölmennum fundi í útlöndum að lykilatriði væri að útiloka allar tilfinningar gagnvart fyrirtækjum sem slíkum; með því móti væri hægt að taka hagkvæmar ákvarðanir. Kannski hafa eitilharðir bissnessmenn og sömuleiðis málsvarar virkjana og stóriðju úr röðum stjórnmála- manna alltaf verið sömu skoðunar, þótt þeir hafi ekki endilega flaggað þeim opinberlega. Það er líka al- kunna að tilfinningar víkja oft fyrir einskærri græðgi, þessari meintu þjóðarmeinsemd, sem æ fleiri finna þó hjá sér þörf til að tjá sig um og gagnrýna. Þessa hefur til að mynda oft mátt finna stað í ólíkum viðtölum við alls konar og býsna ólíkt fólk á síðum Tímaritsins undanfarin misseri, sem ótilkvatt hefur lýst yfir djúpri fyrirlitningu á ríkjandi peningahyggju. | vjon@mbl.is 19.03.06 Íslensk náttúra var Sveini Guðnasyni gullsmiði hjá Gullkúnst Helgu efst í huga þegar hann hannaði silfurmen utan um hraunmola sem hann tíndi „annað hvort í Heiðmörk- inni eða Hafnarfjarðarhrauninu“ að eigin sögn. Hraunmolinn er umvafinn fíngerðu víravirki úr silfri sem unnið er á óhefðbundinn hátt þannig að það tekur á sig rauða, brúna og gula liti í náttúrulegum tónum. „Maður reynir að búa til mínímal myndir út frá íslensku landslagi eins og það kemur manni fyrir sjónir,“ segir hann þegar hann er inntur eftir því hvaðan innblásturinn er fenginn við smíðina. Fínn silfurvírinn í meninu myndar sterka andstæðu við gróft hraunið sem hann umlykur. „Það getur verið skemmtilegt að fá fram andstæður með þessum hætti. Oft geri ég það með því að nota sléttan flöt á móti hrauninu. Í þessu tilfelli vildi ég hins vegar hafa þetta svolítið hrátt eins og okkar íslenska náttúra er,“ segir Sveinn og bætir því við að útlendingar séu sérstaklega hrifnir af hrauni í íslenskum skartgripum. Menið | | Sveinn Guðnason Ís le ns k hö nn un Tímarit Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, netfang: timarit@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Valgerður Þ. Jónsdóttir, vjon@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins ISSN 1670-4428 L jó sm yn d: Á sd ís

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.