Morgunblaðið - 19.03.2006, Blaðsíða 12
12 | 19.3.2006
A
ndri Snær Magnason er þjóðinni að góðu kunnur fyrir rit-
störf þrátt fyrir ungan aldur en hann er aðeins 32 ára gam-
all. Allt frá því að fyrsta ljóðabókin hans, Ljóðasmygl og
skáldarán, kom út árið 1995 hefur hann átt tryggan og sí-
stækkandi aðdáendahóp. Sagan af bláa hnettinum hefur
nú komið út í sextán löndum og leikritið sem hefur verið
gert eftir bókinni verður sett upp í Finnlandi og Pakistan á
þessu ári. Nýjasta bók Andra Draumalandið – sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð
kemur út á morgun en hún er ekki skáldsaga eða ljóðabók heldur eldheitur ís-
lenskur raunveruleiki. Í bókinni reynir Andri að grafast fyrir um hvaða hugmyndir
búa að baki raunveruleikanum, eða óraunveruleikanum, eins og hann blasir við
þjóðinni.
En byrjum á þér sjálfum, hver er Andri Snær?
„Ég á ættir að rekja norður á Melrakkasléttu, til Norðfjarðar, Bíldudals og
Stykkishólms. En sjálfur er ég fjórðu kynslóðar Árbæingur,“ svarar Andri og bros-
ir. Andri flutti með foreldrum sínum til Bandaríkjanna á barnsaldri og bjó þar fram
til níu ára aldurs. Hann segir árin í Bandaríkjunum hafa haft sterk áhrif á sig og þá
kannski sérstaklega að alast upp við að skynja Ísland utan frá. „Það sem við höfum
kallað framfarir og nútíma var komið þegar ég var í Bandaríkjunum. Það var
McDonalds staður á horninu, kringla og heimsendar pítsur, morgunsjónvarp og
afmælisboð á Burger King. Þegar við fluttum aftur hingað heim var ekkert sjón-
varp á fimmtudögum og enn sjónvarpslaust í júlí. Ég man að mér fannst það ótrú-
lega merkilegt og stórsniðug hugmynd,“ segir Andri og bætir við að hann hafi eig-
inlega upplifað nútímavæðinguna aftur. „Pabbi keypti sér Lapplander þegar við
komum heim og fór með okkur beint á fjöll. Það hafði djúp áhrif á mig og okkur
systkinin.“
Sterkar konur
Í kringum Andra er að hans sögn mikið af sterkum konum. Systir hans, Hulda
Brá, var fyrst kvenna til að verða heilaskurðlæknir á Íslandi og Hulda amma hans,
var fyrst íslenskra kvenna til að fljúga. „Fjölskyldan er stór og samheldin báðum
megin. Föðurættin á sitt draumaland á Oddstöðum á Melrakkasléttu, þar sem afi
minn fæddist. Móðurættin er mikið útivistarfólk, amma og afi fóru í þriggja vikna
brúðkaupsferð upp á Vatnajökul árið 1956. Efsti hryggurinn á Kverkfjallahryggn-
um heitir Brúðarbunga eftir ömmu minni. Síðan á ég afa í Ameríku, hann var yf-
irlæknir á New York sjúkrahúsinu og prófessor við Cornell háskóla. Hann skar
upp marga fræga menn, Oppenheimer, Andy Warhol og síðasta Íranskeisarann.
Hann spurði einu sinni hvað maður gæti selt margar bækur á Íslandi. Ég sagðist
vera nokkuð sáttur við 5000, þá sagði hann: Iss ég seldi 10.000 eintök af bók um
gallsteina.“
Andri útskrifaðist af eðlisfræðibraut við Menntaskólann í Sund og reyndi fyrir
sér í læknisfræði áður en hann sneri sér að íslensku. „Þegar ég var búinn með nám-
ið var ekkert starf sem beið eftir mér og ég hef verið að skrifa síðan. Síðasta vinnan
sem ég hafði var hjá Rafmagnsveitunni árið 1996!“
Andri er kvæntur Margréti Sjöfn Torp, hjúkrunarfræðingi, og saman eiga þau
þrjú börn: Hlyn Snæ sem er níu ára, Kristínu Lovísu fjögurra ára og Elínu Freyju
sem fæddist 4. október sl.
En hvernig gengur að sinna ritstörfum samhliða skyldunum sem fylgja því að eiga
þrjú börn?
„Maður verður að nýta tímann betur, stundum er maður mikið heima, á öðrum
stundum er ég eins og sjómaður, þannig hefur það verið síðustu misseri. Ég hef lík-
lega ekki unnið svona langa törn nokkru sinni fyrr en nú er ég loksins kominn „í
land“. Stundum hefur tekist að sameina hvort tveggja. Við höfum þrisvar farið til
Ítalíu með fjölskylduna á litla eyju utan við Sikiley, það hefur þjappað okkur vel
saman. Annars breytist hugsunarhátturinn og heimsmyndin við að eignast barn. Ef
dóttir mín verður jafngömul og afi minn verður hún enn á lífi árið 2090,“ segir
Andri
Heimsmyndin að mörgu leyti skæld og skökk
Vindum okkur að bókinni. Nú hefurðu breytt þó nokkuð um stefnu. Sagan af bláa
hnettinum gerist úti í geimi og Love Star er furðuleg framtíðarsýn. Hvað veldur því
að þú snýrð frá fantasíu til bókar um íslenska pólitík og íslenskt samfélag?
„Ég er eiginlega að gera það sama,“ útskýrir Andri. „Í fantasíunni hef ég snúið
veruleikanum á hvolf, stundum til að leika mér en stundum til að spegla samfélag
okkar á ýktan hátt. Núna er svo margt byggt á ímyndun og ranghugmyndum um
heiminn, heimsmynd okkar er að mörgu leyti skæld og skökk. Núna er ég að beita
raunsæi til að kippa okkur út úr fantasíunni. Mörgum hefur brugðið allhressilega
þegar þeir lesa bókina.“
Andri segist ekki hafa haft neinar sérstakar pólitískar hugsjónir þegar hann byrj-
aði að skrifa á sínum tíma. „Andrúmsloftið á landinu var líka þannig að það var
enginn reiður yfir neinu. Mér fannst hvergi höggvið nærri einhverjum grundvall-
argildum. Þetta var svolítið „End of History“ eins og Francis Fukyama lýsir því og
bókmenntirnar báru þess vott. Menn grömsuðu í sálarlífinu og sögunni og sum-
part skrifaði ég af því að ég gat það og vildi vera skáld. En þegar mér svo fannst
höggvið nærri grunngildunum þurfti ég að velta fyrir mér hvernig maður á að
skrifa um það sem skiptir verulegu máli, þ.e. það sem kemur að utan. Um það
fjallar bókin.“
Andri segir bókina ekki vera pólitíska í þeim skilningi að kenna sig við ákveðna
stefnu eða flokk heldur gangi hún út á að skilja þann hugsunarhátt sem einkenni
samfélagið.
„Mig langaði að skrifa bók sem hristir upp í fólki. Margt í heimsmynd okkar
liggur svo djúpt að mér fannst ekki vera hægt að tala um það í einu viðtali eða einni
aðsendri grein í Moggann. Þetta er hugmyndabók. Bækurnar mínar eru allar mikill
leikur að hugmyndum og kannski pólitískar á einhvern hátt,“ segir Andri og bætir
við að honum hafi hreinlega þótt vanta þessa bók. „Mér finnst þetta vera eitthvað
sem stjórnmálamennirnir gátu ekki fjallað um, háskólafólkið virtist ekki ætla að
taka á þessum málum og hagfræðingarnir mega bara nota orðið arðsemi en ekki
nota orð eins og lýðræði, ást og fegurð. Þetta er eitthvað sem rithöfundur varð að
gera.“
Skíthrædd þjóð
Hvernig kviknaði hugmyndin að bókinni?
„Ég hef haldið fyrirlestra um skapandi hugsun fyrir ótal fyrirtæki og mig langaði
að sjóða saman lítið, skemmtilegt rit um hugmyndir fyrir millistjórnendur í stórfyr-
irtækjum. Litlu dæmisögurnar sem ég ætlaði að búa til enduðu síðan á að verða
einhver brjálæðisleg rannsóknarblaðamennska og þetta varð allt önnur bók og
miklu stærri, gott ef ekki mitt stærsta verk til þessa,“ segir Andri og hlær. „Ég vildi
skoða hugmyndir og möguleika sem hefðu getað yfirtekið Ísland. Markmiðið var
að gera hugmyndalegar æfingar, að skoða stærstu mál samtímans út frá ákveðnum
vinkli, skoða hvaða hugmyndir hafa ekki kviknað í sveitum landsins, skoða hvað
gerist þegar fólk mætir vandamáli eins og brotthvarfi hersins og síðan hin eilífu
orkumál. Þegar ég síðan kynnti mér ákveðin svið sá ég raunveruleg markmið liggja
uppi á borðinu sem enginn vissi af og aldrei hafði beinlínis verið kosið um. Mörg-
um hefur til dæmis brugðið undanfarið út af álvæðingunni. Áætlunin mikla um að
FRÁ FANTASÍU TIL RAUNSÆIS
„Hvað er falið undir setn-
ingum eins og: „það er
skylda okkar að nýta okk-
ar hreinu orkulindir“?“
Andri ásamt ömmu sinni og afa, Huldu Filippusdóttur og Árna
Kjartanssyni. Þau fagna gullbrúðkaupi sínu nú í ár og hyggja á
leiðangur á Vatnajökul líkt og þau gerðu fyrir fímmtíu árum. Andri Snær átta ára.