Morgunblaðið - 19.03.2006, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.03.2006, Blaðsíða 19
Í nýju hefti Hagtíðinda er að finna margar og fróðlegar upplýsingar um áfeng-isneyslu á Íslandi árið 2005 sem gefa miklar vísbendingar um það hvernigvínneysla hefur verið að þróast en Hagstofan og forverar hennar hafa safnað saman tölulegu efni um áfengissölu allt frá árinu 1881. Alls jókst heildarneysla áfengis um 6,7% á milli áranna 2004 og 2005 ef talið er í alkóhóllítrum. Það sem er hins vegar hvað athyglisverðast að skoða í tölum sem þessum er hvernig neysluvenjur og neyslumynstur hafa verið að breytast. Segja má að tvennt hafi sett verulega mark sitt á þróunina undanfarinn einn og hálfan áratug. Í fyrsta lagi lögleiðing bjórsins árið 1989 og hins vegar stóraukin neysla léttvíns er hófst á síðasta áratug og stendur enn. Þetta tvennt hefur orðið til að auka heildarneyslu áfengis en jafn- framt orðið til að draga verulega úr neyslu á sterku áfengi. Léttvín tekur stökk árið 2000 | Árið áður en bjórinn var lögleiddur skiptist áfengisneysla á Íslandi þannig að 77% heildarmagnsins voru sterkt áfengi en 23% léttvín. Bjórinn var fljótur að ná mjög sterkri stöðu í neyslumynstrinu og innan nokkurra missera var helmingur áfengisneyslu Íslendinga bjór. Árið 2000 var bjórinn með slétt 50%, sterkt áfengi 28% og léttvín 22%. Síðan hefur léttvínið haldið áfram að auka hlut sinn og er nú 28% miðað við tölur síðasta árs en sterka áfengið er komið niður í 19% á meðan bjórinn styrkir stöðu sína aðeins og er í 52%. Ef ekki er horft á hlutfallsaukningu heldur magnaukningu er fróðlegt að skoða tímabilið 1996–2005. Þá sést hversu mikið sala á léttu víni hefur aukist. Frá árinu 1996 hefur neysla rauðvíns nær þrefaldast og neysla hvítvíns um 2,7-faldast. Langstærstur hluti þessarar aukn- ingar varð á árabilinu 2000–2005. Franskt vín á undanhaldi | Í tölum Hagstofunnar (eftir árið 2000) er einnig hægt að sjá hvaðan við Íslendingar kaupum vínið okkar. Þegar rýnt er í þessar tölur kemur í ljós að sala á víni frá Frakklandi hefur stöðugt verið að dragast saman allt tímabilið frá aldamótum en vín frá öðrum svæðum hefur verið í mikilli sókn allt til ársins 2004. Franskt vín hafði löngum verið söluhæst í magni en það breyttist árið 2003 er Chile sigldi fram úr Frakklandi. Þá dregst sala á víni frá Ítalíu og Chile nokkuð saman en sala þess hafði aukist mikið fram að því. Árið 2004 var salan mest í rauðvíni frá Chile og var þá Ítalía í öðru sæti. Argentína fer úr nánast engu í sæmilega sölu (hlutfallslega Argentínskt vín nýtur vaxandi vinsælda hér á landi líktog sjá má í tölum Hagstofunnar. Þrátt fyrir að Argent-ína hafi löngum verið eitt helsta vínframleiðsluríki veraldar hefur vín frá Argentínu ekki náð sömu vinsældum (enn sem komið er) og vín frá Chile. Vínhúsið Pascual Toso stendur á gömlum merg. Toso-fjöl- skyldan á ættir sínar að rekja til Ítalíu líkt og svo margar arg- entínskar fjölskyldur, nánar tiltekið til Piedmont á Norður- Ítalíu. Víngerðin í Argentínu var sett á laggirnar árið 1890, nokkrum árum eftir að Pascual Toso fluttist þangað búferlum. Toso-vínið nýtur ágætrar virðingar en víngerðin er í dag í hönd- um Paul Hobbs sem hóf víngerðarferil sinn hjá Mondavi í Kaliforníu en hefur síðar unnið mikið í Suður-Ameríku, m.a. fyrir MontGras í Chile og Catena í Kaliforníu. Pascual Toso Cabernet Sauvignon 2003 er þægilegur og mildur Cabernet. Léttur, rauður berjaávöxtur með vott af dökku súkkulaði í nefi, miðlungs þyngd í munni með mildum tannínum. 1.290 krónur. 16/20 Pascual Toso Malbec 2003 er einfaldur en vel gerður og all djúpur Malbec, reykur og dökkur, kryddaður ávöxtur í nefi með svörtum og dökkrauðum berjum í fyr- irrúmi. Gott jafnvægi í munni, með þéttum ávexti og lakkrís. Góð kaup. 1.290 krón- ur. 17/20 mjög mikil aukning þó) og sala bandarísks víns eykst hægt en þó stöðugt. Suður- Afríka tók gífurlegt stökk fram til ársins 2004 en heldur svo sínu milli ára. Það eru hins vegar Ástralía og Spánn sem standa uppi sem sigurvegarar og er nú svo komið að þau hafa tekið toppsætin af Chile og Ítalíu. Spænska vínið er sölu- hæst og næst kemur ástralska vínið og loks Chile. Það ber að taka fram að Ástralía og Nýja-Sjáland eru ætíð flokkuð saman hjá Hagstofunni en nýsjálenska vínið er óverulegur hluti sölunnar enn sem komið er. Þróunin er áþekk í hvítu víni nema hvað þar hefur Frakklandi gengið betur að halda sínu. Ekki hefur dregið eins mikið úr neyslu fransks hvítvíns, það var sölu- hæst allt þar til Ástralía og Nýja-Sjáland tóku mikinn kipp og eru nú söluhæst. Frakkland er í öðru sæti og Þýskaland í því þriðja. En hvað er það sem veldur þessum breytingum á neyslunni? Fljótt á litið virðist meginskýringin vera sú að vín- neysla á Íslandi hefur ekki síst verið að breytast á þann veg að stöðugt hærra hlutfall neyslunnar er vín sem selt er í þriggja lítra kössum. Sú mikla aukning sem orðið hefur á neyslu virðist fyrst og fremst vera í slíkum umbúðum og jafn- framt hefur þá framboð á víni í slíkum umbúðum áhrif á hvernig neyslan dreifist á milli einstakra framleiðslu- svæða. Þetta er áþekk þróun og orðið hefur á Norðurlöndunum. Nú er svo komið að um helmingur léttvínsneyslu á Ís- landi er svokallað kassavín og virðist ekkert lát vera á. Menn geta svo deilt um hversu heppileg sú þróun er – hún er engu að síður staðreynd. | sts@mbl.is VÍN | STEINGRÍMUR SIGURGEIRSSON VÍN FRÁ ÁSTRALÍU OG SPÁNI VERMIR TOPPSÆTIN Neyslan skiptist þannig að léttvín er 28% heildarmagnsins, sterkt áfengi 19% og bjór 52%. L jó sm yn d: Á rn i S æ be rg Stöðugt hærra hlutfall vín- neyslunnar er vín sem selt er í þriggja lítra kössum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.