Morgunblaðið - 19.03.2006, Blaðsíða 4
Á
stin og rómantíkin voru Flugunni hugleikin um helgina.
Kannski er það tælandi ilmur vorsins í loftinu sem hefur þessi
áhrif á bæði flugur og fólk. Stemmningin á Brúðkaupssýning-
unni í Blómavali einkenndist alla vega af spenningi og þar tók snakahvít-
ur, perlumbættur brúðarkjóll á móti áhugasömum gestum í anddyrinu.
Feimnisleg pör leiddust um og skoðuðu dásemdir á borð við hjónarúm,
hrærivélar og annað sem þarf að prýða heimili nýgiftra og verðandi
tengdamæður spekúleruðu í líni og skreytingum. Á leiðinni út tók Fluga
sérstaklega eftir uppstillingu á Heimilisfriði (þ.e. plöntunni) og var þar
með búin að leysa brúðargjafavandamálið í ár. Þórhallur Sigurðsson, eða
Laddi okkar, var ásamt spúsu sinni að kaupa afskorin blóm. Hugur í
mönnum.
Í Nýlistasafninu var hleypt af stokkunum samsýningu breskra, ís-
lenskra og finnskra listamanna; Cold Climates. Þar er spáð í hvernig áhrif
alþjóðleg menningarsamskipti hafa á sköpun myndlistar og þeir voru
ansi margir gestirnir sem höfðu áhuga á að kynna sér hvort hnattvæð-
ingin sé að afmá okkar þjóðlega og menningarlega sjálf. Ber þar kannski
helst að nefna Guðmund Steingrímsson, blaðamann og rithöfund, og
listunnandann Ármann Reynisson en báðir voru listafínir í svörtum ull-
arfrökkum. Mikið af börnum fylgdu foreldrum sínum á Nýló þennan
dag. Aðdáunarvert framtak í menningarmenntun ungviðisins. Upp á
Freyjugötu, í Listasafni ASÍ, opnuðu svo Olga Bergmann og hliðarsjálf
hennar, Doktor B, sýninguna Utan garðs og innan í Ásmundarsal og
Gryfjunni. Það voru engir utangarðsmenn á opnunni en heiðursdöm-
urnar Vigdís Finnbogadóttir, sem er að verða fastagestur í flugupistli, og
leikkonan Guðrún Ásmundsdóttir, nutu þess að skoða náttúrulífsmynd-
ir, styttur og tilraunasafn listakonunnar. Árni Bergmann, fræðimaður,
mætti auðvitað á sýningu dóttur sinnar. Í Arinstofunni gat svo líka að líta
málverk eftir Jón Stefánsson sem eru í eigu Listasafns ASÍ.
Fluga gat ekki með nokkru móti staðist þá freistingu að mæta á
Kynjakattasýninguna sem haldin var í Reiðhöll Gusts enda tilvalin
sunnudagsskemmtun að sveima á milli búra sem innihalda varn-
arlausar kisur. Árni Johnsen, Eyjamaður og kynjaköttur, fékk sömu
flugu í höfuðið. Svokallað ,,vorþema“ var í gangi og saumaðar gard-
ínur fyrir búr hefðarkattanna svo þeir væru nú boðlegir til sýningar.
Sá ekki betur en þeim hundleiddist á meðan eigendur teygðu þá og
toguðu í von um góða einkunn. Það var mætt tímanlega á NASA til
að krækja sér í nógu þægilegt sæti á tónleikum hins argentískættaða
Svía José Gonzáles. Færri komust nefnilega að en vildu þegar gæinn
tróð upp á Iceland Airwaves í október síðastliðnum. Þar skinu skærast
glamúrdrottningin Ágústa Eva Erlendsdóttir, líklega betur þekkt undir
nafninu Silvía Nótt, og Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, Ungfrú Heimur.
Báðar afar smekklega klæddar og sætar.
Þetta kvöld á NASA var upphaf tónleika-
ferðar Gonzáles um Bretland og Banda-
ríkin og var hann ljúfur, einn á sviðinu með
gítarinn sinn, hylltur með lófataki og blístri
eftir hvert lag. Ástarkafteinninn og leikar-
inn, Valdimar Örn Flygering, var á tónleik-
unum, ástfanginn upp fyrir haus af sam-
ferðakonu sinni og í brjálæðislega töff
leðurjakka, svörtum og hvítum. Já, það er
sko vor í loftinu ... | flugan@mbl.is
Anna Hedvalld, Heiðrún Grétarsdóttir, Guð-
rún Lárusdóttir og Nína Björk Gunnarsdóttir.
Dominique Ambroise, Hildur Bolladóttir og Anna S.
Björnsdóttir.
Birgir Snæbjörn, Henrike Wappler, Leonie, Freyja og Friðrik.
Daníela Gunnarsdóttir og
Rebekka Jóhannesdóttir.
Ingimar Ingimarsson og Hólmfríður
Svavarsdóttir.
L
jó
sm
yn
di
r:
E
gg
er
t
Kristján Leósson, Nanna Kristjáns-
dóttir og Hildigunnur Sverrisdóttir.
L
jó
sm
yn
di
r:
E
gg
er
t
Rómantík og alls lags kynjakettir
FLUGAN
COLD CLIMATES, samsýning ís-
lenskra, breskra og finnskra lista-
manna, var opnuð í Nýlistasafninu.
Kristján Brynjar Bjarnason og
Björg Valgeirsdóttir.
Kristín Jóhannesdóttir og Kristbjörg Keld. Ármann Reynisson og Samu Raatikainen.
. . . var hann ljúfur, einn á sviðinu með gítarinn sinn, hylltur með lófataki og blístri eftir hvert lag . . .
Þór Sigurþórsson, Hekla Dögg Jónsdóttir
og Unnar Örn.
L
jó
sm
yn
di
r:
E
gg
er
t
Í LISTHÚSI ÓFEIGS var opnuð sýning
á verkum Dominique Ambroise.
Þórhildur Ólafsdóttir, María Lilja
Þrastardóttir og Linda Gunnarsdóttir.
Jón Ólafsson
og Hildur Vala
Einarsdóttir.
JOSÉ GONZÁLES hélt
tónleika á NASA við
Austurvöll.
4 | 19.3.2006
Jóní Jónsdóttir og
Anna Þorsteins.