Morgunblaðið - 19.03.2006, Blaðsíða 6
6 | 19.3.2006
Æ tli sé bannað að reka norna-búð? spyr maður sjálfan sigþegar búð með því nafni er
opnuð við Vesturgötu í Reykjavík. Svo velti ég því fyrir mér hvort sé skrýtnara, að það
geti hugsanlega verið bannað, eða að maður haldi að það sé bannað. Eigendur
Nornabúðarinnar, Eyrún Skúladóttir og Eva Hauksdóttir, hafa fengið svo góðar
móttökur frá því að þær opnuðu 2. ágúst síðastliðinn, að nú er verið að stækka hús-
næðið. „Fyrir innan eldhúsið hjá okkur er tæplega 40 fermetra rými sem við erum að
fá til afnota. Við tökum okkur viku í að gera það fínt og eftir það reikna ég með að við
opnum á milli,“ segir Eva.
Eruð þið sem sagt komnar með ráðstefnusal?
Þær hlæja, en líkingin er samt ekkert fjarri lagi, því hluti af vinnu Eyrúnar og Evu
felst í að taka á móti hópum sem vilja fræðast um galdra, þótt eflaust sé nokkuð í sýn-
ingartjaldið og power pointið.
„Við höfum tekið á móti hópum sem koma og vilja kynnast galdri og því hvernig
hann er notaður í nútímanum. Margir héldu, þegar við
vorum að fara af stað, að þetta væri bara eitthvað djók.
Við gerum reyndar ýmislegt sem er á léttum og skemmti-
legum nótum og sumt af því er grín, en meirihlutinn af
þeim göldrum sem við erum með í boði er háalvarlegur.
Við stundum galdur, með árangri, og fólk vill kynnast því
hvað hann felur í sér og hvernig hann virkar í nútímanum.
Fólk vill fá að kynnast galdri og eins íslenskum lækningajurtum, rúnaspádómum og
fleiru en við höfum ekki haft mikið pláss og erum því að stækka til þess að bæta þá
aðstöðu,“ segir Eva.
Áhugi Eyrúnar og Evu á galdri er að hluta til menningarlegur og tengist víkinga-
tímanum. „Fróðleikur um heiðinn galdur og hinn menningarlega arf víkinganna er
ekki mjög aðgengilegur og við leggjum mikið upp úr táknum þeirra og hugmyndum,
þótt við séum ekki ásatrúar. Galdrauppskriftin sem slík er hins vegar fyrst og fremst
alþjóðleg,“ segja þær.
Hver er bakgrunnur ykkar í galdri, ef svo má segja? „Ég er búin að vera eitthvað að
kukla og læra, en lít svo á að þó að maður stúderi fræðilega hlið galdurs þurfi maður
að setjast niður og prófa þessar kenningar. Maður er aldrei búinn að læra í galdri. Eft-
ir því sem maður þekkir vísindin betur, því betur er maður sér meðvitandi um heim-
inn sem maður býr í og því betur veit maður hvað er ekki búið að skýra. Forvitnin er
grundvallaratriði,“ segir Eyrún.
Eva kynntist fræðilegri hlið galdurs er hún var í íslensku í Háskóla Íslands, en þar
kynntist hún líka Matthíasi Viðari Sæmundssyni sálugum. „Ég tók alla kúrsa sem
hann kenndi og kynntist því hug-
myndafræðinni á bakvið galdur og
þeim hugarheimi sem hann er
sprottinn úr mjög vel. Þannig að við höfum fræðilegan bakgrunn líka,“ segir Eva.
„Amma mín kíkti í bolla og mamma lagði tarotspil og var á kafi í kuklinu í den.
Sennilega smitast áhuginn út frá þeim. Ég hef líka verið upptekin af jurtum og stein-
um og orkunni í náttúrunni frá því að ég var barn. Ég hef kannski verið táningur þeg-
ar ég byrjaði að færa það yfir í galdur og kalla það galdur,“ segir Eyrún.
Hvað er galdur? „Galdur er það að nota hugarorkuna og viljastyrkinn til þess að fá
einhverju framgengt og notkun tákna, líkamlegs látbragðs, hljóða og kveðskapar er
allt saman hluti af heildarpakkanum. Galdur er í rauninni það að búa sér til ritúal í
kringum ósk,“ segir Eva.
„Og það er nú einu sinni þannig, að til þess að óskir geti ræst, verður að orða þær
rétt,“ bætir Eyrún við. „Fólk er alltaf að óska sér þess að lífið væri öðruvísi eða betra,
að makinn myndi ryksuga oftar eða hvað það nú er sem það lætur sig dreyma um.
Það sest aldrei niður og býr til eina kjarnyrta ósk. En ef
það gerir það, þá fyrst getur hún ræst. Ef þú veist ekki
hvað þú vilt, þá gerist aldrei neitt. Þetta er bara sálfræði.
Það sem er mikilvægt í galdri er að orða hlutina skýrt og
skorinort, og svo er það endurtekningin. Maður er að for-
rita sig. Ef maður gerir hlutina oft verða þeir hluti af rút-
ínu og maður kallar yfir sig það happ sem maður óskaði,
af því að maður veit hvað maður vill. Galdur er ekki svo dularfullur, segir hún.
Er munur á körlum og konum í galdri?
„Rúnagaldur og galdrastafir loða miklu heldur við karlpeninginn á Íslandi. Nornir
sem koma hingað hafa mikið kynnt sér wicca-speki, sem er náttúrugaldur, á meðan
karlarnir sem koma eru nær undantekningalaust í rúnagaldri. Konurnar koma hing-
að í hópum á kynningar og eru þá kannski hluti af samfélögum á borð við norna-
klúbba og nornasveimi, sem þær hafa myndað, og skiptast á upplýsingum og efla fé-
lagsleg tengsl, svona eins og í saumaklúbbi. Karlarnir virðast hins vegar eiginlega
aldrei vera í hópi. Ef þeir eru það, er það blandaður hópur. Þeir karlar sem koma
hingað eru nánast alltaf að vinna einir og segja engum frá því hvað þeir eru að gera.
Konur, sérstaklega ungar stúlkur, virðast líta á þetta sem einhvers konar költ og
klæða sig og skreyta á tiltekinn hátt, nota fimm arma stjörnu og annað sem gefur til
kynna að þær hafi áhuga á þessu sviði. Það sést ekkert utan á körlunum,“ segir Eva.
„Þeir gætu verið húsasmiðir eða verðbréfamiðlarar. Þeir koma inn og eru lengi að
skoða og spyrja svo að einhverju alveg sérstöku eftir dálítinn tíma,“ segir Eyrún.
„Konurnar eru opnari, fikta í öllu og spyrja og spyrja,“ bætir hún við.
Eva Hauksdóttir og
Eyrún Skúladóttir
eiga nornabúð í 101.
M
or
gu
nb
la
ði
ð/
Á
sd
ís
Galdur er það að nota
hugarorkuna og vilja-
styrkinn til þess að fá
einhverju framgengt.
NORNIR
Í NÚTÍMANUM
Eftir Helgu Kristínu Einarsdóttur