Morgunblaðið - 19.03.2006, Blaðsíða 14
14 | 19.3.2006
gera Ísland að stærstu álbræðslu í heimi er um fimmtíu ára gömul. Iðnaðarráðu-
neytið hefur stefnt að þessu marki allan þennan tíma. Það er aðeins tilviljun að hér
á Íslandi eru ekki 4000 starfsmenn hjá „versta fyrirtæki í heimi“. Þjóðin skapaði
sér önnur tækifæri. En markmiðið er enn til staðar og áfram unnið að því.“
En víkjum að titli bókarinnar, Sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð, er þjóðin
hrædd?
„Bókin hét þetta mjög fljótlega í tölvunni hjá mér. Kannski stuðar þetta suma en
akkúrat núna held ég að þjóðin sé orðin skíthrædd. Einn daginn segir fyrirsögn að
við séum ríkasta þjóð í heimi, næsta dag erum við sú skuldugasta, tilfinningalíf
okkar sveiflast eftir dægursveiflum greiningardeilda, samt breytist ekki það sem
mestu máli skiptir,“ segir Andri og vísar til umræðunnar um efnahagsmál sem hef-
ur verið hávær undanfarið. „Stórar ákvarðanir á síðustu árum hafa oftar en ekki
verið byggðar á ótta við framtíðina fremur en að menn séu að fylgja ákveðnum
markmiðum. Í staðinn fyrir að vera með lang-
tímamarkmið um hvað við ætlum að verða eða
viljum standa fyrir er eins og við séum alltaf að
bjarga okkur fyrir horn.“
Heróínhagkerfi – annars drukknum við öll!
Andri segir að oft sé litið á veruleikann sem
þunnan ís fremur en að hann sé lagskiptur.
Bresti ísinn þá drukknum við öll. Með lag-
skiptingu á hann hins vegar við að þótt eitt
lagið hverfi þá taki annað við, t.d. ef stóriðjan
hætti þá sköpum við okkur líf í öðrum veru-
leika. „Össur er stoð atvinnulífsins, en stoð
Össurar er einfætlingar. Væri slæmt ef fólk
hætti að missa útlimi? Það er augljóst að allir
myndu finna sér eitthvað annað að gera,“ segir
Andri.
Í bókinni vísar Andri m.a. til orða Halldórs
Ásgrímssonar, forsætisráðherra, í viðtali við
RÚV fyrr á þessu ári þegar hann sagði:
„… það liggur alveg ljóst fyrir að ef við nýtum
ekki orkulindir landsins mun hagvöxtur drag-
ast verulega saman strax á árinu 2007 og þá
mun atvinuleysi aukast.“ Andri segir að veru-
leikanum sé sífellt stillt upp á einfaldaðan hátt.
„Þetta er nákvæmlega sama mynstur og kom
upp fyrir Kárahnjúkavirkjun. Hún átti að gera
okkur rík en svo kemur í ljós að ef ekki er
haldið áfram, kemur atvinnuleysi. Sífelld yf-
irvofandi kreppa hefur verið notuð til að stýra
fólki,“ segir Andri og bætir við að ráðherrann
sé í raun að segja að við þurfum að halda
áfram að virkja og byggja fleiri álver því annars
verðum við atvinnulaus; við drukknum öll.
„Kreppuhugsunin er til staðar, meira að segja
þegar það er mínusatvinnuleysi. Þetta er
vegna þess að leiðtogar ákveða að leiða ekki
þjóðina heldur stjórna. Þeir hafa tekið að sér
að fá hugmyndirnar og skilgreina framtíðina.
Afleiðing af þessu er eins og öfug sjálfstæð-
isbarátta, eða ósjálfstæðisbarátta. Það er ekki gengið út frá því að þú getir gert allt
og að þjóðin geti orðið það sem hún vill heldur að hún verði að fylgja einum mögu-
leika. Við stefnum í framtíð sem er ekki það sem viljum verða heldur það sem við
teljum okkur neyðast til að verða.“
Þú fjallar mikið um tungumálið í bókinni þinni, hvernig hefur það áhrif á skynjun
okkar á veruleikanum?
„Ég held að það hafi heilmikil áhrif. Eins og t.d. þetta með hagvöxtinn. Hag-
vöxtur getur komið frá stríði, rányrkju, eyðileggingu eða slysum en orðið gerir eng-
an greinarmun á hvort hann er góður eða vondur. Orðið er frumstætt og gróft.
Þetta er svolítið eins og líffræðingar notuðu bara orðið lífmassi en gæfu fjölbreyti-
leika lífsins eða einstökum tegundum ekki gildi. Lífmassi hefði t.d. aukist í janúar
og það væri þá talið gott en ekkert fjallað um að allar súlurnar í Eldey hafi dáið út
og lífmassinn sé þörungablómi í Þingvallavatni og rottuplága í Grindavík,“ tekur
Andri sem dæmi. „Þá má velta fyrir sér hversu
mikill hagvöxtur undanfarinna ára hafi verið
illkynja hagvöxtur. Var þetta frekar heróín-
hagvöxtur þar sem það þarf alltaf stöðugt nýja
og nýja sprautu? Er það frjálst val okkar að
færa allar þessar fórnir til að verða stærsti ál-
framleiðandi í heimi eða er þetta ótti við fram-
tíðina?“
Fimm ára áætlun Stalíns
Andri segir að æðstu leiðtogar hafi veruleg
áhrif á umræðuna í samfélaginu. Þeir setji tón-
inn fyrir það sem er rætt á kaffistofum lands-
ins. „Ef ráðherra spyr í ræðustóli á Alþingi:
„Hvað annað?“ þá endurómar það um allt
þjóðfélagið,“ segir Andri og vísar til þeirrar
spurningar sem er oft borin upp í umræðu um
stóriðju: Hvað annað á fólkið að gera? „Mér
finnst þetta eiginlega ólögleg spurning. Ef
Stalín kemur með fimm ára áætlun og þú ert
ekki mjög hrifinn af henni er eins og krafan sé
að þú eigir að koma með aðra fimm ára áætl-
un. Ef hann segir ál þurfi ég að segja stál eða
magnesíum til að vera marktækur í um-
ræðunni. Nútímasamfélög vaxa ekki á þennan
hátt. Spurningin, en hvað á að gera í staðinn,
er órökleg eins og að spyrja tónlistarmann: En
hvaða lag ætlar þú að semja næst?“
Andri bendir á að fólk sé uppfullt af hug-
myndum. Meðan við séum að vinna að einni
hugmynd séum við hins vegar ekki að vinna
að annarri. „Þetta er einhvers konar þjóðardá-
leiðsla í kringum þetta „hvað annað?“ Stjórn-
völd í öðrum löndum skipuleggja ekki hag-
vöxt fram í tímann. Þau breyta kannski
lagaumhverfi en ætla ekki að búa til hagvöxt
eins og þau reyna að gera hér. Á hverju eiga
Danir að lifa? Hvað eiga þeir að gera? Hvað
eiga Svíar að gera?“ spyr Andri.
Þú fjallar talsvert um stóriðjustefnu stjórn-
valda og fyrirtækin sem hefur verið boðið að
FRÁ FANTASÍU TIL RAUNSÆIS
Þegar nýr forsætisráðherra tók við embætti var það hans fyrsta
verk að breyta grundvallarstærð sem var stimpluð í huga þjóð-
arinnar. Hann lækkaði Hvannadalshnjúk úr 2119 metrum í … ég
man það ekki. Ég veit ekki lengur hvað fjallið er hátt. Fastur punkt-
ur í tilverunni kallar núna á heila umræðu um hæð tindsins. En
hæðin vísar ekki á nein grundvallaratriði, enga vísindalega byltingu,
enga hugarfarsbreytingu. Næst þegar ég ætla að tala um Vatna-
jökul mun samtalið ropþrúgast ofan í þetta holræsi sem ráðherrann
bjó til: Umræðuna um hæð Hvannadalshnjúks. Þetta ristir hugs-
anlega dýpra. Hjá stórum hluta þjóðarinnar gekk barnaskólalær-
dómurinn einmitt út á að leggja á minnið tölur eins og 2119. Hæðin
á Hvannadalshnjúk var notuð til að mæla greind barna. Sá sem
mundi töluna 2119 sýndi að hann gæti líklega orðið læknir eða lög-
fræðingur í framtíðinni. Óli tossi skrifaði 2112 á prófi og féll og fór
að lokum í hundana. Í því ljósi er þetta óþægilegt. Hafði Óli rétt
fyrir sér? Var hann efnilegur eftir allt saman
Ég velti samt fyrir mér hversu meðvituð þessi þróun gat verið.
Hverjum hentaði að setja viðmiðin á flot svo fólk geti ekki lengur
talað saman? Ég get ekki talað um unglingsárin án þess að segja að
7. bekkur heiti reyndar 8. bekkur og 9. bekkur heiti núna 10. bekk-
ur sem er sami bekkur og gamli landsprófsbekkurinn.
VIÐMIÐIN Á FLOT
Draumalandið – sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð
Andri Snær ásamt vini sínum Árna Heiðari
Karlssyni píanóleikara við mót Kringilsár og
Jöklu um 15 km frá Kárahnjúkum.
Útrétt hönd Andra
Snæs við Kringilsá
en það svæði fer
undir vatn þegar
Kárahnjúkastíflan
verður tilbúin.
„Kannski
stuðar þetta
suma en
akkúrat
núna held
ég að þjóðin
sé orðin
skíthrædd.“
Hvað gerist ef herinn fer? Hann yfirgefur samtals 400.000 fermetra
af húsnæði. Það samsvarar sjö Smáralindum. Íslenska þjóðin myndi
öll rúmast inni í þessum húsum ef haldið væri eitt allsherjar kokteil-
boð. Þarna losna skrifstofur, verslunarhúsnæði, veitingastaðir, mötu-
neyti, barir, sjúkrahús, skólar, leikskólar, hafnaboltavellir, sparkvellir,
skautahöll, keilubrautir, íþróttahús, flugskýli, bílskúrar. Þarna er heilt
þorp tilbúið til afhendingar, malbikað og tyrft. Herinn yfirgefur 900
íbúðir sem eru byggðar eftir íslenskum stöðlum. Þarna eru götur,
gangstéttir og leiksvæði. Herinn yfirgefur svæði sem ekki er til í huga
flestra Íslendinga. Við sjáum húsin en samt ekki, staðurinn er ímynd-
un, heilt þorp utan landamæra okkar, annar heimur, huldubyggð.
Hverfið er aðskilið frá Keflavík með Berlínarmúr en gæti auðveldlega
runnið saman við bæinn. Í 400.000 fermetrum hljóta að felast tæki-
færi. Eitthvað er illa farið en margt er nýlegt. Húsin eru í hálftíma
fjarlægð frá vaxandi höfuðborg og steinsnar frá alþjóðaflugvelli, mitt
á milli Evrópu og Ameríku, en einhvernveginn þykir mönnum erfitt að
sjá augljósa möguleika.
HVAÐ ÞEGAR HERINN FER?