Morgunblaðið - 26.03.2006, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.03.2006, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MARS 2006 B 13 Stjórnandi Laus er til umsóknar stjórnunarstaða á Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis. Helstu verkefni: • Rekstur og stjórnun þjónustuíbúðakjarna og félagsstarfs í Norðurbrún 1 • Forysta og frumkvæði við samþættingu heimaþjónustu í Norðurbrún 1 og nágrenni • Leiðandi hlutverk á sviði forvarna og aukinnar nærþjónustu við eldri borgara í Laugardal • Samstarf við íbúa og hagsmunasamtök eldri borgara um aukið notendasamráð við þróun þjónustu í Norðurbrún og nágrenni • Fræðsla og kynningarstarf til íbúa, samstarfsaðila, félaga- og hagsmunasamtaka Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi • Þekking og reynsla af starfi með eldri borgurum æskileg • Forystuhæfileikar og frumkvæði í vinnubrögðum • Lipurð í mannlegum samskiptum • Áhugi á þverfaglegri teymisvinnu og grasrótarstarfi • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti Nánari upplýsingar veita Aðalbjörg Traustadóttir framkvæmdastjóri og Sigrún Ingvarsdóttir deildarstjóri í síma 411 1500, netföng: adalbjorg.traustadottir@reykjavik.is, sigrun.ingvarsdottir@reykjavik.is. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknum skal skilað á Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, Síðumúla 39, 108 Reykjavík fyrir 7. apríl nk. Laus er til umsóknar staða verkefnisstjóra á Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis. Um er að ræða 100% stöðu til eins árs. Helstu verkefni: • Dagleg stjórnun heima- og stuðningssþjónustu á Sléttuvegi • Þátttaka í þróun og mótun verklags um aukna nærþjónustu í Háaleitishverfi • Samstarf við íbúa og hagsmunasamtök þeirra um aukið notendasamráð við þróun þjónustu á Sléttuvegi og í næsta nágrenni • Fræðsla og kynningarstarf til íbúa, samstarfsaðila, félaga- og hagsmunasamtaka Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi • Þekking og reynsla af starfi á sviði heima- og stuðningssþjónustu æskileg • Skipulags- og stjórnunarhæfileikar • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum • Lipurð í mannlegum samskiptum • Áhugi á þverfaglegri vinnu og grasrótarstarfi • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti Nánari upplýsingar veitir Sigrún Ingvarsdóttir deildarstjóri í síma 411 1500, netfang: sigrun.ingvarsdottir@reykjavik.is. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknum skal skilað á Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, Síðumúla 39, 108 Reykjavík fyrir 7. apríl nk. Laus er til umsóknar staða þjónustufulltrúa á Þjónustumiðstöð Breiðholts. Þjónustumiðstöðin er þekkingarstöð í fjölskylduráðgjöf. Hlutverk þekkingarstöðvar er m.a. að vera frum- kvöðull á sínu sviði, bæði í þróun nýbreytni og vinnulags. Helstu verkefni: • Almenn upplýsingagjöf og leiðbeiningar um starfsemi Reykjavíkurborgar • Móttaka og símsvörun • Skráning og afgreiðsla umsókna Hæfniskröfur: • Stúdentspróf eða önnur menntun sem nýtist í starfi • Góð tölvu- og tungumálakunnátta • Rík þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum • Nákvæmni og sjálfstæði í starfi Þjónustumiðstöð Breiðholts býður upp á: • Möguleika til að hafa áhrif á og taka þátt í uppbyggingu og mótun nýrrar þjónustumið- stöðvar • Þverfaglega samvinnu með metnaðarfullu starfsfólki Um er að ræða hlutastarf með vinnutíma frá kl. 12:00-16:30. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Nánari upplýsingar veita Helga Sigurjónsdóttir þjónustustjóri og Þóra Kemp deildarstjóri í síma 411 1300, netföng: thora.kemp@reykjavik.is, helga.sigurjonsdottir@reykjavik.is. Umsóknum skal skilað á Þjónustumiðstöð Breið- holts, Álfabakka 12, 109 Reykjavík fyrir 9. apríl nk. Félags- og þjónustumiðstöðin Hraunbæ 105 óskar eftir stuðningsfjölskyldum. Reynslan hefur sýnt að stuðningsfjölskyldur vinna öflugt forvarnarstarf til að tryggja og viðhalda festu og öryggi í lífi þeirra barna sem til þeirra koma. Við óskum því eftir liðsinni fólks sem getur tekið börn í helgarvistun 1-2 helgar í mánuði, eða eftir nánara samkomulagi. Hafir þú áhuga á mannlegum samskiptum og afar gefandi verkefnum þá er hlutverk stuðningsfjölskyldu áhugavert tækifæri til að láta gott af sér leiða. Nánari upplýsingar veitir Elín Guðjónsdóttir forstöðumaður Félags- og þjónustumiðstöðvar í Hraunbæ 105 í síma 587 2888, netfang: elin.gudjonsdottir@reykjavik.is. Greitt er samkvæmt verktakasamningi. Umsóknum skal skilað á Félags- og þjónustumiðstöðina Hraunbæ 105. Starf á þjónustuborði Upplýsingatæknimið- stöðvar Reykjavíkur er laust til umsóknar. Leitað er að metnaðarfullum og þjónustuliprum einstaklingi. Helstu verkefni: • Notendaþjónusta á sviði upplýsingatækni við starfsmenn Reykjavíkurborgar • Móttaka, úrlausn og eftirfylgni verkbeiðna • Samskipti við tæknimenn / aðra starfsmenn Menntunar- og hæfniskröfur: • Formleg menntun á sviði upplýsingatækni • Reynsla af bilanagreiningu • Þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum • Frumkvæði og metnaður til að sýna árangur í starfi • Góð íslenskukunnátta Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Upplýsingatæknimiðstöð Reykjavíkurborgar, UTM fer með forystuhlutverk í upplýsingatæknimálum borgarinnar. UTM gegnir þjónustuhlutverki við viðskiptavini sem eru svið og stofnanir Reykjavíkurborgar og er ætlað að annast rekstur og þróun upplýsingatæknibúnaðar borgarinnar. Nánari upplýsingar veita Hjörtur Grétarsson forstöðumaður og Dagný Einarsdóttir þjónustustjóri, netföng: hjortur.gretarsson@reykjavik.is, dagny.einarsdottir@reykjavik.is og í síma 411 1900. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags Reykja- víkurborgar. Umsóknum ásamt ferilskrá skal skilað til Upplýsingatæknimiðstöðvar Reykjavíkurborgar, Borgartúni 1, 105 Reykjavík eða á netfangið: dagny.einarsdottir@reykjavik.is, merktar "UTM Notendaþjónusta" fyrir 3. apríl nk. - Einn vinnustaður Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum hjá borginni. Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is/storf. Hjá símaveri Reykjavíkurborgar, 4 11 11 11, færð þú allar upplýsingar um þjónustu og starfsemi borgarinnar og samband við þá starfsmenn sem þú þarft að ná í. Þjónustu- og rekstrarsvið Áhugaverð störf í boði Verkefnisstjóri Stuðningsfjölskyldur Starfsmaður í notendaþjónustu Þjónustufulltrúi Kvenfataverslun með fatnað í öllum stærðum vantar helgar- starfsmenn, eldri en 25 ára, nú þegar. Einnig vantar okkur starfskraft aðra hverja helgi og 1-2 eftirmiðdaga í viku. Við leitum að hressum, snyrtilegum og skemmtilegum starfsmönnum sem hafa gaman af því að vera til og eru tilbún- ir í hörku vinnu til að þjóna viðskiptavinum okkar. Skemmtilegur vinnustaður, frábærir samstarfsfélagar og bara gaman. Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl. eða í box@mbl.is merktar: „K - 18329“ í síðasta lagi 1. apríl. Atvinnuauglýsingar sími 569 1100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.