Morgunblaðið - 26.03.2006, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.03.2006, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MARS 2006 B 21 Framkvæmdastjóri barnaverndarnefndar. Fjölskyldudeild Akureyrabæjar óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra barnaverndarnefndar. Um nýtt starf er að ræða. Starfssvið framkvæmdastjóra er eftirfarandi: • Stjórnar og ber ábyrgð á vinnslu barnaverndarmála á Fjölskyldudeild og er yfirmaður sérhæfðs starfsliðs barnaverndar. • Vinnur fyrir barnaverndarnefnd Eyjafjarðar og ber ábyrgð gagnvart henni á því að framkvæma þær ákvarðanir sem nefndin tekur. • Ber ábyrgð á starfs- og fjárhagsáætlanagerð að því er viðkemur barnavernd, í samvinnu við deildarstjóra Fjölskyldudeildar. • Sér um ársskýrslugerð fyrir barnavernd og vinnur að ýmsum forvarnar- og þróunarverkefnum. • Tekur auk stjórnunar þátt í vinnslu barnaverndarmála. Umsækjandi þarf að hafa háskólapróf í félagsráðgjöf eða sálfræði og viðeigandi starfsleyfi á Íslandi. Önnur menntun getur komið til greina, svo sem embættispróf í lögfræði. Starfið krefst góðrar hæfni til stjórnunar og innleiðslu nýrra vinnubragða. Það krefst mikils sveigjanleika og góðrar hæfni í mannlegum samskiptum. Reynsla af stjórnun er æskileg og reynsla af vinnu í barnaverndarmálum er skilyrði. Sálfræðingur. Fjölskyldudeild óskar eftir að ráða sálfræðing til starfa. Um er að ræða starf á sviði einstaklingsþjónustu við leik- og grunnskóla. Á verksviði sálfræðings við sérfræðiþjónustu skóla á Fjölskyldudeild eru greiningar einstakra nemenda ásamt ráðgjöf/meðferð. Gerð er krafa um að viðkomandi hafi réttindi til að starfa sem sálfræðingur á Íslandi. Auk þess er gerð krafa um haldgóða þekkingu og reynslu á greiningu, ráðgjöf og meðferð barna. Reynsla af starfi skólasálfræðings er nauðsynleg. Æskilegur ráðningartími er frá 1. ágúst 2006. Launakjör vegna starfs sálfræðings eru samkvæmt kjarasamningi Sálfræðingafélags Íslands og Launanefndar sveitarfélaga. Félagsráðgjafi. Laus er staða félagsráðgjafa í félagsþjónustu. Um er að ræða afleysingu í eitt ár frá 1. maí 2006. Starfið felst í þjónustu skv. lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991. Um er að ræða annars vegar félagslega ráðgjöf og hins vegar vinnu við fjárhagsaðstoð, þ.e. móttöku og vinnslu fjárhagserinda. Leitað er eftir félagsráðgjafa en til greina kemur að ráða starfsmann með annarskonar háskólapróf. Reynsla af félagsþjónustu eða þjónustu skv. lögum um málefni fatlaðra nr. 59/1992 er æskileg. Launakjör vegna starfs félagsráðgjafa eru samkvæmt kjarasamningi SÍF og Launanefndar sveitarfélaga. Akureyrarbær hefur sameinað hefðbundna félagsþjónustu, barnavernd, þjónustu við fatlaða og þjónustu við leik- og grunnskóla í einni deild. Unnið er markvisst þróunarstarf og þátttaka í þverfaglegu starfi er mikilvæg. Tekið verður tillit til samþykktar bæjarstjórnar Akureyrarbæjar um jafnréttismál við ráðningu í störfin. Upplýsingar um störfin veita Karl Guðmundsson, sviðsstjóri félagssviðs í síma 460 1488 og netfang: karlg@akureyri.is og Guðrún Sigurðardóttir, deildarstjóri fjölskyldudeildar í síma 4601420 og netfang: gudruns@akureyri.is Umsóknareyðublöð fást í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9 og á heimasíðu Akureyrarbæjar www.akureyri.is, umsóknarfrestur er til 20. apríl 2005. Akureyrarbær • Geislagötu 9 • 600 Akureyri Sími 460 1000 • Fax 460 1001 • www.akureyri.is Stærðfræðikennari Verzlunarskóli Íslands óskar að ráða stærð- fræðikennara fyrir næsta skólaár. Um er að ræða framtíðarstarf og einnig tímabundna ráðningu. Hæfniskröfur:  Háskólapróf í stærðfræði eða tengdum greinum.  Reynsla af kennslu á framhaldsskólastigi æskileg.  Hæfni í mannlegum samskiptum. Við bjóðum:  Góða vinnuaðstöðu.  Góðan starfsanda á framsæknum vinnustað.  Möguleika á endurmenntun. Nánari upplýsingar gefur Ingi Ólafsson aðstoð- arskólastjóri, ingi@verslo.is, og Þórður Möller deildarstjóri í stærðfræði, thordurm@verslo.is, eða í síma 590 0600. Umsóknarfrestur er til 7. apríl og skal senda umsóknir ásamt ferilskrá til Verzlunarskóla Íslands, Ofanleiti 1, 103 Reykjavík eða á net- fangið ingi@verslo.is. Verzlunarskóli Íslands er framhaldsskóli með um 1.150 nemendur. Skólinn er bekkjarskóli en nemendur ljúka prófum í viðkomandi námsáfanga um jól og vor. Nemendur geta valið á milli fjögurra mismunandi brauta og útskrifast með stúdentspróf af öllum brautum. Hægt er að taka stúdentspróf eftir þrjú ár af tveimur brautum. Einnig býður Verzlunarskólinn upp á fjarnám. Verzlunarskólinn er mjög tæknivæddur og er aðstaða til náms og kennslu öll hin besta. Við skólann starfa um 80 kennarar og annað starfsfólk. Lundarskóli Staða skólastjóra Staða skólastjóra við Lundarskóla á Akureyri er laus til umsóknar. Umsækjandi þarf að hafa kennaramenntun. Æskilegt er að hann hafi framhaldsmenntun í stjórnun og reynslu af skólastjórnun. Nauðsynlegt er að hann hafi góða stjórnunar- og skipulagshæfileika, geti starfað sjálfstætt og hafi gott vald á mannlegum samskiptum. Leitað er að einstaklingi með mikinn metnað og vilja til að leiða öflugt þróunar- og nýbreytnistarf. Lundarskóli er heildstæður, einsetinn grunnskóli, nemend- ur verða um 520 á næsta skólaári. Í skólanum er sérdeild fyrir heyrnarskerta eða heyrnarlausa nemendur. Fjöldi starfsmanna er um 80 og hlutfall fagmenntaðra starfsmanna er yfir 97%. Nánari upplýsingar er að hafa á heimasíðu skólans: http://www.lundarskoli.akureyri.is Allar nánari upplýsingar veitir deildarstjóri Skóladeildar, Gunnar Gíslason, í síma 460 1456 eða 892 1453, netfang: gunnarg@akureyri.is, og skólastjóri, Þórunn Bergsdóttir, í síma 462 4888, netfang: thbergs@akureyri.is. Tekið verður tillit til samþykktar bæjarstjórnar Akureyrar- bæjar um jafnréttismál við ráðningu í starfið. Laun samkvæmt kjarasamningi KÍ og Launanefndar sveitar- félaga. Upplýsingar um kaup og kjör eru veittar í starfsmanna- þjónustu Akureyrarbæjar í síma 460 1060. Umsóknum skal skilað í þjónustuanddyri í Geislagötu 9, á eyðublöðum sem þar fást. Einnig er hægt að sækja um á heimasíðu Akureyrarbæjar - www.akureyri.is. Umsóknarfrestur er til 24. apríl 2006. Akureyrarbær • Geislagötu 9 • 600 Akureyri Sími 460 1000 • Fax 460 1001 • www.akureyri.is AKUREYRARBÆR Skóladeild Hæstiréttur Íslands Dómvörður Við Hæstarétt Íslands er laust til umsóknar starf dómvarðar. Hlutverk dómvarðar er að sinna dómvörslu í dómsölum, auk þess að annast húsvörslu og ýmis önnur viðvik fyrir réttinn. Um er að ræða fullt starf. Ekki er gerður áskil- naður um sérstaka menntun. Ráðið verður í starfið frá og með 1. júní nk. Laun eru sam- kvæmt kjarasamningum opinberra starfs- manna. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist Hæstarétti, dóm- húsinu v/Arnarhól, 150 Reykjavík. Umsóknar- frestur hefur verið framlengdur til 4. apríl nk. Öllum umsóknum verður svarað. Nánari upp- lýsingar veitir Sigvaldi Guðmundsson, dóm- vörður, í síma 510 3030. Reykjavík, 23. mars 2006. Hæstiréttur Íslands Starfsmenn óskast til sumarstarfa í Upplýsingamiðstöð Suðurlands. Kröfur um sjálfstæð vinnubrögð, tungumálaþekkingu, góða kunnáttu á landinu okkar fagra og þó sérstaklega á Suðurlandi. Vinsamlega sendið umsókn um menntun og fyrri störf á: Tourinfo@hveragerdi.is eða Upplýsingamiðstöð Suðurlands, Sunnu- mörk 2, 810 Hveragerði, fyrir 4. apríl 2006. Aðstoðarmaður tannsmiðs Tannsmiðjan Króna sf. óskar eftir laghentum starfskrafti í 50-100% starf. Reynsla eða mennt- un ekki nauðsynleg. Umsóknir óskast sendar til auglýsingadeildar Mbl. eða á box@mbl.is merktar: „Tannsmiður — 17664“ fyrir 10. apríl 2006. TERMA ehf óskar eftir snyrtifræðingum til starfa: Í fullt starf Hæfniskröfur: Reynsla af sölu æskileg. Hafa gaman af mannlegum samskiptum. Haldgóð tölvuþekking. Góð íslensku og enskukunnátta. Vinnutími frá 9 til 17 og önnur hver helgi. Í hlutastarf Hæfniskröfur: Reynsla af sölu æskileg. Hafa gaman af mannlegum samskiptum. Vinnutími eftir hádegi og um helgar. TERMA óskar eftir ritara til ýmissa starfa Hæfniskröfur: Góð tölvukunnátta. Góð ensku og íslenskukunnátta. Frönskukunnátta er kostur. Góð þjónustulund. Vinnutími 9-17. Helena Rubinstein – Lancôme - Giorgio Armani Cacharel – Biotherm - Ralph Lauren Þeir sem hafa áhuga vinsamlega sendi umsókn á Gudbjorg@terma.is, eða sendi póst á Terma, Smiðjuvegi 11a, 200 Kópavogur. Spurningum er ekki svarað í síma eða á skrifstofunni. Atvinnuauglýsingar sími 569 1100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.