Morgunblaðið - 30.04.2006, Side 6

Morgunblaðið - 30.04.2006, Side 6
M aður á besta aldri stendur á sundlaugarbakka. Hann er með risa-stórt ör niður eftir endilöngu brjóstinu. Hefur greinilega veriðskorinn upp við hjartasjúkdómi. Skyndilega stendur annar mað-ur við hliðina á honum. Hann er nákvæmlega eins. Og með samskonar ör á brjóstinu. Þessa svipmynd kannast flestir við úr sjónvarpsauglýsingu Happdrættis SÍBS í vetur. Eflaust halda ýmsir að hér sé brella á ferðinni, þetta sé í raun sami maðurinn, enda allt hægt í sjónvarpi. Svo er ekki. Mennirnir eru tveir, tví- burabræðurnir Snorri og Viðar Magnússynir. Þyki fólki þeir líkir og örin áþekk er það bara byrjunin, sjúkrasaga þeirra er með ólíkindum. Báðir voru skornir upp við samskonar kvilla, ósæðargúl, með aðeins sjö vikna millibili á síðasta ári. Hvorugur kenndi sér meins en báðir voru þeir tifandi tímasprengja. Ef ósæðargúll springur deyja menn samstundis. Bræðurnir eru fæddir árið 1960 og hafa alla tíð verið heilsuhraustir. Hjarta- sjúkdómar eru ekki í ættinni en fyrir fáeinum árum var Viðar sendur til hjarta- sérfræðings út af ósæðarloku sem líta þurfti á. „Það heyrðist eitthvert aukahljóð í lokunni en læknirinn sá enga ástæðu til að aðhafast í málinu. Nóg væri að fylgjast með mér og þess vegna kom ég til hans á tveggja ára fresti.“ Snorri leitaði fyrst til læknis af allt öðrum ástæðum. „Ég var staddur á Kanarí í febrúar í fyrra og var að synda þar í ískaldri sundlaug þegar ég fór skyndilega að finna fyrir rosalega slæmum höfuðverk. Ég tengdi þetta því að hálsliðirnir væru eitt- hvað stífir og það leiddi svona upp í höfuðið. Svo kom ég heim og enn var höf- uðverkurinn til staðar. Þá leitaði ég til læknisins míns, Jóns Steinars Jónssonar, til að fá uppáskrift til að fara til sjúkraþjálfara. Hann fann að ég var stífur í hálsinum en vildi endilega skoða mig betur, þar sem ég hafði ekki komið svo lengi, og mældi því blóðþrýstinginn og fleira. Svo sagðist hann vilja senda mig til hjartalæknis. Hjarta- læknis? spurði ég undrandi. Hvers vegna í ósköpunum? En hann taldi það öruggara. Nokkrum dögum seinna komst ég til sjúkraþjálfara og lagaðist um leið í höfðinu.“ Ósæðin hafði nánast tvöfaldast að umfangi | Snorri þurfti hins vegar að bíða í fjórar vikur eftir að komast til hjartalæknis. „Ég byrjaði á því að rétta honum bréf frá heim- ilislækninum sem ég var ekki einu sinni búinn að opna. „Látum okkur sjá,“ sagði hann sallarólegur, „kölkun í lokum“, eða eitthvað svoleiðis. Svo vildi hann ómskoða mig. Þá fann ég fljótt að honum stóð ekki á sama. „Það er eitthvað hérna,“ sagði hann alvarlegur. „Örugglega ósæðargúll. Ég verð að senda þig beint í sneiðmynda- töku.“ Ég fékk inni daginn eftir og þá kom í ljós að ósæðin, sem er meginslagæðin og á að vera 30 millimetrar, var orðin 57 millimetrar. Það þýddi bara eitt: Ég þurfti að leggjast undir hnífinn. Ég vildi helst fresta aðgerðinni fram á haust. Hélt að þetta væri ekkert akút. En læknirinn réð mér eindregið frá því. Þessi aðgerð þyldi litla sem enga bið. Þegar æðin er orðin 55 millimetrar eða stærri er vandamálið grafalvarlegt. Þá gerði ég mér grein fyrir alvöru málsins. Ég var í raun tifandi tímasprengja.“ Skömmu síðar, meðan Snorri var bíða eftir aðgerðinni, hringdi síminn. „Það var tvíburabróðir minn. Hann var staddur hjá sínum lækni og vildi fá að vita hvað væri nákvæmlega að mér. Ég sagði honum bara að fara beint í sneiðmyndatöku.“ Og Viðar tekur upp þráðinn. „Ég var að segja lækninum frá því að bróðir minn hefði greinst með gúl en mundi ekki nákvæmlega hvar hann var. Þess vegna hringdi L jó sm yn d: Á sd ís TÍMASPRENGJA AFTENGD Tvíburabræðurnir Snorri og Viðar Magnússynir greindust báðir með ósæðargúl, sem er lífshættulegur sjúkdómur, á liðnu ári og voru skornir upp með sjö vikna millibili. Sjúkrasaga þeirra er ótrúlega lík en ósæðin, sem er 30 mm hjá venjulegum manni, var komin upp í 57 mm hjá þeim báðum. Hvorugur kenndi sér meins og kvillinn uppgötvaðist fyrir tilviljun. Aðgerðirnar gengu að óskum og bræðurnir eru óðum að endurheimta fyrri styrk. Viðar og Snorri eru á góð- um batavegi eftir hina erf- iðu aðgerð. Örin á brjósti þeirra eru ekki eins greini- leg í dag og þegar þeir léku í auglýsingunni. Eftir Orra Pál Ormarsson 6 | 30.4.2006

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.