Morgunblaðið - 30.04.2006, Page 11
Y
firvofandi setuverkfall ófaglærðra á hjúkrunarheimilum.“ „Yfir
fjórðungur starfsmanna á leikskólum hætti störfum í fyrra.“
„Mannekla á geðdeildum.“
Sumar þessara frétta hafa birst okkur á allra síðustu dögum og
eru eins og síendurtekið stef, ekki síst á uppgangstímum líkt og
hafa verið undanfarin ár. Hver er ástæðan? Jú, launin eru of lág,
segja þeir sem til þekkja.
Í því felst kannski mesta þversögnin: þegar nóg er af peningum eigum við aldrei erf-
iðara með að manna stöður þeirra sem hugsa um það sem okkur þykir vænst um – börnin
okkar, foreldra og nána ættingja. Einhverra hluta vegna er það betur metið að höndla með
peninga en manneskjur. Og eftir því sem færri fást til starfa verður álagið á þeim sem fyrir
eru meira.
Það þarf ekki að velkjast í vafa um að þessi störf eru krefjandi, líkamlega og andlega.
Enda er hluti starfslýsingarinnar að fara inn á persónulegustu svið skjólstæðinganna,
hvort sem um er að ræða að aðstoða þá við daglegt hreinlæti eða deila sigrum þeirra og
sorgum. Hér er þess krafist að hafa hlýjan faðm til að hugga og mjúkar hendur til að þrífa,
snýta, skeina og baða. Að ekki sé talað um snögg viðbrögð þegar takast þarf á við óvæntar
aðstæður.
En jafnvel þó launin séu af skornum skammti og erfitt sé að fá fólk til starfa eru þeir til
sem sinna þessum verkum. „Ég er með fólk sem er búið að vera hér í fjöldamörg ár, sem
hreinlega vinnur þessi störf af mannúð og góðmennsku og engu öðru. Fólk sem virkilega
lætur sér annt um sjúklingana,“ segir yfirmaður í geðþjónustunni. „Svo er maður að berj-
ast fyrir því að halda í þetta góða fólk með því að reyna að senda það á námskeið svo hægt
sé að hækka grunnlaunin hjá því. Þá þarf að sækja um það sérstaklega og senda bréf með
ítarlegum rökstuðningi þar sem maður lýsir fjálglega ágæti þess.“
Yfirmönnum, hvort sem þeir eru á leikskólum, hjúkrunardeildum eða geðdeildum,
verður einnig tíðrætt um hversu erfitt sé að fá gott fólk til starfa. „Maður er ekki fyrr bú-
inn að ráða þrjá þegar aðrir þrír segja upp,“ segir einn. „Þegar ég nefni launin ganga um-
sækjendur bara hlæjandi út,“ segir annar. Sá þriðji að engin umsókn berist svo vikum og
mánuðum skipti, jafnvel þótt auglýst sé aftur og aftur eftir fólki. „Ef ekki væri fyrir fólk
sem kemur erlendis frá væri ómögulegt að halda starfseminni gangandi.“
Verst koma svo mannabreytingarnar við þá sem síst skyldi; smáar og stórar manneskjur
sem skipta okkur öllu og þurfa svo nauðsynlega á þjónustunni að halda.
Valgerður Jónbjörns-
dóttir og Elizabet Ramos,
starfsmenn á Skjóli.
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur
Ljósmyndir Þorvaldur Örn Kristmundsson
KJÖRUM SÍNUM OG AÐSTÆÐUM
Hrafnhildur Hreinsdóttir,
starfsmaður á Kleppsspítala.
Kolbrún Sigurjónsdóttir,
starfsmaður á Austurborg.
GÓÐÆRIÐ
SEM GLEYMDI
FÓLKINU
30.4.2006 | 11