Morgunblaðið - 30.04.2006, Síða 15
D eildin mín er sérhæfð endurhæfingardeild fyrir sjúklinga með miklar geðrask-anir, til að mynda fíkniefnaneytendur og aðra sjúklinga sem þurfa langa og
styrka meðferð,“ segir Hrafnhildur Hreinsdóttir, starfsmaður á deild 15 á Kleppi og
einstæð móðir 9 ára gamallar telpu. Undanfarin 20 ár hefur hún starfað við aðhlynn-
ingu geðsjúkra og aldraðra, þar af síðastliðin fimm ár á umræddri deild.
„Ég er búin að vera viðloðandi þessi störf síðan ég var 17 ára,“ heldur hún áfram.
„Inn á milli hef ég gengið inn í önnur störf en einhvern vegin enda ég alltaf í þessu.
Þessi störf eru lifandi því maður vinnur með lifandi fólk sem er auðvitað mjög mis-
jafnt. Þótt sumum finnist starfið einkennast af rútínu þá er það aldrei eins, sér-
staklega ekki á geðdeildum sem taka miklu meiri breytingum frá degi til dags. Þar
getur ástandið gerbreyst á klukkutíma. Á hinn bóginn er þetta þjónustustarf því við
erum að þjónusta fólk en um leið myndast ákveðinn trúnaður og væntumþykja enda
er ekki hægt að vera í þessu starfi án þess að þykja örlítið vænt um „kúnnahópinn“.
Flestir sjúklingarnir á minni deild eru í langtímameðferð, allt að 18 mánuðum eða
jafnvel lengur og þá er ekki annað hægt en að kynnast þeim. Ánægjan við starfið felst
ekki síst í því að sjá bata. Það er rosalega gefandi þegar maður sér árangurinn, þegar
fólk útskrifast og maður sér það pluma sig úti í lífinu.“
Hún segist ekki upplifa mikið ofbeldi af hendi sjúklinganna, öfugt við það sem
margir haldi. „Sjúklingur getur brjálast án þess að beina reiði sinni að okkur starfs-
mönnunum. Í staðinn brýtur hann kannski rúður eða húsgögn og þá þarf starfsfólkið
að róa manninn niður og grípa í taumana. Slíkar aðstæður skapast þó miklu frekar
þegar mannekla er því eftir því sem við erum fleiri og betur mönnuð gengur allt betur
og þá eru minni líkur á því að við lendum í ofbeldi í starfi.“
Helstu galla starfsins tengir Hrafnhildur einmitt við manneklu. „Það er svo mikill
skortur, bæði á hjúkrunarfræðingum og öðru starfsfólki, að ég held að deildin mín
hafi aldrei verið rekin með öll stöðugildin mönnuð. Stundum erum við svo langt
undir öllum mörkum að það hreinlega ógnar öryggi okkar. Fólki finnst kannski gam-
an að vinna hérna, deildin frábær og mórallinn góður en eftir smátíma hugsar það:
Eru þetta launin? – og hættir. Í mikilli manneklu, þegar margir hafa hætt, gefast hinir
upp líka vegna þess að álagið er orðið svo mikið. Þannig að þetta er svona vítahringur
sem viðhelst.“ Hún segir þó minna að gera inn á milli. „Jú, jú, það koma oft rólegir
dagar enda er metnaður okkar að hafa það þannig.“
Áfall aldarinnar | Hrafnhildur stynur þungan þegar talið berst að laununum. „Eftir
síðustu kjarasamninga, fyrir einu og hálfu ári, hækkuðu launin á stuttum
tíma úr 113 þúsundum og upp í 135 þúsund. Í dag eru grunnlaunin mín
138.500, “ segir hún. Ofan á þetta kemur vaktaálag sem Hrafnhildur gef-
ur reyndar ekki mikið fyrir. „Af því að ég er einstæð móðir þá get ég ekki
leyft mér að vera mikið á kvöld- og helgarvöktum. Ég réð mig upp á
morgunvaktir í miðri viku og vinn svo aðra hvora helgi eins og hinir, þeg-
ar er pabbahelgi. Þar næ ég inn pínu vaktaálagi. Fyrir tvær helgar í mán-
uði fæ ég 10 þúsund krónur aukalega, fyrir skatt – það eru nú öll ósköp-
in.“ Hún bætir því við að sér þyki þetta sérstaklega gremjulegt þegar um
hátíðisdaga er að ræða eins og jól, áramót eða páska. „Við fáum 11 frídaga
á ári fyrir að vinna hátíðisdaga, fyrir utan vaktaálagið og reyndar kemur
það mér vel því þá get ég alltaf tekið mér frí þegar er skólinn er lokaður
hjá dóttur minni.“
Hún segir ómögulegt að lifa af grunnlaununum einum saman eins og
sannaðist síðastliðið haust, þegar hún fékk fyrst útborgað eftir sumarfrí.
„Í síðustu kjarasamningum var fellt niður álag í sumarfríi. Ég hafði ekki
áttað mig á þessu og fékk því sjokk þegar ég fékk bara strípuð laun því ég
hafði ekki unnið neina álags- né yfirvinnu í sumarfríinu. Það voru 105.957
krónur sem var áfall aldarinnar. Greiðsluþjónustan hjá mér er um 101
þúsund og ég held að það sé ekki hægt að komast af með minna því ég er
bara að borga af íbúð, ódýrum bíl, tryggingum og sjónvarpi auk síma, raf-
magns og hita. Þannig að ég átti tæpar fimm þúsund krónur eftir þegar ég
var búin að borga reikningana.“
Alltaf að spara | Mánuðinn á eftir setti Hrafnhildur allt á fullt til að vinna
fyrir yfirdrættinum. „Ég gat ekki lifað á fimmþúsundkalli og varð bara að
vinna eins og vitleysingur til að eiga fyrir yfirdrættinum. Þennan mánuð
vann ég 97 yfirvinnutíma og fékk 193.500 krónur útborgað en það er líka
það allra mesta sem ég hef komst í. Um síðustu mánaðamót var ég ekki
með nema 15 yfirvinnutíma, sem er hræðilega lítið, og vaktaálag fyrir
tvær helgar og þá fékk ég 129.700 útborgað.“
Þar sem Hrafnhildur er með barn á skólaaldri fer ekki hjá því að mað-
ur velti því fyrir sér hvernig hún nái endum saman. „Ég er alltaf að spara
og er orðin vön því en þetta myndi ekki ganga ef ég fengi ekki barnabætur og meðlag.
Oft hef ég líka verið í aukavinnu við skúringar. Ég kaupi enga áskrift – ekki Morg-
unblaðið, Stöð tvö eða Lifandi vísindi þótt mig langi það og ég á ekki líkamsrækt-
arkort. Reyndar hélt ég upp á síðustu kjarasamningahækkun með því að gefa sjálfri
mér fartölvu í jólagjöf og er því núna með áskrift að nettengingu. Það er í fyrsta skipti
í fjöldamörg ár sem ég kaupi mér áskrift og ég er með mikið samviskubit yfir því.“ Þá
segist hún reyna að beina dóttur sinni í tómstundastarf sem er af ódýrara taginu og í
einhverjum tilfellum hafa aðrir aðstandendur borgað fyrir tómstundir, s.s. sum-
arbúðir síðasta sumar og tónlistarskóla í vetur. Reyndar er útlit fyrir að greiðslur fyrir
tónlistarnámið falli niður í haust og því óvíst um framhaldið á því. „Auðvitað langar
mig eins og alla foreldra að hún fari í tónlistarskóla, sérstaklega af því að hún hefur
áhuga, en það verður bara að koma í ljós hvort það gengur eftir. Ég sé ekki fram á að
geta borgað fyrir námið ein.“
Á launum hálfan daginn | Hrafnhildur á erfitt með að skilja hvað valdi því að starf
hennar sé ekki meira metið. „Ég skil að fólk þurfi að fá borgað samkvæmt sinni
menntun – ég ætlast ekki til að klóra í hælana á hjúkrunarfræðingunum en þætti allt í
lagi að klóra í hælana á sjúkraliðunum af því að við vinnum hlið við hlið og ábyrgðin
er sú sama. Það er líka svo mikilvægt að hafa gott fólk í svona umönnunarstörfum. Þú
ræður ekki hvern sem er inn af götunni því það er svo auðvelt að misnota skjólstæð-
ingana, sérstaklega af því að persónuleg tengsl eru mikil.“ Hún bendir á að hún sé
komin í allra hæstu launaflokkana enda með hæsta mögulega starfsaldur og hæsta
mögulega lífaldur. Aðeins einn launaflokkur, sem með um 140 þúsund krónur er fyr-
ir ofan launaflokk Hrafnhildar, en þá er um að ræða vinnu við sérverkefni. Menntun
þarf til að komast í hærri launaflokka og það skref hefur Hrafnhildur tekið því í vik-
unni útskrifaðist hún sem félagsliði eftir tveggja ára nám. „Þetta er samvinnuverkefni
spítalans og stéttarfélaganna þar sem starfsfólk, með þriggja ára starfsreynslu að lág-
marki, fær tækifæri til að fara í nám með vinnu. Við það fæ ég fimm eða sex launa-
flokka hækkun og veit að ég hækka upp í 165 þúsund í grunnlaun. Og þá hækkar
vaktaálagið og yfirvinnan með. Svo stefni ég á að fara í sjúkraliðann í haust, en það er
þriggja ára nám.“
Engu að síður er varla að vænta feitra launaumslaga í framtíðinni, eða hvað? „Ég
hef oft sagt að ég sé á launum fram að hádegi,“ svarar Hrafnhildur hlæjandi. „Eftir
hádegi vinn ég af hugsjón.“
HRAFNHILDUR HREINSDÓTTIR, STARFSMAÐUR Á KLEPPSSPÍTALA
EFTIR HÁDEGI VINN
ÉG AF HUGSJÓN
… ég átti tæpar
fimm þúsund krón-
ur eftir þegar ég var
búin að borga
reikningana.
30.4.2006 | 15