Morgunblaðið - 03.05.2006, Page 2

Morgunblaðið - 03.05.2006, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞYNGD OG ÞRÝSTINGUR Konur sem eru of þungar við upp- haf meðgöngu og fá háþrýsting eru í tvöfaldri hættu á að fá háþrýsting á næstu meðgöngu. Þá eru konur sem þyngjast á milli meðgangna og fengu háþrýsting á fyrstu meðgöngu í meira en tvöfaldri hættu á að fá sjúkdóminn einnig á næstu með- göngu. Þetta er niðurstaða rann- sóknar sem Sigrún Hjartardóttir, Björn Geir Leifsson, Valgerður Steinþórsdóttir og Reynir Tómas Geirsson unnu. Börnin deyja Meira en fimm milljónir barna undir fimm ára aldri deyja ár hvert vegna vannæringar. Kemur það fram í nýrri skýrslu frá Barnahjálp- arsjóði Sameinuðu þjóðanna. Sagt er að í þróunarríkjunum sé aðeins eitt af hverjum þremur börnum haft á brjósti fyrstu sex mánuðina og komi það verulega niður á þroska þeirra. Verst er ástandið í Suður-Asíu, Ind- landi, Bangladesh og Pakistan. Í Mið-Austurlöndum og í Norður- Afríku er um afturför að ræða frá 1990. Methagnaður bankanna Allir viðskiptabankarnir hafa skil- að methagnaði á fyrsta ársfjórðungi. Samanlagður hagnaður viðskipta- bankanna er 42,2 milljarðar króna. Hagnaður Straums – Burðaráss Fjárfestingabanka var 19,1 millj- arður á fjórðungnum og að honum meðtöldum nemur hagnaður bank- anna 61,3 milljörðum króna. Aldrei fleiri nemendur Í vor útskrifast úr grunnskólum stærsti árangur Íslandssögunnar og því munu fleiri nemendur sækja um skólavist í framhaldsskólum lands- ins í haust en nokkru sinni áður. Af því hafa skólastjórnendur áhyggjur. Menntamálaráðherra segir tryggt að allir nýnemar fái inni í skóla. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Forystugrein 28 Fréttaskýring 8 Bréf 31 Viðskipti 13/14 Minningar 33/42 Erlent 15/16 Brids 43 Minn staður 18 Myndasögur 44 Höfuðborgin 20 Dagbók 44/46 Akureyri 20 Staður og stund 46 Suðurnes 21 Leikhús 48 Landið 21 Bíó 50/53 Daglegt líf 22 Ljósvakamiðlar 55 Menning 24/25 Veður 55 Umræðan 26/32 Staksteinar 55 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " # $ %        &         '() * +,,,                     JÓNATAN Helgi Rafnsson, 18 ára gamall Íslendingur, lést á sjúkrahúsi á Kanaríeyjum á mánudag. Jónatan slasaðist alvarlega 3. apríl síðast lið- inn þegar hann féll niður af hótel- svölum á fjórðu hæð þar sem hann var staddur í fríi á Kanaríeyjum ásamt unnustu og fjölskyldu. Bæna- stund var haldin í Landakirkju í Vestmannaeyjum, og í Bessastaða- kirkju í gærkvöldi fyrir Jónatan Helga og fjölskyldu hans. Jónatan Helgi Rafnsson Lést eftir slys á Kanaríeyjum EMBÆTTI ríkisskattstjóra hefur sett sér það markmið að meirihluti framteljenda þurfi ekki annað en að staðfesta forskráðar upplýsingar á framtali sínu eftir fjögur ár, þ.e.a.s. árið 2010. Raunar væri hægt að ná þessu markmiði strax í dag væri vilji hjá bankastofnunum landsins til að veita nauðsynlegar og lögboðnar upp- lýsingar. Þetta kemur meðal annars fram í leiðara Indriða H. Þorlákssonar, rík- isskattstjóra, í nýju tölublaði af Tí- und, fréttablaði ríkisskattstjóra. „Ef þær sinntu skyldum sínum myndu þær stórbæta þjónustu við viðskipta- vini sína og gera það kleift að auka þjónustu skattkerfisins við borgar- ana,“ segir ríkisskattstjóri meðal annars í leiðaranum. Aðeins hluti með vefbanka Hann bætir við að nokkur breyting hafi þó orðið til batnaðar með því að æ fleiri fjármálastofnanir hafa sýnt þessu skilning og sent frá sér upplýs- ingar til forskráningar. „Þá hefur Ís- landsbanki fyrrverandi í samvinnu við embætti ríkisskattstjóra gert þeim viðskiptavinum sínum, sem nota vefbanka, mögulegt að senda upplýs- ingar rafrænt til skattyfirvalda. Þótt það sé vissulega bót er þessi lausn alls ófullnægjandi því aðeins hluti af við- skiptavinum bankanna er með vef- banka. Þeir sem helst þurfa þjónustu í þessum efnum, svo sem þeir sem eru með takmarkað tölvulæsi, eru síður með vefbanka en aðrir framteljendur. Með tilliti til jafnræðis í skattfram- kvæmd verður upplýsingaöflun af þessum toga að vera heildstæð og ná til allra með sama hætti. Skattyfir- völd hafa ekki farið fram á að fá frá fjármálastofnunum aðrar upplýsing- ar en framteljendum ber að greina frá á framtali sínu líkt og t.d. gildir um launagreiðslur o.fl.“ Þurfi eingöngu að undirrita skattframtöl árið 2010 MIKIL eftirspurn er eftir þyrlu- flugnámi um þessar mundir í kjölfar þess að Landhelgisgæslan auglýsti eftir þyrluflugmönnum. Sigurður Pálmason, framkvæmdastjóri Þyrlu- þjónustunnar, sem m.a. sinnir verk- legri þyrluflugkennslu, segir að yf- irleitt sé eftirspurnin nokkuð jöfn en eftir auglýsingu Gæslunnar hafi orð- ið kippur og margir sýnt náminu áhuga. „Þá eru þeir sem hafa lært fyrir einhverjum árum að dusta ryk- ið af skírteinunum sínum og vilja endurnýja þekkingu sína.“ Þyrluþjónustan tók í gær á móti nýrri þyrlu sem hún keypti frá Okla- homa í Bandaríkjunum. Um er að ræða þyrlu af gerðinni Hughes 300C, 2005 árgerð. Þyrlan er sama sem ný, aðeins er búið að fljúga henni í 38 tíma. Hún er þriggja manna og verður m.a. notuð við verklega kennslu í þyrluflugi í sam- starfi við flugskóla á höfuðborg- arsvæðinu. Að auki á Þyrluþjón- ustan eina stærri vél, Bell 206 Long Ranger en meðal verkefna fyrirtæk- isins er að þjónusta kvikmyndagerð- armenn og ljósmyndara sem og ferðamenn og er nokkur vaxt- arbroddur í þeim geira. Sigurður segir að þyrlunámið sé bæði bóklegt og verklegt. Hægt er að taka þessa tvo þætti námsins samhliða og bæði hægt að taka próf til einkaflugmanns og atvinnuflug- manns hér á landi. Sigurður telur að þyrluflugnám til atvinnuflugmanns kosti á bilinu 5–7 milljónir króna. Hann segir mjög misjafnt hversu margir stundi þyrlunám hverju sinni. Þegar mest var hafi 6–8 manns stundað námið. Þyrluþjónustan er um þessar mundir að flytja í nýtt húsnæði í Fluggörðum 23 við Reykjavík- urflugvöll. Nýja þyrlan verður von- andi tekin í notkun á næstu dögum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hin nýja þyrla Þyrluþjónustunnar komin alla leið frá Oklahoma í Bandaríkjunum. Mikill áhugi á þyrluflugnámi Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is Á HVERJU vori deyr talsvert af unglömbum.Tjónið er mikið á landsvísu og umtalsvert á einstaka bæjum. Þetta segir Sigurður Sig- urðarson, dýralæknir á Keldum, og bendir á að nákvæmar og ítarlegar upplýsingar um orsakir þessa hafi vantað. Bendir hann á að það sé einkum vegna þess hversu lítið hafi verið sent til rannsóknar og að ekki hafa ver- ið aðstæður til að gera athuganir heima á bæj- unum, sem verði fyrir tjóni, bera saman aðstæður, fóðrun, fóðurefni og aðbúnað við mismunandi mikið tjón. Á þessu vori er, að sögn Sigurðar, hins vegar fyrirhugað að reyna að bæta úr þessum þekkingarskorti og gera sem ítarlegasta könnun á lambadauða á bæjum þar sem tjón er áberandi. Að sögn Sigurðar er hér um að ræða samvinnuverkefni milli Landbúnaðarstofnunar, Land- búnaðarháskólans á Hvanneyri, Til- raunastöðvarinnar á Keldum og Bændasamtaka Íslands. „Sérstök áhersla verður lögð á að leita or- saka þess að lömb fæðast fullburða en andvana eða líflítil og drepast á fyrsta sólarhring. Einnig á að leita orsaka fósturláts á síðasta hluta meðgöngu eftir því sem unnt er,“ segir Sigurður og skorar á bændur og fjáreigendur sem varir verði við óeðlileg vanhöld af fyrrnefndum toga að setja sig í samband við Hjalta Viðarsson, dýralækni, sem hefur umsjón með athuguninni, en Hjalti er með aðsetur við Landbún- aðarháskólannn á Hvanneyri. Lambadauði til ítarlegrar rannsóknar Sigurður Sigurðarson OLÍUFÉLAGIÐ hækkaði í gær verð á eldsneyti. Lítrinn af bensíni hækkaði um 1,80 krónur, lítrinn af dísil- og gasolíu hækkar um 1,70 krónur, lítrinn af flota- og flotadís- ilolíu hækkar um 1,80 krónur og lítrinn af svartolíu IFO 30 hækkar um 1 krónu. Eftir breytinguna verður sjálfsafgreiðsluverð á stöð með fullri þjónustu á höfuðborg- arsvæðinu 127,90 krónur á bensíni og 122,90 krónur á dísilolíu. Lítri af 95 oktana bensíni kostar með fullri þjónustu 132,9 krónur. Önnur olíu- félög höfðu ekki hækkað verð á bensíni hjá sér í gærkvöldi. Skv. upplýsingum Olíufélagsins er hækkunin til komin vegna hækk- unar á heimsmarkaðsverði á elds- neyti og spáð sé frekari hækk- unum. Fjármálaráðherra, mælti í gær fyrir frumvarpi á Alþingi sem gerir ráð fyrir því að tímabundin lækkun á olíugjaldi á dísilolíu um 4 krónur verði framlengd til áramóta. Esso hækkaði verð á eldsneyti KONA á fertugsaldri fótbrotnaði illa er hún lenti undir hesti á sveitabæ skammt fyrir utan Egils- staði um kvöldmatarleytið í gær. Var hún flutt með sjúkrabíl til Eg- ilsstaða til aðhlynningar og var eft- ir rannsókn send á Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri. Er líðan hennar eftir atvikum. Hestakona hlaut slæmt fótbrot

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.