Morgunblaðið - 03.05.2006, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
FRAMKVÆMDIR við byggingu Háskólatorgs Háskóla
Íslands eru komnar á fullt skrið og er um þessar mund-
ir verið að grafa grunninn. Aðeins er tæpur mánuður
síðan fyrsta skóflustungan að torginu var tekin með
pomp og prakt.
Háskólatorg er samheiti tveggja bygginga á há-
skólasvæðinu, sem verða samtals um 8.500 fm að stærð
með tengibyggingum. Ætlað er að Háskólatorg hýsi á
þriðja hundrað starfsmenn og um 1.500 stúdenta á
hverjum tíma, auk gesta. Byggingarreitir Há-
skólatorgs eru tveir í miðju háskólasvæðisins. Há-
skólatorg 1 rís á grasflötinni milli Aðalbyggingar og
Íþróttahúss HÍ þar sem nú er verið að grafa. Há-
skólatorg 2 rís á bílastæðinu milli Lögbergs, Nýja
Garðs og Odda.
Vafalaust bíða margir óþreyjufullir eftir þessu nýj-
asta húsnæði HÍ, en reiknað er með að vígja Há-
skólatorg 1. desember 2007.
Morgunblaðið/Eyþór
Grafið fyrir Háskólatorgi
FIMM falsaðir 500 króna seðlar fund-
ust á Akranesi fyrir helgi, en svo virð-
ist sem seðlarnir hafi verið prentaðir
út á tölvuprentara og þeir því fremur
augljósar falsanir. Jón Ólason, yfir-
lögregluþjónn hjá Lögreglunni á
Akranesi, segir að seðlarnir hafi fund-
ist í sjóðum verslana grunnskólanna
tveggja í bæjarfélaginu.
Fyrstu seðlarnir fundust þegar
maður kom í útibú KB banka á
fimmtudag til að leggja inn peninga
sem komið höfðu inn í verslun í
grunnskóla. Í ljós kom að innan um
seðla sem hann var með voru tveir
falsaðir 500 krónu seðlar. Nokkru síð-
ar komu svo fram þrír 500 króna seðl-
ar til viðbótar frá hinum grunnskól-
anum í bænum.
Jón segir málið í rannsókn, og telur
ástæðu til að fólk sé á varðbergi gagn-
vart fölsuðum seðlum af þessu tagi.
Málið er litið afar alvarlegum augum,
en samkvæmt almennum hegningar-
lögum varðar peningafals allt að 12
ára fangelsi.
Falsaðir
seðlar
í grunn-
skólum á
Akranesi
ÍSLENSKA sendiráðið í Þýska-
landi reyndi eftir megni að aðstoða
aðstandendur ljósmyndasýningar-
innar Einnota land, sem opnuð var
í Berlín sl. fimmtudag, og sendi
m.a. út kynningarefni til um 50
fjölmiðlamanna að beiðni aðstand-
enda sýningarinnar, segir Ólafur
Davíðsson, sendiherra Íslands í
Þýskalandi.
Sendi fjölmiðlamönnum
upplýsingar
Ólafur segir það því ekki rétt að
sendiráðið hafi ekki sent upplýs-
ingar um sýninguna eins og óskað
var eftir, eins og fram kom í viðtali
við Guðmund Pál Ólafsson, einn
höfund ljósmynda á sýningunni, í
Morgunblaðinu á mánudag.
Ólafur segir sendiráðið hafa ver-
ið beðið um að dreifa upplýsing-
unum til þeirra sem áhuga gætu
haft á málinu, og sendiráðið því
sent þeim fjölmiðlamönnum sem
hafi verið í sambandi við sendiráð-
ið upplýsingarnar. Einnig hafi ver-
ið óskað eftir því að sendiráðið
sendi upplýsingarnar til áhuga-
manna um Ísland, sem og Íslend-
inga í Þýskalandi, en sendiráðið
hafi ekki verið með tiltækan lista
yfir netföng af því tagi og því hafi
það ekki verið gert.
Guðmundur
gagnrýndi enn-
fremur að
hvorki sendi-
herra né ein-
hver annar úr
sendiráðinu hafi
verið viðstaddur
opnun sýningar-
innar. Ólafur
segir það eiga
sér eðlilegar
skýringar, bæði hann sjálfur og
staðgengill hans hafi verið búnir
að lofa sér annað á sama tíma, fyr-
irvarinn hafi einfaldlega ekki verið
nægur.
Ólafur Davíðsson, sendiherra Íslands í Þýskalandi
Reynt að aðstoða sýn-
endur eftir fremsta megni
Ólafur Davíðsson
TOLLGÆSLAN á Keflavíkurflug-
velli stöðvaði litháskan karlmann um
þrítugt í Flugstöð Leifs Eiríkssonar
(FLE) á dögunum, og fundust á hon-
um þrjár flöskur sem reyndust fullar
af amfetamíni í vökvaformi og tvær
flöskur af brennisteinssýru, sem er
notuð til að fullvinna amfetamín-
vökva.
Maðurinn var að koma frá London
26. febrúar sl. þegar hann var stöðv-
aður, en hann hefur setið í gæslu-
varðhaldi síðan. Hæstiréttur stað-
festi í gær framlengingu á
gæsluvarðhaldsúrskurðinum sem
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp
á föstudag, en þar var maðurinn úr-
skurðaður í gæsluvarðhald til 9. júní
nk.
Fram kemur í dómi Hæstaréttar
að í flöskunum fimm hafi verið rétt
rúmlega 2 lítrar af afar sterkum am-
fetamínvökva. Samanlögð þyngd
efnisins í duftformi hefði orðið tæp
2,4 kg með 100% hreinleika. Algeng-
ur styrkleiki amfetamíns hér á landi
er 10%, og hefði því mátt þynna efn-
ið sem maðurinn reyndi að smygla
út svo það yrði 17,5 kg í neyslustyrk-
leika. Maðurinn var einnig með rétt
rúman 1 lítra af brennisteinssýru í
tveimur flöskum, en sýruna má nota
til að vinna amfetamínvökvann.
Drakk Perrier í tollinum
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins var um þrjár áfengisflöskur
að ræða og tvær flöskur frá vatns-
framleiðandanum Perrier, og mun
maðurinn hafa verið að drekka úr
samskonar vatnsflösku þegar toll-
verðir stöðvuðu hann. Rannsókn lög-
reglu á málinu er á lokastigi, en við-
urlög við smygli af þessu tagi eru allt
að 12 ára fangelsi, að því er fram
kemur í dómi Hæstaréttar frá því í
gær.
Við komuna til landsins sagðist
maðurinn hafa keypt flöskurnar á
markaði í Litháen í þeirri trú að þær
innihéldu löglega drykki.
Hann sagði tilgang ferðarinnar að
heimsækja vinkonu sína, en hann
gat aðeins greint frá skírnarnafni
hennar, og að hann hefði ætlað að
ferðast um landið í fjóra daga.
Sami vitorðsmaður
og í svipuðu máli?
Fram kemur í dómi Hæstaréttar
að maðurinn var með tvo farsíma
meðferðis en hann hafi ekki sagst
muna símanúmerin eða pin-númer á
símunum. Lögregla meti framburð
mannsins afar ótrúverðugan, og tal-
ið sé að hann hafi átt að afhenda
flöskurnar óþekktum viðtakanda
hér á landi. Tilraun mannsins til að
smygla amfetamínvökva hingað til
lands er talin tengjast tilraun annars
Litháa til að smygla tveimur flösk-
um af amfetamínvökva hingað til
lands 4. febrúar. Hörður Jóhannes-
son, yfirlögregluþjónn hjá Lögregl-
unni í Reykjavík, segir að í fram-
haldinu hafi litháskur maður
búsettur hér á landi verið handtek-
inn vegna gruns um tengsl við fyrri
smygltilraunina. Telur lögreglan nú
að hann tengist báðum smygltil-
raununum.
Í gæsluvarðhaldsúrskurði héraðs-
dóms, sem Hæstiréttur staðfesti í
gær, segir að nauðsynlegt sé að
maðurinn sæti gæsluvarðhaldi sök-
um almannahagsmuna meðan mál
hans sé til meðferðar. Telja verði að
ef sakborningur sem hafi orðið upp-
vís að jafn alvarlegu broti og mað-
urinn gangi laus áður en máli ljúki
með dómi valdi það „hneykslun í
samfélaginu og særi réttarvitund al-
mennings“.
Lithái tekinn með 3 flöskur af amfetamínvökva og 2 flöskur af brennisteinssýru
Hefði dugað til að vinna
17,5 kg af amfetamíni
Reyndi að smygla efninu í Perrier-
vatnsflöskum og áfengisflöskum
Eftir Brján Jónasson
brjann@mbl.is
LÖGREGLAN í Kópavogi
stöðvaði ökumann fólksbíls á
161 km hraða á Reykjanes-
brautinni á áttunda tímanum í
gærmorgun, en á þeim kafla
sem Reykjanesbrautin liggur
í gegnum Kópavog er há-
markshraðinn 70 km, og mað-
urinn því á vel ríflega tvöföld-
um hámarkshraða
Að sögn lögreglu stöðvaði
ökumaðurinn, karlmaður á
þrítugsaldri, bílinn þegar
hann varð var við eftirför lög-
reglu og reyndi ekki að kom-
ast undan. Hann má eiga von
á því að missa ökuréttindin,
auk þess sem hans bíður ríf-
leg sekt.
Ekki gaf ökumaðurinn
neinar skýringar á ofsaakstr-
inum, en lögregla segir hann
hafa lagt bæði sjálfan sig og
aðra í stórhættu með tiltæki
sínu.
Á 161 km
hraða á
Reykja-
nesbraut
UM 1.000 manns hafa sótt um þau
60–70 störf sem þegar hafa verið
auglýst laus til umsóknar í álveri
Alcoa á Reyðarfirði. Þegar hefur
verið ráðið í um 40 störf.
Fyrirtækið hefur undanfarið
auglýst eftir starfsfólki, m.a. raf-
virkjum og vélvirkjum, og segir
Erna Indriðadóttir, talsmaður Al-
coa, viðbrögðin hafa verið góð og í
samræmi við það sem vænst hafi
verið.
„Það er stefnan til framtíðar að
konur verði um helmingur starfs-
manna en það er kannski ekki víst
að það takist alveg í byrjun. Það
gæti tekið tíma.“
1.000 sóttu um
60 til 70 störf
MEÐALVERÐ á greiðslumarki
(mjólkurkvóta) er komið niður í
313 kr fyrir lítrann.
Þróun verðs á greiðslumarki
hefur verið niður á við að und-
anförnu, verðið náði hámarki í
fyrrasumar, yfir 400 kr fyrir lítr-
ann.
Um síðustu verðlagsáramót var
það 380 kr og hefur verið lækk-
andi síðan. Verðið hefur þó lítið
breyst á síðustu þremur mán-
uðum.
Verð á mjólkur-
kvóta lækkar