Morgunblaðið - 03.05.2006, Side 6

Morgunblaðið - 03.05.2006, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR NÝ heimasíða Spes samtakanna, www.spes.is, var opnuð formlega í gær, en samtökin vinna að því að byggja upp barnaþorp í Afríkurík- inu Tógó fyrir foreldralaus börn. Á heimasíðunni verður að finna allar upplýsingar um samtökin meðal annars hvernig hægt er að verða fé- lagi eða styrktarforeldri og hvernig menn geta tekið þátt í starfsemi samtakanna. Það var Halldór Ásgrímsson, for- sætisráðherra, sem opnaði vefinn formlega í gær á leikskólanum Grandaborg að viðstöddum börn- unum þar og fleiri gestum. Við sama tækifæri afhenti Magnús Ólafsson, forstjóri Osta- og smjör- sölunnar, stofnanda samtakanna Nirði P. Njarðvík, samtökunum einnar milljónar króna styrk. Össur Skarphéðinsson, formaður Spes samtakanna, sagði að nýi vef- urinn væri gjöf til Spes samtakanna frá margmiðlunar- og hönnunarfyr- irtækinu Birtingarholti. Þar væri að finna allar upplýsingar um það hvernig hægt væri að ganga í sam- tökin, gerast styrktarforeldri eða láta fé af hendi rakna. Þar væri einnig hægt að fá allar upplýsingar um starfsemina í Tógó og skoða myndbönd þaðan. Engin yfirbygging „Það er ákaflega mikilvægt fyrir samtökin að njóta allrar þessarar góðvildar og það er sannarlega guðsþakkarvert að íslensk fyrirtæki sem vel gengur sem betur fer flest- um hafa sýnt okkur mikið örlæti og taka okkur opnum örmum,“ sagði Össur. Hann sagði að í því sambandi skipti ekki minnstu máli sú stað- reynd að það væri engin yfirbygg- ing hjá Spes samtökunum og nánast hver einasti eyrir sem safnað væri færi til að byggja hús yfir börnin í þorpinu og til þess að reka heimilið og mennta börnin. „Starfið hefur gengið mjög vel. Við erum búin að byggja þrjú hús af átta. Það eru komin 50 börn og við stefnum að því að ljúka fjórða húsinu á þessu ári og þegar upp verður staðið verða þarna tæplega 150 börn, sem eru að verulegu leyti kostuð af örlátum Íslendingum og hjartagóðum,“ sagði Össur enn- fremur. Forsætisráðherra opnaði heimasíðu Spes samtakanna í gær Byggja upp barnaþorp í Tógó í Afríku Össur Skarphéðinsson og Njörður P. Njarðvík ásamt börnum í Afríkuríkinu Tógó. RÍKISSKATTSTJÓRI telur að leggja eigi niður núverandi skattumdæmi í landinu og sameina landið í eitt umdæmi. Umdæmaskipting sé óþörf og úrelt þegar litið sé til starfshátta dagsins í dag. Þá eigi að athuga með flutning á innheimtu opinberra gjalda til skattkerfisins, en sú skipan tíðkist víða og til álita komi að færa þann hluta starfsemi Þjóðskrár sem lúti að íbúaskráningu og rekstri og framfærslu skrárinnar frá Hag- stofu og til skattkerfisins, þar sem það sé líklega stærsti notandi skrárinnar og hafi haldið sam- bærilegar skrár. Þetta kemur fram í grein eftir Indriða H. Þor- láksson, ríkisskattstjóra sem birt er í Tíund, fréttablaði embættisins, en greinin er byggð á erindi sem áður var flutt á vettvangi Félags ís- lenskra endurskoðenda. Óbreytt í nær 50 ár Í greininni kemur fram að skipulag skatta- stjórnsýslu hér á landi hefur verið óbreytt í nær- fellt hálfa öld. Skipting landsins í skattaumdæmi hafi að mörgu leyti reynst vel, en alltaf hafi öðru hverju komið fram hugmyndir um að sameina landið í eitt umdæmi, en þær ekki náð fram að ganga. „Á vettvangi stjórnmála hafa slíkar til- lögur eða skref í sameiningarátt af og til komið fram í tengslum við sparnað og hagræðingu í ríkisrekstri en aldrei fengið verulegan hljóm- grunn hjá stjórnmálamönnum. Ekki þarf að efa að byggðasjónarmið hafa haft mikið að segja í þessu efni sem eðlilegt er. Vitað er að lítill póli- tískur vilji er fyrir því að leggja niður starfsemi á landsbyggðinni en hinu er ósvarað hvort nú- verandi skipulag sé í raun og veru gott innlegg í byggðastefnu,“ segir meðal annars. Indriði rekur að tvö Norðurlandanna, Svíþjóð og Danmörk, sem hafi búið við svipaða stjórn- sýslu og hér, þ.e. skattumdæmi og miðlægt rík- isskattstjóraembætti, hafi nýlega gert breyting- ar í þessa veru. Skattstofunnar í umdæmunum og hið miðlæga embætti hafi verið gert að einni stofnun og landið að einu skattumdæmi. Þetta sé þó gert án þess að sameina alla starfsemina á einum stað, því í báðum löndunum hafi verið ákveðið að halda uppi dreifðri starfsemi, á níu stöðum í Svíþjóð og á um 30 stöðum í Dan- mörku. „Eitt stjórnvald og eitt stjórnsýsluumdæmi felur í sér að einn aðili fer með skattastjórnsýslu í öllu landinu. Engin svæðaskipting eða stiga- skipting stjórnvalda er við lýði. Það kemur hins vegar ekki í veg fyrir að starfseminni sé dreift eftir því sem æskilegt þykir hvort sem það er gert á grundvelli hagkvæmni í rekstri eða taki mið af byggðastefnu. Meginhugsun þessara skipulagshugmynda er að líta á skattafram- kvæmd í víðtækum skilningi sem eina heild og skipuleggja hana með almenn og heildstæð sjón- armið í huga en láta ekki formleg eða land- fræðileg sjónarmið ráða ferðinni. Markmið skatt- yfirvalda er að tryggja rétta og samræmda skattheimtu óháð búsetu og óháð því hver fram- kvæmir hana. Markmið skattyfirvalda er að veita sem besta þjónustu og þá skiptir ekki máli hver veitir hana. Markmið skattyfirvalda er einnig skilvirkni sem ekki næst nema með sveigjanleika í dreifingu verkefna á starfsfólk og nýtingu á aðföngum.“ Innheimta gjalda og íbúaskráning Þjóðskrár ætti að vera á hendi skattayfirvalda sem stærsta notandans að mati ríkisskattstjórans Landið verði eitt skattaumdæmi Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is ÍGOR Ívanov, framkvæmdastjóri rússneska þjóðaröryggisráðsins, kom til Íslands í fyrradag og dvald- ist hér þar til í gær. Ívanov kom hingað ásamt 30 manna fylgdarliði en hann gisti á Hótel Keflavík. Ív- anov, sem er fyrrverandi utanrík- isráðherra Rússlands, var á leið vestur um haf til fundar. Samkvæmt upplýsingum frá rússneska sendiráðinu í Reykjavík þurfti vél Ívanovs að lenda hér af tæknilegum ástæðum og ákvað hann að dvelja hér á landi eina nótt. Ívanov brá sér m.a. í Bláa lónið í gærmorgun. Að sögn blaðafulltrúa sendiráðsins lét hann vel af dvöl- inni í Keflavík. og talaði um hve gott væri að anda að sér hreina loftinu hér á landi. Ívanov hefur komið nokkrum sinnum áður til Ís- lands. Ígor Ívanov heimsótti Ísland Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Ígor Ívanov ásamt Steinþóri Jónssyni, hótelstjóra Hótels Keflavíkur. FANGI á Litla Hrauni var sýkn- aður af ákæru um fíkniefnabrot í Héraðsdómi Suðurlands fyrir helgi, en lítilræði af hassi hafði fundist við leit í klefa hans. Taldi dómari að þar sem fangar sjái sjálfir um að læsa eigin klefum sé ekki útilokað að einhver annar hafi getað komið fíkinefnunum fyrir í klefa mannsins. Fangaverðir fundu 0,35 grömm af hassi undir rúmdýnu mannsins, auk þess sem lítilræði af hassi fannst til viðbótar í lampa í klefa mannsins, en aðeins var ákært vegna efnana sem fundust í rúm- inu. Maðurinn fékk ekki að vera viðstaddur leitina, þar sem hann var í einangrun á þessum tíma vegna óláta. Fram kom í framburði fanga- varðar að síðan þetta tilvik kom upp hafi verklagsreglum verið breytt þannig, að fangar fái alltaf að vera viðstaddir leit í klefum þeirra, óski þeir þess. Fanginn neitaði að eiga fíkniefn- in, og við mælingar á þvagprufu fundust engin merki um fíkniefni. Hann sagðist telja að einhver ann- ar fangi hafi komið hassinu fyrir í klefa sínum, en fangarnir hafa sjálfir lyklavöld að eigin klefum og ráða því hvort þeir hafa þá læsta eða ólæsta. Ekki lögfull sönnun á sekt „Þó svo að ekkert þyki komið fram sem styðji beinlínis við þá fullyrðingu ákærða að fíkniefnum hafi verið komið fyrir í klefa hans án hans vitundar, annað en að nokkur órói hafi verið og fíkni- efnaneysla meðal fanga á deild- inni, þykir ekki fyllilega verða loku fyrir það skotið að fíkniefnunum hafi verið komið fyrir undir rúm- dýnu í klefa ákærða af öðrum en ákærða sjálfum og þykir því ekki vera komin fram alveg lögfull sönnun fyrir sekt hans,“ segir í dómi héraðsdóms. Fanginn var því sýknaður af ákæru um fíkniefnabrot og sak- arkostnaður dæmdur á ríkissjóð. Dóm héraðsdóms kvað upp Ásta Stefánsdóttir, settur héraðsdóm- ari. Sækjandi í málinu var Gunnar Örn Jónsson, en verjandi ákærða var Hilmar Ingimundarson hrl. Fangi á Litla Hrauni sýknaður af því að eiga hass sem fannst í klefa hans Fékk ekki að vera viðstadd- ur leitina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.