Morgunblaðið - 03.05.2006, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2006 11
FRÉTTIR
8.15 - 9.00 Skráning og afhending gagna.
9.00 - 9.15 Setning: Jón Kristjánsson, félagsmálaráðherra.
9.15 - 9.50 Hegðun og heili – líffræði hegðunar.
Pétur Lúðvíksson, barnalæknir Barnaspítala Hringsins.
9.50 - 10.25 Hegðun og umhverfi – áhrif uppeldis.
Birna María Svanbjörnsdóttir, sérfræðingur HA.
Kaffihlé
10.45 - 11.10 Hegðun ung- og smábarna.
Gyða Haraldsdóttir, sálfræðingur MHB.
11.10 - 11.35 Eðlileg hegðun barna á leikskólaaldri.
Hrönn Pálmadóttir, lektor KHÍ.
11.35 - 12.00 Eðlileg hegðun barna á grunnskólaaldri.
Wilhelm Norðfjörð, sálfræðingur.
Matarhlé
13.15 - 13.50 Helstu geðraskanir barna.
Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir BUGL.
13.50 - 14.25 Mat á hegðunarvanda – gildi taugasálfræðilegra prófa.
Málfríður Lorange, sálfræðingur BUGL.
14.25 - 15.00 Hegðunar- og tilfinningavandi hjá börnum með fötlun.
Solveig Sigurðardóttir, barnalæknir Greiningarstöð.
Kaffihlé
15.20 - 16.00 Þjónusta við börn með geðraskanir – forvarnir til framtíðar.
Geir Gunnlaugsson, barnalæknir og forstöðumaður MHB.
Fundarstjóri: Pétrína Ó. Þorsteinsdóttir,
aðstoðarmaður forstöðumanns á Greiningarstöð.
9.10 - 9.45 Atferlisgreining - áhrifaríkar leiðir til að hjálpa börnum að
aðlagast námsumhverfi sínu.
Dr. Zuilma Gabríela Sigurðardóttir, dósent HÍ.
9.45 - 10.20 Hugræn atferlismeðferð – hvenær, hvernig og fyrir hvern?
Dr. Urður Njarðvík, sálfræðingur BUGL.
Kaffihlé
10.50 - 11.25 PBS – stuðningur við jákvæða hegðun hjá börnum með fötlun.
Hrund Sigurðardóttir og Þuríður Pétursdóttir, sálfræðingar
Greiningarstöð.
11.25 - 12.00 Lyfjameðferð - stuðningur við aðra meðferð.
Bertrand Lauth, barnageðlæknir BUGL.
Matarhlé
13.15 - 13.50 Fræðsla og þjálfun fyrir foreldra.
Gylfi Jón Gylfason, sálfræðingur Fræðsluskr. Reykjanesbæjar.
13.50 - 14.25 PMT – foreldraverkfærakassinn.
Margrét Sigmarsdóttir, sálfræðingur Skólaskr. Hafnarfjarðar.
- Stutt hlé -
14.30 - 15.00 Börn og samfélag.
Stefán J. Hreiðarsson, forstöðumaður Greiningarstöðvar.
15.00 - 17.00 Móttaka og samvera námskeiðsgesta og fyrirlesara – léttar
veitingar.
Fundarstjóri: Ingibjörg Karlsdóttir, formaður ADHD samtakanna.
Fimmtudagur 11. maí
XXI. vornámskeið
Grand Hóteli 11. og 12. maí 2006
Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins
Hegðun – Erfðir og umhverfi
Upplýsingar og skráning á www.greining.is
eða í síma 510 8400. Skráningu lýkur 5. maí.
Föstudagur 12. maí
BROTTFALL starfsmanna í leik-
skólum á milli áranna 2004 og 2005
var 25,8%. Mest ber á brottfalli
meðal ófaglærðra starfsmanna. Alls
hættu 839 ófaglærðir starfsmenn
við uppeldi og menntun störfum á
milli þessara tveggja ára eða þriðj-
ungur af ófaglærðum starfsmönn-
um við uppeldi og menntun í des-
ember 2004.
Hlutfallslega er mest brottfall
meðal starfsmanna við ræstingar,
en þar hefur meira en helmingur
(50,9%) starfsmanna í desember
2004 hætt störfum í desember 2005.
Brottfallið er hlutfallslega
minnst meðal leikskólakennara, að-
stoðarleikskólastjóra og deildar-
stjóra. Það skal tekið fram, að hér
er um tvær punktmælingar að
ræða. Því koma starfsmenn, sem
hófu störf árið 2005 og hættu störf-
um fyrstu 11 mánuði ársins, ekki
fram í tölunum, að því er segir í
frétt á vef Hagstofu Íslands.
Þar kemur fram að í desember
2005 störfuðu 4.735 starfsmenn í
3.935 stöðugildum við leikskóla á
Íslandi. Árið áður störfuðu 4.703
starfsmenn í 3.872 stöðugildum og
hefur því starfsmönnum fjölgað um
32 milli ára. Körlum fækkaði um
fjóra, en konum fjölgaði um 36.
Stöðugildum hefur fjölgað meira en
starfsmönnum eða um 63, og hafa
því starfsmenn bætt við sig vinnu
frá síðasta ári. Þegar litið er til árs-
ins 1998 voru 41,5% starfsfólks í
leikskólum í fullu starfi eða meira. Í
desember sl. var þetta hlutfall orðið
tæp 50% (49,6%). Starfsmönnum í
fullu starfi hefur því fjölgað nokkuð
hlutfallslega á þessu árabili.
Starfsfólki við uppeldi og mennt-
un barna sem lokið hafa uppeldis-
menntun fjölgar frá árinu 2004 og
ófaglærðu fólki fækkar. Menntaðir
leikskólakennarar eru hlutfallslega
fleiri nú en nokkru sinni áður síðan
Hagstofan hóf að safna þessum
upplýsingum árið 1998. Nú eru
33,0% allra starfsmanna, sem sinna
uppeldi og menntun barna í leik-
skólum, með leikskólakennarapróf.
Auk þess hafa 0,8% starfsfólks við
uppeldi og menntun lokið diplóm-
anámi í leikskólakennarafræðum og
5,6% hafa aðra uppeldismenntun.
Alls hafa því 39,4% starfsfólks lokið
námi á sviði uppeldisfræða.
Fjölgun í elstu og yngstu
aldurshópum starfsmanna
Þegar litið er á aldurskiptingu
starfsmanna kemur fram að fjöl-
mennasti aldurshópurinn er 30-39
ára. Frá árinu 1998 til 2004 var ald-
urshópurinn 20-29 ára fjölmennast-
ur meðal leikskólastarfsmanna.
Alls voru 168 starfsmenn yngri en
20 ára í desember 2005, en sam-
svarandi tala árið á undan var 105
starfsmenn. Hefur því starfsmönn-
um í þessum aldurshópi fjölgað um
63 eða um 60,0%.
Starfsmenn, sem eru sextugir
eða eldri, eru 230 eða 4,9% starfs-
manna. Ekki hafa áður verið svo
margir starfsmenn í þessum ald-
urshópi og hefur þeim fjölgað um
6,5% frá desember 2004. Starfs-
menn, sem eru sextugir eða eldri
við uppeldi og menntun á leikskól-
um, eru 3,9% starfsmanna á þessu
sviði, en sambærilegar tölur frá
grunnskólum sýna að 7,1% starfs-
manna við kennslu eru sextugir eða
eldri.
Rúmur fjórðung-
ur starfsmanna
hætti í fyrra
Morgunblaðið/Ómar
Vinkonurnar Hekla, Halla Marta og Freyja á leikskólanum Sæborg blása sápukúlur. Samkvæmt upplýsingum
Hagstofunnar voru tæplega 17 þúsund börn á leikskólum í lok seinasta árs og hafa leikskólabörn aldrei verið fleiri.
ALLS sóttu 16.864 börn leikskóla á Íslandi í desember
sl. og hafa leikskólabörn aldrei verið fleiri. Leik-
skólabörnum hefur fjölgað um 109 börn frá desember
2004 eða um 0,65%. Þetta er nokkru meiri fjölgun en á
milli áranna 2003 og 2004 þegar fjölgunin var 0,4%.
Í frétt frá Hagstofu Íslands kemur fram að börnum,
sem hafa annað móðurmál en íslensku, fjölgar ár frá
ári og eru nú 1.250 talsins, eða 7,4% allra leikskóla-
barna. Algengasta erlenda móðurmál leikskólabarna
er pólska (189 börn) og í öðru sæti er enska (159 börn).
Í grunnskólum landsins er hlutfall barna, sem hafa
annað móðurmál en íslensku, haustið 2005 3,6%. Í des-
ember 2005 eru 275 leikskólabörn skráð með erlent
ríkisfang og eru flestir erlendir ríkisborgar frá Austur-
Evrópu, 51,6%.
Í desember 2005 nutu 907 börn sérstaks stuðnings
vegna fötlunar, félagslegra eða tilfinningalegra erf-
iðleika. Þetta eru 5,4% allra leikskólabarna. Börnum,
sem njóta sérstaks stuðnings, fækkaði á milli ára annað
árið í röð og er fækkunin 77 börn frá desember 2004. Á
síðastliðnum tveimur árum hefur börnum, sem njóta
sérstaks stuðnings, fækkað um 174 eða um 16,1%.
Starfandi leikskólar voru 262 talsins og er það sami
fjöldi og í desember 2004. Stofnaðir voru 4 leikskólar á
árinu og 4 leikskólar voru sameinaðir öðrum eða lagðir
niður. Alls sóttu 1.542 börn nám í 28 einkareknum leik-
skólum og hefur þeim fjölgað úr 1.492 árið áður, eða
um 3,35%.
Alls voru 20 leikskólar opnir allt árið 2005 sem er
svipaður fjöldi og árið á undan. Algengast er nú að
leikskólar séu lokaðir í 1–2 vikur yfir sumarið vegna
sumarleyfa. Er það breyting frá síðastliðnu skólaári
þegar flestir leikskólar voru lokaðir í 3–4 vikur. Al-
menna reglan á leikskólum er sú að barn taki 4 vikur
samfellt í sumarfrí. Því hafa foreldrar nokkru meira
val um það hvenær börnin fara í sumarleyfi en árið áð-
ur.
Í fámennasta leikskólanum eru 5 börn
Leikskólar eru mjög misfjölmennir og eru aðeins
nokkur börn í fámennustu leikskólunum. Sá fámenn-
asti er Glaumbær á Borgarfirði eystra með 5 börn. Í 24
leikskólum eru færri en 20 börn. Í fjölmennustu leik-
skólunum eru á annað hundrað nemendur. Fjölmenn-
ustu leikskólar landsins eru Stekkjarás í Hafnarfirði og
Krakkakot í Bessastaðahreppi en 167 börn sækja hvorn
leikskóla fyrir sig. Í 37 leikskólum á landinu eru 100
börn eða fleiri.
Aldrei fleiri börn í leikskólum