Morgunblaðið - 03.05.2006, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.05.2006, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2006 15 ERLENT JAMES D. Wolfensohn, sem verið hefur sérstakur sendimaður kvartettsins svo- kallaða í málefnum Ísraela og Palest- ínumanna undanfar- ið ár, hefur sagt af sér, þar sem hann segir valdatöku Ha- mas-samtakanna á palestínsku sjálf- stjórnarsvæðunum standa í vegi fyrir öllum tilraunum til lausnar á deilum Ísr- aela og Palestínu- manna. „Palestínumenn verða að skilja það að það er ekki hægt að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist,“ sagði Wolfensohn skv. ísraelska dagblaðinu Haaretz er hann tilkynnti ákvörðun sína, en Wolf- ensohn var áður forstjóri Alþjóðabank- ans. „Við stöndum frammi fyrir hópi Pal- estínumanna sem vilja eyða nágrönnum sínum. Væri viðhorf Kanada til Banda- ríkjanna slíkt eða viðhorf Nýja-Sjálands til Ástralíu, geri ég ekki ráð fyrir að við- brögðin yrðu jákvæð,“ sagði Wolfen- sohn ennfremur. Kvartettinn svonefndi samanstendur af Sameinuðu þjóðunum, Bandaríkjunum, Evrópusambandinu og Rússlandi. Wolfensohn sagði töluverðan árangur hafa náðst í fjárhagslegri uppbyggingu Gasasvæðisins eftir brotthvarf Ísraela þaðan í september, en eftir valdatöku Hamas á sjálfstjórnarsvæðunum sé ástandið þannig, að æðstu ráðamenn, en ekki sendimaður eins og hann, verði að taka ákvarðanir um framhaldið. Wolfensohn segir af sér Sendir leiðtogum Hamas tóninn James Wolfensohn SILVIO Berlusconi (t.v.), forsætisráðherra Ítal- íu, sagði af sér embætti í gær og mun Romano Prodi, leiðtogi vinstri- og miðjumanna, geta haf- ið myndun nýrrar stjórnar. Mun Berlusconi, sem er 69 ára og auðugasti maður landsins, gegna starfinu áfram þar til ný stjórn kemst á koppinn en Berlusconi hefur gegnt embættinu í fimm ár, lengur en nokkur forsætisráðherra Ítalíu frá 1945. Berlusconi er forystumaður í bandalagi mið- og hægrimanna, hann afhenti forseta Ítalíu, Carlo Azeglio Ciampi (t.h.), upp- sagnarbeiðni sína. Sjálfur er Ciampi 85 ára og er að hætta sem forseti, hann mun helst vilja að eftirmaður hans hafa umsjón með stjórnarskiptunum en þingið kýs forseta Ítalíu. Ciampi er hins vegar undir miklum þrýstingi um að fela Prodi þegar stjórnarmyndun. Berlusconi afhendir lausnarbeiðnina Reuters París. AP, AFP. | Dominique de Villepin, for- sætisráðherra Frakklands, segist ekki munu segja af sér embætti þótt staða hans sé nú veikari en nokkurs fyrirrennara í fjóra áratugi, ef marka má kannanir. „Ekk- ert réttlætir að ég hætti núna,“ sagði ráð- herrann í útvarpsviðtali í gær. Hann liggur meðal annars undir ásök- unum um að hann hafi fyrirskipað rann- sókn á meintri spillingu Nicolas Sarkozy innanríkisráðherra til að koma á hann höggi. Sarkozy er helsti keppinautur de Villepin um útnefningu sem forsetaefni hægrimanna í kosningunum sem verða á næsta ári. Ásakanirnar reyndust ekki eiga við nein rök að styðjast. Forsætisráðherrann beið auk þess hnekki fyrir skömmu þegar hann varð að gefa upp á bátinn breytingar á frönsku vinnumálalöggjöfinni í kjölfar hatrammra fjöldamótmæla. Hann sagði á franska þinginu í gær að hann hefði verið fórnar- lamb rógsherferðar. „Ég hef þjónað mínu landi í 30 ár,“ sagði de Villepin. „Undanfarna daga hef ég verið fórnarlamb ægilegrar herferðar rógburðar og lyga, herferðar sem hefur bæði hneyksl- að og skaðað mig. Nú er nóg komið,“ sagði hann. De Villepin hefur sagt að hann hafi sem utanríkisráðherra árið 2004 fyrirskip- að rannsókn á fullyrðingum sem var beint gegn embættismönnum í innanríkisráðu- neytinu, en hann segist ekki hafa beint þessu sérstaklega gegn Sarkozy. Málið snerist um mútur í tengslum við sölu á her- skipum til Taívans. Sarkozy hefur á hinn bóginn verið sak- aður um útlendingahatur og mismunun, en í nýju innflytjendalagafrumvarpi er tekin harðari afstaða gagnvart ólöglegum inn- flytjendum. Sarkozy segir eins og de Villepin að hann sé fórnarlamb rógbera. Segjast vera fórnarlömb rógbera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.