Morgunblaðið - 03.05.2006, Síða 18
Akureyri | Gaman var á fjöl-
mennu fimleikamóti í íþróttahúsi
Glerárskóla um síðustu helgi.
Það var Fimleikafélag Akureyr-
ar sem gekkst fyrir samkom-
unni, sem kölluð var Akureyr-
arfjör 2006, en keppendur voru
frá Björk í Hafnarfirði og Gerplu
í Kópavogi auk stelpna frá Fim-
leikafélagi Akureyrar. Þessi
unga stúlka á jafnvægisslánni
heitir Aldís María Antonsdóttir
úr Fimleikafélagi Akureyrar.
Þjálfari hennar, Erla Ormarrs-
dóttir, stendur við slána.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Vel heppnað Akureyrarfjör
Fimleikar
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 461-1601, Skapti Hallgrímsson,
skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og
Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir,
frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Syngja fyrir Grindvíkinga | Tónleika-
hald Karlakórs Keflavíkur á þessu vori
hefst í Grindavíkurkirkju í kvöld. Á morgun
verða tónleikar í safnaðarheimili Keflavík-
urkirkju, Kirkjulundi, og aftur þriðjudag-
inn 9. maí. Tónleikarnir hefjast klukkan
20.30. Farið verður í vorferð til Vest-
mannaeyja og sungið í samkomuhúsinu
Betel 6. maí.
Stjórnandi kórsins er Guðlaugur Vikt-
orsson en þetta er annað starfsár hans með
kórnum. Undirleikari á píanó er Sigurður
Marteinsson og Þórólfur Ingi Þórsson leik-
ur á bassa. Á harmoniku leikur Rússinn
German Hlopin. Gestasöngvari með kórn-
um verður Davíð Ólafsson bassi.
Úr
bæjarlífinu
Kristján heiðraður | Verkalýðsfélag
Húsavíkur gerði Kristján Ásgeirsson, fyrr-
verandi formann félagsins, að heiðursfélaga
við dagskrá stéttarfélaganna í Suður-
Þingeyjarsýslu sem
fram fór á Fosshót-
eli Húsavík um leið
og minnst var 95 ára
afmælis félagsins.
Grétar Þor-
steinsson, forseti
ASÍ, var heiðraður
við sama tækifæri.
Kristján Ásgeirs-
son sat í stjórn
Verkalýðsfélags Húsavíkur frá árinu 1964
til ársins 1991, lengst af sem formaður eða
varaformaður.
Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, var
sérstakur gestur við hátíðahöldin ásamt
Sævari Gunnarssyni, formanni Sjómanna-
sambands Íslands.
Hátíðahöldin voru fjölmenn og var tón-
listarflutningur áberandi í dagskránni.
Ungmennaráð stofnað | Samfés, sam-
tök félagsmiðstöðva á Íslandi, hafa ákveðið
að stofna ungmennaráð Samfés. Tillaga
þess efnis var samþykkt á aðalfundi sam-
takanna sem haldinn var í Ólafsvík.
Fulltrúar undirbúningshóps ungmenna á
aldrinum 13 til 16 ára sem skipaður var á
Landsþingi ungs fólks í apríl flutti tillög-
una. Fram kemur í tilkynningu frá Samfés
að ungmennaráðið mun taka til starfa á
komandi hausti.
Á aðalfundinum var Ólafur Þór Ólafsson
endurkjörinn formaður Samfés.
Sú nýbreytni verðurtekin upp hér álandi að hægt verð-
ur að flokka lífrænan úr-
gang frá tjaldsvæðum og
jarðgera á staðnum í
tveimur þjóðgörðum, Jök-
ulsárgljúfrum og Skafta-
felli. Það er Byko sem
gefur Umhverfisstofnun
ílátin 6 og afhenti á al-
þjóðlega degi umhverf-
isins þann 25. apríl. Sett
verða upp þrjú jarðgerð-
arílát á þessum stöðum.
Þar geta tjaldsvæðagestir
lagt sitt af mörkum í um-
hverfismálum og hjálpað
til við sjálfbæra nýtingu
úrgangs með því að
flokka matarleifar sínar í
stað þess að setja allt í
ruslatunnu. Með jarðgerð
er hægt að búa til moltu
sem má nota við upp-
Jarðgerðar-
tunnur á tjald-
svæðum í
þjóðgörðum Prestaþing ályktaði,að Knattspyrnu-sambandið skyldi
beita sér gegn vændi á
heimsmeistaramótinu í
Berlín í sumar. Í viðtali
við ríkisútvarpið svaraði
Eggert Magnússon, for-
maður KSÍ, því til, að
prestunum væri nær að
líta í eigin barm. Karl af
Laugaveginum kvað:
Fótboltans um víðan völl
vilja hórur allar.
Prestahirðin hneykslast öll.
Hræðist Eggert veisluspjöll:
„Þeir ættu að líta í eigin barm
þeir kallar.“
Einn mann skorti á að
hreppur í Skagafirði
hefði rétt á að vera sjálf-
stætt sveitarfélag en
gamall maður í hreppn-
um hafði þá nýlega dáið.
Um svipað leyti eignaðist
oddvitinn barn og voru þá
eftir sem áður 50 í
hreppnum. Jón Eiríksson
Drangeyjarjarl orti:
Lífs og dauða skörp eru skil,
skreipt er á valdasvelli.
Barn í nauð skal búa til
svo byggðin haldi velli.
Skil lífs og
dauða
pebl@mbl.is
Bolungarvík | Ákveðið hefur verið að Líf-
eyrissjóður Bolungarvíkur sameinist
Frjálsa lífeyrissjóðnum sem KB banki
rekur. Var
þetta ákveðið á
ársfundi Lífeyr-
issjóðsins sem
haldinn var sl.
föstudag og þá
undirritaði
stjórn sjóðsins
og fram-
kvæmdastjóri
Frjálsa lífeyris-
sjóðsins samn-
inga þar um.
Markmiðið með sameiningunni er að
auka áhættudreifingu, ná frekari hagræð-
ingu í rekstri, efla eignastýringu sjóð-
anna, bæta þjónustu við sjóðfélaga og há-
marka lífeyrisréttindi þeirra, segir í
fréttatilkynningu frá Lífeyrissjóði Bol-
ungarvíkur. Við sameininguna munu
eignir 4 þúsund sjóðfélaga Lífeyrissjóðs
Bolungarvíkur, sem nema um 2,9 millj-
örðum króna, flytjast í tryggingadeild
Frjálsa lífeyrissjóðsins.
Samhliða undirritun samnings um sam-
eininguna var undirritaður þjónustusamn-
ingur á milli Frjálsa lífeyrissjóðsins og
Sparisjóðs Bolungarvíkur um starfandi
fulltrúa sem mun þjónusta sjóðfélaga og
launagreiðendur í Bolungarvík og ná-
grenni.
Sameinast
Frjálsa lífeyr-
issjóðnum
Sameining Arnaldur Lofts-
son og Elías Jónatansson
staðfesta samninga.
Þingeyjarsýsla | Íbúar nýs sveitarfélags í
Þingeyjarsýslum velja á milli þriggja nafna
samhliða kosningu til sveitarstjórnar í maí.
Nöfnin eru Gljúfrabyggð, Norðaustur-
byggð og Norðurþing.
Vegna sameiningar Húsavíkurbæjar,
Kelduneshrepps, Öxarfjarðarhrepps og
Raufarhafnarhrepps, var skipuð verkefn-
isstjórn til að fjalla um heiti sveitarfé-
lagsins. Í tilkynningu frá nefndinni kemur
fram að hún hafi sent örnefnanefnd fjórtán
tillögur til umsagnar. Örnefndanefnd
mælti með þeim þremur sem greint er frá
hér að framan og verða greidd atkvæði um
þau 27. maí, um leið og íbúarnir kjósa
fyrstu sveitarstjórn hins nýja sveitarfé-
lags.
Gljúfrabyggð,
Norðausturbyggð
eða Norðurþing
♦♦♦
græðslustörf enda eft-
irsóttur jarðvegsbætir
sem víða er mikil þörf á í
íslenskum jarðvegi.
Leiðbeiningar um
flokkun og jarðgerð á
tjaldsvæðum í
Jökulsárgljúfrum og
Skaftafelli verður hægt
að fá í afgreiðslum tjald-
svæðanna í sumar.
Íslensk stjórnvöld hafa
með aðild sinni að EES
undirgengist tilskipun frá
Evrópusambandinu sem
inniheldur stífar skuld-
bindingar um að minnka
þann lífræna úrgang sem
fer til urðunar á næsta
áratug. Hér er dæmi um
samevrópska löggjöf sem
í æ ríkari mæli freistar
þess að gera efnabúskap í
álfunni vistvænni. Líf-
rænum úrgangi skal ekki
lengur sópað undir teppið
heldur ráðstafað inn í
góðkynja ferli í mannlegu
samfélagi, segir í frétta-
tilkynningu.
HÉÐAN OG ÞAÐAN