Morgunblaðið - 03.05.2006, Side 22

Morgunblaðið - 03.05.2006, Side 22
LÖGREGLAN í Stokkhólmi fær nú liðsstyrk frá sjálfboðaliðum við að halda uppi lögum og reglum í samfélaginu. Um til- raunaverkefni er að ræða en lög- reglustjórinn Carin Götblad von- ast til þess að sjálfboðaliðum fjölgi og verði fastur liður í starfsemi lögreglunnar, að því er fram kemur í frétt Svenska Dagbladet. Hugmyndin er sótt til Kanada, Bandaríkjanna og Bretlands en í London er sjálfboðastarf innan lögreglunnar svo umfangsmikið að sumar lögreglustöðvar eru eingöngu mannaðar sjálf- boðaliðum. Námskeið og sérstök vesti Sjálfboðaliðarnir í Svíþjóð eru á aldrinum 20–85 ára og til að gerast sjálfboðaliði þarf að ljúka tveggja vikna námskeiði þar sem kennd er sjálfsvörn og hvernig á að takast á við vandamál. Nú þegar hafa fimmtíu manns setið námskeiðið. Margir sjálfboðalið- anna hyggjast sækja um í Lög- regluskólanum og þá getur verið kostur að hafa kynnst starfinu sem sjálfboðaliði. Sjálfboðalið- arnir hafa ekki sömu stöðu og lögreglumenn. Þeir eru ekki í einkennisbúningi heldur klæðast sérstökum vestum. Þeir hafa ekki rétt til að handtaka fólk eða hegða sér eins og lögreglumenn en eru alltaf í beinu talstöðv- arsambandi við lögreglumenn. Sjálfboðavinnan felst m.a. í því að ganga um lestarstöðvar og bjóða fólki t.d. að fylgja því heim úr lestinni. Tilgangurinn er m.a. að þessir fulltrúar lögreglunnar séu sýnilegir, sem getur leitt til færri brota og þannig skapað aukið öryggi meðal borgaranna. Sjálfboðaliðar í lögguna  SVÍÞJÓÐ Morgunblaðið/Eyþór „Þegar við hjónin komum hingað bjuggumst við frekar við því að allir myndu tala dönsku.“ Ég finn mig vel heimahérna hjá deCode,“ seg-ir Adam Baker, líffræð-ingur og yfirmaður erfðamengisrannsókna hjá Ís- lenskri erfðagreiningu. „Konan mín og ég komum hingað til lands fyrir fimm árum til að vinna hjá deCode, hún er frá Danmörku og vinnur hérna líka.“ Konan hans heitir Pernille Sørensen, er líf- fræðingur og starfar í við- skiptaþróunardeild ÍE. „Okkur fannst við mjög velkom- in strax við komuna hingað til lands, hér er mjög gott samfélag,“ segir Adam en þau Pernille hafa eignast eina dóttur síðan þau komu til Íslands og Pernille er komin á steypirinn með annað barnið þeirra. „Einn mesti kost- urinn við Ísland er hversu barn- vænt samfélagið er.“ Adam segir jafnframt að hér sé mjög gott að koma á fót fjölskyldu. „Dóttir mín er á leikskólanum Tjarnarborg, sem er frábær, þar eru börn af ýmsu þjóðerni, þar er mjög gott fyrir hana að vera. Hún talar ensku heima en hún talar líka al- veg íslenskuna.“ Adam hefur þó ekki náð tökum á að tala íslensku þó að skilningur hans á töluðu máli vaxi með hverjum deginum. „Það er kannski auðveldara að komast upp með það fyrir okkur að tala ekki íslensku af því að allir tala ensku. Þegar við hjónin komum hingað bjuggumst við frekar við því að allir myndu tala dönsku,“ segir Adam og grínast með það að þegar Pernille reyndi að tala dönsku við fólk hafi henni verið svarað á ensku. Adam ber deCode vel söguna. „Jú, það er mjög gott að vinna hérna, þess vegna höfum við verið í fimm ár,“ segir hann og til dæm- is um stuðninginn sem þau hafa fengið bendir hann á að útlend- ingar sem komi hingað til að eiga heima hérna þekki t.d. ekki kerfið og því sé mikilvægt að fólki sé sagt frá öllum möguleikum sem fyrir hendi eru og kennt hvernig best er að hegða sér gagnvart stofnunum eins og bönkum. Kenna þarf útlendingum á kerfið „Þegar við komum hingað fyrst voru bankarnir ekki vanir útlend- ingum. DeCode studdi okkur allan tímann svo að við gætum fljótt að- lagast lífinu hér.“ Áður en Adam og Pernille fluttu til Íslands störf- uðu þau í Austurríki í fimm ár og Kanada í þrjú ár. „Þannig að við vissum nokkuð hvað þarf til að koma undir sig fótunum í nýju landi.“ Það var kannski ekki alveg til- viljun sem réð því að þau hjónin komu til Íslands, þó að það hafi ekki alveg verið í kortunum. „Við vorum á ráðstefnu í Colorado þar sem við hittum einn vísindamann- anna héðan. Okkur var boðið að koma í heimsókn hingað í einn dag og bókstaflega féllum kylliflöt fyrir vísindunum,“ segir hann glettn- islega. „Við bjuggumst ekkert endilega við að verða hér svona lengi,“ seg- ir Adam aðspurður um framtíðina, „og við vitum ekki hversu miklu lengur við verðum. Hins vegar við það að eiga börnin og finna hve gott umhverfið er hér vitum við að okkur mun eitthvað dveljast.“ Glöggt er gests augað Adam á ekki til nógu sterk lýs- ingarorð yfir það hversu gott er að vera með börn hérna. „Sérstaklega samanborið við England,“ segir hann. „Kostirnir fyrir mig eru þeir helstir að í Englandi hefði ég feng- ið tvær vikur í feðraorlof. Hér get ég verið heima í þrjá mánuði með nýfæddu barninu og það þykir al- veg sjálfsagt.“ Adam finnst jafnvel að önnur lönd ættu að taka sér þetta til fyrirmyndar. „Ef ég myndi tilkynna það í einhverju öðru landi að ég væri að fara í feðraorlof yrði viðhorfið jafnvel neikvætt. Hér segir fólk bara: nú, þú verður þá burtu um tíma. Við- horfið í Svíþjóð og Danmörku er kannski svipað og hér, en varla víða annars staðar.“ Þetta finnst honum líka vera jafnréttismál á vinnustaðnum af því að það er þá ekki bara konan sem þarf að kvitta fyrir þungunina heldur er eig- inmaðurinn líka þátttakandi í því að nýr einstaklingur komi í heim- inn. „Þegar fólk hér frétti að Per- nille væri ófrísk var litið til mín!“ segir hann með áherslu. „Vá, hvað verðurðu lengi í burtu?“ Hann seg- ir jafnframt að konan þurfi ekki að óttast að mæta þungbrýnum vinnuveitendum sem spyrja hvort hún ætli sér að eignast barn, eng- inn tilgangur sé með slíku þar sem maðurinn fær líka svona langt feðraorlof. „Kannski er þetta góð leið til að breyta kynjahlutverk- unum,“ segir Adam hugsi. Hann telur að Íslendingar geri sér kannski ekki grein fyrir því hversu frábært þetta er. „Breski forsætis- ráðherrann, Tony Blair, sýndi gríðarlega gott fordæmi með því að minnka vinnuálagið í þær tvær vikur sem feðraorlofið stendur yf- ir,“ segir Adam hlæjandi. „Hey, hann sýndi fram á að hann væri frábær pabbi, þótt hann tæki það ekki allt!“  LÍFSSTÍLL | Það er fjölmenningarlegt andrúmsloftið hjá Íslenskri erfðagreiningu Barnvænt samfélagið lykilatriði Hjá Íslenskri erfðagreiningu starfar fólk af mörgu bergi brotið. Sigrúnu Ásmundar lék forvitni á að vita aðeins um samskipti fólksins á alþjóðlegum vinnustað og viðhorfið til Ís- lands, fór og hitti hina serbnesku Natösu Dasnica og hinn breska Adam Baker sem bæði eru mikilsmetnir vísindamenn. Adam Baker maí REFLECTIONS-hótelið í Soi Aree í Bangkok er ekki hefðbundið hótel heldur popplistagallerí, eins og fram kemur á vef Washington Post. Herbergin 32 eru hönn- uð af mismunandi listamönnum og hvert hefur sitt þema. Hótelið var opnað í október árið 2004. Engin tvö herbergi eru eins og listamennirnir höfðu algjörlega frjálsar hendur. Gestir eru flestir erlendir úr hópi óhefðbundinna listamanna og verðið er lágt. Markmiðið er að hönnun sé í forgrunni, að mati Marcel Georg Mull- er, svissnesks listamanns sem hannaði herbergi 307, Bohemian Rhapsody. Yfirbragðið er rómantískt og sígaunalegt. Her- bergi 402, Post Industrial, eftir Thaiwijit Peungkasemsomboon, er eins og nýbygging með steypuveggjum og múrsteinum. Diskóherbergið nr. 201 eftir Pilanthana Suktrakan er einnig forvitnilegt. Sumir sofa í herbergi án ljósa og stundum er sturtan án sturtuhengis. Sumir koma niður til að nota baðher- bergið þar sem herbergið þeirra er hurðarlaust, segir hóteleigandinn.  HÓTEL Gist í popp- listagalleríi Daglegtlíf MARGIR kíkja í Tívolí þegar þeir eru á annað borð í Kaupmanna- höfn. Þar er allt á sínum stað og þar að auki nýjungin Himnaskipið (Himmelskibet) sem er róluhring- ekja sem lyftir farþegum í nýjar hæðir. Hringekjan var prófuð í fyrsta skipti 1. maí eftir nokkrar tafir sem urðu á uppsetningunni auk þess sem veður setti strik í reikninginn. Fyrst átti að opna hana 12. apríl þegar Tívolí var opnað í vor. Síðan var ákveðið að taka hana í notkun 24. apríl, en nú er hún komin á sinn stað og gestir farnir að prófa. Allt að 70 km hraði Farþegar setjast í fyrstu í rólur og þegar allir eru fastir á sínum stað lyftast þeir upp í 80 m hæð. Þar snýst hringekjan á allt að 70 km hraða á klukkustund. Að því er fram kemur á vef Tív- olísins er Himnaskipið hæsta hringekja í heimi. Um er að ræða blöndu af útsýnistæki og sígildri róluhringekju þar sem farþegar fá á tilfinninguna að þeir séu á flugi. Á vef Berlingske Tidende kemur fram að útsýnið sé það besta við tækið, og sjá megi yfir alla Kaup- mannahöfn og jafnvel til Svíþjóð- ar. Adrenalínkikkið sé ekki jafn- mikið og í mörgum öðrum tækjum þrátt fyrir alla þessa hæð og snún- inga. Himnaskipið beri nafn með rentu en sé alls ekki fyrir loft- hrædda.  FERÐALÖG Himna- skipið í Tívolí

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.