Morgunblaðið - 03.05.2006, Qupperneq 23
Natasa hefur náð mjög góðum tökum á íslensk-
unni á þeim sjö árum sem hún hefur búið hér.
Það er æðislegt fólk ogmjög fallegt landið,“ seg-ir Natasa Desnica, líf-efnafræðingur í erfða-
rannsóknum hjá Íslenskri
erfðagreiningu. Í kjölfar þessara
orða skellihlær hún og bætir því
við að svo gaman sé að segja þetta
því nákvæmlega þetta vilji allir Ís-
lendingar heyra. Athygli vekur að
hún talar afskaplega góða ís-
lensku.
„Í júlí er ég búin að búa á Ís-
landi í sjö ár,“ segir Natasa. „Ég
hef verið mjög heppin með fólkið
sem ég hef kynnst hérna, bæði í
vinnu og utan,“ bætir hún við.
Natasa kom hingað ásamt serbn-
eskum eiginmanni sínum og börn-
in þeirra tvö eru fædd á Íslandi.
„Við sem hér vinnum spjöllum
saman um alla heima og geima,“
segir hún þegar hún er spurð
hvort hún leggi sig fram við að
kynna landið sitt, Serbíu, fyrir
samstarfsfólkinu. „Ég fer mjög oft
til Serbíu, þar eru foreldrar mínir
og mannsins míns. Við viljum líka
að börnin okkar kynnist landinu
okkar. Við segjum svo frá ferð-
unum og landinu í vinnunni.“
Matarmenningin í Serbíu er
talsvert ólík íslenskri. „Ég er
mjög sátt við matarmenninguna
hérna,“ segir Natasa prakk-
aralega, „það er allt svo fljótlegt.
Serbnesk matargerð tekur svo
langan tíma.“ Að þessu sögðu
skellir hún upp úr. „Jú, ég er
mjög sátt.“
Einhverjar hefðir hefur hún þó
haldið í. „Við gerum stundum eitt-
hvað týpískt serbneskt en dags
daglega er þetta einhver blanda af
serbnesku og íslensku.“
Kökuklúbbur og matarklúbbur
Þar sem Natasa er með tvö lítil
börn hefur hún verið heimavinn-
andi að miklu leyti undanfarin ár.
„Ég gerði talsvert meira utan
vinnu áður en ég eignaðist börnin.
Þá voru líka fleiri erlendir starfs-
menn hérna hjá deCode,“ segir
hún. „Þá var fólkið duglegra að
hittast og halda veislu.“ Natasa er
þrátt fyrir það í matarklúbbi með
starfsmönnum deildarinnar sem
hún vinnur á. „Já, við erum með
matarklúbb, við hittumst í heima-
húsi og eldum saman. Við erum
líka með kökuklúbb í vinnunni. Í
honum eru kona frá Frakklandi og
Íslendingar, líka ein kona frá
Bandaríkjunum, önnur serbnesk
og Breti. Einu sinni í viku kemur
einhver með köku eða eitthvað
annað gott. Það er reyndar ekki
bara í deildinni, heldur erum við
tíu í kökuklúbbnum úr öllum
deildum.“ Natasa segir að sér
finnist mjög skemmtilegt að vera í
matar- og kökuklúbbunum og slíkt
verði til þess að fólk hittist á öðr-
um forsendum en bara tengt
vinnunni.
Natasa starfaði á sjúkrahúsi í
Serbíu áður en hún kom til starfa
hjá Íslenskri erfðagreiningu.
Í lokin gefur hún upp tvær upp-
skriftir að einföldum serbneskum
réttum sem hún segir að hafi gef-
ist vel að bjóða upp á í köku-
klúbbnum annars vegar og mat-
arklúbbnum hins vegar.
Bajadera
200 g sykur
2 dl vatn
200 g valhnetur (helst úr dós),
smátt saxaðar
200 g kex, t.d. matarkex, mulið
200 g smjör
100 g suðusúkkulaði
Hitið vatn, bætið í sykri og
smjöri og látið bráðna. Bætið kexi
og valhnetum saman við. Hellið
deiginu í form og kælið í ísskáp.
Bræðið súkkulaði og þekið kökuna
þegar hún hefur kólnað.
Fylltar paprikur
1 stk laukur
500 g nauta- eða svínahakk
6 rauðar paprikur
1 dós niðursoðnir tómatar
salt og pipar eftir smekk
1 tsk paprikuduft
hnefafylli af hrísgrjónum
Saxið lauk og steikið á pönnu
þar til hann verður glær. Bætið
við hakki og kryddi og steikið
áfram í u.þ.b. 15 mín. Bætið hrís-
grjónum við og hrærið vel. Skolið
paprikur, skerið toppinn af þeim
og hreinsið fræ innan úr. Fyllið
paprikurnar með hakkblöndunni
og raðið í eldfast mót. Hellið
tómötunum yfir paprikurnar og
bætið svo dálitlu vatni út í mótið.
Eldist við 180°C í 2–2½ klst.
Eru með köku-
klúbb og matar-
klúbb í vinnunni
Morgunblaðið/Eyþór
Natasa Desnica
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2006 23
DAGLEGT LÍF Í MAÍ
Sheer Driving Pleasure
BMW X5
www.bmw.is