Morgunblaðið - 03.05.2006, Side 25

Morgunblaðið - 03.05.2006, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2006 25 MENNING TONO.IS Innritun 2006–2007 í Tónlistarskólann í Reykjavík Grandagarði 2, sími 580 8500 Aliner eða A-hús eru afar þægileg og vönduð að allri gerð. Þau eru einangruð í hliðum og þaki og það tekur innan við mínútu að reisa vagninn og gera hann kláran. Smá að utan, rúm að innan. A-liner Fremst meðal jafningja Tryggðu þér A-hús á gamla genginu til 9. maí Opið virka daga 10 – 18 laugardaga 10 – 16 sunnudaga 12 – 16 JÚLÍA Mogensen sellóleikari heldur útskriftartónleika sína í Salnum í kvöld kl. 20. Á efnisskránni eru verk eftir Bach, Max Bruch, Beethoven og Hans Werner Henze. Gerrit Schuil píanóleikari leikur með henni á tónleikunum. „Þetta er fjölbreytt efnisskrá með verkum frá ólíkum tímabil- um. Fyrir hlé verð ég með bar- okk og rómantík, og eftir hlé er það 20. aldar tónlist og klassík,“ sagði Júlía í samtali við Morg- unblaðið. Meðal verka á efnis- skránni eru tvö stór einleiksverk, fyrsta sellósvíta Bachs í heild, og serenaða í níu köflum eftir Hans Werner Henze, sem sjaldan er flutt. Í febrúar síðastliðnum flutti Júlía sellókonsert Saint-Saëns með Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Rumon Gamba. Hvernig upplifun var það? „Það var mjög skemmtilegt, og mikil reynsla sem maður fékk,“ svarar hún og bætir við að tón- leikarnir nú séu aðeins öðruvísi. „Nú þarf maður einn að halda áhuga áheyrenda í klukkutíma. Það er næstum meira krefjandi, að minnsta kosti öðruvísi.“ Júlía heldur til London í haust og hefur framhaldsnám við Guildhall School of Music and Drama. Þar var hún skiptinemi síðasta haust og veit því að hverju hún gengur, en segist engu að síður hlakka mjög til brottfararinnar. „Þetta er mjög góður skóli með frábærum kennurum, þannig að ég hlakka vissulega mjög til.“ Útskriftartónleikar LHÍ | Júlía Mogensen Á leið í framhaldsnám í Guildhall Morgunblaðið/Eyþór Júlía Mogensen NÝJAR íslenskar óperur eru ekki daglegt brauð og því var kærkom- in tilbreyting að sjá uppfærsluna á óperunni Mærþöll eftir Þórunni Guðmundsdóttur á laugardags- kvöldið. Óperan er hugsuð fyrir nem- endur Tónlistarskólans í Reykja- vík og er eftir því minni í sniðum en hefðbundnar óperur, t.d. er enginn kór og hljómsveitin er smágerð. Söguþráðurinn byggist á Mærþallar sögu, sem er íslenskt ævintýri, en þar er fjöldi kvenper- sóna. Sagan hentar því prýðilega nemendaóperu; talsvert fleiri stúlkur stunda söngnám en piltar. Það fyrsta sem maður tók eftir á sýningunni var hve tónlistin var einföld. Ekkert í henni kom á óvart; tónmálið var hefðbundið og laglínurnar söngvænar. Þrátt fyrir það voru melódíurnar aldrei sér- lega grípandi og því er ekki hægt að segja að músíkin ein og sér hafi rist djúpt. En hún átti varla að gera það; fyrst og fremst var hún sniðin að getu mislangt kominna söngnemenda og varð ekki annað heyrt en það hefði tekist ágæt- lega, a.m.k. stóðu nemendurnir sig vel. Og ópera er meira en tónlist; hún er líka leikrit og það var þar sem verkið hitti beint í mark. Sag- an um hertogadótturina Mærþöll, sem er í álögum vegna illsku karl- mannslausrar álfkonu, var það fyndin og leikin af svo kostulegum tilþrifum af söngnemendum skól- ans, að áheyrendur veltust um af hlátri. Var leikgleðin slík að takmörk- uð söngkunnátta nemendanna varð bara sjarmerandi, og er greinilegt að leikstjórinn, Hrefna Friðriksdóttir, hefur náð góðum tökum á krökkunum. Auk þess voru búningar ein- staklega smekklegir og féllu prýðilega að fallegri sviðsmynd- inni. Ekki er því annað hægt en að gefa sýningunni hæstu ein- kunn. Mærþöll hentar fullkomlega takmörkuðu rými Íslensku óp- erunnar. Væri ekki tilvalið fyrir atvinnu- söngvara og hljóðfæraleikara að setja verkið upp þarna næsta vet- ur? Fyndin ópera TÓNLIST Íslenska óperan Mærþöll eftir Þórunni Guðmundsdóttur. Flytjendur voru nemendur Tónlistarskól- ans í Reykjavík undir stjórn Kjartans Ósk- arssonar. Leikstjórn: Hrefna Friðriks- dóttir. Laugardagur 22. apríl. Nemendaópera Jónas Sen Á MORGUN verður frumsýnt á Litla sviði Þjóð- leikhússins nýtt leikverk fyrir börn sem ber heitið Nú skyldi ég hlæja, væri ég ekki dauður. Sýningin er samstarfsverkefni Þjóðleikhússins og Nemenda- leikhússins og jafnframt síðasta sýningaverkefni lokaársnema við leiklistardeild LHÍ sem munu út- skrifast í vor. Verkið er unnið úr fjölmörgum þekktum og minna þekktum íslenskum þjóðsögum en leikstjórn er í höndum Ágústu Skúladóttur sem jafnframt vann verkið í samvinnu við Völu Þórs- dóttur og leikhópinn. Áður hefur leikhópurinn sýnt verkin Forðist okkur og Þrjár systur og hlotið mik- ið lof fyrir. Leikendur eru Birgitta Birgisdóttir, Dóra Jóhannsdóttir, Halldóra Malín Pétursdóttir, Jörundur Ragnarsson, Magnea Björk Valdimars- dóttir, Stefán Hallur Stefánsson, Sveinn Ólafur Gunnarsson og Víðir Guðmundsson. Fjölþætt þjóðsagnasyrpa „Við erum búin að búa til mjög fallegan æv- intýraheim úr íslenskum þjóðsögum og tveimur þulum,“ segir Ágústa leikstjóri en meðal sagna sem verða í verkinu eru Nú skyldi ég hlæja, væri ég ekki dauður, Bakkabræður, Gilitrutt, Búkolla, Neyttu á meðan á nefinu stendur, Púkinn og fjósa- maðurinn, Sagan af Helgu og systrum hennar og Bláskelin. Hvert atriðið er borið fram á fætur öðru í syrpu sem endist í rúman klukkutíma. Einnig koma fyrir þulurnar „Tunglið, tunglið taktu mig“ og „Fuglinn í fjörunni“. „Við erum mjög trú sögunum og erum lítið að róta í þeim,“ segir Ágústa en vill þó meina að þau notist við fjölbreyttar og nútímalegar frásagn- araðferðir við að miðla þessum sögum til áhorf- enda. Þannig gætir t.d. sterkra áhrifa úr heimi teiknimyndasagna í einhverjum sögunum og í öðr- um má sjá áhrif kvikmynda og goðsagna. Þarna mætast tröll, draugar, huldufólk og hvers kyns þorparar í sögum sem ýmist eru bráðfyndnar, draumkenndar eða eilítið óhugnanlegar. Útlit verksins er að mestu unnið af Þórunni Elísabetu Sveinsdóttur, búningshönnuði, og Frosta Friðriks- syni sem hannar leikmyndina. Ragnhildur Gísla- dóttir semur tónlistina í sýningunni en leikhóp- urinn sjálfur sér um að flytja hana. Þar sem allt getur gerst „Okkur datt eiginlega fyrst í hug að vinna verk út frá íslenskum þjóðsögum þegar við fórum að huga að barnasýningu fyrir leikhópinn. Þar er líka hægt að nálgast ógrynni af efni sem hentar börnum jafnt sem fullorðnum,“ segir Ágústa og ítrekar að sýningin hæfi öllum aldurshópum. „Þetta er mikið sprell en líka ljóðrænt og fallegt. Fyndið og líka óhugnanlegt. Í þessum galdraheimi getur allt gerst,“ segir hún kímin. Áður en hún tók að sér þetta verkefni hafði hún leikstýrt barnaverkinu Grimms hjá Leikfélagi Kópavogs sem byggist á Grimms ævintýrum og auk þess leikstýrði hún verki sem byggist á ævintýrum HC Andersen í Þjóðleikhúsinu sem heitir Kóngar og klaufsdætur. Ágústa kveðst hafa talið það upplagt að henda sér því næst í íslensku þjóðsögurnar. „Öll höfum við gaman af því að láta segja okkur sögur og rifja upp töfra þess,“ segir Ágústa. Góður liðsauki „Þau skína skært,“ segir Ágústa um leikhópinn sem senn lýkur fjögurra ára námi við leiklistardeild LHÍ. „Þetta er afskaplega sterkur og fallegur hópur og það er búið að vera ofboðslega gaman að vinna með þeim. Ég legg mikið upp úr því að hópurinn glansi allur saman; einn fyrir alla og allir fyrir einn. Það er svo mikilvægt að samvinnan sé sterk við sýningar og það er alveg til staðar í þessum hópi. Ég tel að íslenskt leikhúslíf sé afar heppið að hljóta þennan liðsauka.“ Leikverkið verður sem fyrr segir frumsýnt á morgun en sýningafjöldi er takmarkaður og því um að gera að tryggja sér sæti sem fyrst. Leikhús | Nemendaleikhúsið frumsýnir nýtt leikverk Ævintýraheimur þjóðsagnanna Birgitta Birgisdóttir í einu hlutverkanna. Stefán Hallur Stefánsson klæddur í litríkan bún- ing sem Þórunn Elísabet Sveinsdóttir hannaði. Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.